Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Qupperneq 23
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRÚAR1985.
23
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir
Þrettán var
ekki óhappa-
talahjá
Njarðvíkingum
— sem lögðu Hauka að velli, 76—73,
í úrvalsdeildinni íkörfuknattleik í Njarðvík
Þrettán reyndist UMFN ekki nein
óhappatala í leik þess við Hauka i
úrvalsdeildinni um helgina. Tólf
sinnum í röð hafa þeir sigrað
Haukana og bœttu nú við þrettánda
sigrinum. Að venju var mjótt á
mununum og úrslitin ekki ráðin fyrr
en á lokasekúndunum þogar Valur
Ingimundarson skoraði þriggja
stiga körfu með glæsilegu lang-
skoti. ívar Webster svaraði með
körfu á lokasekúndunni en það
dugði ekki til því að stig heima-
manna voru orðin 76, en Haukanna
73. UMFN hafði 10 stiga forustu í
hálfleik, 47 - 37.
Fyrri hálfleikur var spilaöur af mikl-
um krafti og fjöri. Bæði liöin sýndu
sínar bestu hliðar, nema hvaö heima-
menn voru öllu hittnari en gestirnir og
höföu náö 10 stiga forskoti í hléi og
munaði þar nokkru að Valur hafði
skorað þriggja stiga körfur fjórum
sinnum, af þeim 14 sem hann skoraði i
fyrri hálfleik. Hreiðar Hreiðarsson var
með sömu tölu. Ivar Webster var hins
vegar með mestu skorun, 18 stig í fyrri
hálfleik, þótt hann væri óhittinn
framan af.
Allt gekk á afturfótunum hjá UMFN
í byrjun seinni hálfleiks. Isak og Valur
Staðan
í 2. deild
Tveir leikir voru háðir í 2. deild
karla á íslandsmótinu í handknatt-
leik á föstudagskvöld. Úrslit urðu
þessi:
Ármann — Haukar 21—25
Grótta — Fylkir 20—21
Staðaner núþannig:
KA 10 9 0 1 235-192 18
Fram 10 8 1 1 242-200 17
HK 11 7 1 3 225-213 15
Haukar 12 6 0 6 271-276 12
Ármann 12 4 0 8 258—266 8
Fylkir 11 3 2 6 216-235 8
Grótta 12 2 3 7 250-267 7
Þór.Ak. 12 2 1 9 243-288 5
-hsfm.
fengu fljótlega fjórðu villuna og voru
teknir út af. Haukamir náðu sér þá vel
á strik og söxuðu jafnt og þétt á for-
skotiö, enda skoruðu Njarðvikingar
ekki körfu í rúmar fimm mínútur.
Pálmar Sigurösson, sem aðeins hafði
skorað tvö stig, enda einbeitt sér að
spilinu, tók nú að skora og staðan varð
51—50. Njarðvíkingar endurskipulögðu
þá Ieik sinn og juku muninn í 59—50.
Haukamir vom samt ekki af baki
dottnir. Jöfnuðu og náðu eins stigs
forustu, 66—65. Spenningurinn var
gifurlegur næstu mínúturnar.
Haukarnir misstu Hálfdán Markússon
af velli, en hann hafði staðið sig mjög
vel, og nokkru seinna Pálmar Sigurös-
son, báða með fimm villur, svo að
róðurinn léttist hjá Njarðvíkingum
sem léku yfirvegað og gættu þess að
rasa ekki um ráð fram gegn Haukun-
um sem þoldu ekki álagið og urðu á
mistök undir lokin.
Njarðvíkingar léku án Arna Lárus-
sonar, sem er meiddur, geta verið
ánægðir með sigurinn, þótt naumur sé.
Valur, Hreiðar og Isak voru máttar-
stólpar liösins að þessu sinni en það
reyndist ekki eins jafnt og oftast áður
— missti taktinn þegar þessir þrír voru
utan vallar.
Líklega hafa Haukarnir treyst um of
á Ivar Webster, spilið byggðist um of á
aö koma til hans knettinum. Pálmar
naut sín því ekki sem skyldi, sá hittni
leikmaöur. Hálfdán skoraði oft kná-
lega og var ásamt þeim tveimur, sem
að framan eru nefndir, bestur í liði
Hauka.
• Maður leiksins Valur Ingimundar-
son, UMFN.
Dómarar voru þeir Sigurður Valur
Halldórsson og Rob Illiffe og dæmdu
mjög vel.
Stig UMFN: Valur Ingimundarson
29, Hreiðar Hreiðarson 18, Isak Tómas-
son 12, Ellert Magnússon og Gunnar
Þorvarðarson 6, Teitur örlygsson 3,
Helgi Rafnsson 2.
Haukar: Ivar Webster 26, Hálfdán
Markússon 12, Pálmar Sigurðsson 11,
Olafur Rafnsson 10, Kristinn Kristins-
son og Sveinn Sigurbergsson 6,
Henning Henningsson 2.
-emm.
• Andrei í sigurkasti sínu ó ólympiuleikunum í Los Angeles.
Andrei varpaði
kúlunni 21,24m
— og setti nýtt ítalskt met innanhúss
ítalski ólympiumeistarinn í kúlu-
varpi, Alessandro Andrei, setti nýtt
landsmet í kúluvarpi i Genúa ó laug-
ardag þegar hann varpaöi 21,24
metra. Þriðji besti órangurinn i
heiminum i ór og aðeins tveimur
sentímetrum styttra en þegar hann
sigraði í LA. Fyrra met hans var
21,11 m. Árangrinum nóði Andrei i
landskoppni italiu, Bretlands og
Júgóslaviu. Þar unnu ítalir Breta í
karlakeppninni með 24 stiga mun
en í kvennakeppninni jöfnuðu
bresku stúlkurnar þann mun. Júgó-
slavneska iþróttafólkiö kom langt ó
eftir.
I keppninni setti ítalska stúlkan Giul-
iana Salce „óopinbert” heimsmet í
milu-göngu, 6:43,59 mín. Að öðru leyti
var árangur ekkert sérstakur í keppn-
inni. Þó sigraði Harrison, Bretlandi, í
800 m hlaupi karla á 1:47,81 mín. og I Bretlandi, sigraði í 400 m á 47,24 sek.
var vel fyrstur. Alberto Barsotti, Tozzi, Italíu, annar á 47,40 sek.
Italíu, annar á 1:49,19 mín. Black, | hsím.
Jupp Derwall óvin-
sæll í Tyrklandi
Fró Hilmari Oddssyni, frétta-
manni DVI V-Þýskalandi:
Jupp Derwall, fyrrum lands-
liðsþjótfari V-Þýskalands, er
ekki beint vinsæll i Tyrklandi,
þar sem hann starfar nú. Tyrkn-
eska blaðið Milliyet er nú með
skoðanakönnun I gangi. Frétta-
menn blaðsins hringja i félög
um allan heim og bera fram
spurninguna: — „Gotið þið
notað Derwall?"
Uli Höness, framkvæmdastjóri
Bayem Miinchen, fékk upphring-
ingu frá blaðinu um helgina. Hann
svaraði spumingunni þannig að
Bayem væri ánægt með Udo Latt-
ek, þjálfara félagsins. -SOS
TÖLVUSTÝRÐ AUGLÝSIIMGASKILTI
Með BIGI Auglýsingaskilti kemurðu skila-
boðum á framfæri - innan húss og utan.
BIGI fer aldrei fram á kauphækkun, aldrei
í verkfall og vinnur allan sólarhringinn, svo
framarlega sem rafmagn er fyrir hendi.
BIGI Skiltin eru að sjálfsögðu með íslensku
letri og þau eru fáanleg í mörgum stærðum
(frá 0,76 - 11 m á lengd).
Dæmi um verð:
O 136x23x10,5 cm 66.785 kr.
O 76x9x3,5 cm 30.968 kr.
DQCC
l\llf L.
Síðumúla 4, s. 91-687870