Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Side 27
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985.
27
íþróttir Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
íþróttir
Girardelli „stal”
sigri frá Ingemar
— Sigraði í fimmta skipti í svigi heimsbikarsins á laugardag. Var aðeins
f 9. sæti eftir fyrri umf erðina
,,Ég vissi að ingemar Stenmark
var aftur kominn i toppþjálfun og
6g varð því að ná mínu besta til að
sigra hann í siðari umferðinni.
Spennan var frábœr, sú mesta i vet-
ur, og brautin mjög krefjandi. En
það var gaman að henni," sagði
Marc Girardelli, Lúxemborg, eftir
að hann hafði beinlínis „stolið"
sigrinum frá Ingemar Stenmark í
svigi heimsbikarsins í Kranjska
Gora á laugardag. Var aðeins í
níunda saeti eftir fyrri umferðina —
Stenmark þá bestur — en í síðari
umferðinni var Lúxemborgarinn i
sárflokki. Keyrði þá á 66/100 betri
tima en Stenmark og varð sigur-
vegari með 5/100 úr sekúndu betri
tima samanlagt en Svíinn.
„Maður verður að ná tveimur full-
komnum ferðum til að sigra hann.
Marc er svo snjall um þessar mundir
að hann getur meira að segja leyft sér
að draga úr ferðinni — jafnvel að
verða á mistök,” sagði Stenmark en
lengi vel stefndi í fyrsta sigur hans í
keppni heimsbikarsins i vetur þarna í
Ingemar Stenmark — beið
spenntur eftir úrslitunum.
DV-mynd Hilmar Snberg.
Júgóslaviu. Þá sagði Stenmark aö það
kæmi sér illa að nú yrði gert þriggja
vikna hlé á keppninni. Þá hefst hún á
ný í Japan, síðan USA.
„Eg er á þvi að ég geti enn sigrað í
keppni. Eg vissi að ég átti góða sigur-
möguleika á laugardag en síöan kom
Marc. Hann var stórkostlegur,” sagði
Stenmark. Hann var á annarri skoöun
en flestir aðrir sem eru fegnir að fá
hvíld.
Erfið braut
Brautin í Júgóslavíu var mjög erfið
eins og best sést á því að aðeins 19 af 68
luku keppninni. Meðal þeirra sem féllu
Marc Girardelli vann sinn fimmta sigur í svigi heimsbikarsins í vetur.
úr var Pirmin Zurbriggen. Eftir þessa
keppni hefur Girardelli nú 33 stiga for-
skot á hann i stigakeppninni. Aörir
koma ekki til greina. Urslit á laugar-
dag urðu þessi.
1. Marc Girardelli, Lúxemborg,
2. Ingemar Stenmark, Sviþjóð,
3. -4. Jonas Nielsson, Svíþjóð,
3.-4. Paul Frommelt, Lichtenst.
5. Ivano Edalini, italiu,
6. Klaus Heidegger, Austurríki,
1:43,11 (52,02-51,09)
11.43,16 (51,41-51,75)
1:43,88 (51,63-52,25)
1:43,88 (51,68-52,20)
1:44,11 (51,54-52,57)
1:45,20 (52,71—52,49)
I stigakeppninni hefur Girardelli nú
240 stig. Zurbriggen næstur með 207
stig. Andreas Wenzel er í þriðja sæti
með 172 stig. Síðan koma Franz Heinz-
er, Sviss, 132, Peter Miiller, Sviss, 128,
Ingemar Stenmark 125 og Thomas
Biirgler, Sviss, í sjöunda sæti með 124
stig.
I svigkeppninni er Girardelli bestur
en hann vann sinn fimmta sigur i svig-
inu í vetur á laugardag. Hann er með
125 stig og Stenmark, þrátt fyrir slæm-
an vetur á hans mælikvaröa, er annar
með 78 stig. Wenzel þriðji með 75 stig.
hsim.