Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 28
28 FRÁ ALÞINGI Markaðs- málin og gullaugað Alþingi ályktar að fela ríkis- stjóminni að beita sér fyrir aö- gerðum til að jafna verð á vörum í landinu í þvi skyni að draga úr því misræmi sem er í vöruverði eftir búsetu manna. Þetta er tillaga til þingsályktunar, flutt af Gunnþór- unni Gunnlaugsdóttur Sjálfstæðis- flokki. Hún situr á þingi í fjarveru Sverris Hermannssonar. Gunnþórunn leggur til að sér- staklega verði athugað hver áhrif flutningskostnaðar séu á vöruverð. Og að meðal annars verði kannað hve mikil áhrif skattlagning á flutninga hefur á vöruverð úti á landi. „Rannsakað verði hvemig bætt skipulag vöruflutninga og jöfnun flutningskostnaðar tryggi sem best jöfnuð í vöruverði,” segir flutningsmaður í tillögunni. 1 tengslum viö siðustu heildar- kjarasamninga verkafólks og vinnuveitenda var þaö fyrirheit gefið að ríkisstjórnin skýldi beita sér fyrir breytingu á lögum um „ atvinnuleysistryggingar frá 1981. Tilgangur er að hækka viðmiðunar- flokk bóta til samræmis viö þær breytingar sem orðið hafa á röðun starfa í launaflokka frá 1981. Frumvarp um lagabreytingar þessu lútandi hefur verið lagt fram á Alþingi. Kolbrún Jónsdóttir og Kristín S. Kvaran, þingmenn Bandalags jafnaöarmanna, hafa lagt fram til- lögu í sameinuðu þingi. Tillaga sú er um að Alþingi álykti að fela heil- brigðisráðherra að skipa nefnd er geri úttekt á stöðu hjúkrunar- fræðinga hérlendis. Nefndin skuli meöal annars kanna hvaða ástæður liggi að baki því að skortur er á hjúkrunarfræðíngum til starfa og hvaða leiðir séu færar til úrbóta. I greinargerð með tillögu þeirra Kolbrúnar og Kristínar er greint frá því að starfandi hjúkrunar- fræðingar séu í aðeins 86% af stöðugildum sem heimildir eru fyrir. Vegna þessa standa sjúkra- rúm auð, til dæmis eru 27 rúm ónotuð á Borgarspítalanum og 29 rúm á Landspítalanum. Það vantar 20 hjúkrunarfræðinga til starfa á Borgarspítalanum, segir í greinargerðinni. Tillaga um skipulagningu náms og vinnu í sölu- og markaðsmálum hefur verö lögð fram í sameinuðu þingi. Fyrsti flutningsmaður er Ámi Johnsen en ásamt honum standa aö tillögunni sextán aörir þingmenn Sjálfstæöisflokksins. 1 tiliögunni segir að ríkis- stjóminni verði falið að beita sér fyrir því með samstarfi mennta- málaráðuneytisins, viðskiptaráðu- neytisins, utanríkisráðuneytisins og aðila vinnumarkaðarins að skipuleggja nám og starfsþjálfun á sviði sölu- og markaðsmála innan lands og utan. Jafnhliða sérstökum aðgerðum til aö afla þekkingar á mörkuðum. Markmiðið verði að koma á fót í skólakerfinu og við- skiptalífinu víötæku námi í sölu- mennsku, markaðsöflun, áróðurs- og auglýsingatækni og samninga- gerð. Þrfr þingmenn úr jafnmörgum flokkum hafa lagt fram tillögu um sölu Gullaugans og Áburöarverk- smiðjunnar. Þingmennimir eru Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjálf- stæðisflokki, Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, og Stefán Benedikts- son, Bandalagi jafnaöarmanna. Þremenningamir vilja að sölu- hagnaði af húsnæði Grænmetis- verslunarinnar og Áburðarverk- smiðjunni verði varið til styrktar iandbúnaðinum. -ÞG. DV. MÁNUDAGUR18. FEBRÚAR1985. TOGARAR OG TRILLUR Nú er komiö nýtt ár, brátt gægist sólin yfir Vestf jarðafjöllin og húsfreyj- urnar baka sólarpönnukökur aö göml- um og góðum sið. Allt gekk sinn vana- gang yfir hátíðirnar, menn veltu sér milli sófa, sneru sólarhringnum við, uröu sílspikaðir eins og útselir af öllum jólasteikunum, ropuðu eins og rjúpur af sódastriminu frá Davíð sem ekki mátti gefa bíl. Þjóðin skalf af spenningi allan gamlársdag og beið óþolinmóö eftir áramótaskaupinu en liggur nú upp i loft milli þúfna og sleikir sárin. Þátturinn birtist eins og holdtægjulaus beinagrind á skjánum og var þar fátt um feita bita, húrra fyrirviðleitninni. Skömmtunarstjóri Tilgangur þessarar greinar er þó annar en sá aö skrifa um afliöna hátíð og sjónvarpsafglöp heldur er aðaltil- gangurinn sá að eyða fáeinum orðum á fiskveiðistefnuna og skömmtunar- kerfið í fiskveiðunum. Halldór Ás- grímsson skömmtunarstjóri vinnur eftir ákaflega flóknu kerfi, nefnilega skuttogarar allt, bátamir ekkert. Aö minnsta kosti er i fréttatilkynningum frá ráöuneytinu jafnan lítiö minnst á smærri báta, enda virðast þeir ekki hátt skrifaðir hjá ráðherranum. Eg kem hér meö tillögu sem er að mestu samhljóöa ályktun smábáta- félagsins á Isafiröi frá i desember, og er tillagan sú að allir bátar undir 20 lestum fái að veiða með handfærum ótakmarkað og utan kvóta. Rök mín eru þau að færaveiðar eru þær veiðar er hvað mest eru háðar veðri og veðurfrátafir því mjög miklar hjá handfærabátum og er það í raun mikil fiskifriðun. Handfæri er nefnilega ekki hægt aö stunda i meira en 4 til 5 vindstigum vegna rekhraða. Stórskipamenn hafa talað um aö fá aö fara inn í Isafjarðardjúp með fiski- troll og upp í fjörur við Vestfirði og víöar og segja að þarna séu vannýtt miö, hafa þeir reyndar nú þegar fengiö rýmkaðar togveiðiheimildir nær landi en áður. Á sama tima er smábátaflot- inn stoppaður á þessari vannýttu slóð, væntanlega vegna ofveiöi á svæðinu. Halldór ráðherra og topphúfurnar í sjávarrannsóknum við landið verða að viöurkenna þá staðreynd að það verða ekki trillurnar sem koma með seinasta þorskinn af miðunum. Þaö sem hand- færamenn fiska er dropi í hafið og hefur engin áhrif á stofninn. Einn tog- arinn fékk um daginn 80 tonn í einu hali sem jafngildir sumarafla þriggja trillukarla. Stóru hölin togaranna eru mikil skemmd á fiski og þarf ekki nema 15— 20 tonna höl til þess að ekki reynist unnt að blóðga allan fiskinn lifandi. Á færabátum kemur allur fiskur lifandi inn fyrir lunninguna og er blóðgaður um leið og verður ekki eldri en þriggja daga en algengast er þó að aflanum sé landaö samdægurs. Ekki er nóg með það að smábátum sé naumt skammt- aður aflinn heldur leyfist það að sport- fiskimenn fiski drjúgan hlut af skammti atvinnusjómannsins. Ef sjávarútvegsráðuneytið er svo steinrunnið að gefa ekki færaveöar frjálsar ætti aö auka smábátakvótann um 1000—1500 tonn svo að atvinnu- sjómenn fengju þá þann kvóta er þeim var ætlaður í upphafi og sportararnir gætu þá haldið uppteknum hætti, en þó verið með eins konar sérúthlutun er innifalin yrði í ofanskráðum auka- kvóta. Undanþágur Undir lok þessara skrifa má ég ekki láta hjá liða að minnast á hert ákvæði um undanþágur yfirmanna á flot- anum.' Hinn nýi siglingamálastjóri, Magnús Jóhannesson, var um áramót að taka við vandasömu og ákaflega £ „Halldór ráðherra og topphúf- urnar í sjávarrannsóknum við landið verða að viðurkenna þá stað- reynd að það verða ekki trillurnar sem koma með seinasta þorskinn af miðunum.” Höfundur leggur til að „allir bátar undir 20 lestum fái að veiða með handfserum ótakmarkað og utan kvóta". Skrýtnir sérkjarasamningar Almennt hefur ríkt sú skoðun, a.m.k. á pappírunum, að þeir sem lægst hafa launin skuli fá mest af því sem er til skiptanna hverju sinni. Verkfall það sem háð var í október- mánuði síðastliðnum var að ýmsu leyti ákaflega lærdómsríkt. Sjaldan eða aldrei hefir, síðan fyrir löngu, borið jafnmikið á baráttuvilja og samtakamætti. Einkum lögðu þeir sem lægstan hlut bera úr býtum í þessu þjóðfélagi einna mest af mörk- um, stóðu verkfallsvaktir, dreifðu málgagni samtaka sinna (BSRB tíðindum) o.s.frv. Þar var ákveðni og festa fyrir en því miður er ekki mikill skilningur á kjörum þessa fjölda meðal ráöamanna. Þar var kappkostað aö koma sök á verkfallsaö- gerðimar er ríkisstjómin stýfði krónuna svo sem kunnugt er. I aðal- kjarasamningi varð einhverju þó þokað áleiðis, lægstu laun hækkuöu hlutfallslega mest, einkum vegna ákvörðunar um sömu krónuhækkun á alla launaflokka (800). Upphafleg- ar kaupkröfur kváðu á um vissa prósentutölu (30%) sem hefir verið mörgum þymir í augum því hún viö- heldur launamun og jafnvel eykur. Þegar að sérkjarasamningum kom milli fjármálaráðuneytisins og einstakra félaga innan BSRB varö annað uppi á teningnum en um- hyggja fyrir þeim sem lökust hafa kjörin. Sem dæmi vil ég nefna eftir- farandi niðurstöður úr sérkjara- samningi Póstmannafélagsins sem undirritaöur var 18. desember sl. Af ótilgreindum orskökum var hann ekki birtur fyrr en í Fréttabréfi Póst- mannafélagsins sem kom út í janúarlok. Þannig var hinum almenna félagsmanni innan Póst- Kjallarinn GUÐJÓN JENSSON PÓSTAFGREIDSLUMAÐUR mannafélagsins ekki kunnugt um efni sérkjarasamningsins fyrr en nefnt Fréttabréf barst honum. Hins vegar munu nær öllum yfúmannum Pósts- og síma, sem eru innan vé- banda Póstmannafélagsins, hafa verið send ljósrit af nýgerðum sér- kjarasamningum — algjörlega prívat — strax fyrir jól! Þegar sér- kjarasamningurinn er skoðaður bet- ur blasir þetta nefnilega viö: Æðri yfirmenn póstþjónustunnar verða grunnraöaöir 2 launaflokkum ofar en áöur. Mörg dæmi eru um 3 launa- flokkshækkanir og kunna að vera enn meiri, innan þessa sama hóps. Lægri yfirmenn, svo sem póstvarð- stjórar, hækka um 1 launaflokk og svo er um alla línuna þar niður af — á pappirunum. Fjölmargir taka laun samkvæmt launaflokkum sem eru töluvert undir lágmarkslaunum og hækka því ekki um eina einustu krónu. Taxtinn hækkar jú en lág- launauppbótin lækkar um sömu krónutölu!! Sú einasta hækkun sem þessi hópur fær er fyrir yfirvinnu, en hún er greidd á þann hátt að fyrir hverja klukkustund er greitt 1% af mánaöarlaunum viðkomandi. Þeir starfsmenn Pósts- og síma sem eru hlunnfarnir í samningi þessum eru einkum bréfberar, bílstjórar og flokkunar- og aðstoðarfólk. Meðan æðstu yfirmenn Pósts- og síma á Is- landi fá allt aö ríflega 3.000,- kr. í hækkun á mánuöi skv. sérkjara- samningi fær bréfberinn og fleiri ekki eina einustu krónu í sinn hlut!!! Almennur félagsfundur hefir ekki verið haldinn í nafni þessa stéttar- félags um samning þennan af skiljanlegum ástæöum en hins vegar er fyrirhugað að efna til almennrar brennivinshátíðar í nafni félagsins fljótlega, í febrúar, í Rúgbrauðs- gerðarhúsinu. Guðjónjensson. A „Meðan æðstu yfirmenn Pósts og síma á íslandi fá allt að ríflega 3.000,- kr. í hækkun á mánuði skv. sér- kjarasamningi fær bréfberinn og fleiri ekki eina einustu krónu í sinn hlut.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.