Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Page 42
42
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985.
Cltlitsteiknari
DVauglýsir eftir útlitsteiknara — lay-out manni —
til afleysingastarfa. Þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til ritstjórnar DV, Síðumúla
12—14, 105 Reykjavík.
HREINT LOFT
Loftræstikerfi, stór og smá, fyrir reykherbergi,
kaffistofur, vinnusali, eldhús o.fl.
Ennfremur framleiöum við:
sprautunarklefa fyrir bílasprautun, sprautunarskápa fyrir
smærri hluti, t.d. húsgögn, hurðir og fl.
SDblikkver
Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogi - Símar: 44040-44100
XZi
o
ZANUSSI
EINN AF OTAL MORGUM
ZA 2601 VR Frystiskápur
Frystir:Q**3260 Itr.
Frystigetá: 20 kg. á sólarhr.
Mál: (H x B x D);
151 x 60 x 60 cm.
Meö borðplötu.
Másnúahurö.
Orkunotkun 63 W á klst.
Verö......
—5% stg.
KR.29553,-
KR.28075,-
VERKSMIOJAN, HAFNARFIRÐI
SíMAR: 5 00 22 - 5 00 23 - 5 03 22
AUSTURVERI VIÐ HÁALEITISBRAUT
SÍMAR: 84445 -68 60 65
o
o
MERKJASALA
Á ÚSKUDAG
REYKJAVÍKURDEILD RKÍ
afhendir merki á neðantöldum útsölustöðum
á þriðjudag. Börnin fá 10 kr. í sölulaun fyrir
hvert selt merki og þau söluhæstu fá sérstök
verðlaun.
VESTURBÆR: LAUGARNESHVERFI:
Skrifstofa Reykjavíkurdeildar RKi, Öldugötu 4, Laugarnesskóli.
Melaskóli. KLEPPSHOLT: Langholtsskóli,
AUSTURBÆR: Skrifstofa RKÍ., Vogaskóli.
Nóatúni 21, ÁRBÆR:
Hlíðaskóli, Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli.
Hvassaleitisskóli, BREIÐHOLT:
Austurbæjarskóli. Breiðholtsskóli, Arnarbakka 1,
SMÁÍBÚÐA- OG Feilaskóli,
FOSSVOGSHVERFI: Breiöholti III.
Fossvogsskóli, Hólabrekkuskóli,
Breiðageröisskóli. ölduselsskóli.
Merkjum og peningum fimmtudag. skilað í skólana
ísfirðing-
ar kafa eft-
ir Bergljótu
Bergljót liggur á 10 metra dýpi, 50
metra frá landi, og hefur gert í tæp 80
ár. Bergljót er engin smásmíöi, 525
brúttólestir, 40 metra löng og 9 metra
breið. Enda er hún dönsk skúta sem
smíðuö var í Þýskalandi árið 1879.
Fyrir 82 árum var Bergljót í vöru-
flutningum hér við land og hlekktist á
við Hafnarfjörð. Var mál manna að
skútan væri ónýt og niöurstaðan sú að
flytja hana vestur á land, sökkva henni
og nota í bryggjuundirstöðu í Álftafirði
í Isafjarðardjúpi. Ekki tókst betur til
en svo að skútunni var sökkt á vitlaus-
um stað og bryggjan byggö á öðrum.
Síðan hefur Bergljót hvílt á hafsbotni
og lengi framan af kom efsti hluti
hennar í ljós í stórstraumsfjöru. Hann
hvarf þó er fram liðu stundir þar sem
menn náðu sér í góðan eldivið með því
að höggva í efsta iagið.
Að undanförnu hafa ísfirskir kafarar
verið að skoða skipiö þar sem það ligg-
ur og fyrir skömmu unnu þeir það
þrekvirki að ná stýrinu á þurrt land.
Vó það 1500 kíló og var um 8 metrar að
lengd. Verður því komið fyrir á sjó-
minjasafni þeirra Vestfirðinga.
„Þetta er bara hobbí hjá okkur. Við
höfum gaman af að skoða Bergljótu á
botninum,” sögðu ísfirsku kafararnir í
samtali við DV. Þeir heita Kjartan
Hauksson, Benedikt Ólafsson, Svein-
björn Júlíusson, Sævar Árnason og Jó-
hannes Jónsson.
-EIR.
Þannig le'rt Bergljót út er hún var upp 6 srtt besta. Nú hvílir hún ð
hafsbotni og er augnayndi ísfirskra kafara.
isfirskir kafarar búa sig til farar á fund Bergljótar ó botni Álfta-
fjarðar.
Ásgeir Hvítaskáld skrifar um siglingar:
SEGLSKIPIÐ GRÁNA
3. ágúst 1868 strandaði frönsk fiski-
skúta, Emelie að nafni, á Hafnarrifi
við Skaga. öllum skipverjum var
bjargað um borð í tvo fiskibáta frá
Skagaströnd. En þegar uppboðið átti
aö fara fram á strandstaönum
nokkrum dögum seinna var skipið
horfið. Það var þá komiö til Siglu-
fjarðar í fylgd með tveim enskum
fiskiskútum, heldur illa útleikið, og
var talið að átt hefði að ræna því.
Englendingar neyddust til að skila
ýmsu góssi sem þeir höfðu tekið úr
skipinu. Emelie var svo slegin Jó-
hanni í Haga á Árskógsströnd og
fleiri bændum við Eyjafjörð fyrir 346
ríkisdali. Skipinu var fleytt inn á
Gásavík en hinir ejrfirsku bændur
ætluðu að nota byrðing skipsins til
húsagerðar en skipið lá tvö ár
óhreyft. Þegar Gránufélagið var
stofnaö varð skipið eign þess og
Tryggvi Gunnarsson í Laufási,
ásamt norðlenskum bátasmiðum,
gerðu skipið haff ært á ný.
Næstu árin var skipið í förum milli
verslunarstaða Gránuf élagsins norð-
an- og austanlands og til útlanda.
Grána fór tvær til þrjár ferðir milli
landa á sumri en var erlendis yfir
vetrarmánuðina. Skipið sigldi til
Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar,
Skotlands, Englands og Hollands.
Sagt er að kaupmenn á Akureyri
hafi gefið skútunni þetta nafn í háð-
ungarskyni, af gráum lit þess og elli.
Skipið var 95 brúttólestir að stærð.
Grána þótti óvenju happsæl og fljót
í ferðum. Þar hefur Táðið miklu úr-
vals skipstjórn Laurits Petersen.
Grána þjónaöi Islandi í mörg herr-
ans ár því í hjarta sínu stóð hún með
okkur i sjálfstæðisbaráttunni þó hún
væri útlensk. En fyrir Gránu kom að-
eins eitt óhapp á löngum þjónustu-
ferli hennar. Á leið til Liverpool með
saltfiskfarm lenti Grána í aftaka-
veðri fyrir utan Suðureyjar við Eng-
land. Rak skipið stjórnlaust að landi
og strandaði loks skammt frá bónda-
bæ á eynni Lewis 17. október 1896. Og
bar Grána beinin þar. Húsfreyjan
var ein heima á bænum er strandiö
bar að en hún aðstoðaði við björgun
skipverja með því að festa linu sem
þeir létu reka í land frá skipinu.
Þannig uröu sögulok fiskiskútunnar
frá Dunkerque.
Hér fer á eftir útdráttur úr bréfi
Lauritz Petersen sem hann skrifaði
Chr. Havsteen, kaupstjóra hjá
Gránufélaginu, um strand Gránu. Og
lýsir það vel kjörum siglingamanna
á þessum tima og mögnuöum ævin-
týrumþeirra:
Suðureyjum, 23. október 1896.
Þér munið hafa fengið að vita það
hjá stórkaupm. F. Holme, að nú er
gamla Grána strönduð, sem er hið
mesta sorgarefni, því mér þótti und-
ur vænt um skipið, en þakka þó Guði
fyrir, að hann frelsaöi mig og alla
skipshöfnina úr þessum mikla lífs-
háska, er ég skal nú leyfa mér að
skýra yður nokkuð nákvæmar frá.
Snemma á laugardagsmorguninn
þann 17. október sneri vindurinn sér
og kom á noröan, er varð bráðlega að
fullkomnu hvassviðri með ákaflega
háum brotsjóum af norðvestri.
Klukkan hálfátta brotnaði bugspjót-
ið efst, og urðum við að höggva það
frá okkur, svo að skipið brotnaði eigi
aö framan. Klukkan sex um
kvöldið fengum við hinn voðalega
brotsjó yfir okkur, er limlesti alveg
veslings Gránu og sópaöi öllu á
stjómborða fyrir borð, eftir að hafa
brotið það og bramlað, brotið borð-
stokkinn á tveim stöðum og brotið
stýrishúsið. Þá brotnaði líka alveg
borðstokkurinn á bakboröa, tók út
báöa bátana og matarílátin öll þeim
megin, og fjórar tunnur af saltfiski,
sem ég átti sjálfur. Þá fyllti og káet-
una og hásetarýmiö alveg af sjó.
Stórseglbóman brotnaði í sundur, en
segl rifnaði til agna og sömuleiðis
stagfokkan og fleiri segl, er við
reyndum að setja upp, táðust í sund-
ur í ofviðrinu svo gamla skinnið
hallaðist nú svo mikið, að ljósbera-
fjölin öðrum megin var niðri í sjón-
um. Og nú verö ég að játa það, að þá
ætlaði ég engum okkar líf, er vorum
um borð, og bað þá mína síðustu bæn
til hins algóða himnaföðurs fyrir mér
og vesalings konunni minni og börn-
unum mínum smáu. En þá rak skipiö
á land, úr öllum þessum ósköpum, og
við héldum allir lifi.
Þegar hinn voðalegi brotsjór reið
yfir skipið, fékk ég mikið högg á lífið,
svo ég gat varla staöið og er lasinn,
en mest þjáir mig svefnleysi og sorg
yfir að hafa misst mitt kæra skip,
mína kæru „Gömlu Gránu” sem ég
hafði siglt með í sautján ár, og má
aldrei hugsa svo til, að mér vökni
eigi um augu. Við erum hér á lélegri
bóndabæ en almennt gjörist á Is-
landi, sem allur lekur, streymir yfir
okkur, en fólkið vill allt fyrir okkur
gjöra, sem það getur, og er ógn gott
við okkur, en er hrætt um að ég ætli
ekki að frískast, sem ég vona þó að
verði með guðs náð, svo að konan
mín og hin ungu börn mín verði eigi
forstöðulaus, og fyrir þá von þakka
ég góöum guði. Eg veit það að Grána
var ekki eins heppin í siglingum í ár
og vanalega, en ég get hvorki kennt
mér né henni um strandið, ég hefi
góða samvisku yfir því, að hafa gjört
skyldu mína sem skipstjóri á gömlu
„Kæru Gránu”.
Yðar skuldbundinn vin,
Lauritz Petersen.
Það reyndi á þessa menn í barátt-
unni við hafiö. Seglskipin voru braut-
ryðjendur nútímaþjóðfélags. Enda
þótti þeim vænt um skipin sín í þá
daga. Skip sem vindurinn bar á milli
landa. Danska ríkið heiöraði fátæka
bændafólkiö á eyjunni Lewis með því
að senda því forkunnarfagra klukku,
áletraða, í björgunarlaun. Petersen
starfaði hjá Gránufélaginu lengi
eftir þetta. Sem dæmi um ágæti
skipsins má nefna að Grána sigldi á
18 sólarhringum til Kaupmannahafn-
ar, fullhlaðin vörum. Og geri plast-
skútur nútímans betur.
Heimildir fengnar úr grein eftir Guð-
mund Sæmundsson í Sjómannablað-
inu Víkingi ’82. Og úr blaðinu Austra
sem kom út á Seyðisfirði 9. desember *
1896.
I
........................... i,.,,!,,' I V