Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1985, Side 44
44
DV. MÁNUDAGUR18. FEBRUAR1985.
Mick Jagger, gamia kempan
úr Rolling Stones, róðst hart að
Ronald Reagan Bandarikjafor-
seta i viðtali við þarlent blað á
dögunum. Jagger sagði að fólk
kysi Raagan vegna þess að þvi
líkaði við hann persónulega en
virtist ekkert vita um hvaða
stefnu hann fytgdi. Jagger segir
að Reagan hafi gert þá riku rik-
ari á kostnað hinna fátœku og
að hann stefndi heimsfriði i
hættu.
Tennisleikarinn sænski, Bjöm
Borg, er orðinn leiður á að búa á
herragarði sinum, Alastaholm,
sem stendur rótt fyrir utan
Stokkhólm. Hann keypti sór þvi
þriggja herbergja ibúð inni í
borginni og greiddi fyrir hana
jafnvirði 6 milljóna islenskra
króna.
Margrét prinsessa, systir Betu
Bretadrottningar, er mikil reyk-
ingamanneskja og hefur sætt
fyrir það ákúrum reykingavarn-
armanna i Bretlandi. Eftir að
annað lungað var tekið úr henni
hafa þeir farið fram á að hún
hætti að reykja opinberlega og
einnig hafa þeir óskað eftir að
Beta láti fjarlægja merki krún-
unnar af sígarettupökkum
þeirra fyrirtækja sem hafa feng-
ið leyfi tíl að nota það.
Gríska tónskóldið Mikos
Theodorakis hefur látið hafa
eftir sér að hann muni ef til vill
þurfa að fara aftur i útlegð.
Ástæðan er stsfna hinnar sósiai-
isku rikisstjórnar Andreas Pap-
andreou sem Theodorakis segir
að só að koma upp nýrri einræð-
isstjóm. Theodorakis var sem
kunnugt er í útlegð ó timum her-
foringjastjórnarinnar í Grikk-
landi árin 1967 til 1974.
Nancy Reagan, forsetafrú i
Bandaríkjunum, hefur ráðið
Jennyfer Hirshberg sem blaða-
fulltrúa sinn. Það virðist vera
erfitt og óbyrgðarmikið starf að
vera blaðafulltrúi forsetafrúar-
innar þvi mánaðarlaunin eru 185
þúsund krónur íslenskar og árs-
launin þar af leiðandi rúmar 2,2
milljónir króna.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Oxsmó ó œfingu í húsagarði í Amsterdam. Viðeigandi umhverfi
fyrir tónlist hljómsveitarinnar.
DV-myndir Sigrún Haröardóttir.
Oxsmá
íHollandi
Frá Sigrúnu Harðardóttur, fréttaritara
DV í Amsterdam.
Hljómsveitin Oxsmá kom hingað tQ
Amsterdam í byrjun febrúar í þeim til-
gangi að sjá og sigra hollenska hljóm-
sveitadýrkendur.
A flugvellinum tók á móti þeim mót-
tökunefnd hollenskra yngismeyja og
fréttamaður Rabotnik útvarpsstöðvar-
innar, sem er ólögleg útvarpsstöð
krakara, tók viötal við sexmenning-
ana. Þeir voru hinir bröttustu og töldu
það litið mál að slá í gegn í Amster-
dam. Það reyndist ekki fjarri lagi hjá
þeim því fyrstu tónleikunum þeirra
var útvarpað í áðurnefndri útvarps-
stöð og forsvarsmenn Paradísó, sem
er mest áberandi tónleikahús .fyrir
tónlist af léttara taginu, hefur áhuga á
að fá Oxsmá til að halda tónleika. Það
verður reyndar ekki að þessu sinni því
Paradísó skipuleggur prógramm sitt
marga mánuði fram í tímann.
Meðferðis hafa félagamir í Oxsmá
tvær kvikmyndir sem þeir hafa sjálfir
gert, en strákamir eru flestir mynd-
listarmenn og eru ýmist í eða hafa
nýlokiö námi frá Myndlista- og hand-
iöaskóla Islands.
►
ÞaÖ er Irtið mól að sló í gegn í
Hollandi, segja þeir félagar í
Oxsmó.
Það hefur greinilega allt leikið í lyndi hjó þeim skötuhjúunum Pétri
Holm og Joan Collins þegar þessi mynd var tekin.
Frétt úr breska blaðinu Daily Express um laundóttur Péturs hefur
vakið athygli.
Collins æfyfir laundóttur Péturs
Þær sögur ganga nú fjöllunum hærra
að Joan Collins hafi orðið æf þegar hún
frétti að tilvonandi eiginmaður henn-
ar, hinn sænski Peter Holm, hafi leynt
hana að hann ætti 14 ára gamla dóttur í
Svíþjóð.
Sviösljósið skilur nú ekki hvaða uppi-
stand þarf að verða út af þessu, en
samt sem áður skrifa nú erlend slúöur-
blöö mikið um þessa uppgötvun. Látið
er í veðri vaka að tilvonandi hjónaband
Joan Collins og Péturs verði að engu
vegna þessa. Þau hafa búið saman um
nokkum tíma og hann er nú umboös-
maður hennar og framkvæmdastjóri
sameiginlegs fyrirtækis auk þess að
vera sambýlismaður.
Þetta þurfti svo sem ekkert að koma
á óvart þar sem Pétur er frægur
kvennabósi. Eftir að hann fór að búa
með Collins hafa blöö verið iðin við að
hafa uppi á fyrri ástkonum hans sem
hafa lýst honum sem versta flagara.
En hvað um það?