Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 1
Fimmtán hundruð bíða eftir láni Þaö eru eitt þúsund og fimm hundr- uð manns, sem bíöa eftir láninu sínu hjá Húsnæðisstofnun. Um áramót vantaði 222 milljónir til þess að eyða biðröð lántakenda, sem myndaðist á síðasta ári. Nú vantar 127 milljónir í viðbót eða samtals 349 milljónir. Samkvæmt upplýsingum sem DV fékk í Húsnæðisstofnun var halinn Fjármálaráðherra flýtir 150 milljón króna fjárveitingu: „Óljóst hvað | ietta dugir” „Við lásum um þetta í blöðunum í morgun eins og aðrir. Eins og er er óljóst hvað þetta dugir en viö munum setja af staö það sem beið um áramót, það gengur auðvitað fyrir. Ég veit ekki hvort þetta er nóg til þess en væntanlega fáum við síðan peninga frá lífeyrissjóðunum í lok mánaðarins eins og viö feng- um í lok janúar.” Þetta sagði Hilm- ar Þórisson, skrifstofustjóri Hús- næðisstofnunar, í morgun. Þá lá fyrir að f jármálaráðherra ákvaö í gær að flýta 150 milljóna hluta af fjárveítingu ríkisins í ár til Bygg- ingarsjóðs. vegna nýbyggingarlána um áramót 116 milljónir króna. Vegna lána til kaupa á eldri íbúðum 90 milljónir og vegna breytinga 16 milljónir króna. Lengst var biðin oröin hjá fólki sem var að kaupa eldri íbúðir í fyrra, jafn- vel frá því um mitt árið. Þessar 222 milljónir samtals eru enn óafgreiddar. I janúar átti að afgreiða 45 milljónir og nú í febrúar 82 milljónir króna. Sem fyrr segir er halinn því orð- inn 349 milljónir króna alls. Áætlað er aö afgreiða 185 milljóna króna lán í þessum mánuði. Það dugir ekki fyrir halanum frá áramótum. Líklegt er, samkvæmt upplýsingum frá Húsnæðisstofnun, aö tveggja til þriggja mánaða bið verði enn hjá þeim sem ættu að vera að fá lán sín um þess- ar mundir. Alls er áætlað í lánsfjár- áætlun að lán úr Byggingarsjóði ríkis- ins nemi 1.790 milljónum á árinu og úr Byggingarsjóði verkamanna 683 millj- ónum króna. Engin framkvæmdalán voru veitt byggingarfyrirtækjum eða byggingar- félögum í fyrra. Þau eru ekki heldur á dagskrá á þessu ári. Þessir aðilar fá því ekki fé til byggingarframkvæmda úr opinbera lánakerfinu. Þeir verða að bíða eftir að einstaklingar, sem kaupa af þeim, fái lán í sömu röð og aðrir. HERB I* öskudagurinn er í dag. Börn víða um land fagna deginum með ýmiss kon- ar uppákomum, skrípaklæðnaði og grímum. Þessi börn voru fagurlega bú- in í leikskóla KFUM við Langagerði. DV-mynd GVA Halinn hjá Húsnæðisstofnun er nú 350 milljónir króna: Sjómannaverkfall: Flotinná a mac m 'm leiðmm íland „Við erum á leiðinni í land. Sam- kvæmt samtölum mínum við aðra skipstjóra, sem eru á sjó, veit ég ekki annaö en flest ef ekki öll skip séu á leiðinni eða komin í land,” sagði Vil- helm Annarsson, skipstjóri á Slétta- nesi og formaður sjómannaféiagsins Bylgjunnar á Isafirði, i samtali við DV í morgun. Hann var þá staddur rétt úti fyrir Vestfjörðum. Samninganefndir Sjómannasam- bandsins og Farmanna- og fiski- mannasambandsins beindu þeim tU- mælum til skipstjóra og áhafna fiski- skipa síðdegis í gær að veiðum yrði hætt og skipin sigldu til hafna vegna brota útgerða á samningsákvæðum um veiðar i verkfalli. Var þessi sam- þykkt gerð að loknum árangurslaus- um samningaf undi í gær. „Við erum svo sem ekkert óhressir með þetta úr þvi sem komið er,” sagði Vilhelm. „Hins vegar fórum við út á sunnudag og meiningin var að vera úti í viku, tíu daga og klára túruin en það hefur sem sagt breyst.” „Eg er mjög ánægöur með að skip- stjóramir á þessum skipum ætli að sýna okkur þessa samstöðu,” sagði Guðjón Kristjénsson, formaður FFSI. „Með þessu eru þeir að leggja áherslu á að þeir eru ekki sáttir við útvegsmenn sem hafa brotið samn- inga með því að bjóða mönnum alls konar fríðindi gegn því að sigla í verkfallinu. Máliö er komið í algeran hnút en ég vona að þessi ákvörðun skipstjóranna geti haft einhver áhrif þará.” „Þetta horfir ekki gæfulega,” sagði Kristján Ragnarsson, formað- ur LlU. „Það er samningsbrot við okkur fyrst mennirnir eru að sigla í land. Samkvæmt okkar samningum er mönnum heimilt að ijúka sinni veiðiferð. Ég sé því ekki ástæðu til að ætla annað en aö þessi ákvöröun hafi þau áhrif að koma málinu í enn meiri vandræði,” sagði Kristján Ragnars- son. Deiluaðilar koma saman til fundar klukkan 13.30 ídag. -KÞ Ofreiknaði Húsnæðis- stofnun vísitöluhækkun? — aðstoðarbanka- stjóri Seðlabanka segirað heildarstofn lána eigi að vera 3% lægri en raun sé á Svo virðist sem lántakendur eigi inni talsverðar upphæðir hjá Hús- næöisstofnun ríkisins, þar sem lánskjaravísitala hafi verið of- reiknuð í september 1983. Það er að minnsta kosti skoðun Bjarna Braga Jónssonar aðstoöarseðla- bankastjóra. „Þetta er ekki mál Seðlabankans, en ég vil benda þeim sem ákafast gagnrýna lánskjaravísitöluna á, að fylgjast með hvemig framkvæmd fyrri lagfæringa hefur farið fram,” sagði Bjami Bragi í samtali við DV. Bjarni vísar hér til loforða ríkis- stjórnarinnar frá í ágúst 1983 þegar nýr útreikningur lánskjara- vísitölunnar var upp tekinn og hún reiknuð mánaðarlega í stað þriggja mánaða timabila eins og áður var. Samkvæmt eldri útreiknings- aðferðinni átti vísitalan aö hækka um 8,1% í september en samkvæmt þeirri nýju um 3% minna, eða 5,1%. Gamla aðferðin var látin gilda almennt í september, en hin nýja kom til framkvæmda í næsta mánuði. Hins vegar sagði í til- kynningu frá ríkisstjóminni frá 21. ágúst 1983. „Hins vegar hefur ríkisstjómin ákveðiö að ganga til móts við húsbyggjendur og náms- menn með þeim hætti að nýja láns- kjaravísitalan gildi strax gagnvart þeim og verði því 5,1% í september. Jafnframt mun ríkisstjómin beina þeim tilmælum til lífeyrissjóðanna aö þeir hafi sama hátt á húsnæðislán- umsínum.” Bjami Bragi segir að þetta hafi átt að hafa í för með sér að heildar- stofn húsnæðislána hækkaði 3 prósentum minna en raun varð á. Hins vegar hafi þessu ekki verið framfylgt og honum var aðeins kunnugt um einn mann sem notfært hefði sér heimildina. Sigurður E. Guðmundsson, for- stjóri Húsnæðisstofnunar, sagði að stofnunin hefði skrifað félagsmála- ráðherra bréf þegar þessi fyrirmæli bárust og beðið um upplýsingar um nánari útfærslu. Svar við þvi bréfi hafi hins vegar aldrei borist og þetta þvíekkikomisttilframkvæmda. óEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.