Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Síða 5
DV. MIÐVHCUDAGUR 20. FEBRÚAR1985.
5
„ERUM AD FARA
AÐ LÖGUM”
—segja náttúruverndarráðsmenn sem mótmæla 15 ára
framlengingu á starfsleyfi Kísiliðjunnar
„I náttúruvemdarlögum er Náttúru-
vemdarráði falið að vemda Mývatn og
Laxá. Með þessum mótmælum okkar
erum við að fara að lögum,” sagði
Eyþór Einarsson, formaöur Náttúru-
vemdarráös, á blaðamannafundi sem
ráðið boðaði til í gær vegna 15 ára
framlengingar á starfsemi Kísiliðjunn-
arviðMývatn.
Það kom fram í máli manna á fund-
inum að verksmiðjunni er leyft að taka
kísilgúrinn hvar sem er í vatninu, því
eru engin takmörk sett. „Það er þetta
sem við erum hrædd við. Um leið og
vatniö dýpkar hverfur fuglalífið. Þá
má ekki gleyma því að Laxá og öll
hlunnindi þar em háð skilyrðunum í
Mývatni,” sagði Eyþór. „Það er alveg
ljóst að starfsemi Kísiliðjunnar stöðv-
ast einhvem tíma. Vegna ónógra rann-
sókna vitum við ekki hvenær. Þess
vegna fórum viö fram á aö Kísiliðjan
fengi aöeins framlengingu til 5 ára svo
og að fram fæm nákvæmar rannsóknir
á áhrifum gúmáms í vatninu.”
Eyþór sagöi og að á meðan niður-
stööur rannsókna þessara lægu ekki
fyrir gætu þeir ekki fallist á svo langt
starfsleyfi. Hann sagði að í umfjöllun
um þetta mál hefði verið látið að því
liggja að Náttúruvemdarráð hefði
farið fram á að Kisiliöjunni yrði lokað
og starfsemi hennar hætt. Það væri
ekki rétt, heldur vildu þeir aðeins
nánari rannsóknir áður en lengra væri
haldið.
Þá kom fram að Náttúruvemdarráð
hefði skotið máli sinu til menntamála-
ráðs og væri nú beðið eftir svörum það-
an. -kþ
Jón Gunnar Ottósson Itffrssðingur út-
skýrir Itfriki Mývatns. DV-mynd GVA.
15 ára starfsleyfi
nauðsynlegt
— segir hreppsnefnd Skútustaðahrepps
„Við teljum nauðsynlegt að Kísil-
iöjan fái starfsleyfi til aö minnsta kosti
15 ára svo fram geti farið eðlileg þróun
fyrirtækisins og sveitarfélagsins í
heild. Eölilegt má telja að haföur væri
fyrirvari á um stöðvun efnistöku úr
Mývatni ef rannsóknir leiða í ljós nauð-
synþess.”
Svo segir í ályktun hreppsnefndar
Skútustaðahrepps vegna deilna um
framlengingu starfsleyfis Kísiliðjunn-
ar.
Segir jafnframt að Kísiliðjan sé þjóð-
hagslega hagkvæmt fyrirtæki og eitt af
stærri útflutningsfyrirtækjum lands-
ins. Veiti hún 70 til 80 manns fasta
vinnu. Þess vegna sé augljóst hve
mikil áhrif hennar séu í 580 manna
byggðarlagi.
„Ovissa um framtíð Kisiliöjunnar
skapar öryggisleysi hvað varðar lifsaf-
komu þessa fólks og lamar uppbygg-
ingu í sveitarfélaginu öllu,”segir orð-
rétt i ályktuninni.
Að lokum er þeirri ósk beint til
iðnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir
því að skipulagöar rannsóknir verðl
hafnar á svæðinu.
— KÞ
Kindakjöt:
Minna f ramleitt og minna borðað
Otflutningur á kindakjöti jókst um 33
prósent á siöasta ári miðaö við árið
áður. Alls voru fluttar út 3.561 lest.
Framleiðsla kindakjöts dróst saman
um 5,7 prósent á siöasta ári. Salan var
einnig minni á árinu. Miðaö við 1983
seldist um 1000 lestum minna af kjöti
1984. Samdrátturinn er um 9 prósent.
Sala kindakjöts var alls árið 1984 9739
lestir.
I upphafi ársins voru birgðir af
kindakjöti 9316 lestir sem er tæpum 900
lestum minna en árið áður.
Niðurstaðan eftir árið er því að
meira var flutt út, minna frámleitt,
minna étið og kjötfjalliö minna en í
fyrra.
APH
ATHUGASEMD
Sl. mánudag hringdi í undirritaðan
ódrukkin blaðakona af DV og vildi fá
staðfestingar á sögusögnum sem henni
höfðu borist til eyma.
IDV í gær, þriðjudag, gaf svo að líta
afsprengi sögusagna þeirra er að henni
hafði verið lætt og samtals hennar viö
mig. Hafði þá orðið undraverð frjó-
semi í huga hinnar ódrukknu blaða-
konu og afmyndaður getnaður litið
dagsins ljós.
Baksíðufrétt DV, undir fyrirsögninni
„Vel við skál...”, hefst á alllöngum
inngangi er verkar á þá sem til þekkja
sem heilaspuni. Síðan kemur tilvitnun
í undirritaðan: „Þetta er rétt. Ég get
ekkineitaðþessu.”
Þetta er hins vegar rangt. Og ég
neita þessu. Og get það. Og geri það.
Það eina sem rétt er í inngangi
þessum er að haldið var listmunaupp-
boð að Hótel Borg og svo setningin:
„Var þar margt um manninn enda góð
verk í boði.” Annaö er ranghermi og
allt upp í örgustu lygar, persónuníð um.
gesti uppboðsins og atvinnuróg um
GalleríBorg.
Það sem haft er eftir undirrituðum í
lok fréttarinnar er heldur ekki rétt, en
þó ekki eins gróflega fært frá réttum
vegi og annað þó svo það sé slitið úr
tengslum við það sem ég sagöi.
Um fréttaþættina og fréttina vil ég
segja:
Um gesti uppboðsins hafði ég engin
þau orð sem í fréttinni greinir. Eg
brýndi fyrir hinni ódrukknu blaðakonu
að hver gestur uppboðsins hefði haft
rétt til að bjóða i hvaða verk sem
honum leist, rétt eins og að bjóða ekki i
nokkum skapaðan hlut. Hins vegar
bæri þeim sem slegin væri mynd
skylda til að vitja hennar og standa
þar með viö sitt boð, rétt eins og
mönnum ber aö standa við orð sín i
hverju einu. Loks sagði ég blaðakon-
unni ódrukknu að þar sem frestur
viöskiptamanna uppboösins var ekki
liðinn þegar hún ræddi við mig hefði ég
enga ástæðu til að ætla að ekki yrði
staöið við þau boð sem á uppboðinu
voru gerð.
Ekki fleira hér um.
Þóþettaílokin:
Til að verða góð blaðakona þarf, til
viðbótar við eðlisgreind og víðtæka
þekkingu, ást á sannleikanum, dirfsku
til að segja hann, komi maður auga á
hann, og þrek til að þegja yfir því sem
maöur veit ekki rnn en heldur.
Takk! ÚHar Þormóðsson.
Athugasemd við athugasemd: DV
stendur við frétt sína. Rétt var eftir
Úlfari haft.
Stúdíómyndat
Ljósmyndaþjónusta
Siguröur Þorgeirsson Ijósm.
Klapparstig 16 Simi 14044
Oft er meiri þurrkur í íslenskum húsum, en á sjálfri
SAHARA eyðimörkinni
Ekki er óvanalegt aó Rakastig inn-
anhúss fari allt niöur i 20%. Til
samanburðar er meöal rakastig i
Sahara 25%. Það segir sig því
sjálft, aö af slikum þurrki hafa
hvorki menn né stofuplöntur gott
af.
Meö BONECO rakatæki og raka-
stilli kemur þú i veg fyrir að slíkt
ástand skapist. BONECO raka-
tæki hreynsar loftið, og gæðir
það raka, og með BONECO raka-
stilli stjórnar þú sjálf(ur) hvaða
rakastig skal vera í herberginu.
rakastiliar
BONECO rakatæki — lofthreynsitæki
GEFA RÉTT LOFTSLAG INNANHÚSS:
boneco
Gunnar Ásgeirsson hf. . r ©\
SiióurlaildstH.uil 16 Simt 91 35200 r