Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Qupperneq 10
10
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Fallandi gengi í Bólivíu
Verðbólgan stefnir í 116 þúsund prósent
Þeir í Bólivíu eru að vísu ekki
farnir að aka pesóum sínum í hjól-
börum i innkaupaferð út í matvöru-
búð eins og frægt er af fallandi gengi
þýska marksins á þriðja áratugnum, i
tíð Weimar-lýðveldisins. En það er
mjög skammt í það.
Þeir i Bólivíu eiga sennilega heims-
metið í verðbólgu um þessar mundir.
Almennt verölag hækkaði um 2.700%
á árinu 1984 en aðeins (!) 329% árið
1983. Spáin fyrir þetta ár var
40.000% verðbólga en af hagtölum
fyrir janúarmánuö, sem seðlabanki
Bólivíu hefur sent frá sér, virðist sú
spá alltof hógvær. — Verðhækkanir i
janúar námu 80% svo að það virðist
stefna f 116.000% verðbólgu á árinu!
Peningar í sekkjatafí
Blaðakona frá Wall Street Journal
varð vitni að því þegar sendill skjögr-
aði inn í Banco Boliviano Ameri-
cano, í höfuðborginni La Paz á
dögunum, og var að sligast undan
troðnum poka sem hann bar á bak-
inu. Sagði hann pokann geyma 32
milljónir pesóa sem gjaldkerinn hafði
ekki einu sinni fyrir að telja. — ,,Við
erum hættir að standa f þvf að telja
peningana,” sagði Max Loew Stahl,
einn starfsmanna bankans, við blaða-
konuna. Þessar 32 milljónir jafngiltu
þá 21 þúsundi fslenskra króna en tlu
dögum síðar voru þær ekki nema 14
þúsund króna virði.
Það eru ekki aöeins dagprísar á
varningnum. Júlfa Blanco Sirba, sem
afgreiðir í sælgætissjoppu á einni
aðalgötu La Paz, selur súkkulaði-
stykki á 35 þúsund pesóa eina
mfnútuna en fimm mfnútum sfðar
selur hún það á 50 þúsund pesóa.
Tveggja þumlunga þykkur peninga-
bunkinn, sem hún fær fyrir súkku-
laðið, er þyngri en súkkulaöistykkiö.
— Það má ekki láta peningana
staldra við eina mfnútu.
Breytingar á verðlagi fréttast
manna á milli og mega allir hafa sig
við. Hænuegg kostaði 3000 pesóa í
síðustu viku en 10 þúsund i þessari
viku og er sjálfsagt komið upp fyrir
15 þúsund þegar þetta er skrifað. . .
lóþúsund. . . 17þúsu. . .!
Stórinnfíutningur
Peningaseðlar eru prentaðir í
tonnatali fyrir þessar tæplega 6
milljón sálir sem búa í Bólivíu. Heilu
flugvélafarmarnir berast tvisvar i
viku með nýja peningaseðla frá
prentsmiðjum f Vestur-Þýskalandi og
Bretlandi. Innflutningur gjaldmiðils
kostaði Bólivfu 20 milljónir dollara á
sfðasta ári og eru peningar þriðja
mesta innflutningsvaran á eftir hveiti
og námavinnslutækjum.
Sumar staðreyndir f peningamálum
Bólivíu þekkja tslendingar á sjálfum
sér frá því fyrir myntbreytinguna. Til
dæmis að þúsund pesóa seðillinn
kostar meira f prentun heldur en unnt
er að fá fyrir hann f skiptum. Þaö er
hægt að fá einn tepoka fyrir hann. Ef
menn ætla að borga fyrir meðalstórt
sjónvarpstæki f þúsund pesóa seðlum
þurfa þeir rúm þrjátfu og fjögur kfló
af peningum. í svo ört fallandi gengi
þýðir ekkert að reyna að nota krftar-
kort og menn vilja helst ekki ávísanir.
Til þess að létta á vandræöaástand-
inu, þegar menn þurfa að rogast með
peninga f tunnusekkjum, gripu yfir-
völd til þess að gefa út f nóvember f
vetur nýjan seðil, 100 þúsund pesóa,
en það eru ekki næstum nógu margir
i umferð.
Ekki sem klósett-
pappír einu sinni
„Þessir eru ekki einu sinni hentugir
sem klósettpappfr,” sagði Ruth
Aranda apótekari og veifaði 100
pesóa seðli fyrir framan Sonju L.
Nazarló, Wall Street Journal. —
Enda er aðgangseyrir 300 pesóar á
almenningssalerni.
Aranda keypti fyrir þrem árum
nýja lúxustegund af Toyotabifreið
sem kostaði þá það sama og Aranda
selur þrjú glös af höfuðverkjatöflum
á f dag.
Jorge von Bergen, framkvæmda-
stjóri hjá stóru pappírsvörufyrirtæki
i Bolivfu, þarf 1 sfnum viðskiptum að
rogast með peningana i ferðatöskum.
Eiginkona hans þarf að hafa
þjónustustúlkuna með í för þegar
hún kaupir til heimilisins. Það er
bara til þess að bera með henni
peningana. Vörurnar sem hún fær
fyrir þá kemst frúin sjálf með heim.
540 verkföll
á einu ári
Svona efnahagsástandi fylgir oft
vöruþurrð, biðraðir, hamstur, rysk-
ingar, þegar fólk er að troðast f bið-
röðum, æsingur, bciskja. Allt dagfar
fólks er markað þessu. Einkabankar
lokuðu í nokkra daga ekki alls fyrir
löngu af ótta um líf og limi banka-
stjóranna. Verksmiöjur stöðvast iðu-
lega af verkföllum. Margar verslanir
hafa hætt. Og þar sem pesóinn er
nánast verðlaus notast menn við
Bandaríkjadali í öllum meiriháttar
viðskiptum. Dollara geta þeir keypt
hjá þessum 800 gjaldeyrismiðlurum
eða svo sem er að finna við Avenida
Camacho sem er aðalbankastræti
þeirra f La Paz.
Laun hafa hækkað um 1.500%
síðan Hernan Siles Zuazo forseti tók
við af herforingjastjórninni 1982 en
verðbólgan hefur meira en gleypt þær
kjarabætur. Kaupgetan hefur raunar
minnkað um 25% enda voru 540
verkföll f Bólivíu á síðasta ári og fóru
35 dagar í allsherjarverkföll þar sem
nánast allt athafnalif var lamaö. Og
verkföll f Bólivíu eru engin logn-
molla. Eina dæmigerða viku, ekki
alls fyrir löngu, tóku verkamenn f 34
verksmiðjum 180 framkvæmdastjóra
f glslingu á meðan á launadeilunni
stóð og héldu sumum þeirra föngnum
i allt að þrjá daga.
Eirðariausir á
ráðherrastólunum
Rfkisstjórn Siles Zuazo forseta
hefur setið f tvö ár og þó er varla
hægt að nota það orð því að hún
hefur ekki verið kyrr í sæti. Zuazo
hefur á þessum tíma skipt sex sinnum
um stjórn og hafa alls setið í þeim 74
ráðherrar. Engin þessara stjórna
hefur getað lagt fram skiljanlega fjár-
hagsáætlun eða efnahagsstefnu. Þær
hafa lækkað gengið æ ofan i æ og
boðað ýmsar sparnaðarráðstafanir
með litlum árangri. Búist er við fleiri
yfirlýsingum um sparnaðarráðstafan-
ir en almenningur er farinn að taka
þvi sem hreinu gríni.
Hinn sjötugi forseti fór í fjögurra
daga hungurverkfall siðasta haust til
þess að hvetja landsmenn til
„friðsemdar og íhugunar”. Fjórum
mánuðum fyrr hafði honum verið
rænt úr svefnherbergi sfnu i valda-
ránstilraun sem rann út í sandinn tiu
klukkustundum síðar. Enn áður
höfðu verkamenn f launadeilu klippt
í sundur símallnur til forseta-
bústaðarins og skrúfað fyrir vatnið
til forsetans.
Núverandi rikisstjórn Bólivíu er
númer 189 f 159 ára sjálfstæðissögu
landsins. Mörgum er til efs að hún
endist fram að kosningum, sem
boðaðar hafa verið i júnf, því að óvíst
er hve herinn þolir lengi að horfa upp
á hringavitleysuna.
Ofíuvonirnar brugðust
Að einhverjum hluta má rekja
efnahagsvandann til sfðari helmings
áttunda áratugarins þegar fyrri vonir
um stórar ollulindir i Bólivíu brustu
og skuldir, sem stofnað hafði verið til
f bjartsýninni, féllu f gjalddaga. Um
leið hefur verð á tini fallið, en það er
næststærsta útflutningsafurð Bóli-
víumanna. Stærst er jarðgasið en
salan á þvf misfórst þegar aðal-
kaupandinn, Argentfna, lenti í
erfiðleikum. (Stærsta útflutnings-
afurð Bólivíu er óopinber en það er
kókabasi sem notaður er til þess að
búa til kókafn, sem er ólöglegt, og
færir þvl ekki rlkissjóði neinar
tekjur.)
Siles Zuazo var kjörinn forseti
1980 en herinn, sem alltaf hefur
leikið stórt hlutverk i stjórn landsins,
hleypti honum ekki i forsetastólinn
fyrr en nær þrem árum síðar. Þá var
hið opinbera farið að eyöa meiru en
það aflaði og gripið var til þess að
prenta fleiri peninga. GP.
Frá Áma Snævarr, fréttaritara DV í Frakklandi:
FRANSKIR K0MMÚNISTAR
Þaggað niður
í andstöðunni
Endurnýjunarsinnarnir í hópi
franskra kommúnista fengu engu
breytt á 25. þingi flokksins sem
haldið var um miðjan febrúarmánuð.
Pierre Juquin, helsti talsmaður
þeirra, hlaut hvergi kosningu f stjórn-
málaráðið né stjórn (secretariet)
flokksins. 3 þekktustu leiðtogar
endurnýjunarsinnanna, þ. á m.
Juquin, héldu sætum sínum en minna
þekktari urðu fyrir barðinu á
hreinsunum forystunnar.
Drög að stjórnmálaályktun sem
forystan lagði fram var samþykkt
með yfirgnæfandi meirihluta en telja
má það sögulegt að hluti fulltrúa sat
hjá. Þar sem fylgismenn Sovét-
kömmúnista fara, fær flokksforystan
alltaf 99% atkvæði.
Forysta kommúnistaflokksins
hefur að minnsta kosti um stundar-
sakir tryggt tök sfn á flokknum. Sam-
vinnuslit kommúnista og sósíalista
sem urðu 1 sumar hafa verið staðfest
af fulltrúum flokksmanna. Ekki nóg
með það: héðan í frá er kommúnista-
flokkurinn ekki aðeins i stjórnarand-
Söguleg stund: Pierre Juquin, einn fulltrúa i stjórnmálaráflinu, situr hjá
er atkvœfli eru greidd um stjórn málaályktun.
Klappafl fyrir George Marchais eftir afl hann var endurkjörinn aðalritari.
stöðu heldur f stríði við fyrrverandi
samherja sína, sósíalista.
En vandamál flokksins eru þau
sömu. Flokkurinn sem fyrir 40 árum
hafði 26% atkvæða féll niður 112% !
sumar. Tugir þúsunda flokksmanna
hafa sagt skiliö viö flokkinn.
Það virðist ekkert annað en glötun
blasa við flokknum ef stefna flokks-
forystunnar breytist ekki. Skoðana-
kannanir sýna að kjósendur hans eru
hneykslaðir á þeirri einangrunar-
stefnu sem einkennir hann nú.
Endurnýjunarsinnarnir virðast
búnir að vera i bili enda þótt þrfr
helstu foringjar þeirra, Pierre
Juquin, Felix Damette og Marcel
Rigout, hafi haldiö sætum sínum !
miðstjórn. Ljóst er hins vegar, eftir
að 15 minna þekktir stuðningsmenn
þeirra voru felldir úr miðstjórn, að
þeir eru áhrifalausir með öllu.
Eftir þetta 25. þing kommúnista er
hægt að fullyrða að franskir
kommúnistar eru forhertir 1
einangrunarstefnu og Moskvu-þjón-
ustu sinni. Raddir andstæöinga
forystunnar eru þaggaðar niður. Ef
miðað er við skoðanakannanir meðal
kjósenda kommúnista má fastlega
búast við að fylgi kommúnista muni
enn dvfna f kosningum.
ás/Frakklandi.