Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Page 11
DV. MIÐVUOJDAGUR 20. FEBROAR1985.
Hrísey:
Skortur á
vinnuafli
Frá Valdísi Þorsteinsdóttur, Hrfsey:
Aðalatvinnurekandi hér í Hrísey er
Fiskvinnslustöð Kaupfélags Eyfirð-
inga. Heildarframleiðsluverð á siðasta
ári var 100 milljónir króna. Hlýtur það
að teljast mjög gott miðað við að íbúa-
fjöldinn hér nær ekki 300 manns.
Togarinn Snæfell aflaði á síðasta ári
2.277 tn. að verðmæti 31,6 milljónir
króna. Togskipið Sólfell fiskaði 994
tonn af botnfiski sem það landaði hér í
Hrísey en 250 tonn af rækjum á Dalvík.
Ennfremur veiddi Sólfell 616 tonn af
sQd sem landað var á Sey ðisfirði.
Hér er skortur á vinnuafli. Áður var
hér nær ógerningur að fá húsnæði. Nú
bregður svo við að hús standa auð.
Væri það athugandi fyrir þá sem búa á
stöðum þar sem atvinnuleysi er mikið
að huga að búsetuskiptum.
Hríseyjarferjan flutti tæplega 30
þúsund farþega á árinu sem leið. Alis
voru famar 2000 ferðir. Ferjan hefur
fastar áætlunarferðir daglega, þrjár
til fimm ferðir á dag aiia daga ársins.
Telst það til tíðinda ef ferðir falla niður
vegna veðurs.
-EH.
Vinna
stöðvaðist í
300 þúsund
vinnudaga
— árið 1984 með
mestu verkfallsárum
Fjöldi tapaðra vinnudaga af völdum
verkfalla eða verkbanna var rúmlega
301 þúsund á síðasta ári. Það er næst-
mesti dagaf jöldi frá árinu 1970. Á árinu
1976 var fjöldi daga með vinnustöðvun
af fyrrgremdum sökum tæplega 310
þúsund, að því er fram kemur i nýjasta
fréttabréfi Kjararannsóknamefndar.
Verkföll eða verkbönn komu til
framkvæmda hjá sjö aðilum á árinu.
Starfsfólk í Isal boðaði verkfall i
tvígang í janúar og febrúar en þeim
var báðum aflétt samdægurs.
Skipstjórafélagið boðaöi verkfall
vegná skipstjórans á Karlsey í apríl.
Stéttarfélag sjúkraþjálfara átti í
tveggja daga verkfalli i maí. Félag
bókagerðarmanna stóð í 6 vikna
verkfalli í september og október.
Verkalýðsfélög á Suðurlandi stóðu í
verkfalli gegn sláturleyfishöfum í
september. Verkfall BSRB hófst í
byrjun október og stóð í fjórar vikur og
frá sama tíma var boðað verkbann á
blaðamenn Morgunblaðsins, DV og
NT.
Samtals stóöu 12 þúsund manns í
verkfallsátökum á árinu. Þar af voru
flestir innan BSRB, eða um 10 þúsund
manns.
-ÓEF.
Duglegir
smiðir
Fró Regínu Selfossi:
Að sögn Ingva Rafns
Sigurðssonar, framkvæmdastjóra
hjá S.G. Einingahúsum hf. Selfossi,
voru sett upp 82 einingahús á
Selfossi á síðasta ári. Þar af voru
sett upp 11 hús og gerð fokheld í
desember sl. á aöeins 23
vinnudögum.
Veðrátta til útivinnu hefur verið
eins og best verður á kosið. Vant
fólk vinnur við einingahúsin, einnig
við að setja þau á grunna. Ingvi
Rafn er ungur og efnilegur maöur
eins og hann á kyn til og setur
markið hátt. Hann setti t.d. upp 25
hús í Grafarvogi í borg Davíðs
Oddssonar á síðastliðnu ári. 40
manns vinna hjá Einingahúsum í
vetur. Þar af eru fjórar konur út-
lærðir húsasmiðir. Otborgun
vikulega í vetur hefur verið 368.000
krónur.
S«
Skipholti 19, simi 29800
Nú einfaldast málið fyrir þá sem leita sér að myndbandstæki sem
er í senn hlaðið tækninýjungum árgerðar 1985, fjarstýrt, þráð-
laust (engar snúrur) og samt á hagstæðu verði ásamt traustri
þjónustu.
* 1985 árgerð, hlaðin tækninýjungum.
* Quarts stýrðir beindrifnir mótorar.
* Quarts klukka.
* 7 daga upptökuminni.
* Fjögurra stafa teljari.
* Myndleitari.
* Hraðspólun með mynd áfram.
* Hraðspólun með mynd afturábak.
* Kyrrmynd.
* Myndskerpustilling.
* Myndminni.
* Framhlaðið, 43 cm breitt (passar íhljómtækjaskápa).
* Sjálfspólun til baka þegar bandið er á enda.
* Svona mætti lengi telja.
* Sjón er sögu ríkari.
Verð: 41.980, stgr.
Þráðlaus fjarstýring fylgir með í verðii
NORDMENDE