Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 22
22
DV. MIÐVKUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
VIÐ ERUM LENGST AÐ VINNA FYRIR HLUTUNUM:
FIMMTÁN MÍNÚTUR FYRIR
BENSÍNLÍTRANN HÉR,
EINA í WASHINGTON
Viö hér á Islandi höfum sérstaklega
gaman af því aö bera okkur saman við
aörar þjóöir meö alla skapaöa hluti.
1 hvert skipti sem viö sjáum ein-
hvers konar samanburð á prenti erum
viö óöara búin aö setja íslenskar tölur
inn á könnunina.
Nú brugðum viö á DV á þaö ráö að
gera dálitla könnun á eigin spýtur. Viö
könnuðum verö á tíu atriðum sem
dagsdaglega koma upp á borö hjá
okkur. Þaö er: kaffi, vodkapeli, kaffi-
boili á kaffihúsi, leiga á myndbandi,
bíómiöi, amerískir filter vindlingar,
gosglas á kaffihúsi, áskrift aö dag-
blaöi, bensínlítri og startgjald í leigu-
bfl.
íslensk laun léleg
Meö hjálp fréttaritara DV á stööun-
um var verö kannaö í eftirtöldum borg-
um: Osló, Kaupmannahöfn, París,
Lundi, Þórshöfn, Washington DC og
Reykjavík.
Síöan var reiknaö út hve lengi menn í
viðkomandi löndum væru aö vinna fyr-
ir þessum vörum og þjónustu.
Á töflunni, þar sem verðið er boriö
saman, sést aö Reykjavík kemur
hreint ekki verst út hvað allt kostar.
Verðið hér lendir svona rétt fyrir ofan
miöju. Ef aftur á móti er litiö á mínút-
urnar sem þaö tekur okkar verkamenn
aö vinna fyrir hlutunum kemur upp
allt annar flötur. Þá berum við „höfuð
og herðar yfir viömiöunarþjóöir okkar.
Það tekur okkar mann lengstan tíma
að vinna fyrir öllu saman.
Lengi að vinna fyrir bensíni
Kaffið hjá okkur er álíka „dýrt” og
hjá þeim í Lundi. Viö erum mínútu
skemur en þeir aö vinna fyrir einu kg
eða 99 mínútur. I Washington DC er
þaö hins vegar nærri helmingi ódýr-
ara. Þar er verkamaöurinn aðeins 55
mín. að vinna fyrir einu kg.
Þaö kostar 35 kr. að fá sér bolla af
kaffi á kaffihúsi í Reykjavík en 15 kr. í
Washington DC. Þaö kostar 35 kr. að fá
sér glas af gosdrykk á kaffihúsi í
Reykjavík og 67 kr. í Osló. Bensín-
lítrinn kostar 26,70 kr. í Reykjavflc en
ekki nema 11 kr. í Washington DC.
En verðið segir ekki allt. Lítum á hve
margar mínútur það tekur verka-
manninn aö vinna fyrir þessum vörum
og þjónustu.
Island kemur illa út úr því dæmi.
Verkamannalaun hér á landi eru lægri
en í viömiðunarlöndum okkar. T.d. er
verkamaöur á íslandi 245 mínútur eöa
rúmar 4 klst. að vinna sér fyrir vodka-
pela en ekki nema 71 mín. í Kaup-
mannahöfn eöa rúma klst.
I Washington DC er verkamaðurinn
eina minútu að vinna sér fyrir bensín-
lítranum en 15 mínútur hér á landi.
Þaö tekur okkur 19 mínútur aö vinna
fyrir kaffibollanum á veitingahúsinu,
en hann kostar 35 kr. I Osló eru þeir
ekki nema 15 min. aö vinna fyrir
honum en þar kostar hann 55 kr.
Askrift dagblaös er áberandi dýrust í
París. Þar eru þeir 223 mínútur eöa
nærri 4 klst. aö vinna fyrir La Mondin-
um sínum á meöan við erum 128 mín.
eöa rúmar 2 klst. aö vinna fyrir DV.
Sennilega fá þeir fleiri kg af pappír og
prentsvertu í París en við. Kaup-
mannahafnarbúar eru 130 mín. aö
vinna fyrir sínuin Berlingi, eða álíka
lengi og viö, og þeir í Washington eru
ekki nema rúman klukkutíma eöa 65
mín. aö vinna fyrir Washington-póstin-
umsínum.
Vegna lága kaupsins á Islandi eru
leigubflar mjög dýrir hér, miöaö viö
viömiöunarlönd okkar.
Þaö tekur okkur 48 mínútur aö vinna
fyrir startgjaldinu en aðeins 12 mín.
fyrir danskan verkamann. Leigubflar í
Osló eru einnig ódýrir eða 14 minútur
og aðeins lítiö eitt dýrari í París eöa 16
mín. Þeir eru hins vegar dýrir í Lundi,
Þórshöfn og Washington DC.
Við getum dregið hvaöa lærdóm sem
viö viljum af þessum samanburði.
Hann er meira til gamans geröur en aö
hann sé vísindalega unninn m.t.t. al-
varlegs samanburöar á lifskjörum
millilanda.
A.Bj.
Færeyjar:
NIÐURGREITT KJOT OG ENGINN SOLUSKAnUR
Bjór þambaður i Færeyjum. Í angu samanburðarlanda okkar nama Banda-
rikjunum eru menn eins fljótir að vinna fyrir áfenginu eins og í Færeyjum.
Frá Eðvarð Jónssyni, fróttaritara
DV í Færeyjum:
Verö á sumum matvörum, einkum
kjöti, er lægra í Færeyjum en í Dan-
mörku. Vegna offramleiöslu Evrópu-
bandalagsríkjanna á nautakjöti hafa
Færeyingar getað keypt nautakjötiö á
niöurgreiddu veröi en Danir leggja
hins vegar hærri innflutningsgjöld á
kjötiö til aö vernda eigin framleiöslu á
nautakjöti.
Færeýingar hafa á hinn bóginn engu
aö tapa en allt aö græða á þessum viö-
íslendingar í Svíþjóð:
LEGGJA EKKI í HÚSNÆÐIS-
MARKAÐINN HEIMA
|jj f? sé.fV-
% f M j f#| HBmSI m nkjSLii 1: « «*;« <*** UMtti
Það vakti mesta athygli fráttaritara okkar í Svíþjóð hve húsnæðismál eru
þar í miklu betra lagi en hár. Samkvæmt töflunni eru Svíar fijótari að vinna
fyrir flestu en við.
Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frátta-
ritara DV i Lundi:
„Aðalmunurinn er fólginn í húsnæð-
ismálunum,” sagöi íslenskur náms-
maöur hér í Lundi er ég spurði hann á
hvaöa sviöi honum fyndist mestur
munur á verölagi á Islandi og í Sví-
þjóö.
Trúlega hefur hann hitt naglann á
höfuðið. Algengast er aö íslenskir
námsmenn hér í Lundi borgi 1500 til
1800 sænskar krónur á mánuði í húsa-
leigu fyrir þriggja til fjögurra her-
bergja íbúðir. Mjög algengt er aö þeir
fái síðar tvo þriðju hluta þeirrar upp-
hæöar endurgreidda í formi húsaleigu-.
styrkja. Þessir styrkir eru miöaöir viö
tekjur.
Dæmi veit ég um sex manna fjöl-
skyldu íslenska sem greiðir 2.500
sænskar krónur í húsaleigu og fær síö-
an endurgreiddar 2.200 sænskar krón-
ur í styrk.
Allmargar íslenskar fjölskyldur
hafa líka keypt sér búseturéttindi en
þaö form búsetu ætti Islendingum nú
aö vera orðið kunnugt eftir miklar um-
ræður í fjölmiölum.
Eru þess dæmi hér aö íslenskir
námsmenn, sem lokiö hafa námi sínu,
treysti sér ekki til að flytja heim til Is-
lands vegna ástandsins i húsnæðismál-
umþar.
„Viö ráðum ekki viö aö kaupa okkur
húsnæði á Islandi eins og þessum mál-
um er háttað nú og leigumarkaðurinn
heima sýnist mér ekki fýsilegur held-
ur,” sagðieinn þeirra viömig.
skiptum. Þeir hafa einnig getað keypt
niöurgreitt kindakjöt frá Islandi og til
skamms tíma hafa þau innkaup veriö
ennþá hagstæðari en innkaup þeirra á
nautakjöti.
Þeir hafa keypt ódýra kjúklinga frá
Hollandi og Svíþjóð. Hefur stundum
verið hægt að fá sænsk egg á 12 krónur,
danskar, kflóiö og sykur á sex krónur
kflóiö. En kflóið af sykri kostar 16
krónur í Danmörku.
Mjólk og mjólkurafurðir eru hins
vegar dýrari hér en í Danmörku þótt
nú orðið sé meiri hluti f ramleiöslunnar
oröinn færeyskur. Söluskattur er ekki
lagður á vörur í Færeyjum og því eru
ótollaðar vörur, eins og bækur og blöð,
ódýrari í Færey jum en í Danmörku.
*»athons
routiors
*íz mnm
ttevKáutkm n «.n ÖWúh* v
^PHffBOAAM A
FAIT expres
“E.pOURRIR
ItöPQTS-.LA SEMALNED£LA DERNiERECHANCE *"’*
BSSQUfS ELECT iö*»S k l OMBRf. OU* CERCUOL
Frakkar aru manna lengst að vinna fyrir dagblöðunum sinum, eða tæpa
fjóra tima fyrir mánaðaróskrift. Á islandi er maður í sömu stöðu tvo tima
að vinna fyrir óskriftinni.