Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Side 34
34 DV. MIÐVKUDAGUR 20. FEBROAR1985. Tíðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn Tiðarandinn . : . . Bretarnir völdu afl sjálfsögflu Concorde sem fulltrúa I hóp þess sem best hefur verifl fiannafl. Gallabuxurnar, sem kúasmalar I Ameriku notuflu upphaflega, eru eitt af undrunum hvafl hönnun snertir. Bragginn er einn af þeim útvöldu. Þannig leit fyrsta árgerflin út, 1937. Fré þeim tíma hefur útlitið ekki breyst mikifl. Hvað eiga Zippo og bragginn sameiginlegt? Um þessar mundir stendur yfir ýning i London á hundrað hlutum sem reskir sérfræðingar telja best hann- ða. Þessir hlutir koma reyndar flestir rá Bretlandi og eru frá því fyrir um )00 árum og til okkar tima. Hönnun Það er reyndar ekki ætlunin að fara út í fræðilegar útleggingar á hönnun. En til að byrja með verðum viö að staldra aðeins við orðið hönnun. Hönnun er þýðing á orðinu „design”. Þetta orð varð feikivinsælt um tíma hér á íslandi. Liklega má segja um orðið að það hafi verið ofnotað. Það voru allir að hanna og allt var hannaö. Svo langt gekk þessi notkun að menn hér á ís- landi voru byrjaðir að hanna börn i stað þess eins og venja er að búa þau til eða eignast. En það verður að segjast eins og er að það er ákaflega freistandi að taka sér þetta orð i munn. Það hefur til að bera mikinn glæsibrag og virðuleika. Nú hafa flestir orðið sammála um að þrengja að notkun þessa orðs. Notkun þess hefur því að sama skapi farið minnkandi. Hins vegar er ákaflega erfitt aö skilgreina hvar eigi að draga mörkin á milli hönnunar og hins sem ekki getur verið hönnun. Hér skulum við ekki fara út í þá sálma. Við skulum samt halda okkur við það að á bak við flesta nýja hluti er hönnun. Óhikað er síðan hægt aö tala um að það sé hönnun þegar þessir hlutir eru ekki öðrum likir i lögun. „Leföin aö góörí hönnun" En víkjum aftur til London. Það eru þarlendir hönnuðir og listfræðingar i fremstu röð sem hafa valið þessa hundrað hluti á fyrrnefnda sýningu. Hlutirnir koma úr öllum heiminum. Sýningin heitir: „Leiðin aðgóðri hönn- un”. Undirtitill hennar er „Hundrað bestu hlutir allra tíma”. Heimildarmaður okkar, sem var staddur á þessari sýningu, er danskur biaðamaður. Hann varð hvumsa þegar hann rakst á þennan texta strax i and- dyri sýningarinnar: Góð hönnun fékk á sig slæmt orð á sjötta áratugnum þegar hún var bendluð við ákveðna tegund af skandinavískri fegurð. Af þessari ástæðu eru gagnrýnendur ruglaðir i riminu og ekki á eitt sáttir um það hvað eigi að kalla góða hönnun. Og almenningur hefur aldrei verið eins óöruggur um þetta nokkru sinni áður. Hér er Zippo sjálfur. Snilldarlega hannaður. Reyndar upphaflega fyrir ameriska dáta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.