Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Qupperneq 35
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRUAR1985.
35
Mest frá Bretíandi
Þeir sem standa að sýningunni ætla
því að stoppa þetta óöryggi hjá al-
menningi með því að leiðbeina honum
að því sem er virkilega vel hannað.
Hönnun frá Skandinavíu hefur því
verið sniðgengin. í staðinn hefur mest
veriö valið frá Bretlandi. Bandarikin
eru 1 Ööru sæti. Bretar eru með 24 hluti,
Bandaríkjamenn með 14, Japanir með
12, Frakkar með 10, Þjóðverjar með 9,
ítalir með 8, og frá öðrum löndum, eða
öllum hinum, koma svo 23 hlutir.
Zippo
Zippo-kveikjarinn er á þessari sýn-
ingu. Hann mun hafa séð dagsins ljós á
fjórða áratugnum. Hann, ásamt Ray
Ban sólgleraugum, sem einnig eru
þarna, var upphaflega framleiddur
fyrir bandariska hermenn. Kveikjarinn
hefur siðan farið sigurför um heiminn.
Reyndar hafa orðið aðrir kveikjarar á
vegi hans. Ronson lét mikið að sér
kveða og notaði gas en ekki bensín eins
og Zippo. Síðan hefur gasið tröllriðið
markaðnum. Nú eru einnota kveikjarar
allsráðandi og litil reisn yfir þeim.
Bjallan var ekki valin sem eitt af bestu hönnunarverkum.
HÖNNUN
Hönnun er orð sem íslendingar byrjuðu að temja sér fyrir
nokkrum árum eða svo. Þá voru allir að hanna. Nú eru menn
orðnir nokkurn veginn á eitt sáttir um hvað þetta þýðir. Nú er
svo komið að aðeins fáir útvaldir hafa rétt til að taka þetta
orð sér í munn og hanna.
Bretar hafa nú valið 100 hannaða hluti á sýningu sem
nýverið var opnuð í heimalandi þeirra. Þar gefst mönnum
kostur á að sjá hvað sérfróðir telja vera best hannað síðustu
300 árin.
APH.
Tíðarandinn Tiðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn
ROBERT
LUDLUM
KStSílUNG AUtHOH Of THE MRSBFAL M0SAIC
f***mm*rrn-rtuca***>* 111
a«: mmnmm*
ÐIMTSTY
WILLIAM STYRON
DEIGHTON
Vasabækurnar, eða pappírskiljurnar, eru dæmi um góða hönnun að mati Breta.
Sígildir hlutir
Þvi miður höfum við á DV ekki verið
á þessari sýningu og styðjumst áfram
við heimildarmann okkar danskan.
Hann nefnir reyndar ekki alla þessa
finu hluti sem hafa fengiö pláss á
þessari sýningu. Hann er nefnilega
dálitið svekktur yfir því að Bretarnir
vildu ekki sjá það skandinaviska.
Hvað snertir stærðir þarna má geta
þess að þarna er að finna hluti á stærð
við Concorde-flugvélina niður í galla-
buxur frá Ameríku. Það eru galla-
buxurnar sem ættaðar eru frá kúasmöi-
um i Bandarikjunum og sem hafa tröll-
riðið heiminum síðan. Það er líklega
ekki til sá maður i vesturhlutanum sem
ekki hefur smeygt sér í gallabuxur. Ef
það hafa ekki verið Levi Strauss þá
hafa það verið eftirlíkingar. Bretarnir
eru hrifnir af hönnun þessara buxna.
Levi Strauss varð fyrstur til að koma
þessum buxum á markað. Þær voru
saumaðar úr bláu denimefni og það
gerðist fyrst 1850. Frá þeim tíma hafa
jarðarbúar, margir hverjir, gengiö í
þessum flikum. Við vitum líka að ef
Rússar hefðu verið með sýningu af
þessu tagi hefðu gallabuxurnar líka
verið þar. Því þar i landi láta menn
gjarnan lifið fyrir svo sem einar slikar.
Við hér á íslandi vitum líka að þær
hafa slegið i gegn hér. Til þess að kanna
það er hægt að gera vettvangskönnun
úti á götu. Það sem meira er er að
þessar buxur eru yfirleitt eins i útliti.
Það er því óhætt að fullyrða að án
þessara buxna hefðum við verið illa
stödd. Þetta er hönnun sem hefur verið
notuð óspart og margir orðið rikir af
að framleiða og færri buxnalausir.
Reyndar virðist vera að finna einskonar
afturhvarf hjá gömlum Zippo-notend-
um og aðdáendum. Þeir hafa margir
hverjir tekið fram gamla Zippo-
kveikjarann sinn eða keypt sér nýjan
þvi þeir fást enn i verslunum.
Farartæki
Við erum þegar búin að nefna
Concorde-flugvélina sem Bretar og
Frakkar smíðuðu i sameiningu. Við
munum að það tók allmörg ár. Siðan
viröast fáir hafa keypt þennan grip.
Hún sló ekki i gegn. Bretamir eru
veikir fyrir henni og setja hana á bekk
með þessum 100 hlutum.
Þarna er einnig að finna gömlu vesp-
una. Vespur og slík farartæki hafa
reyndar aldrei náð mikilli útbreiðslu
hér á landi. Víða erlendis eru þessi
farartæki mun algengari og oft yfir-
gnæfandi á götum úti. Vespan þykir
sérlega vel hönnuð að mati Bretanna.
En hvaða bil skyldu þeir nú hafa
valið? Flestir hefðu búist við að bjallan
yrði fyrir valinu. En svo varð ekki.
Annar bíll var vaiinn og 1 raun ekki
síður merkilegur og fagur eftir því.
Þessi bíll hefur yfirleitt verið nefndur
braggi á islensku. Réttu nafni heitir
hann reyndar Citroén 2CV. Hann er
franskur að uppruna og hefur verið
vinsæll viða um heim. Hann hefur
verið tákn fyrir þá nægjusömu. Þeirra
sem ekki leggja mikið upp úr glæsibif-
reiðinni en höfuðáhersluna á markmið
og tilgang bllsins. Það er, ef menn
skyldu ekki hafa vitað þaö áður, að
koma sér frá punkti A til punkts B.
Bragginn er fallegur og notagildi
hans mikið miðað við kostnað.
Ritvólin er dæmi um góða hönnun. Allt á róttum staö. Hór sjóum við
Olivetti ritvól fró fyrri timum.
öldósin
öldósin hefur einnig fengið heiðurs-
sæti á þessari sýningu. Við fslendingar
erum ekki vel dómbærir um hönnunar-
fegurð hennar af skiljanlegum ástæð-
um. Þá hefur einnig ,,pocket-bókin”
verið valin sem góð hönnun. Það var
mikil bylting i bókagerð þegar pappírs-
kiljan kom fyrst á markað erlendis.
Hér á íslandi hefur hún reyndar ekki
fengið sérstakan sess. Reyndar byrjaði
Mál og menning að framleiða pappírs-
kiljur um síðustu jól og nefnast þær
uglur.
AOrir hiutir
Við höfum aðeins nefnt hluta af því
sem þarna er að sjá. Sumt telja ekki
allir að sé góö hönnun. Það eru ekki
allir sammála því að „combi-reiðhjól”
sé þess virði að vera á þessari sýningu
eða að ný gerð af tennisspaða úr létt-
málmum eigi að vera þarna.
Framtíöarsýning
Sá sem stendur á bak við þessa sýn-
ingu er sir Terence Conran. Hann er
meðal annars þekktur fyrir það að vera
milljónamæringur. Hann á verslunar-
keðjurnar sem nefnast Mothercare og
Habitat. Þá seinni ættu fslendingar að
kannast við. Það er reyndar ekki sjálf-
ur lordinn sem stendur á bak við
sýninguna heldur sjóður sem hann
stofnaði.
Þessi lord er þekktur að því að líkja
eftir hönnun frá Norðurlöndunum.
Varningurinn er siöan seldur i hans
verslunum til miðstéttarfólks.
Hann hefur áhuga á því að koma
upp varanlegu safni sem sýni aðeins
það besta sem fram hefur komið á sviði
hönnunar. Hann hefur sérstaklega
augastað á yfirgefnum hafnarsvæðum i
London sem nú er orðið mikiö af.
Hvað er vei hannaö?
Að lokum er ekki úr vegi að velta þvi
fyrir sér hvað er vel hannað. Það getur
verið einstaklingsbundið hvað fólki
finnst gott og hvað slæmt.
Við vitum t.d. ekki hvort síminn er
þarna. Svarti síminn þar sem sama
tólið var fyrir tal og heyrn. Það var
snilli að finna það tæki upp. Enn meiri
snilli var að hanna þennan sima. Getur
hann verið miklu einfaldari? Er ekki
allt á réttum stað? Hann sló gjörsam-
lega í gegn. Þessa dagana virðist þó
veldi hans vera ógnað með takkasímum
sem reynt er að hafa aðeins öðruvisi.
Þó er ekki vikið frá meginhugmynd-
inni.
Það er kannski best að vera ekki að
fjölyrða um hvað sé það bestaog fall-
egasta því þegar grannt er skoðað
getur þaö verið vafasamt að segja
öðrum hvað sé það besta.
APH tók saman.