Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 7
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Smáréttir á fermingarborðið: Gómsætir og fyrirhafnarlitiir það aðeins kólna en blandiö síðan saman við skinkuna. Látið í smurt form og látið stifna í nokkrar klukkustundir, gjaman til næsta dags. Skreytiö með salatblööum og sítrónubátum. Gamalreyndir réttir Þessir réttir eru allir margreyndir og bregðast ekki eins og sagt er. Gætið þess aðeins þegar taka á hlauprétti úr forminu að láta það ekki vera of lengi í heita vatninu en gott getur verið að dýfa forminu rétt augnablik ofan í sjóðandi vatn. Þá losnar hlaupið strax úr. Auðvitaö eru til ótal fleiri skemmti- legir smáréttir sem hægt er að bjóða upp á þótt viö látum staöar numið i upptalningunni í dag. Verði ykkur að góðu. A.Bj. Hér eru uppskriftir að nokkrum réttum sem tilvaldir eru á fermingar- borðið ef bjóða á upp á léttan máls- verð. Agúrkurönd 11/2 agúrka 1 laukur safi úr 11/2 sítrónu 1/21 hænsnasoð (t.d. úrteningum) 1 msk. hökkuð steinselja 1 msk. hakkað dill 1 tsk. salt 8 blöð matarlím. Skerið agúrkurnar í þunnar sneiðar. Smyrjið hringform (gjarnan með úða- fitu) og fóðrið það með agúrkum. Skerið afganginn af agúrkunum í litla ferkantaöa bita. Skeriö laukinn í litla bita. Búiö til soöiö og látiö kryddið út í. Matarlímið er látið í bleyti í kalt vatn í 10 mín., þá er það tekið upp, vatnið kreist úr því og látið bráðna í heitu soðinu. öllu hellt varlega í formið (til að eyðileggja ekki agúrkufóðringuna) og látið stífna á köldum stað. Agúrku- röndin er síðan borin fram á kringlóttu fati og ca 300 g ferskar rækjur látnar í miðjuna. Með þessu er borinn fram sýröur rjómi, kryddaður litillega með hvítlaukskryddi og sítrónusafa. Rækjur í hlaupi Fyrsta flokks réttur er einnig rækjur í hlaupi. Hægt er að búa til hlaup úr teningasoði eins og í agúrkuröndinni eöa sjóða þaö úr fiskhlutum. En ein- faldast er aö nota pakkahlaup, svo- kallað aspic. Það er mjög gott og bæði til ljóst fyrir fisk og skeldýr og dökkt fyrir kjöt. Hver pakki af aspic er blandaöur meö 5 dl af vatni þannig aö í stórt form er hæfilegt að ætla 2 pakka. Ca 300 g rækjur 1 dós grænn spergill (aspargus) Látið safann drjúpa af aspasnum. Búiö hlaupið til samkvæmt leiðbein- ingunum á pakkanum og látið kólna í könnu eða skál, en þó ekki stífna. Smyrjiö innan hringfoim og látið þunnt lag af hlaupi í. Þegar það er orðið stíft er rækjum og aspargus raðað í botninn á forminu. Munið að það er þaö sem snýr upp þegar rétturinn er borinn fram. Síöan er' hlaupi hellt yfir og það látiö stífna og síðan koll af koUi þangaö til formið er fuUt. Þetta er síðan borið fram með sósu úr sýrðum rjóma og svoUtlu mayones, krydduðu með sinnepi og tómatkrafti. Þegar röndinni er hvolft á fatið má gjarnan skreyta það með grænum salatblöðum og sítrónubátum eða sneiðum. Og til að skreyta enn meira má láta rauð ber eða þunna sneið af rauðri papriku á sítrónusneiöamar. Skinkurönd Og hér er enn ein röndin, skinku- rönd, sem er vorlegur réttur og hægt að hafa tUbúinn daginn áður en veislan er. Skinkuröndina má auðvitað einnig hafa í aflöngu formi því að það getur verið óhentugt aö hafa eintóma hringi ámatarborðinu. 500 g soðin skinka 21/2 dl rjómi sinnep 6 blöðmatarlím steinselja. Hakkiö skinkuna í kvöm. Best er að nota skinku úr heUu stykki en ekki áleggsskinku í svona rétt. Gott er aö hafa fituna meö. Þeytið rjómann og blandiö saman viö skinkuna og bragð- bætið með sinnepinu og látiö saxaða steinseljuna útí. Leggið matarUmið í bleyti í 10 mín. í kalt vatn. Kreistiö síöan aUt vatnið úr og bræðið á hefðbundinn hátt. Látið ' -. ■ ............ FRONT LOAOING Framhlaðið tæki á mjög hagstæðu verði, og þvi fylgir fjarstýring VC-481 sem gerir þér kleift að skoöa myndefnið hratt í báðar áttir, ogfrysta myndina (,,pause“). Tækið hefur 7 daga upptökuminni, er útbúið rakaskynjara, og sjálfvirkri endurspólun. Þetta úrvalstæki er umfram allt, einfalt í allri notkun. $9-------V«í«ö Swích------0 Aðeins 39.800 Stg. HUOMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 HLJOM*HEIMIUS*SKRIFSTOFUTÆKI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.