Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. Getum afgreitt með stuttum fyrir vara rafmagns- og dísillyftara: Rafmagnslyftara, 1,5-4 tonna. Disillyftara, 2,0-30 tonna. Ennfremur snúninga- og hliöarfærslur. Tökum lyftara upp í annan. Tökum lyftara í umboössölu. Flytjum lyftara um Reykjavík og nágrenni. Littu inn — viö gerum þér tilboð. LYFTARASALAN HF., Vitastig 3, simar 26455 og 12452. 1 x; l-1 l x; í- 1 esi x 1 28. leikvika — leikir 9. mars 1985 Vinningsröð: 1 X X -X"2 X - X X 1 - 1 X X 1. vinningur: 11. réttir, kr. 71.960,- 698 86279(6/10)+ 89840(6110)+ 61474(4/10)+ 87347(6/10) 54096(4/10) - úr 27. viku 2. vinningur: 10 réttir, kr. 1.434,- 294 11535 41721 54198+ 86240+ 90027 35505(2/10) 3733+ 15187 41722 54364+ 86245+ 90393 41208(2/10)+ 3904 15498 42187+ 54374+ 86273+ 90704 41637(2/10) 5296 16167 43698 57047 + 86992 91037 52055(2110) 5307 17535 44477 57129+ 87207 91712+ 58734(2/10)+ 6974 1B751 44621 61477+ 87344 92447 63386(2/10)+ 6978 19273 44743 63057 87348 93906 88398(2/10) 7442 35954 45021 63286 87709+ 94354 90112(2/10) 7782 38257 46736 64557+ 88993+ 94422 183150(2/10)+ 9081 38258 47932 64684+ 89836+ 94425 9086 39260 51318+ 66356 89838+ 94427 Llr 27. viku: 9094 40243+ 51908 66360 89839+ 95634 50209 9635 40246+ 52515 85211 89844+ 95829+ 9923 40858 53837 85951 + 89919 165768 Kærufrestur er til 1. apríl 1985 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæðir geta lækkað ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla ( + ) verða að fram- vísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýs- ingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Getraunir — íþróttamiðstöðinni — Reykjavík Sjálfsvörn Ruddaleg árás á gamlan mann , ||lit>. .» ■ w« í*m»ll 0»» mt >«> .1. •i„» 1.1..I1.I. í« >»•• h»iu> w* >•> hrí«f '«•»<*»* » íu**»' BeJíi með síálgödd- u/n beitt í íólsku- kgri árás 'l'veir ungir menn réd- W á 85 Vegna mikillar eftirspurnar mun Karatefélagið Þórshamar gangast fyrir námskeiði í sjálfsvörn sem stendur yfir í 3 mánuði. Eingöngu munu verða kennd valin sjálfsvarnar- atriði sem byggjast að mestu á karate. Kennarar hafa allir stundað karate í 3—8 ár. Aldurstakmark 16 ára og eldri. Bæði fyrir konur og karla. Tímar: Mánudaga kl. 8 —9 e.h. og föstudaga kl. 8—9 e.h. að Skipholti 3, 2. hæð. Ath.: Lokað námskeið þar sem kennt verður það sem að notum kann að koma í sjálfsvörn, t.d. vörn gegn hnífa- árás, losun ýmissa hengingartaka og fallbrögð. Auk þess varnir gegn höggum og spörkum. Innritun og uppl. í símum 20626 og 16288 kl. 17.00— 21.00 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Menning Menning Menning „Leikur hljómsveitarinnar var eins og hann gerist bestur, hljóðfœraleikararnir lögðu sig alla fram og greinilegt var að vel hafði verið unnið." Wagner í Háskólabíói Tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands í Há- skólabíói fimmtudaginn 7. mars 1985. óperan Hollendingurinn fljúgandi eftir Wagner flutt (konsertformi. Flytjendur auk hljómsveitarinnar: Lisbeth Balslev, Sylvia Stone, Hartmut Welk- er, Manfred Schenk, Ronald Hamilton, Sigurfl- ur Björnsson. Söngsveitin Fflharmonia, kórstjóri Guömundur Emilsson, og Karlakór Reykjavikur, kórstjóri Páll P. Pálsson. Stjórnandi Klauspeter Seibel. Fram til þessa hafa íslenskir tón- listarunnendur þurft aö leita út fyrir landsteinana til aö heyra og sjá Wagneróperur, en síðastliðinn fimmtudag var Hollendingurinn fljúgandi fluttur í Háskólabíói. Það var því að vonum að menn ruku upp til handa og fóta, og var uppselt á tónleikana viku fyrr en þeir voru haldnir. Og áheyrendur urðu sannar- lega ekki fyrir vonbrigðum. Hollendingurinn fljúgandi var saminn á aöeins 7 mánuðum og var frumfluttur í Dresden í byrjun árs 1843. Þá vakti verkið enga sérstaka hrifningu og náöi ekki verulegum vinsældum fyrr en allmörgum árum síöar. Wagner skrifaöi óperutextann sjálfur, svo sem í öðrum óperum sín- um, og byggði hann á þjóðsögu sem Heine færöi í letur. Þar greinir frá manni sem hefur með yfimáttúrleg- um hætti hlotið þann örlagadóm að sigla um heimshöfin uns hann hljóti endurlausn vegna ástar konu. Stíll Wagners líkist oft leikhúsi stefjanna, þar sem þau birtast eins og persónur í rás verksins og reynd- ar samhliða viðeigandi persónum óperunnar. Ymsum hefur þótt þetta heldur þreytandi tónsmíðaaðferð en koma þá e.t.v. ekki auga á drama- tískan tilgang verkanna. Markmið Wagners var nefnilega að skapa músík-drama og hér eru því ekki á ferðinni venjuleg tónverk; reynslan sýnir að annaðhvort taka menn þeirri hugmynd vel eða illa. í Hollendingnum er leiðistefjahug- myndin ekki oröin jáfnáberandi og í síðari verkum Wagners en þó má segja aö stef hollensku sæfaranna sé notað sem leiðistef, orðið vel kunnugt í lok verksins. Skemmst er frá því að segja að flutningur óperunnar var með mikl- um ágætum. Farið var hægt af stað, en eftir því sem á leið magnaðist spennan og flytjendur sýndu meiri áræðni í viðureigninni við þessa dramatísku tónlist. Þannig var for- leikurinn vel spilaður en kannski varfæmislega um of, og raunar má segja að Hollendingurinn næði ekki fluginu fyrr en í 2. þætti. — Leikur hljómsveitarinnar var eins og hann gerist bestur, hljóðfæraleikaramir lögöu sig alla fram og greinilegt var að vel hafði verið unnið. Strengja- Tónlist Atli Ingólfsson Hanna G. Sigurðardóttir sveitin var vel samhæfö og átti eftir- minnilega spretti í stormmótívunum hröðu. Gjaman hefðu strengirnir þó mátt vera fleiri og var skorturinn einkum áberandi framan af, en þá bar við að málmblásarar næðu yfir- höndinni á köflum. Tréblásarar léku vel svo sem þeirra var von og vísa og stóðu sig best þegar mest á reyndi, í hinum veikt leiknu og viðkvæmu tengiköflum. Söngsveitin Fílharmonía og Karla- kór Reykjavíkur lögðu saman krafta sína og mynduðu heljarmikinn söng- flokk. Reyndar syngur kórinn sjald- an allur í einu en er oftast nær skipt upp í karla- og kvennakór. Upphafs- söngur karlakórsins í fyrsta þætti var með hressilegum sjómannsbrag svo sem hæfði, en ekki náði kórinn að hljóma alvegsaman; var frekar eins og um stakar raddir væri að ræða en eina heild. Þetta lagaðist þó og í þriðja þætti stilltu kariarnir saman raddir sínar og náðu ágætis sam- hljómi. Kvennakórinn kom aðallega við sögu í öðrum þætti og var söngur hans einkar hljómfagur. Það var áhrifamikiö atriði þegar draugakór Hollendinganna var leikinn af segul- bandi á móti kór norsku sjómann- anna, og komst hinn annarlegi blær vel til skila með því að láta drauga- kórinn hljóma úr hátölurum. Erfið- leikamir í samstillingu flytjenda á sviði og segulbands juku óneitanlega á spennuna, ekki hvað síst hjá hljóm- sveitinni sem lék af þvílíkum krafti að strengjafæð gleymdist áheyrend- um með öllu. En það voru einsöngvararnir sex sem stóðu í eldlínunni öðrum fremur, allt miklir ágætissöngvarar. Ekki mun á neinn hallað þó sagt sé að Lis- beth Balslev hafi verið stjarna kvöldsins. Söngur hennar var alveg makalaus og túlkunin áhrifamikil. Þá var Hartmut Welker eftirminni- legur í hlutverki Hollendingsins og sömuleiðis Ronald Hamilton í hlut- verki hins örvæntingarfulla Eriks. Einnig er vert að geta þáttar Sigurö- ar Bjömssonar sem tók að sér hlut- verk stýrimannsins með nánast eng- um fyrirvara og skilaði sínu með mikilli prýði. Jafnvægi söngs og hljómsveitar var oftast nær gott en í fyrsta þætti bar þó við að hljómsveit- in yfirgnæfði söngvarana þegar sterkast var leikið. — Vandinn við konsertuppfærslu sem þessa er aö koma til skila heildaráhrifum óper- unnar með hljómlistinni einni sam- an, án þess að hafa stuðning af sviðs- mynd og leikrænum tilþrifum. Flest- ir söngvararnir notuöu látbragð án þess þó að yfirdrífa og gæddu persónumar auknu lífi með því móti. Mestan heiðurinn af þessari ágætu óperuuppfærslu hlýtur stjórnandinn, Klauspeter Seibel, að eiga, en hann hefur áður örvað hljómsveitina til dáða og er mikill fengur í að fá hing- að slíka afbragðs gestastjómendur. Þessi fyrsti heildarflutningur Wagn- eróperu á Islandi var öllum aðstand- endum til hins mesta sóma. ATL/HGS. Flautuleikur á Kjarvalsstöðum lokaprófstónleikarÞórunnar Guðmundsdóttur fiautuleikara Þórunn Guðmundsdóttir þreytir í kvöld að Kjarvalsstöðjim fyrri hluta einleikaraprófs í flautuleik frá Tón- listarskólanum í Reykjavík. I samtali við DV sagðist Þórunn ætla aö leika verk eftir Bach, John Speight, Georges Enesco og Prokofieff. „Þegar próf- verkefni er annars vegar er reynt að hafa efnisskrána fjölbreytta og bjóða upp á bæði gamalt og nýtt,” sagði Þór- unn. „Það sakar auðvitað ekki að allt eru þetta gullfalleg verk.” — Þú hefur valiö þér flautuna sem hljóðfæri. Er flautuleikur að verða tískufyrirbæri? „Jú, það eru töluvert margir að læra flautuleik um þessar mundir. Það er samt ekki hægt að kaila flautuna tísku- fyrirbæri því hún hefur verið vinsæl lengi. Það kemur margt til að hún er sérlega vinsæl núna. T.d. hefur Manuela Wiesler vakið athygli og áhuga á þessu hljóðfæri hér á landi.” — Ereinleikarapróferfiöþraut? „Ja, það þarf ekki endilega að vera það en auðvitaö er þetta svolítið átak þegar þaö bætist við önnur störf. Eg kenni líka á flautu og aö auki læri ég m.a. söng í Tónlistarskólanum. Eg læt sönginn sitja á hakanum fram yfir prófið en verð að taka hann föstum tökum eftir það því ég stefni einnig að prófi í söngnum í vor. Síðan fer ég vonandi út í haust að læra meira,” sagði Þórunn að lokum. Undirleikarar á tónleikum Þórunnar verða Elín Guðmundsdóttir sembal- leikari og Dagný Björgvinsdóttir píanóleikari. Tónleikamir hefjast kl. 21.00 á Kjarvalsstööum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.