Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 36
36 DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. Þekkið þið hana Barbie? Barbie er dúkka sem allar stúlkur þrítug- ar og yngri þekkja. Astæða þess að við crum að tala um Barbie hér er að hún er 26 ára á þessu ári. Barbie ber aldurinn vei og bætir sifeilt föt- um í kiæðaskápinn. Hún hefur meðal annars klæðst gelmfarabúningi, læknaslopp o.fl. o.H. Stórsöngvarinn Julio Iglesias hefur fengiö boð um að halda sér saman í náinni framtið. Astæða þess er að kverkaskitur mun herja grimmilega á söngvarann og fyrr- greint boð fyrirskipun frá læknum hans. Julio hefur ekki komið fram nýiega og mun ástæðan vera þessi ræma og skítur sem þjáir kappann. ★ ★ ★ * Sneggsti tölvuprentari sem sögur fara af var prófaður á dögunum i Kaliforníuháskóla. Hann reyndist geta prentað Bibliuna á 65 sekúnd- um. Til gamans má geta þess að Biblían telur ails ríflega 773.000 orð. Tímarnir breytast og mennirnir með. Bob Gnccione, sá sem gefur út tímaritið Penthouse, segist hafa verið mjög trúaöur sem barn. Hann hafi jafnvel hafið prestsnám en hætt við það fljótlega. Naumast hafa það verið sinnasklptin. Ur prestskap í kiámblaðaútgáfu. Sviðsljósið Sviðsljósið Svii Já, það getur tekið á að vera blaðaljósmyndari. Myndin er tekin á ræðukeppni framhaldsskóla sem greint var frá í gær og er af Ijósmyndara á einu dagblaðanna. DV-mynd KAE. TTXj <■ - i ■ > j i- j Þaðmávístekki bjóða yðurte? Aztekar hinir fornu virðast hafa vitað lengra en nef þeirra náði, ef marka má nýlegar uppgötvanir vísindamanna. Komið hefur í ljós að þeir notuöu sérlegt jurtate sem getnaöarvörn, e.k. getnaðar- varnarte. Vísindamenn sýna þessu nú mikinn áhuga og aö sögn dr. Xavier Losoya, sem er fræðimaður viö mexikanskan háskóla, vonast menn til að rannsóknir á teinu, eöa öllu heldur þeim jurtum, sem not- aðar voru við tilbúning þess, geti orðið til þess að hægt verði að bæta og auka öryggi getnaðarvamarpill- unnar, „P-pillunnar” svokölluöu. Aztekar gátu með góðu móti haldið aftur af bameignum með aðstoö tesins góða. Máske viö sjáum nýja gerð af Melroses-tei á markaðnum innan skamms. \ Stjúpsystur Til eru þrjár heiðurskonur hér á landi sem kalla sig Stjúpsystur eða „stupid” systur, eins og sumir vilja nefna þær. Þær skemmta lands- mönnum með gleði og söng og hafa gert það um tíma. Þær stöllur taka þátt í „Þórskabarett” sem sýndur er á einu veitingahúsanna í Reykjavík nú í vetur sem undanfarna vetur. Þær hafa einnig skemmt á árshátið- um og viðlíka skemmtunum að und- anförnu. Þær Stjúpsystur eru: Guð- rún Alfrcðsdóttir, Saga Jónsdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Hér eru syst- urnar að skemmta slökkviliðsmönn- um með söng sínum og sprelli. FAÐU ÞER SOPA, VÆNI Þetta litla grey er riyfæddur broddgaltarungi sem fannst á vegarkanti nálægt borg einni i Austurriki. Það var góðhjörtuð kona sem tók hann að sér og nefndi hann ,,Hr. heppinn" Hann er nu á sérstakri fæðis blöndu, en þegar hann hefur náð 3 mánaða aldri fær hann það að borða sem ungbörnum er gefið Áútopnu Segja má að þessi mynd slái allt út. Myndin sýnirKioshi Nakahata í hita leiksins. Hann spilar meö einu. besta homaboitaliöi heimalands síns, „Tokyo Giants”. Mun herra Nakahata vera með skotfastari mönnum þarlendis. Myndin er tek- in í leik liðanna Tokyo Giants og Atlanta Braves, sem fram fór ný- lega í West Palm Beach í Banda- ríkjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.