Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Skínandi kameldýr Kameldýr í Saudi-Arabíu þurfa bráðum að klæðast endurskinsbelt- um, svipuðum þeim sem íslenskir lögreglumenn nota. Endurskins- beltin eru til að arabískir bílstjórar eigi auðveldara með að sjá dýrin þegar þeir keyra á sinum venju- lega kappaksturshraða í gegnum eyðimörkina. Það var breskur fararstjóri sem fékk fyrst hugmyndina um endur- skinsbeltin eftir að hann sá þrjú kameldýr verða fyrir bíl á einni viku. Skyggni fímmmetrar Frá Kristjáni Bemburg, fréttarit- araDVíBelgíu: Á laugardagskvöld kom yfir Belgiu einhver þykkasta þoka sem hér hefur sést. Sex manns fórust af völdum þokunnar. Þar á meðal var einn sem fór inn á ranga grein á hraðbrautinni E-10 og keyrði beint framan á aðvífandi bíl. I því slysi fórust tveir, auk fyrrnefnds öku- manns. Þokan var svo þykk á tímabili að skyggni var ekki nema um fimm til 10 metrar. Loka varð mörgum hraðbraut- umyfirnóttina. MUN GORBATSJOV LÍKJAST ANDROPOV? Hinn nýi Sovétleiötogi Mikhaíl Gorbatsjov minnir fréttaskýrendur mjög á Júrí Andropov. Hann þykir í rjeðum sínum hafa lagt alla áherslu á aðhald í verksmiðjum og á öðrum vinnustöðum landsins til að bæta fram- leiöni. Hann leggur minni áherslu á kreddubækur kommúnismans. I meiri háttar ræðu sem hann hélt fyrir þremur mánuöum voru orð eins og skipulag, reiða og festa uppistaðan í málflutningnum. Hann sagði einnig að auka ætti aörar afkastahvetjandi aðgerðir. Gorbatsjov gaf einnig í skyn að halda ætti áfram baráttu gegn leti á vinnustað og stirðbusahætti á skrif- stofum. „Við verðum að losa okkur við úreltar aðferðir og vinnuhætti,” sagði hann. „Meginmarkmið samkeppni í dag eru hvetjandi vinnutaktur, skjót uppfylling samninga, gæöi í fram- leiðslu, notkun nýrrar tækni og góö notkun hverrar mínútu, hvers tonns af hráefni og hverrar rúblu,” sagði hann. Gorbatsjov hlaut allan sinn frama undir Andropov og talið er að hann muni halda áfram stefnu hans eftir nokkurt hlé á meðan Tsérnénko var við völd. Tcncrifí þriöjudaga „J KANARÍEYJAR Dagflug alla 2, 3 eða 4 vikur. Verð frá kr. 25.752,- Fögur og heillandi sólskinsparadís. Þið veljið um dvöl í góðum íbúðum eða glæsilegum 4ra og 5 stjörnu hótelum í stærstu ferðamannaborg Kanaríeyja, Puerto de la Crus, eða á Amerísku ströndinni. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir um stórt og fagurt land. Frábærir veitingastaðir, spilavíti, tugir skemmtistaða og diskóteka. íslenskur fararstjóri. Ath.: aðeins fá sæti laus í páskaferðirnar. '' %\ Aðrar ferðir okkar: Mæjorka dagflug alla laug- ardaga, Grikkland, Malta og Costa Brava. = FLUGFERÐIR =SOLRRFLUG Vesturgötu 17 . Símar 10661,15331 og 221001 ya 6 tonna- SGoo*’6*' HJótues. óviðjafnanl< Ijósmagn 'c £!*#*** *t*2a1£»** paontóS^aa isínbrúsaR iflcesinð0 SSSÍS ,n "'whÍtÉs*’ Ttáilestates jpuðir. Vatnagörðum 14 Sími 83188 HREINAR lÍNUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.