Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. 5 Hlynntur auknu frelsi formaður r m ■ n ■ ■ ■ Neytenda- i leigubilaakstrinum Bifreiöastöð Steindórs hefur sent frá sér auglýsingu þar sem neytendur eru upplýstir um ýmis atriði í sambandi við leigubílaakstur. Neytendur eru upplýstir um eftirfar- andiatriði: 1. Að þeir eigi 30% í nýjum leigubílum. 2. Aö leigubílar komi neytendum ekki aö notum þegar þeir þurfa mest á þeim að halda, eins og í hálku og snjó. Þá sé nefnilega leigubílum lagt. 3. Að neytendur hafi ekki átt fulltrúa í nefnd sem endurskoðaði reglur um leigubíla. 4. Aðeinokunarhringur (Frami) leigu- bílstjóra átti tvo af þremur nefnd- armönnum. 5. Að það sé til önnur nefnd sem heitir úthlutunarnefnd atvinnuleyfa. 6. Að sú nefnd sé stjómvald í þjóðfé- laginu. 7. Að hún sé skipuð þremur leigubíl- stjórum. 8. Að nefndin vilji viðhalda því aö leigubílstjórar séu hálaunaðir for- réttindahópur. 9. Að einokunarhringur leigubílstjóra stefnir í þaöaðfækka leigubílum. 10. Að leigubílstjórar þurfi hvorki að hafa gjaldmæla sína innsiglaða til að sanna tekjur sínar né heldur þurfi leigubílstjórar að skila sölu- skatti eins og aðrar þjónustugrein- arþurfaaðgera. Þessi auglýsing Steindórsmanna er að sjálfsögðu liður í yfirstandandi stríði sem hefur geisað á milli leigubíl- stjóra undanfarið. Þeir segjast vilja fá að stunda sína vinnu í friði og að neyt- endur eigi að ráða í staö einokunar- hrings sem að þeirra sögn er gjör- spilltur. Þeir vilja einnig stuðla að framförum á sviði leigubílaaksturs. Hvað segja Neytendasam- tökin? Jóhannes Gunnarsson, formaður Leiðrétting Ástæða er til að leiðrétta tvær prent- villur í Erlendri bóksjá um síðustu helgi þar sem þær breyttu meiningu þesssemritaðvar. Báöar voru þessar villur í grein um bók Karnows um menningarbylting- una í Kína. Sú fyrri var í millifyrir- sögn. Þar sagði: „Einstæðar afsakan- ir”enáttiaðvera: „Einstæðar ofsókn- ir”. Sú síðari gerði ungt fólk „sem var þegar mjög óánægt með lifið í spenni- treyju þess fábreytta þjóðfélags sem kommúnistar höfðu komið á” þvert á móti „ánægt” með líf ið. Aðrar augljósari villur er ástæðu- laust aðelta ólarvið. ESJ. Magnús H. Skarphóflinsson. Myndbrengl Með kjallaragrein Magnúsar H. Skarphéðinssonar í blaðinu í gær birtist röng mynd. Eru hlutaöeig- endur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Sinfóníuhljómsveitin og Pólýfónkórinn á æfingu í Háskólabíói. DV-mynd KAE. H-moll messa Bachs — á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar og Pólýfónkórsins í Háskólabíói annað kvöld „Þetta er eitt mesta kórverk tónbók- menntanna sem skrifað hefur verið,” sagði Sigurður Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Is- lands, um h-moll messu Bachs sem hljómsveitin flytur ásamt Pólýfón- kórnum og f jórum erlendum einsöngv- urum. Sigurður sagði að verkið væri afar erfitt í flutningi og þess vegna sjaldan flutt. Samt er þetta í þriðja sinn sem h-moll messan er flutt hér á landi; í öll skiptin undir stjóm Ingólfs Guðbrandssonar. A morgun er þr jú hundruöasta árstið Bachs og því vel við hæfi að flytja þetta stórvirki. Af einsöngvurunum eru þrír ítalskir. Þau eru altsöngkonan Bemadetta Manca di Nissa, Renzo Casellato tenór og bassasöngvarinn Carlo de Bortoli. Fjórði einsöngvarinn er síðan sópran- söngkonan Jacquelin Fugelle frá Eng- landi. öll eru þau í röð fremstu söngv- ara í heiminum. Tónleikamir á morgun veröa í Há- skólabíói og hefjast að þessu sinni kl. 20.00. Þeir verða síðan endurteknir á sama stað laugardaginn 23. mars og hefjast þeir tónleikar kl. 14.00. GK Neytendasamtakanna, segir að það sá hárrétt að neytendur hafi ekki átt full- trúa í fyrrnefndri nefnd. Hins vegar hafi veriö leitað eftir áliti hjá Neyt- endasamtökunum. „Við bentum á að það væri mjög bagalegt aö þegar eitthvað væri að veðri væri stór hluti leigubílaflotans kominn heim. Einnig bentum við á að eftir dansleiki vantaöi bíla. Við teljum að á þessum tímum hafi leigubílar miklum skyldum að gegna og þá þurfi miklu stærri hluti bílaflotans að.vera í akstri. Þess vegna bentum við á að til þyrfti að koma aukið skipuiag meðal leigubíl- stjóra. Eg tel mig vita það að nú sé ekkert slíkt skipulag og að leigubíl- stjórar geti ráðiö því sjálfir hvenær þeir starfa. Stöðvarnar verða að leggja auknar kvaðir á sína menn í þessum efnum,” segir Jóhannes. — Nú vilja Steindórsmenn að því er virðist algjört f relsi í leigubílaakstrí. „Ég vil að menn geti haft frelsi til að aka leigubílum svo fremi sem þeir aka frá ákveðinni stöð. Meö því móti eru neytendur best tryggðir fyrir skakka- föllum sem kunna að verða. Ég er því hlynntur því að frelsi verði aukið á þessu sviði með þessu skilyrði. Þá sagði Jóhannes að Neytendasam- tökin hefðu einnig farið fram á að mikl- ar kröfur yrðu gerðar til leigubílstjóra- starfsins, t.d. hvað snertir endur- menntun. APH Nauðungaruppboð sem auglýst var í 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1984, 1. og 11. tbl. þess 1985 á hluta I Skeljagranda 2, tal. eign Huldu Bjarkar Ingibergsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Guðjóns Steingríms- sonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 22. mars 1985 kl. 15.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Vantar þig hurðir? Stálhurðir: þykkt 50 m/m. Einangrun: Polyurethane. Litir: hvítt, brúnt, gult, rautt. Galvaniserað. Verðhugmynd: Hurð, 3x3m, með öllum járn- um frá kr. 36.936,-* Motordrif: frá kr. 18.365,- * Gengi FFR 4,20. Sendum menn til upp- setningar um land allt. Afgreiðslufrestur 6-8 vikur. ASTRA SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 686544 Hvað er svona merkilegt víð það að mála stofuna fVrir páska? Ekkert mál - með kópal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.