Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 37
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. 37 ■ Mathieu f Kimono, sem er búningur þeirra i Japan. Snyrtivöruauglýsing með Stefaniu. Stefanía sýnir hvað i henni býr Hin tvítuga yngismær, Stefanía prinsessa af Mónakó, hefur nú lagt út á fyrirsætubrautina. Hún hóf innreiö sína fyrir skömmu og var þegar eftir- sótt. Ekkieraöefaaöuppruninnhjálp- ar henni mikiö. Stefanía þykir hiö feg- ursta fljóð og er engri rýrð á fegurð hennar kastaö þótt sagt sé aö hún hljóti frægö sína að stórum hluta vegna frægöar foreldra sinna. Hún hefur út- litið með sér og fullyröa má aö ef hún kærir sig um á hún eftir að ná langt. Margir þekkja til söngkonunnar Mirelle Mathieu, og flestir af góöu einu. Mathieu átti viö vandamál að stríöa, henni veittist erfitt að halda línunum sínum í horfinu. Hún leitaði því logandi ljósi aö einhverri þeirri aðferð til megrunar sem hún gæti sætt sig viö. Loks fannst hún og sú er japönsk og byggist á sérlegu matar- æöi og ekki þykir verra aö menn temji sér japanska háttu, í fram- komu sem og þankagangi. Við þetta var Mathieu svo heilluð af japanskri menningu og lifnaðarháttum aö nú vill hún ólm til Japans og kynnast landi og þjóð. Ekki er vitað hvort hún hyggst leggja fyrir sig japanska sönglist, en hún er sem kunnugt er allfrábrugöin því sem íbúar okkar heimshluta þekkja. Hvaö um þaö, viö óskum Mathieu góörar f eröar. ★ ★ Er lcikarinn Clark Gable lést var hann nýiega orðinn faðir. Sonurinn var þá 4ra máuaða. Nú er hann 24 ára aö aldri og ný- genginn í það heilaga. Augljóst er að hann hefur erft ýmislegt frá föður síuum. Ekki einasta frægð og frama, heldur eltthvað af myndugieika hans og sjarma. Hin lukkulega heitir Tracy Yarr- ow. Sannarlega geislandi fögur og friskleg kona. FaUegt par, Gable og Yarrow. TAYLOR viðsljósiö ★ ★ ★ ★ SEM NY- SLEGINN WSKILUNGUR Elizabeth hefur löngum veriö talin meöal fegurstu kvenna heims. Ekki skal það rengt hér. Hún var nýlega stödd í samkvæmi og bókstaflega stal senunni. Hún bókstaflega geislaði og menn höföu á oröi aö hún væri jafnvel enn fallegri nú en nokkru sinni. Taylor átti á timabili viö mikið drykkjuvanda- mál aö stríöa, og var ansi langt leidd, en hún viröist nú hafa náö sér aö fuUu upp úr því og drykkjuskapurinn hefur skiliö fá mörk eftir sig. Við birtum hér mynd sem tekin var nýlega af stjörn- unni. Til samanburöar eru sýndar tvær my ndir af Tay lor er hún var hvaö verst stödd. Erfitt er aö trúa aö hér sé um sömu manneskj una að ræöa. Það kannast ef tii vill ekki margir við nafnið Hermann Weinbuch. Weinbuch er nýbakað- ur helmsmeistari i norrænum skíðagreinum. Weinbuch stóð sig vel og komst vel frá sínu, en hann afrekaðl meira en að vinna helmsmeistaratitilinn þesí daga sem hann keppti. Hann trú- lofaði slg einnig. Sú lukkulega heitir Mlchaela Ebner. Þau hafa þekkst frá þriggja ára aldrl og þekktust þvi nokkuð vel. Ekki er nú anað út i óvissuna á þelm bæ. — * ★ ★ Þessi mynd er af stjörnunni er hún var hvað lengst leidd MATHiEU GERIST JAPÖNSK Mynd sem nýlega var tekin af stjörnunni. baauty is no« onty skin deep Ekki eru menn enn vissir hverjar ástæður þess voru að Marilyn Monroe framdi sjálfs- morð. Peter Lawford, sem var náinn vinur Monroe, var talinn vita sitt af hverju um þetta, en hann lét ekkert uppi og er sú von nú útl að af því verði því hann er nýlátinn. En menn eru nú von- góðir um að botn fari að komast i mál þetta þvi að eftirlifandi kona Lawfords hefur staðfest að hann hafi unnið að samningu sjálfsævi- sögu og verið langt kominn um það leyti sem hann lést. Að sögn dregur ævisagan ekk- ert undan og menn biða spenntir hvort skýrast muni línur varð- andi dauða Marily n Monroe. ★ ★

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.