Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 40
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu efia vitneskju um frétt — hringdu þá i sima 68-78-58. Fyrir _ í _ _ rhvert fréttaskot, SliyillMl sem birtist eða er nrsg notafl í DV, greifl- ast 1.000 krénur og &LDRFI 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið í SEFUR hverri viku, Fullrar nafnleyndar Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og rfreifing, sími 27022. er gætt. Vifl tökum vifl fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað _____________ 1 MIÐVIKUDAGUR 20. MARS 1985 Fjármálaóreiða hjá Framtfðinni f MR: Eyddu tugum þúsunda á veit ingahúsum og í leigubíla Uppvíst hefur oröiö um allmikla fjármálaóreiöu hjá málfunda- féiaginu Framtíðinni í Mennta- skólanum i Reykjavík. Stjórn félags- ins hefur sagt af sér vegna málsins. Standa nú yfir nákvæmar athuganir áfjárreiðumþess. Ofangreint mál var tekiö fyrir á al- mennum skólafundi í MR í fyrradag. Var hann haldinn í framhaldi af rannsókn Tómasar Guðbjartssonar inspectors á fjárreiðum félagsins. Enn er ekki nákvæmlega vitað um hversu háar fjárhæðir hafa verið misnotaðar. Þó er ljóst að 60—70 þús- und krónum hefur verið varið á veit- ingahúsum og í leigubilakostnaö. Þá þykja ýmsir þættir varðandi starf- semi félagsins hafa verið keyptir heldur dýru verði, miðað viö það sem hægt hefði verið að komast af með. Samkvæmt heimildum DV eru það forseti og gjaldkeri félagsins sem hafa átt hlut að máli varðandi hinn mikla risnukostnað Framtíðarinnar. Tómas Guðbjartsson inspector vildi sem minnst um máliö segja er DV ræddi við hann.” Þetta er leið- indamál, alveg niður í rót,” sagði hann. Kvaðst hann vilja taka það skýrt fram að málefni Framtíðarinn- ar væru ekkert viökomandi skóla- félagi MR og færu f járreiður þessara tvegg ja f élaga i engu saman. Guðni Guðmundsson rektor var einnig fáorður um málið. Hann sagði þó að viðkomandi aðilar yrðu látnir greiða umræddar fjárhæðir til baka. Að öðru leyti hefði engin ákvöröun ennveriðtekinumviðurlög. —JSS Látum skynsemina ráða, hafa Trabanteigendur kyrjafl einum rómi um árabil. Aftur á móti getur varla verifl skynsamlegt að aka um í topplausum Trabant — sérstaklega ekki í rigningu. -EIR /DV-mynd KAE Þjóðarfram- leiðslan jókst um 2,5% 1984 Þjóðarframleíðslan er nú talin hafa aukist um 2,5% á síðasta ári eft- ir stöðugan samdrátt frá árinu 1982. I bráðabirgðayfirliti Þjóðhagsstofii- unar er spáð 10% hagvexti á þessu árí. Meginskýring batans á siðasta ári er aukin útflutnlngsf ramleiðsla. Otflutningsframleiðslan á árinu 1984 jókst í heild um 12% af raun- verulegu verðgildi. Framleiðsla til útflutnings jókst i öllum helstu grein- um. Framleiösla sjávarvöru til út- flutnings jókst um 11%, ál um 5,5%, kísiljárn um 22% og framleiðsla ann- arrar iðnaðarvöru um 21%. En þrátt fyrir aukningu útflutn- ings er enn mikill halli á viðskiptum við útlönd. Því veldur mikil aukning útflutnings og mikil vaxtaby rði af er- lendum skuldum. Talið er að við- skiptahallinn hafi verið um 6% af þjóðarframleiðslu á siðasta ári og er þetta erfiðasta efnahagsvandamáliö sem að íslendingum steðjar að því er segir í yfirliti Þjóðhagsstofiiunar. OEF Vinsældalistí rásar2 setursímann úrsambandi: Reynt aö hringja yfír20þúsund sinnumásama klukkutímanum Stundum er sagt aö símalinur séu glóandi. En þegar reynt er aö hringja yfir 20 þúsund sinnum í sama númeriö á einni klukkustund er óhætt að segja að síminn sé rauðgló- andi. Þannig er það með síma vin- sældalista rásar 2,687123, á fimmtu- dögum. „Alagið hefur veriö ótrúlegt og valdið miklum erfiðleikum i kerf- inu,” sagði Oli Thorstensen, verk- ' stjóriiMúlastöðPóstsogsíma. „Við gátum ekki annað en haft samband við rásina og beðið um úr- bætur, eins og þær aö auglýsa listann ekki jafnstíft á þessum tíma og að bæta við fleiri línum, úr 4 í 6, og lengja símatímann til kl. 19. Og þeir hafa brugðist vel við og farið að óskum okkar. Siðasta fimmtudag, í fyrsta skiptið eftir úr- bætumar, var ástandiö vel viðun- andi.” Oli sagði að hið mikla álag á númer • vinsældalistans komi þannig út að miklir erfiðleikar voru að ná í númer sem byrja á tölustafnum 6. Eifis hef- ur álagið valdið sónleysi í öðrum stöðvum sem ekki byr ja á sex. Það fyrirtæki sem hefur ient í mestu erfiðleikunum vegna vin- sældalista rásar 2 er Hreyfill, 685522, Enda mun fyrirtækið hafa kvartað formlega við Póst og síma. Og nú er bara að sjá hvemig næsti fimmtu- dagurverður. —JGH Gluggagægir í gæruskinni Ungur maöur íklæddur gæmskinni var tekinn í Flúðaseli í Breiðholti um miönætti í gær grunaöur um aö hafa verið að gægjast á glugga í íbúðar- húsi þar. Var lögreglunni tílkynnt um að maðurinn hefði veríö að rýna inn um glugga og hegöað sér á allan hátt undarlega. Var hann mikið ölvaöur og raglaður. Maðurinn gisti fanga- geymslur lögreglunnarí nótt. -EH. Bílstjórarnir aðstoða ssnDiBíLRSTOÐin LOKI Varla hefur Skugga- Sveinn verið á ferli i Breiðholtinu? Akureyringar og Mýrdælingar: KUAST VM BLEIUR 06 DÖMUBINDI Efnaverksmiöjan Sjöfn á Akureyri og hlutafélagiö Víkurklettur í Vík í Mýrdal kljást nú um hvort þeirra eigi að fá að setja upp hérlendis sænska bleiu- og dömubindaverk- smiðju. Þingmenn Sunnlendinga, þar á meðal einn með ráðherratitil, hafa beitt sér í málinu fyrir hönd Mýrdælinga. Sunnlendingar fengu danskt ráð- gjafarfyrirtæki, Skancy, til að kanna hagkvæmni þess að koma á fót bleiu- og dömubindaframleiðslu í Vík. Danska fyrirtækið skilaði skýrslu um máliö gegn 560 þúsund króna þóknun um leið og það til- kynnti Mýrdælingum að búið væri að tryggja að þeir gætu fengið vélasam- stæðu til framleiöslunnar frá sænsku fyrirtæki, Dambi að nafni. Fylgdi með aö sænska fyrirtækið myndi ekki selja öðrum aðila á íslandi slik- ar vélar. Eitt fyrirtæki myndi full- nægja markaðnum. Mýrdælingar voru minnugir þess hvemig þeir misstu álpönnuverk- smiðju til Eyrbekkinga og hvemig Þorlákshöfn missti steinullina til Sauöárkróks. MýrdæHngar fóru því mjög leynt með sín bleiu- og dömu- bindaáform, unnu hljóðlega að undirbúningi og greiddu inn á véla- samstæðuna. Og í janúar síðastliðn- um héldu svo tveir menn frá Víkur- kletti utan til Svíþjóðar til að ganga frá kaupunum. Meðan þeir voru á leiöinni út birtist í DV frétt þess efnis að Efna- verksmiðjan Sjöfn ætlaöi að hefja framleiöslu á dömubindum og barnableium. Sjöfn hefði fest kaup á vélum frá sænska fyrirtækinu Dambi, því sama og Mýrdælingar voraaösemja viö. MýrdæUngar urðu skiljanlega furðu lostnir. Og enn þann dag í dag hafa þeir ekki fengiö skýringu á því hvað raunverulega gerðist. Þeir hafa þó beðið norðanmenn um að hætta við. Benda MýrdæUngar á slíkt sex manna fyrirtæki, sem bleiuverk- smiöjan er, sé álíka möcUvægt Vík og 200 manna fyrirtæki á Akureyri. Akureyringar telja sig hafa veriö á undan. „Þeir voru nokkrum mán- uðum á eftir okkur. Við gengum frá þessu í fyrra,” sagði Aðalsteinn Jónsson, verksmiðjustjóriSjafnar. „Það er allt of seint að biðja okkur um að hætta við. Vélarnar eru að koma í næsta mánuði og við stefnum að því að hefja framleiðslu í maí,” sagði Aöalsteinn. Sjöfn mun kalla vöru sína i Sjafnar-bindi og Bamba- bleiur. Sænska fyrirtækið er búið aö endurgreiða MýrdæHngum það sem þeir vora búnir að borga inn á vél- arnar. MýrdæUngar era hins vegar langt frá því að vera sáttir. Þeir voru búnir að leggja í þó nokkurn kostnað við undirbúning. FuUtrúi danska ráðgjafarfyrirtæk- isins er staddur á landinu tU að ræða við Mýrdælinga um stöðu málsins og hvort sænska fyrirtækið hafi brotið samninga. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.