Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985.
13
Sjónvarpssendingar
frá gervihnöttum
Aö loknum sögulegum fundi Norö-
urlandaráðs hér í Reykjavík er
næsta ljóst að mörg ár munu líða þar
til hinn samnorræni sjónvarpshnött-
ur NORDSAT kemst á sporbaug — ef
þaö verður þá nokkurn tímann. Og
jafnvel þótt hann komist á loft munu
sendingar frá honum ekki sjást hér á
landi. Til þess þarf aö endurvarpa
þeim frá öðrum fjarskiptahnetti.
Móttaka þegar kleif í dag
Það er hins vegar orðið tímabært
að íslenska sjónvarpiö geri gangskör
að því án frekari tafa að hefja mót-
töku á sjónvarpsefni frá þeim gervi-
hnöttum, sem þegar eru á ferð um
himinhvolfin og ná með sendingum
sínum hingaö til lands. Má raunar
nokkurri furðu sæta að slík móttaka
erlends sjónvarpsefnis skuli ekki
þegar vera haf in hér á landi, þar sem
tæknilega er því ekkert til fyrirstöðu
og dreifingarkerfi sjónvarpsins er
ónotaö mestan hluta sólarhringsins.
Ekki er því úr vegi aö líta nokkru
nánar á það hvaða sjónvarps-
sendingum frá fjarskiptahnöttum er
nú þegar unnt að ná hér á landi.
Bandalag símamálastjórna Evr-
ópu hefur þegar skotið á loft tvéimur
fjarskiptahnöttum. Þeir eru bæði
notaðir til fjarskipta milli landa,
símaþjónustu hvers konar, en einnig
eru rásir þeirra leigðar til dreifingar
á sjónvai'psefni.
Annar þeirra, ECS-2, er fyrst og
fremst notaöur til f jarskipta en einn-
ig til sjónvarps. Hafa Norðmenn
leigt rás í þeim hnetti og nota til
sendingar á sjónvarpsefni til Sval-
barða og til olíuborpalla sinna. Þess-
ar sendingar eru þegar hafnar og
það er einmitt móttaka þeirra sem
Islendingum stendur nú til boða og
nokkrar umræður hafa spunnist af.
Kostnaðarhliö þess máls er enn
næsta óljós og áhugi hér á landi fyrir
þessu máli hefur ekki virst vera ýkja
mikill til þessa. Þessi leið er þó ein
þeirra sem til greina koma í þessu
efni.
Úr mörgu að velja
Annan fjarskiptahnött rekur Síma-
málastofnun Evrópu einnig, sem
nefndur er ECS-1. Er sá hnöttur nýtt-
ur í mun meira mæli fyrir útsend-
ingu sjónvarpsefnis milii landa. Það
er móttaka frá þessum hnetti, sem
sýnist aö mörgu leyti miklum mun
áhugaverðari f yrir okkur Islendinga,
vegna fjölbreytni í efni og dagskrár-
gerð. Frá þessum hnetti eru sendir
út tveir sjónvarpsgeislar, annar í
austurátt en hinn í vesturátt. Síðar-
nefndi geislinn dregur til Islands. Til
þess aö taka á móti dagskrám frá
þessum geisla þarf hér á landi að
reisa móttökuloftnet, 3—4 metra í
þvermál, og er kostnaður við það 3—
5 millj. króna samkvæmt upplýsing-
um sérfræðinga Landssímans. Jafn-
framt þarf að greiða gjald fyrir þær
dagskrár sem tekið yrði á móti. Það
gjald fer eftir fjölda notenda og
verður að teljast hóflegt.
Tvær breskar dagskrár
Þegar eru hafnar sendingar á
mörgum sjónvarpsdagskrám frá
þessum f jarskiptahnetti og er þar úr
mörgu að velja. Sendar eru m.a. út
tvær dagskrár frá Bretlandi og mun
þar vera um einkastöðvar að ræða,
en BBC hefur enn ekki hafiö sending-
ar og er það mál enn í athugun. Ein
breska stöðin er svonefnd Sky
Channel (Satellite Television), sem
margir munu kannast við frá Bret-
landi. Verður móttaka sjónvarpsefn-
is frá Bretlandi að mörgu leyti að
teljast áhugaverðust vegna tungu-
málsins.
Þá er einnig send frá þessum hnetti
sérstök menningardagskrá frá
Frakklandi, Belgíu og Sviss. Jafn-
framt eru sendar út dagskrár frá
Hollandi, Italíu og Vestur-Þýska-
landi og nást þær allar hér, svo sem
fyrrsegir.
Þegar litið er til þess hvaöa kostir
standa hér til boöa um sjónvarpsefni
frá þessum fjarskiptahnetti er eðli-
legt að spurt sé hvort íslenska sjón-
varpið eigi ekki að hef jast handa um
framkvæmdir í þessu máli. Hinum
erlendu dagskrám er unnt að dreifa
með útsendingarkerfi sjónvarpsins
sem fyrir hendi er. Það veröur að
vísu að vera utan hins venjulega út-
sendingartíma, þ.e. fyrir og eftir
kvölddagskrána, en jafnframt er
hægt að taka hið erlenda efni, sem
sent er út milli kl. 20 og 22 á kvöldin,
upp á segulband og sýna hér degi síð-
ar.
Það liggur í augum uppi að á þenn-
an hátt er unnt aö gera útsendingar
íslenska sjónvarpsins miklum mun
fjölbreytilegri án mikils tilkostnað-
ar, bæði hvað snertir fréttaefni
margs konar og menningar- og af-
þreyingarefni. Það var fyrst á síð-
asta ári sem slík móttaka sjónvarps-
efnis hér á landi var tæknilega mögu-
leg. Það er full ástæða til þess að við
nýtum okkur þá kosti sem nú bjóðast
á þessu nýja fjölmiðlasviði. Fyrir því
er einmitt gert ráð í þeim ákvæðum
nýju útvarpslaganna, sem fjalla um
geivihnattasjónvaip.
Loftnet á þakinu
I þessu sambandi er ekki úr vegi
að minnast á annan áhugaverðan
þátt þessa máls. Það er bein móttaka
sjónvarpssendinga frá geivihnöttum
án milligöngu íslenska sjónvarpsins.
Þar er um að ræða útsendingu á
sjónvarpsefni, sem öllum er heimilt
endurgjaldslaust aö taka á móti.
A þessu ári munu Vestur-Þjóðverj-
ar hefja sendingu á slíkri dagskrá
frá nýjum sjónvarpshnetti og Frakk-
ar munu hefja slíkar sendingar á
næsta ári. Unnt verður að ná þessum
sendingum milliliðalaust hér á landi
GUNNARG.
SCHRAM
ÞINGMAÐUR FYRIR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKINN
og vafalaust verður það einmitt
framtíðin í þessum efnum. Til þess
þarf þó allstórt móttökuloftnet, 6
metra í þvermál. Slíkur búnaður er
enn það dýr að varla mun hann sett-
ur upp á hverju þaki, en hins vegar
liggur beint við að fjölbýlishús eða
sveitarstjómir komi honum upp og
dreifi efninu eftir þræði. Eru þegar
hugmyndir uppi um slíkt á Seltjam-
arnesi, svo sem kunnugt er, og víðar
um land.
Niðurstaða þessara hugleiðinga er
sú að um þessar mundir hefur tækni-
þróunin í nálægum löndum gert okk-
ur kleift að komast í sjónvarpssam-
bönd við nálæg lönd. Aö sínu leyti er
þaö ekki ósvipuð bylting og þegar
síminn og útvarpið hófu göngu sína.
Fyllsta ástæða er til þess að við velt-
um því fyrir okkur á hvem hátt við
getum nýtt okkur þessa nýju tækni
hér á landi bæði til gagns og gamans.
Gunnar G. Schram.
Nei
Hið ódauðlega bókmenntaverk,
Dýrin í Hálsaskógi, er fullt af gull-
kornum. Þegar Bangsapabbi er að
ákæra Mikka ref fyrir að reyna að
éta íkornann segir Mikki refur:
,,Nei, nei — þetta er alveg öfugt,
íkorninn reyndi aö éta mig.”
Þetta er hæfileg tilvitnun þegar
fjallaö er um leiðara tveggja dag-
blaða um kennaradeiluna. I Morgun-
blaöinu er kvartaö undan virðingar-
leysi kennara fyrir „leikreglum”,
kennarar sakaðir um ábyrgöarleysi
gagnvart nemendum og ýjaö að því
aö einkaskólar kunni að bjarga
skólakerfinu frá aðgerðum fjár-
sveltra kennara. I Dagblaðinu-Vísi
kveður við svipaðan tón og kennarar
sakaðir um fjárkúgun! Það er lýs-
andi fyrir stjórnmálaafstöðu þess-
ara blaða í innanlandsmálum að
bæði samfylkja þau meö Mikka refi í
öfugmælaáróðrinum.
þetta er alveg öfugt
Kjallarinn
ARITRAUSTI
GUÐMUNDSSON,
KENNARI, MENNTASKÓLANUM
VIÐ SUND
^ „Fjórar ríkisstjórnir, auk núver-
andi stjórnar, hafa lækkaö laun
kennara, meðvitað og af fullri einurð.”
Forhertirí fjárkúgun
Framhaldsskólakennarar þeir sem hætt hafa störfum
ákváöu með 187 atkvæðum gegn 102 að halda áfram ólög‘
legum aðgerðum sínum. Hálfur marzmánuður er liðinn,
skólastarf er nánast ekki í gangi í flestum framhaldsskól-
unum. Við blasir sú hætta, aö nemendur geti ekki lokiö tíl-
skildum próf um í vor og brestur verði í ferli þeirra.
Helzta vonin er sú, að margir þeirra, sem nú vilja verða
við tilmælum ríkisvaldsins og hefja störf, muni gera það
þrátt fyrir samþykktir félagsins. Með samþykktum ríkis-
stjórnarinnar hefur verið komið verulega til móts við
kennara. Enn væri unnt að komast hjá stórslysi í skóla-
haldi. En til þess verða nógu margir kennarar að virða
lög landsins.
Uppsagnir kennara eiga ekki að taka gildi fyrr en
fyrsta júní. Ráðuneytið hefir notað rétt sinn til að fram-
lengja uppsagnarfrest þangað til. Kennarar tala gjarnan
um „aðgerðir” sínar. Þeir sem ekki mæta til vinnu eru í
raun í ólöglegu verkfalli. Þeir hafa ekki verkfallsrétt.
Þeir hafa ekki rétt til að hætta fyrr en í sumar. Tillitsleysi
þeirra við nemendur eru mikil vonbrigði fyrir alla lands-
.Ummæli leiðara DV eru einkar ósmekkleg blaðamennska.'
Gífurleg launalækkun
Fyrir um 12—14 árum var gildi
gömlu krónunnar svipað og nú. Þá
voru laun framhaldsskólakennara
um 42.000 kr. að jafnaði, nú eru þau
um 25.000 kr. Fjórar ríkisstjómir,
auk núverandi stjórnar, hafa lækkað
laun kennara, meðvitað og af fullri
einurð. Og þegar þess er gætt að
lánagreiðslur eru stór hluti af út-
gjöldum kennara og að það tók ASI—
mann 40 st. að vinna fyrir afborgun
100.000 kr. láns 1982 en 85 st. nú, þá er
ljóst að ríkisvaldið hefur meðvitað
og af einurð haft fé af vinnufólki;
þrengt enn frekar að kennurum.
Abyrgðin á uppreisn kennara er hjá
ríkisvaldinu.
Það’ er ósvífni að bera ábyrgðar-
leysi upp á kennara þegar haft er í
huga að þeir hafa staðið með nem-
endum sínum í 12 ár undir samfelldri
atlögu að kjömm kennara. Og þeim
mun meiri er ósvífnin þegar þess er
gætt að allar hógværar kröfur um
leiðréttingar eru hunsaöar í samn-
ingum í 12 ár, — afar sjaldan ljáð
máls á „útgjaldaaukningu rfkis-
sjóðs” og málum ávallt vísað í
Kjaradóm.
Vegið að menntun og ríkis-
rekstri
Allt þetta gerist á sama tíma og
ríkisvaldið reynir aö hindra fólks-
flóttann frá ríkisstofnunum með
aukagreiðslum og sporslum. Maður
með sömu menntun og ég, vinnandi
hjá einhverri rannsóknastofnun
ríkisins, hefur a.m.k. 10.000 kr. hærri
laun fyrir svipaðan vinnutíma (og á
það skilið). Þarna sést skýrt hvernig
stjórnvöld líta í raun á skólastarfið
og kennslu — hvað svo sem fjálg-
legum orðum líður. Og vita menn
ekki að vond fjárhagsstaða margra
nemenda neyðir þá til vinnu meö
skólanum?
Öfugmælin eru ekki hvaö síst illa
til fallin þegar þess er gætt að þeir
sem tala mest um að einkaskólar
kunni að bjarga einhverju bera með
fjársvelti sjálfir ábyrgð á hvernig
komið er fyrir ríkisskólunum.
Hvernig væri nú að sverfa enn af
kaupi hjúkrunarfræöinga til að auka
á vandræöin við að manna sjúkra-
húsin og biðja svo um einkasjúkra-
hústilað „leysa vandann”?
Hverjir eru
fjárkúgarar?
Uinmæli leiðara DV eru einkar
ósmekkleg blaðamennska. Auðvitað
veit höf undurinn að hann fengi engan
blaðamann til að lyfta penna fyrir
kennaralaun. Hann myndi kannski
kalla blaðamenn fjárkúgara ef þeir
snerust gegn svipaðri kjarastöðu og
kennarar. Þannig eru „leikregl-
urnar”. Og svo myndi höfundurinn
auðvitað þiggja 37% „kjaraleiðrétt-
ingu” af Kjaradómi eins og þing-
menn þurftu sannanlega að fá — af
því að laun hafa rýrnað um þann
hundraðshluta á 1 — 2 ánim.
Hafi menn aðra veraldarsýn en
Mikki refur er ljóst að staðan er
þessi: Kennarar hafa a.m.k. 12
ára reynslu af því að á þá
er ekki hlustað og við þá ekki
rætt um kjararabætur í samningum.
Mjög margir kennarar, sem hafa
fullan rétt til að segja starfinu lausu,
gáfu skýra yfirlýsingu í upphafi
skólaárs (líka til stjórnvalda) um að
þeir myndu segja upp 1. des. ef ekk-
ert gerðist. Og svo fór. Síðan tóku
kennarar sér þann rétt sem tryggður
er í vinnulöggjöf, en ekki í lögum um
embættisgengi ríkisstarfsmanna, að
uppsagnarréttur sé einn mánuöur á
báða bóga enda túlkun umræddra
laga lögfræðilegt deiluefni er reyna
verður fyrir dómi sem oftast. Að-
gerðimar eru til þess að bjarga
skólastarfi frá hruni og kannski frá
því að nýr einkaskóli verði sér-
réttindi efnafólks. Milljarðagróði
verslunarfyrirtækja, banka, skipa-
félaga og fl.aðila er næg peningaupp-
spretta handa ríkinu ef útgerðina
skortir fé. Þessir aöilar tala líka sí-
fellt um virkara menntakerfi. Við-
bárur um að fé til skólanna og kenn-
ara sé ekki til eru rangar.
Afstaða kennara er ekki fjárkúg-
un. Hún er andsvar við grófu fjár-
námi og stórgallaðri menntastefnu.
Ari Trausti Guðmundsson.