Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 14
14 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. Menning Menning Menning Menning STJÓRN HINNA VINNANDISTÉTTA Valdimar Unnar Valdimarsson: Alþýöufiokkurinn og stjórn hinna vinnandi stétta. Rvík, Sagnfræöistofnun H.l. 1984, 70 bls. Rit þetta fjallar um merkilegt efni: fyrstu stjórnarþátttöku sósíalísks flokks á Islandi. Sú var tíðin, að slikt þótti fróleitt, basði sósíalistum og öðrum; þeir sem ætl- uðu að fylkja alþýðunni til að brjóta niður auðvaldskerfið — þeir gætu að sjálfsögðu ekki tekið að sér daglegan rekstur þess, í félagi við kerfisþjóna. En ýmis viðhorf voru uppi í Alþýðu- flokknum. Hann studdi Framsóknar- stjómina 1927—31 gegn því að fá um- bætur á félagsmálalöggjöf, m.a. um verkamannabústaði. Æfleiri alþýðu- flokksmönnum þótti þetta gefast illa, og fyrir stuðninginn tók, þegar Framsóknarstjórnin rauf þing til aö halda völdum vorið 1931. Nú var kreppan komin í algleym- ing, og Alþýöuflokkurinn brást við henni meö róttækri umbótaáætlun um aðgerðir ríkisvaldsins til að bæta úr þessu vandræðaástandi auðvalds- hagkerfisins. Þar meö var flokkur- inn auðvitað horfinn frá stéttarbar- áttu fyrir afnámi þess kerfis, og eðli- legt framhald þessa varö þátttaka hans í rikisstjóm með öðrum flokki, sem einnig boðaöi aö ríkisvaldið ætti að stjórna efnahagskerfi einkafram- taksins. Þetta var fyrsta ríkisstjórn- in sem byggði á málefnasamningi, og þessi fyrsta vinstristjórn Islands er sú sem lengst hefur gengið. Saga hennar er í hnotskurn saga allra hinna: róttækar yfirlýsingar í upp- hafi, en minna varð úr framkvæmd- um — óvenjumikiö þó hjá þessari. En þjóðfélagið verður ekki umskap- að af minnihlutaflokki á Alþingi, hversu stórkostleg bandalög sem hann gerir. Uklega vantaði ekki fyrst og fremst forystu (þótt djúp- stæður ágreiningur væri raunar inn- an Alþýðuflokksins), heldur gerand- ann: markvissa fjöldabaráttu al- þýöu. Viðfangsefni Valdimars ætti sem sagt ekki að geta höfðað til almenn- ings. 1 upphafi ritsins setur hann fram helstu spurningar sem þaö á aö svara: — Hver voru helstu stefnumál Al- þýöuflokksins samkvæmt „4 ára áætluninni”, sem hann setti fram fyrir alþingiskosningarnar 1934? — Hvernig tengdist „4 ára áætlunin” alþjóölegum straumum um þetta leyti? — Aö hvaða marki átti Alþýðu- flokkurinn samleiö með Framsókn- arflokknum? — Hvaða stefnumálum sínum tókst Alþýðuflokknum aö koma í málefnasamning „stjómar hinna vinnandi stétta”? — Hvaöa stefnumálum fékk Alþýðuflokkurinn hmndið í framkvæmd og um hvaöa mál var mestur ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar? — Hver uröu af- drif þjóönýtingarkrafna Alþýöu- flokksins? — Hvernig tókst „stjóm hinna vinnandi stétta” upp í barátt- unni gegn atvinnuleysinu? — Um hvað snerist hinn svokallaöi „3 mán- aða víxill”? — Hvaða áhrif hafði Kveldúlfsmálið á stjórnarsamvinn- una? — Hvað olli stefnubreytingu Alþýðuflokksins eftir alþingiskosn- ingarnar 1937? — Upp á hvaöa býti hélt Alþýöuflokkurinn stjórnarsam- vinnunni áfram eftir kosningam- ar 1937? — Hvaða áhrif höfðu innan- flokksátök í Alþýðuflokknum á stjómarsamstarfið? — Hverjar voru ástæðurstjórnarslitanna 1938? Efnismörk ritsins eru eðlileg, því lýkur við stjómarslit, samstarf flokkanna fer aftur í fyrra horf: Framsókn situr ein við stjórn, en Al- þýðuflokkurinn verhana falli. Valdimar telur upp skilmála Afl. fyrir þessu hlutleysi, ekkert meir, og þótt undirritaðan langi í úttekt á t.d. lögum um stéttarfélög og vinnudeil- ur, 1938(samþykkt þeirra var einn skilmálanna), þá er þaö auðvitað ut- an þessa ramma. Aödraganda stjómarsamstarfsins rekur Valdi- mar það rækilega, að ég sé ekki néins vant, nema e.t.v. á bls. 10: „Veturinn 1930—1931 tók aö gæta töluverðrar óánægju í Alþýöuflokkn- um út af samvinnunni við Framsókn- arflokkinn.” Þeir sem mest gagnrýndu flokks- forystuna fyrir þetta, gengu úr Afl. í des. 1930, og stofnuðu Kommúnista- flokkinn. Hélt þessi gagnrýni samt áframinnan Afl.? Þeir sem fást við sögu fyrri alda kvarta einatt yfir því að heimildir vanti um eitt eða annað. En í sam- tímasögu er einatt meira vandamál hve yfirgengilega mikiö er til af heimildum, illmögulegt að kanna allt, erfitt aö velja úr aö órannsökuðu máli. Hér verður aö nægja að segja aö heimildaskrá þessa rits er til- komumikil: Alþingistíðindi þessara fjögurra ára, blöðin, stefnuskrár og helstu plögg flokkanna tveggja þessi ár, endunninningar stjómmála- manna, auk sagnfræðirita um efnið eöa tímabiliö. Ég sé ekki að neitt mikilvægt vanti. Það væri allajafna æskilegt andspænis slíkri ofgnótt heimilda, að höfundur gerði nokkra grein fyrir þeim: hve langt ná sam- tímaheimildir, t.a.m., í lok ritsins mætti gjaman draga saman um hvaða atriði skortir heimildir, eða ekki veröur úrskurðað um af öðrum ástæöum. — I þessu riti em nýlegar endurminningar nokkuð notaðar, eins og sjálfsagt er, þegar ekki er samtímaheimildum til að dreifa, svo sem um samtöl eða undirmál ýmis, eöa mat manna á atburðum. Þannig er það í þessu riti — utan einu sinni. Það er tekið úr endurminningum Einars Olgeirssonar 1983, sem er þó ekki tilfært sem hans mat í texta, heldur sem hver önnur staðreynd (bls.49): „Á Alþýöuflokksþinginu (1937) urðu þeir menn ofan á í sameiningar- málinu sem setja vildu Kommúnista- Valdimar Unnar Valdimarsson sagnfræöingur. flokknum þá kosti sem vita mátti fyrirfram aö hann gengi ekki að.” Um þetta hljóta að vera til samtíma- heimildir, þótt ég finni það raunar ekki í langri grein Einars Olgeirsson- ar 1939. „Valdakerfiö á islandi 1927— 39”, sem talin er í heimildaskrá, en aldrei vísað til, svo ég fái séö. — Þessa kosti hefði Valdimar a.m.k. átt aö telja upp — og helst að segja líka, hvers vegna kommúnistar tóku þá ekki í mál, sé það ekki alveg aug- ljóst. Kaflinn um málefnasamning flokkanna er glöggur, hvað kom frá hvorum flokki. Þar hefði ég viljað fá svolítið meiri úrvinnslu: lét hvorug- ur flokkurinn neitt á móti sér við samþykkt þessa plaggs? Bókmenntir Örn Ólafsson Valdimar leiöir rök aö því að Al- þýðuflokkurinn hafi vísvitandi knúið fram stjórnarslit 1937, en samt hafi forysta Afl. verið ákveðin í því aö halda áfram samstarfi við Fram- sókn eftir kosningar. En vantar þá ekki skýringartilraun? Hvað gat vakaö fyrir henni meö þessu? Vonir um stórsigur í kosningum? Var ein- hver grundvöllur fyrir slíkum von- um? Eftir kosningaósigur sinn 1937 hverfur Afl. frá stefnu sinni í Kveld- úlfsmálinu, meginorsök stjómar- slita. Valdimar tilfærir skýringu Héðins Valdimarssonar og Mbl. á þessu: fíkn kratabroddanna í fríð- indi og stöður, en nefnir lika, að þeir gætu einfaldlega hafa dregiö þann lærdóm af kosningunum, að fyrri stefna nyti ekki nægilegs fylgis til aö henni yröi haldið til streitu. Hér hefði mátt huga að fleiri skýringum: heföi Afl. farið í stjórnarandstöðu, þá hefði hann lent upp að Kommúnistaf lokkn- um, sem boðaði ákaft samfylkingu verkalýðsins og þar með þessara flokka (allt frá júlí 1934, sbr. Verka- lýðsblaðið s.hl. þessa árs, en Valdimar segir 1936). En flestir leið- togar Afl. voru alveg andvígir slíkri samvinnu, sem áður segir. Þessar aðfinnslur mínar eru um heldur léttvæg efni, ef ó heildina er litið. Valdimar kostar kapps um aö draga fram túlkanir andstæðra afla á atburðum, vegur og metur svo glöggt má vera hver rök eru til hverrar ályktunar, og hver aðal- atriði hvers máls eru. Ritið er auð- lesið, greinargott, og verulegur fenguríþví. Þetta er tólfta ritið í fjölbreyttri ritröð Sagnfræðistofnunar H.I. Aður hafa komið þar handbækur um heim- ildakönnun og -úrvinnslu, auk rit- gerða um afmörkuö efni, allt f rá miö- aldasögu til samtímastjómmála. Og þetta rit bætist í myndarlegt safn B.A. ritgerða (m.a.) stjórnmálasögu millistríðsáranna: má þar einkum nefna ritraöir Framlags, Arnar & Örlygs, Menningarsjóös. Er það ánægjulegt aö almenningur skuli fá aðgang að rannsóknum sem einatt eru vel unnar og um merkileg efni. Af annars ágætum flutningi er eftirminnilegust frammistaða ein- leikaranna tveggja, Einars Grétars Sveinbjömssonar og Eddu Erlends- dóttur. Þau eru skemmtilega ólíkir túlkendur þótt niðurstaðan sé hin sama: vandaður flutningur. I konsertinum leika þau lengst af hvort í sínu lagi og eru þá í ólíkum hlutverkum. Fyrsti þátturinn með einleik pianósins er átakamikiil og fyllti Edda tilbrigðin spennu meö Kammertónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands, haldnir í sal Menntaskólans við Hamrahlið fimmtudaginn 14. mars 1985. Einleikarar: Edda Erlendsdóttir og Einar Grétar Sveinbjörnsson. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Á efnisskránni: Brandenborgarkonsert nr. 3 eftir J.S. Bach, Sinfónia nr. 29 eftir Mozart og Kammerkonsert fyrir fiðlu, píanó og 13 blásara eftir Alban Berg. Brandenborgarkonseitarnir eru skrifaðir á alllöngum tíma, líkast til á árunum 1717—1721. Þeirvoruupp- haflega ekki hugsaöir sem samstæð- ur flokkur tónverka enda er hljóö- færaskipan þeiira mismunandi. Hinn þekktasti þeirra, konseitinn nr. 3, er skrifaður fyrir strengi og er frá- bragðinn hinum að þvi leyti aö enginn einn hljóðfærahópur hefur stæiTa hlutverk en annar. Flutningur verksins á fimmtu- dagskvöld tókst ekki nógu vel. Bach, Berg og Mozart hljómsveitin samtaka, og hvaö best tókst henni upp í lokaþættinum, hin- um líflega Allegro con spirito. I Kammerkonsertinum beitir Alban Berg raðtækninni eins og í ýmsum síðari verkum sínum. Hann Kannski var hljómsveitin óvön sal menntaskólans sem skilar hljóm- sveitarleik fremur illa og því um að kenna að ekki stemmdi vel framan af. En hiklaust má segja aö konsert- inn hefði þurft meiri æfingu til að ööl- ast þann tignarbrag sem hæfir hon- um. Hann var enn of njörvaður í takt til aðlifnaviö. Mönnum er það sífellt um- hugsunarefni hversu erfiö tónlist Mozarts er flytjendum. Skírleiki hennar virðist kalla á enn næmari túlkun en krafist er í annarri tónlist. Það er einmitt þessi næma túlkun, herslumunurinn, sem maðursaknar oftast og svo var einnig að þessu sinni. — Þótt hljóðfæraleikamir hafi hver og einn gengið gegnum ákveðna Mozartsskólun er galdurinn við sinfóníuflutning fólginn í því að laða FIRMA OG FÉLAGAKEPPNI í innanhússknattspyrnu veröur haldin í íþróttahúsi Fella- skóla 23. og 24. mars nk. Upplýsingar og þátttökutilkynn- ingar í síma 73259 (Helgi) og 76424 (Ingi) milli kl. 20.00 og 22.00. Leiknir. NÁMSKEIÐ ifyrir svæöaleiðsögumenn á Suðurnesjum hefst í Fjölbrautaskóla Suðurnesja laugardaginn 23. mars næstkomandi kl. 10.00 árdegis. Skólastjórn skipa fulltrú- ar frá Ferðamálaráði, Félagi leiðsögumanna og undirrit- aðir. Þátttaka í námskeiði þessu veitir leiðsögumannsrétt- indi í ferðum um Reykjanesskaga sunnan Straums. Þátt- tökugjald er kr. 2.500,-. Nánari upplýsingar veita Stein- dór Sigurðsson sérleyfishafi í síma 92-4544 og Magnús Ó. Ingvarsson í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sími 92-3100.■ Þátttaka tilkynnist fyrir 22. mars. Ferðamálasamtök Suðurnesja Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Einar Grétar Sveinbjörnsson og Edda Erlendsdóttir: ,,Þau eru skemmtilega ólíkir túlkendur þótt niður- staðan sé hin sama: vandaður flutningur." fram þann hugblæ sem við á hjá hljómsveitinni sem heild. Það er hlutverk hljómsveitarstjórans, og sem fyrr segir skorti nokkuð á aö þaö tækist. Margt var þó vel gert. Styrk- leikabreytingar vora vel útfærðar og Tónlist Atli Ingólfsson Hanna G. Sigurðardóttir fer þó jafnan frjálslega með þessa aðferð, velur tónaraðir gjaman þannig aö þríhljómar heyrast við og við, sem er ekki viðtekin venja í strangri tólftónatækni. Ljær þetta verkunum blíðlegt og rómantískt yfirbragð. Kammerkonsertinn er sannarlega erfitt verk í flutningi. Fjöldi lengri og smærri setninga fléttast saman hjá blásurunum og vandasamt er að fella hverja þeirra inn í heildarsvip- inn. Yfirleitt tókst vel að halda samfellu þótt stöku sinnum yrðu inn- skotin eins og utanveltu. íytmiskum leik og góðri stígandi í hendingum. 1 öðrum þætti, sem er hægur og ljóðrænn, er fiðlan í aðal- hlutverki og þar naut sín vel hinn fallegi tónn Einars Grétars. I þriðja þætti eru báöir einleikar- ar þátttakendur og þar stóðu þeir uppúr með firnagóðu samspili. Þessi þáttur er einn erfiðasti hluti verksins og í svo margslungnum hryn verður að gæta þess sérstaklega að tapa ekki rytmískri stefnu. Á hana skorti stundum hjá blásuranum og var þriðji þátturinn einna síst leikinn af þeirra hálfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.