Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. 3 Reuter skoðar efnahagsástand og hugsanlegar kosningará íslandi: Nordal kennir öfundinni um Fréttamaður Reuter fréttastofunn- ar, Richard Wallis, sendi í gær frá sér fréttaskeyti þar sem hann fjallar um ástandið á Islandi um þessar mundir. Hann veltir fyrir sér likunum á kosn- ingum innan skamms og kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé spurning um hvort heldur hvenær kosningar verði. Fréttamaðurinn ræddi við Jó- hannes Nordal, bankastjóra Seðla- bankans, og hefur eftir honum að það sé rétt að megn óánægja sé með stefnu ríkisstjórnarinnar. Kenndi hann þar aöallega öfund tslendinga um en engu að síður væri hann allbjartsýnn á f ramtíðina í efnahagsmálum. Fréttamaðurinn gerir örlitla úttekt á íslendingum og segir þá vinnufúsa með afbrigðum og vilji vinna mikla aukavinnu, bæði hjón vinni iðulega úti og þannig haldi menn lífsgæðunum sem eru að sögn fréttamannsins há. Ungt fólk eyði miklum tíma í að skemmta sér og sé tiltölulega blint á ástandið. Fréttamaðurinn hefur eftir Svavari Gestssyni að hér á landi sé enginn sem kalla mætti mjög fátækan. Talað er um miklar skuldir Islendinga — Við höfum framleitt ÞAKRENNUR í 83 ár! Leilið upplýsinga: BREIÐFJÖRÐ BUKKSMHUA-STEYPUMÓT-VBgXPALLAW SICTUNI 7 - 121 REYK JAVlK- SlMI 29022 við útlönd og þá láglaunastefnu sem hér sá rekin, sifallandi gengi og fleira í þeim dúr. Fréttamaðurinn telur að lífsgæðin hér á landi séu mjög mikil og nefnir þessu til staðfestingar að hér sé bíla- eign mun meiri en t.d. í Svíþjóð, þ.e. 408 bif reiðir á hver ja 1000 íbúa hérlend- is, á móti 353 í Svíþjóð. Fréttamaðurinn gerir að umtalsefni þá aöferð sem ríkisstjórnin beitti við aö koma verðbólgunni niður. Hann tel- ur að alvarleg skyssa hafi verið að gefa álagningu frjálsa, það hafi orðið til þess að verö á vörum hækkaði meira en góðu hófi gegndi og þröngur hópur manna í verslunar- og kaupsýslustétt hafi komist í verulegar álnir á kostnað hinna. Fréttamaðurinn telur engum vafa undirorpið að hér verði kosningar bráðlega, aðeins sé spuming um nán- ari tímasetningu. Skoðanakannanir leiði í ljós fylgishrun annars stjómar- flokksins, Framsóknarflokksins, en Sjálfstæðisflokkurinn haldi sínu og líti nú hýru auga til Alþýðuflokksins (soci- al demokrats) varðandi nýtt stjómar- samstarf. Menn, sem f réttamaðurinn ræðir við, segja að þeir óttist um framtíð lýðræð- is í landinu. Fólkið sé orðið langþreytt, allir flokkar hafi verið við völd og allt- af séu sömu vandamálin. Richard Wallis segir svo í lok frétta- skeytisins að framtíð lands og þjóðar ráðist að verulegu leyti af verði því sem fæst fyrir Atlantshafsfiskinn sem haldið hefur líftómnni í þessari vík- ingaþjóðílOOOár. -JÞ Sumarbústaðurinn umdeildi sem farið hefur veriö fram á að verði rifinn. 0 Ofullgerður sumarbústaður rif inn? Af hálfu Mosfellshrepps hefur ítrekaö verið farið fram á að sumar- bústaður, sem byggður var í óleyfi í landi Mosfellshrepps, veröi fjar- lægður. Ásbjörn Þorvarðarson, byggingarfulltrúi Mosfellshrepps, sagði í samtali við DV að landið, sem bústaöurinn stæði á, væri ekki skipu- lagt sem sumarbústaðaland. Farið hefði verið fram á það við eiganda bústaðarins að hann fjarlægði hann, en það hefði ekki verið gert. Að öðrum kosti yrði hann fjarlægður á kostnað og ábyrgð eiganda hans. DV hafði samband við eiganda bústaðarins, Pál Sveinsson, og kvaðst hann ekki vera ánægöur með ákvörðun byggingarfulltrúans. „Sumarbústaðurinn minn er byggður í óleyfi eins og önnur hús á þessu svæði, til dæmis við Hafra- vatn. I þessu tilviki eru það tvær reglugerðir sem stangast á, annars vegar frá árinu 1960 sem leyfir sölu sumarbústaðalands í landi Olfars- fells og er bústaöurinn minn byggður á því landi, hins vegar var gerð samþykkt árið 1971 sem bannar allar byggingar á þessu landi nema með leyfi hreppsins. Mér sýnist helst að um einræðisákvörðun byggingarfull- trúa Mosfellshrepps sé að ræða því að oddviti hreppsis hafði ekki frétt af þessu þegar haft var samband við hann.” Páll sagði að ekki væri hægt að rífa bústaðinn nema gjöreyðileggja hann því að hann væri byggður úr sverum bjálkum sem væru skeyttir saman. „Eg þyrfti ekki að flytja bústaðinn nema um 100 metra, inn á land Ulfarsfells, ef mér væri gefinn frestur fram á vor. Bóndinn þar hefur gefið mér leyfi til þess. Á þessum tima er ekki hægt að koma neinum tækjum við því að landið er alltblautt.” Síðasta ár var byggt við sumarbú- stað sem stendur nálægt bústaði Páls ' og var eigandinn látinn óáreittur að hans sögn. ! -ÁE. TOYOTA Nybylavegi 8 200 Kópavogi S. 91—44144 Opið á laugardögum kl. 13 til 17. NOTAÐIR BÍLAR TIL SÖLU Honda Civic árg. '81, sjálfsk., ekin 87.000, grá. Verð 220.000. Toyota Tercel árg. '80, 4ra dyra, Ijósbrún. Verð 185.000. Mazda 929 árg. '81, sjálfak., ekin 40.000, blá. Verð 280.000. Toyota Corolla disil árg. '84, ekin 85.000, rauð. Verð 380.000. Toyota Land-Cruiser disil árg. '84, ekin 8.500, hvít. Verð 1.050.000 Toyota HI-ACE disil, m/gluggum, árg. '80, ekin 99.000, gul. Verð 320.000. Einnig Toyota Cressida disii, 5 gíra, ekin 135.000, rauð. Verð 350.000. Ford Bronco árg. '74, ekinn 124.000, blár. Verð 180.000. Toyota Carina DL árg. '80, ekin 80.000, gullsans. Verð 220.000. Toyota Cressida árg. '80, 5 gíra, ekin 63.000, grá. Verð 250.000. Toyota Corolla GL árg. '83, sjálf- sk., ekin 35.000, rauð. Verð 315.000. Toyota Cressida station árg. '80, ekin 100.000, brún. Verð 250.000. Toyota Cressida disil árg. '82, sjálfsk., ekin 126.000, Ijósblá- Verð 370.000. Daihatsu Charade árg. '80, ekinn 43.000, grár. Verð 160.000. Toyota Camry árg. '83, 5 gira, vökvastýri, framhjóladrif, ekin 26.000, vinrauð. Verð 410.000. Toyota Land-Cruiser disil árg. '83, ekin 40.000, Ijósblá , sans. Verð 900.000. Toyota Tercel árg. '82, 2ja dyra, 5 gira, blá. Verð 270.000. CoupóXE Toyota Carina XE árg. '82, 3ja dyra, ekin 53.000, Ijósbrún. Verð 330.000. Einnig Toyota Cressida disii árg. '81, 5 gira, ekin 156.000, drapp- lituð. Verð 320.000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.