Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Blaðsíða 12
12 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁMSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍOUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda- og plötugeró: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverfl á mánufli 330 kr. Verfl f lausasöiu 30 kr. Heigarbieð 35 kr. DV Krukkið stoðar lítið Menn virðast á einu máli um, hve vandi húsbyggjenda er brýnn. Stjórnarflokkarnir setja saman tillögur um úr- lausn. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur tekið forystu í úrbótum. Lántakendum er gefinn kostur á að lengja lánstíma um fimm ár. Þetta gildir um lán líf- eyrissjóösins frá 1979 til 1. desember 1984. Við þetta veröur greiðslubyrði á ári svipuð og verið hefði, ef misgengi launa og lánskjaravísitölu hefði ekki orðið. Aðrir lífeyrissjóðir þurfa að fylgja þessu fordæmi hið bráðasta. Greiöslubyröi verðtryggðra lána hefur vaxið um 37 prósent umfram launahækkanir síðan 1980. Margir þeir, sem höfðu rökstudda ástæðu til aö ætla, aö þeir réðu við lánin, hafa lent í miklum vanda. Þetta er meginorsök vandræöa húsbyggjenda. Yfirleitt hafa lántakendur stritað við að standa í skilum, og þá tekið skammtímalán í bönkum til þess. Þau lán veita aðeins stundargrið. Margir eru nú þegar í miklum vanskilum. Eitt ráða félagsmálaráðherra var að stofna ráðgjafaþjónustu, þar sem á að aðstoða þá, sem eru komnir fram á barminn. Gert var að skilyrði, að vanskil væru minnst 150 þúsund. Þetta þýðir illu heilli, að margir hafa alveg hætt að greiða reikninga til að „safna saman vanskilum”. Aðrar tillögur félagsmálaráðherra hafa verið birtar. Ráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn drög að frumvarpi um „greiöslujöfnun”. Ætlunin er, að greiðslubyrði miðist við þróun kaupgjalds en ekki lánskjaravísitölu. Hækki lánskjaravísitala meira en kaupið, á að leggja mis- muninn á svonefndan „mismunareikning”. Eftirstöðvar þess reiknings koma til greiðslu í lok lánstíma. Þetta þýðir lengingu lána, eins og nú er í pottinn búið. Slíkt kerfi gæti tekið til lána húsnæðismálastjórnar. En ekki er augljóst, að ríkisstjórnin geti fyrirskipað lífeyris- sjóðum, hvað þá bönkum og sparisjóðum, að hafa þennan hátt á. Lenging lána er eitt brýnasta hagsmunamál hús- byggjenda. Fráleitt er, að hús, sem standa eiga minnst 60 ár, séu f jármögnuð með lánum til miklu skemmri tíma. Lífeyrissjóðirnir eiga ekki að bíða fyrirskipana frá ríkinu, heldur að lengja nú þegar lánstíma. Eðlilegt er, að stjórnvöld hafi forgöngu um „skuldbreytingu”, þar sem bankalán húsbyggjenda verði lengd. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig að koma saman tillögum. Heyrzt hefur, að meginatriði þeirra sé að jafna muninn, sem er á lánum til kaupa á eldri íbúðum og nýbygginga. Það er sjálfsögð ráðstöfun. En lítt stoðar að krukka í húsnæðismálin með því að dreifa óbreyttu heildarfjár- magni með nýjum aðferðum. Ekki dugir að taka af ný- byggingafé til lánveitinga til kaupa á eldra húsnæði. Ekki dugir mikið að ganga á nýbyggingaféð til að stofna sjóð til bjargar þeim, sem verst eru staddir. Hvað sem stjómarflokkarnir reikna og reikna, blasir við, að vandi húsbyggjenda er illu heilli meiri en svo, að ýmiss konar krukk dugi. Menn komast ekki til lengdar hjá því að veita meira fjármagni til þess þáttar ásamt með lengingu lánanna. Haukur Helgason. Bréfíð til Bandalagsins Kjallarinn ferð. Þetta á viö um aöstoð viö einstök fyrirtæki, atvinnugrein- ar eða landsvæði (nema í undantekningartilvikum), niðurgreiðslur lána og verð- lags, innflutningshöft, leyfis- veitingar og skömmtun. (3) Einmitt vegna þess að Alþýðu- flokkurinn var og er fylgjandi víótækum afskiptum rikisvalds- ins, sem stuðla að tekjujöfnun og félagslegu öryggi (almanna- tiyggingar, heilsugæzla, skóla- kerfi o.s.frv.) vill hann forðast það, að atvinnulífið lendi á framfæri skattgreiðenda. Það á þvert á móti að skila þeim verð- mætum, sem samfélagið óskar að verja til nauösynlegrar sam- eiginlegrar þjónustu. Óháðir valdhöfum Að baki þessum hagstjórnarhug- myndum býr sú pólitíska heimspeki, að dreifing hins efnahagslega valds sé forsenda virks lýöræöis og menn- ingarlegrarfjölbreytni.” I.okaorð stefnuyfirlýsingar flokksþingsins eru á þessa leið: „I.ýðræöi fær ekki staöizt, nema þar sem hið efnahagslega ákvöröunai-vald dreifist á marga aöila, scm eru óháðir valdhöfunum. Sú röksemdafærsla leiðir til niður- stöðu, sem viö kölluöum blandað hagkerfi, þar sem eignarréttarform eru margvísleg og efnahagslegt vald erdreift. Hinn kosturinn er að valdhafarnir (ríkið) farieinirmeðþettagífurlega vald. Það endar í Ráðstjórnar- sósíalisma, lögregluríki. Hvers vegna? Jafnframt felst í þessari afstöðu viðurkenning á nauðsyn samkeppni hinna mörgu aöila á markaði, til þess að framleiðslustarfsemin gegni því hlutverki sínu að leitast við að fullnægja þörfum og óskum neyt- enda meö sem minnstum tiUtostnaði á sem hagkvæmastan hátt. Það er forsenda efnahagslegra framfara, hagvaxtar, hækkandi launa. bættra lífskjara.” Þá segir í þessu bréfi til banda- lagsmanna: ,,Eg hygg, að því veröi ekki í móti mælt, að meö þessari stefnuyfirlýs- ingu, sem samþykkt var einróma á flokksþingi, hafi Alþýðuflokkurinn og Bandalag jafnaöarmanna nálgast hvort annað í grundvaUarsjónarmið- um.” „Blómin gerðu lukku í blöðunum en boðskapurinn, sem átti þó að vera aðalatriðið, gleymdist." JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Þegar Bandalag jafnaðarmanna hélt landsfund sinn um daginn sendum við jafnaöarmenn litla bróð- ur blóm og bróðurlegar kveðjur. Blómin geröu lukku í blööunum en. boðskapurinn, sem átti þó að vera aðalatriöið, gleymdist. Þess vegna er ástæða til aö rif ja upp aöalatriðin úr bréfi okkar til bandalagsmanna. I bréfinu leyföi ég mér aö vekja athygli þeirra á stefnuyfirlýsingu flokksþings Alþýöuflokksins frá því í nóvember. Þarsegirm.a.: Gegn hinni dauðu hönd ,,Svar Alþýðuflokksins viö spurn- ingunni um, hvernig tryggja megi efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar og lífskjör sambærileg við grann- þjóðir, byggir á þessum undirstöð- um: brjóta niöur hið spillta pólitíska ríkisforsjár- og skömmtunar- kerfi kerfisflokka og hagsmuna- samtaka í sjóðakeiíi og lána- stofnunum. Aö Vinstra megin við miðju £ „Ég hygg, aö því veröi ekki í móti ^ mælt, að með þessari stefnuyfir- lýsingu, sem samþykkt var einróma á flokksþingi, hafi Alþýöuflokkurinn og Bandalag jafnaöarmanna nálgast hvort annaö í grundvallarsjónar- miöum.” Að létta „velferðarkerfi fyrirtækj- anna” af herðum skattgreið- enda. Að skapa hagvaxtargreinum fram- tíðaratvinnulífs bætt vaxtarskil- yröi. Að marka NYJA ATVINNU- STEFNU aUt til aldamóta. Þess vegna tekur flokksþingið af ÖU tvimæli um, að Alþýðuflokkurinn er ekki gamaldags kerfis- og ríkis- forsjárflokkur, heldur róttækur um- bótaflokkur, sem viU breyta þjóð- félaginu í átt til valddreifingar og virkara lýðræöis. Síðan eni talin upp nokkur dæmi um tiUöguflutnuig alþýöuflokks- manna á Alþingi í anda þessarar stefnu. Það eru dæmi um tUlögur gegn ríkisforsjá og skömmtunar- stjórn í Utndbúnaði, sjávarútvegi, fjárfestingarstjómun, bankamálum og st jórnkerfi. Síðan segir: Grundvallarsjónarmið „Þessi dæmi nægja tU aö sýna að eftirfarandi gmndvallarsjónarmiö hafa veriöráðandi: (1) Flokkurinn telur aö samkeppni margra óháðra aöila á vinnu- markaði, bæði um nýtingu fjár- magns og verö afurða, tryggi bezt hagsmuni neytenda, al- mennings. (2) RIKISVALDIÐ á að láta af beinni íhiutun, sem mismunar aðUum atvinnulífsins og dregur úr arðsemi, lifskjörum og vel- Menn beri t.d. þennan texta saman við þau viðhorf, sem lýst er í viötali viö Valgerði Bjamadóttur í HP í seinustu vUtu. Þrátt fyrir minni háttar misskUning á málflutningi Al- þýðuflokksins, sem gætir í viðtalinu, þá eru það einmitt „þessar grund- vallarkerfisbreytingar”, sem Al- þýöuflokkur og Bandalag eru sam- mála um. Hvers vegna þá að dreifa kröftun- um? — JónBaldvin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.