Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.03.1985, Side 15
DV. FÖSTUDAGUR 22. MARS1985. 15 FltAMTIÐ StOEFNA VINNSL- UNNAR Á REYKJANESI Iönaöarráöherra hefur fyrir skömmu lýst því yfir aö hann hyggist ekki leggja þaö til að lokið veröi við 8 þús. tonna áfanga Sjóefnavinnslunn- ar hf. á Reykjanesi en við þann áfanga var miöað þegar lögin um Sjóefnavinnsluna voru samþykkt á Alþingiárið 1981. Til grundvallar þeirri ákvöröun liggur m.a. skýrsla Iðntæknistofnun- ar um rekstrarafkomu og framtíðar- áætlanir fyrirtækisins. Þar er boöiö upp á tvo kosti. Annars vegar aö leggja á hilluna öll áform um upp- byggingu efnavinnslu Sjóefnavinnsl- unnar um fyrirsjáanlega framtíð. Hins vegar aö ljúka 8 þús. tonna áfanganum, og er sú leiö talin mun erfiðari. Lok yfirstandandi áfanga Hér skal sú skoðun látin í ljós aö þrátt fyrir erfiða fjárhagsstööu fyrirtækisins varöi þaö miklu að ekki veröi hætt viö verk þetta í miöju kafi. I fyrsta lagi mun þá tapast nær allt þaö fjármagn sem til rannsókna og uppbyggingar Sjóefnavinnslunnar hefur verið lagt til þessa, en það var um áramót 325 millj. króna, þar af var kostnaöur viö orkumannvirki einn þriöji. I öðru lagi yrði þá loku fyrir það skotiö að í framtíðinni yröi um þann fjölefnáiönaö aö ræða á Reykjanesi sem saltvinnslan er grundvöllur fyrir. I þriöja lagi er kostnaöur vegna eignavörslu og viö- halds verulegur ef reksturinn veröur stöövaöur, miöaö viö að ljúka 8 þús. tonna áfanganum, eöa 6—8 millj. kr. áári. I fjórða lagi er rétt aö minna á eft- irfarandi niðurstöðu Iðntæknistofn- unar í skýrslu sinni þar sem rætt er um þann kost aö ljúka 8 þús. tonna áfanganum: „Ljóst er, að eftir miklu getur verið að sækjast fyrir þjóðar- búiö i heild, ef notkun úrvalssalts getur aukið verðmæti útfluttra salt- aðra sjávarafurða, þó ekki væri nema um nokkur prósent. Saltveröiö vegur aðeins 2—3% í framleiöslu- kostnaöi saltfisks.” Tekjur af orkusölu Af þessum ástæðum sýnist þaö æskilegt að ljúka þeim áfanga, sem Kjallarinn GUNNAR G. SCHRAM ÞINGMAOUR FYRIR S JÁLFST ÆÐISFLOKKINN ,,Þar sem fyrir liggur að rikið mun ekki leggja það fjármagn fram verður að leita annarra leiða i þessu efni." A ,,Af þessum ástæöum sýnist það æskilegt aö ljúka þeim áfanga, sem hér hefur veriö rætt um, en falla hins vegar frá áformum í bili um frekari framkvæmdir.” hér hefur veriö rætt um, en falla hins vegar frá áformum í bili um frekari framkvæmdir. Kostnaöur við að ljúka honum er talinn vera um 40 millj. króna. Þar sem fyrir liggur aö ríkiö muni leggja þaö f jármagn fram verður aö leita annarra leiða í þessu efni. Um þaö hefur þegar veriö rætt aö hið sameiginlega fyrirtæki sveit- arfélaganna á Reykjanesi, Hitaveita Suöumesja, kaupi orku af Sjóefna- vinnslunni á svæðinu, en þar er m.a. um að ræða öflugustu borholuna í heimi, um25mw. Einnig kæmi til greina sá kostur, sem bent er á í skýrslu Iðntækni- stofnunar, en þaö er samvinna um orkuframleiöslu og sölu viö Hita- veitu Suðumesja eöa aö stofnað verði sérstakt orkuöflunar- og sölu- fyrirtæki. Þær orkuframkvæmdir sem þegar hafa átt sér stað við Sjó- efnavinnsluna eru metnar á 100—150 millj. króna. Ef af slíku yrði myndi skapast fjárhagslegur grundvöllur til þess að ljúka viö yfirstandandi áfanga verksmiöjunnar, svo sem gert var ráð fyrir þegar Alþingi setti löginumhana. Of neikvæð afstaða Við allt mat á stöðu Sjóefnavinnsl- unnar í dag og framtíöarhorfum er eðlilegt að staönæmst sé við fyrr- greinda skýrslu Iðntæknistofnunar. Á það hefur veriö bent að þar sé ekki nægilega horft til þeirra forsendna sem Alþingi lagði til grundvallar stofnunar Sjóefnavinnslunnar hf. á sinum tíma og heildarmyndin veröi því neikvæðari en efni standa til. Hér skulu nokkur þessara atriöa nefnd. • Verö á fisksalti er nú um 15% hærra en lagt er til grundvallar í skýrsl- unni en þaö hefur bein áhrif á rekstrarafkomuna. •I skýrslunni eru notaðar aðrar af- skriftir fyrir verksmiöjuna en í for- sendum Alþingis, þ.e. 5 ár í staö 15 ára. •Skýrslan tekur ekki tillit til tekna af sölu gufu og raforku til annarra aöila, t.d. til fiskeldis og framleiöslu á fiskimjöli. Kaupendur eru þegar fyrir hendi. •Skýrslan tekur ekki tillit til gæöa saltsins sem reynst hafa mikil við söltun síldar, tandurfisks og söltun á gærum. Niöurstöður Rannsókna- stofnunar fiskiönaöarins, sbr. Tæknitíöindi nr. 145, benda til 2,61% verðmætaaukningar saltfisks, en verð saltsins er um 3% af fiskverði. •I skýrslunni til Alþingis segir að gengiö sé út frá 100% hlutdeild ís- lenska saltsins i rekstraráætlunum Sjóefnavinnslunnar, en þar er hins vegar aöeins reiknaö meö um 60% markaöshlutdeild. •Skýrslan gerir ekki ráð fyrir mögu- legri notkun kalcium klóriös til viö- halds malarvega, til viðbótar því sem nú er notað í rykbindingu. •Þegar fjallaö er um fjármagns- kostnað verksmiðjunnar verður að hafa í huga áhrif visitöluhækkana og gengisröskunar á upphaflegar áætlanir. Frá 1. apríl 1981 hefur byggingavísitalan hækkaö um 320% og hækkun á dollara er 62% umfram innlent verðlag en uppbygging fyrirtækisins hefur aö mestu veriö fjármögnuö meö erlendum lánum. Sé þessa gætt er arösemin af rekstri Sjóefnavinnslunnar aðeins 2% minni en upphaflega var ráð fyrir gert samkvæmt mati hönnuða. Arösemin var í upphafi metin 7,3%. Tillaga Iðntæknistofnunar um framhaldið Með þetta í huga er full ástæöa til þess að spyrja hvort ekki sé rétt að framkvæma síðari kostinn sem Iðn- tæknistofnun leggur þó til í skýrslu sinni en hann er þessi: „Gerð verði ítarleg framkvæmda- og kostnaðaráætlun um lúkningu og prófanir á 8000 t. áfanganum, þar sem m.a. væri tekiö tillit til eftirfar- andi þátta: a) Uppsetning á þurrkunar- og sigti- búnaöi ásamt fullnægjandi geymslu fyrir afurðir fyrirtækis- ins, meö þaö fyrir augum aö fram- leiöa og selja fínsalt til matvæla- iðnaðar. b) Tilraunaframleiösla á því magni af fisksalti, er þarf til aö fá úr því skoriö, hvort gæði Reykjanessalts- ins skili sér í hærra veröi á söltuð- um sjávarafurðum. Verksmiðjan gæti haft forgöngu um slíkar til- raunir, m.a. í samvinnu viö SlF og Rannsóknastofnun fiskiðnaöarins. c )Kannaðar verði markaöslegar og tæknilegar forsendur þess aö framleiða dýrari salttegundir, svo semléttsalt (NaCl+KCl), bíósalt (úr hreinum sjó), saltstein (fóöur- salt) og önnur skyld efni, er til greina g ætu komið. ” Gunnar G. Schram. Höggvinn Gordionshnútur Lífeyrissjóöur verslunarmanna hefir tekið frumkvæði í aö létta af oki því sem hv&t hefir á bæöi launþegum og atvinnurekendum i landinu vegna óstjómar í peningamálum. Vanda- málið í hnotskurn má segja aö stafi af veröbólguáhrifum á afborganir lánskjaravisitölulána sem síðan eru ekki í samræmi viö kaupmátt ráö- stöfunartekna. Þessi staða er reyndar löngu komin i ljós og birtist í almennum vanskilum. Nú hefir stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna höggviö á hnútinn með tilboöi um skuldbreytingu lána sem eru reyndar að knésetja og gera þúsundir f jölskyldna eignalausar. Formaður sjóösstjórnar, Guö- mundur H. Garðarsson, sem um ára- bil var formaður Verslunaimanna- félags Reykjavikur, gjörþekkir kjör verslunarmanna, jafnframt því sem hann er vel kunnugur öllum viö- skipta- og peningamálum vegna menntunar og starfssviös. Honum hljóta launþegar og atvinnurekendur aö færa þakkir og reyndar sjóö- stjóminni allri fyrir að höggva á þennan Gordionshnút sem alla er að sliga. Mannúðarstefna i peningamálum Þaö má reyndar spyrja í þessu sambandi, vissi ríkisstjórnin ekkert um áhrif þess aö lánskjaravísitala mælist af framfærsluvísitölu og byggingarvisitölu sem hækka stöö- ugt á sama tíma og kaupmáttur lækkar um alltaö 25%? skoða þarf á hvern hátt fjármagn veröi verðtryggt án þess aö þjóð- félagiö standi í meiriháttar okur- lánastarfsemi gagnvart sjálfu sér. Friður á vinnumarkaöi Á sama tima og þetta væri gert Kjallarinn ^ „Endurskoöa þarf á hvern hátt ™ fjármagn veröi verötryggt án þess aö þjóöfélagiö standi í meiriháttar okurlánastarfsemi gagnvart sjálfu sér. 11 HAUKUR HJALTASON FORSTJÓRI DREIFINGAR S/F Peningamálastefna Nauösynlegt er að lög um peninga- Mörkuö hefir veriö stefna sem mál geri bönkum og sparisjóðum ríkisstjórn ber skylda til að taka föst- kleift að breyta skuldum í lengri lán um tökum og setja lög sem leysir meö minnkandi bindiskyldu eöa sér- fjölda fjölskyldna frá gjaldþrota-, , stöku framlagi Seölabankans, jafn- hamrinum vegna pólitískra mistaka. vel með erlendu fjármagni. Endur- væri óskaö friðar á vinnumarkaði en þessi vísitala var upphaflega sett um 18—24 mánaöa skeið og jafn- til þess aö verötryggja peninga og framt gæti t.d. SDR viðmiðun tryggt þar af leiðandi sparifé landsmanna. kaupmáttlauna. Þó aö kaupmáttargrundvelh hafi öll breyting á viömiöunarreglum verið breytt hefir verötryggingin lánskjaravísitölu er mjög viökvæm sannað gildi sitt og ekki megum við hverfa frá verötryggingunni nema því aðeins að raunvextir komi í stað- inn. Stöðugleiki í efnahags- málum til lengri tfma Sennilega gæti slík verðtryggð skuldbreyting i langtímalán eða raunvextir (verðbólga + 2%—3%) komiö í veg fyrir algjöra kollsteypu í efnahagsmálunum vegna verkfalla og tryggt stööugleika sem nú viröist í seilingarfjarlægö. Stöðugleiki sem gerir stjómvöld- um, stjómendum fyrirtækja og öll- um almenningi kleift að gera áctlanir til lengri tima og hafa st jórn á efnahafs- og peningamálum ætti aö vera meginmarkmiö. Meö þessum aðgerðum veröa atvinnurekendur aö sætta sig viö þrengri möguleika á út- vegun rekstursfjár til skemmri tima og stööugleika til lengri tíma eöa langvarandi verkföll, neyðarsamn- inga og óstööugleika í bráö og lengd. Verkalýðsforingjar geta valið um aö ráðast í langvinn verkföll, verð- lausa samninga og óhefta veröbólgu, eða veröa að liði meginþorra um- bjóöenda sinna og stuðla að aukinni öryggiskend og lifshamingju þús- unda launþega. Reglur um þessar ráöstafanir í peningamálum mætti setja af efna- hagsráðgjöfum rikisstjómar í al- vörusamráði við fulltrúa atvinnurek- enda og launþega, banka og annarra lánastofnana. Haukur H jaltason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.