Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Síða 5
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985.
49
1
Þú örvæntir sem sé ekki um framtíð
bókarinnar?
„Eg held að það sé alltaf ákveðinn
hluti þjóðarinnar sem les. Það getur
verið að minna sé lesið en áöur var. En
mér sýnist áhugi ungs fólks vera mikill
og svo myndi ekki vera ef fólk væri
hætt að lesa almennt.
Það kemur stundum upp í manni
eitthvert svartagallsraus. Þegar á
heildina er litið held ég að það sé
ástæðulaust. Það er ekki hægt að skipa
fólki að lesa. Þaö les yfirleitt til að
fræðast um sjálft sig og heiminn og for-
tíð og nútíð. Eg trúi því ekki að for-
vitni manna verði drepin niður og þeir
leiti sér eingöngu afþreyingar. Það
held ég að væri óþarflega mikil svart-
sýni.”
Bækur þínar hafa fengið mjög góðar
viðtökur. Hefur þaö oröið þér upp-
örvun?
„Já, vissulega.”
Varstu ekki óörugg þegar þú gafst út
fyrstu bókina?
„Jú, mjögsvo.”
Fræðimennska og
skáldskapur
Þetta er miklu erfiðara, heldur en að
skrifa fræðirit um bókmenntafræði, að
senda frá sér skáldverk, ekki satt?
„Jú, vegna þess aö þaö er ööruvísi
tekiö á því. Þaö eru svo miklu fleiri
þættir sem teknir eru inn í sambandi
við skáldverk. Hvað snertir fræðirit
eða rannsóknir er fyrst og fremst
veriö að gagnrýna þær hugmyndir sem
koma fram í því. Þess vegna er lögð
áhersla á að það sé vel grundað og rök-
stutt. En það eru náttúrlega önnur lög-
mál sem gilda í skáldskap og menn
taka allt öðruvísi á honum. Þó hitt sé
náttúrlega líka spennandi aö vita
hvaða viðtökur einhver hugmynd fær
til dæmis í sambandi við fræðirann-
sóknina.”
Nú hefuröu rannsakað miðaldabók-
menntir svo skrifaröu bækur sem
gerast í nútímanum. Þér hefur aldrei
dottiö í hug að skrifa verk sem gerist á
miðöldum. Eða ætlaröu að fást við einn
tíma sem fræðimaður og annan tíma
semskáld?
Eg held að ég myndi ekki treysta
mér í bili til þess að skrifa miðalda-
verk. En kannski að maður fikri sig
lengra og lengra aftur í tímann.. . Ég
veit það ekki. Það er ómögulegt að
segja. Hvað bækur snertir þá eru mið-
aldimar kannski ekki svo langt í burtu.
Þær eru nær okkur en við höldum. Líka
í frásagnarlist.
Sjálfsagt gerum viö það alltaf þegar
við fjöllum um fortíðina að við fæmm
hana til nútímans að einhverju leyti.
Við eigum erfitt aö ná fram miööldum
eins og þær voru. En það hefur verið
hægt að láta þær lifa í gegnum kyn-
slóðirnar með því að hver kynslóö
hefur hugsað um þetta tímabil og
varpað á það nýju ljósi. Þetta safnast
svo allt saman og verður úr því heimur
sem við ímyndum okkur að hafi verið
svona en það er náttúrlega allsendis
óvíst aö hann hafi verið þannig.
Miðaldaverk hljótum við að lesa að
einhverju leyti með gleraugum
nútímamannsins. Við getum ekki orðið
miðalda lesendur. ”
Kennslan skapandi starf
Þig dreymir ekkert um aö fara alveg
útí skáldskap og hætta kennslu?
„Nei, ég get ekki séö að það væri
mögulegt í ýmsu tilliti. Fjárhagslegu
tilliti og öðm. Eins og ég sagði þá er
kennsla á vissan hátt skapandi starf
sem ég hef ánægju af og myndi sjá
eftir.”
— Þú vildir kannski ekki hafa þetta
neitt öðmvísi? ^
,,Ég hef aö vísu ekkert hugsað út í
það. En ég held ekki. Eg er í tengslum
viö ungt fólk í kennslustarfinu og það
getur gefið manni heilmikið ef vel er
haldiöámálum.
Eg held að ef ég hætti að kenna teldi
ég mig missa af einhverju. Þaö myndi
útiloka vissan þátt tilverunnar.
Eg veit aö maður á að vera heill og
óskiptur í því sem maöur gerir og
starfar en ég held aö það sé erfitt nú á
tímum. — Eg á ekki við að í mér sé tog-
streita milli skáldskapar og kennslu.
Mér finnst þetta vinna saman. Eg er að
lesa margt sem ég myndi ekki lesa
annars eða velta fyrir mér. Það heldur
líka huganum gangandi. Mér finnst
kennsla uppörvandi, stimúlerandi
vinna.
Það sem mér finnst ekki nógu gott er
hve mikill hluti kennslustarfsins er
fólginn í stjórnsýslu. Hún tekur
stundum ansi mikinn tíma.
Dagblaðskrítík
— Hvaö finnst þér, sem bókmennta-
f ræðingi og skáldi um dagblaöskritík?
„Það er náttúrlega mjög misjafnt
hvernig hún er gerð. Kannski verður
aö setja sig dálítið í spor þeirra sem
skrifa gagnrýnina. Þeir verða að
skrifa á stuttum tíma um mörg verk og
hafa kannski ekki tíma til að hugsa nóg
um þau. En sumt af þessu er mjög vel
gert sýnist mér, heiðarlega unnið og
vandlega. Sumt líka miöur. Stundum
kemur fram tilhneiging til að setja
hlutina upp í formúlur. Það örlar á því,
þannig að þaö sem mestu máli skiptir
f er kannski f yrir ofan garð og neðan.
Mér sýnist aö hlutverk gagmýnenda
í blöðunum sé bæði að kynna verkið og
gagnrýna það. Síður að analýsera
verkiö. Og það er það sem vantar hér í
umf jöllun um bækur. Mætti vera meira
aö því gert. Þaö er ekki ætlast til þess í
blaðagagnrýni. En vettvangur til þess
að analýsera bækur virðist ekki vera
mikill. Nú eru aö koma fleiri tímarit
þar sem fjailað er um nútímaverk á
b reiðum g rundv elli.
Lesendur
— Hugsarðu um þaö hverjir lesi
bækurnar þínar?
„Nei, ég geri það ekki. Ekki beinlínis
hverjir lesa. En auövitað þegar maður
skrifar gerir maður alltaf ráð fyrir les-
anda. Því að höfundurinn veröur að
velta fyrir sér hvort verkið muni
skiljast. Þannig að lesandinn er alltaf
til staðar að meira eða minna leyti
þegar veriö er að skapa. En ég miöa
ekki viö neinn ákveðinn hóp manna eða
neitt þess háttar. Það gera sjálfsagt
fæstir. Þetta er kannski lesandi sem er
dulítið skyldur manni sjálfum. Þessi
ósýnilegi lesandi gerir líka kröfur til
manns.”
En þegar bókin er komin út hefurðu
ekki hugmynd um hver les bókina og
kannski engar áhyggjur af því?
„Jú, því fylgir náttúrlega viss
óróleiki því er ekki að neita. Því þetta
er óvissa, einmitt aö þessu leyti. En
það er tvennt ólíkt lesandinn sem
maöur hefur í bakhöndinni og svo
viðtökumar. Maður tengir þetta ekki
alveg saman. Þess vegna ríkir óviss-
an. Maður veit ekki hvernig verkinu
verður tekið. Ég hreint út sagt hef ekki
hugmynd um það,” bætir Álfrún við og
hlær.
Það er öðruvísi heldur en til dæmis
meö fræðigrein, þó að alltaf sé það
erfitt að gera hana þannig úr garöi aö
hún verði aðgengileg. En fræðigrein
þjónar nógu ákveðnum tilgangi til að
ég telji mig vita betur hverjir lesa
hana heldur en skáldverkin. Og jafnvel
er hægt að ímynda sér mótbárurnar og
annaö sem ekki er hægt þegar skáld-
skapur er annars vegar.”
Finnst þér fólk hafa skilið bækumar
þínar?
„Ja, ég hef ekki orðiö vör við annað
og það verður ekki annað séð af þeirri
umfjöllun sem bækurnar hafa fengið.”
Góðir vinir gagnrýna
— Ertubyrjuðáeinhverjunýju?
„Já, ég get ekki lokið neinu án þess
aö hafa að minnsta kosti eitthvað á bak
við eyrað. Annars myndi maður halda
áfram að snúast í því sem maður var
aö gera og laga það í það óendanlega.
Nýtt viðfangsefni er svona til þess að
hjálpa því í burtu. Aö fá inn eitthvað
annað sem maður hefur áhuga á.
Það er kannski dálítið erfitt að sleppa
bók?
„Þaö má laga, betmmbæta. Mætti
jafnvel byrja upp á nýtt þess vegna.
Þegar kemur aö vissum punkti finnur
maöur að verkiö þarf að fara. Og það
er eiginlega ekki hægt að sleppa því
fyrr en hugurinn er farinn að leita á
önnur mið. Þá er einsog þaö sé
auðveldara aðýta því frá sér.”
— Hvemig hafa viðbrögð kunningja
og vina veriö við bókunum? Hvemig
tók fólk því þegar þú fórst að skrifa.
Kom þetta þeún sem þú þekktir á
óvart eða áttu þeir alltaf von á því?
„Eg var ekkert að segja frá því.
Maöur gerir þetta fyrir sjálfan sig. Svo
kom að því aö mig langaði til aö sýna
öðmm það sem ég var að gera. Nátt-
úrlega skrifar enginn bara fyrir sjálf-
an sig heldur vill fá viöbrögð við því
semhanneraðgera.
Það er gott fólk sem les fyrir mig
þegar ég er búin. Góðir vinir, sem
gagnrýna og benda mér á ýmislegt
sem að minnsta kosti er gott að vita,
hvort sem maöur fer eftir því eða ekki.
Þá öölast textinn líka meiri vídd fyrir
vikiö. Það hjálpar manni líka til þess
aö s já hann meira utanfrá.
Ég fer ekki af staö til útgefanda fyrr
en þessir vinir em búnir aö lesa yfir
handritið.
Hvers vegna skrifa?
Hefurðu einhvern tímann velt því
fyrir þér hvers vegna þú skrifar. Skrif-
arðu bara fyrir ánægjuna af þvi að skrifa
eða ertu að bæta heiminn?
„Nei, ég tel að það sé mjög erfitt að
bæta heiminn. Kannski ætti aö puða í
því á öðrum vettvangi. Hins vegar
vildi maður kannski á vissan hátt
viðhalda hefð sem þó er sífellt í
sköpun. Miðla því sem miðlað var til
manns í von um að enn aörir geti tekið
við því og miðlað því enn áfram. Svo er
náttúrlega í þessu fólgin ánægja af að
skapa. Hún er líka fyrir hendi. En ég
held að aldrei verði hægt að skýra
nákvæmlega hvers vegna menn skrif a.
Það eru svo margir þættir sem þar
koma saman. Aö minnsta kosti er ekki
hægt að finna á því neina allsherjar-
lausn eins og sumir bókmenntafræð-
ingar vilja meina. Að það séu mjög
ákveðnar hvatir eöa hvati sem komi
mönnum til að skrifa.
Vesturlandabúum hættir dálítið til
að setja alla hluti upp í orsaka-
samhengi sem leiðir þá á villigötur
stundum. Það er hægt að finna
skýringu á öUu. En hvort það er rétta
skýringin, það er önnur saga. Þetta
tengist kannski því sem við vorum að
tala um í upphafi.”
Þú hefur enga trú á að bækur breyti
heiminum?
„Jú, það er að segja, engin ein bók
breytir heiminum eða verk eins
höfundar eins og stundum er látið í
veðri vaka. En þær hafa haft áhrif að
því leyti að þegar öUu þessu er safnað
saman hjá einstaklingi má vera að
hann öölist einhverja ákveðna sýn á
heiminn sem þannig, í framhaldi af
því, breyti því sem hann er að gera eða
tekur sér fyrir hendur. Þær eru miöUl
að þessu leyti. En bara dropi í svo
mörguöðru.”
-SGV.
Litli liósálfurinn
hefur sannað ágæti sítt á íslandi.
Litli Ijósálfurinn gefur þér góöa birtu viö bóklestur án
þess aö trufla aöra, frábær í öll ferðalög og sumarbústaö-
inn. Kjörin gjöf.
Litli Ijósálfurinn er léttur og handhægur, getur jafnt
notað rafhlööur og 220 volta rafstraum. Honum fylgir
aukapera, hylki fyrir rafhlöður og straumbreytir. Einnig
fást geymslutöskur.
Lltll ijósálfurinn fæst í næstu bóka- og gjafavöruverslun
og i Borgartúni 22.
HILDA
Borgartuni 22, Reykjavík
FALLEGAR
SÓLBAÐSSTOFUR
Stærðir 3,81 x 2,51, verð frá ca 32.000—45.000 með gleri
og plasti.
Stærðir 5,04-2,51, verð frá ca 38.000-55.000 með gleri
og plasti.
TRAUST GRÓÐURHÚS
Stærð 196 x 255 cm. Verð 16.000 með gleri.
Stærð 382 x 255 cm. Verð 24.000 með gleri.
Stærð 381 x 287 cm. Verð 29.000 með gleri.
Jónsson & Co hf.
Sundaborg 41, sími 686644.
jia
Jón Loftsson hf.
Hringbraut