Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 7
51 DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. sú aö heimsmeistarinn væri undir of miklu álagi til þess aö halda áfram eft- ir tvo hrikalega ósigra var ekkert fyrir hann aö gera annað en aö gefast sóma- samlega upp og notfæra sér svo rétt sinn til annars einvígis í september. Það er enginn vafi á því aö spurningin um úthald á að skipta máli í keppni um heimsmeista ratitilinn. ” Campomanes kastar sprengju Svo mælti Ray Keene. Þeir Schultz og Makropoulos urðu eftir í Dubai en sunnudaginn 10. febrúar flaug Campo- manes til Moskvu og næstu daga átti hann í stööugum viðræðum viö skák- yfirvöld þar. Skákmenn um allan heim fylgdust spenntir með því sem var að gerast en enginn treysti sér til að spá í stöðuna. Ekki minnkuðu vangavelt- urnar þegar Kasparov tók sér frí á mánudeginum í stað þess aö hamra járnið meðan þaö var heitt og kref jast þess aö tefla og Campomanes sjálfur skipaði svo fyrir aö heldur skyldi ekki teflt miðvikudaginn 13. febrúar. Þaö er í meira lagi vafasamt hvort forseti FIDE hafi rétt til þess aö fresta á þenn- an hátt skák í heimsmeistaraeinvígi en Campomanes hefur oft sýnt að hann ber óhóflega virðingu fyrir lögum og reglum og Gligoric yfirdómari lét sér þetta lynda. Sprengjan féll loks föstudaginn 15. febrúar. Þann dag átti um síðir að tefla 49. skákina en í staðinn boðaöi Campo- manes til blaðamannafundar í Iþrótta- hótelinu sem hýsti einvígiö eftir að keppendum hafði veriö varpað út úr Höll verkalýösins. 300 vestrænir blaöa- menn mættu til fundarins og þaö kom þeim á óvart að sjá Kasparov sitja aft- arlega í salnum ásamt helstu aöstoðar- mönnum sínum. Sá sem boöaöi blaða- mannafundinn hafði nefnilega tekið skýrt fram að hvorugur keppenda myndi verða á staðnum. Blaðamenn- irnir veittu því athygli að Kasparov og menn hans létu ófriðlega þegar Campomanes tilkynnti að hann heföi ákveðið að stöðva einvígið. Nýtt ein- vígi myndi hefjast stundvíslega hinn 1. september næstkomandi. „Herra Karpovlíður vel.. Blaðamennimir heimtuðu vitanlega skýringar en Campomanes fór undan í flæmingi. „Líkamlegt, ef ekki andlegt, þrek allra þátttakenda er á þrotum,” sagði hann einungis. Er hann var spurður hvort Karpov væri of sjúkur til þess að tefla áfram kom hann enn á óvart: „Herra Karpov líöur vel,” svar- aöi Campomanes og kvaðst hafa hitt heimsmeistarann 25 mínútum fyrir blaðamannafundinn. „Hann hét á mig aö halda einvíginu áfram allt til loka.” Þá sagðist Campomanes hafa ákveð- ið aö setja hér punkt vegna þess að „tvisvar sinnum 24 eru 48” og vísaði þar til þess að hér áður fyrr voru heimsmeistaraeinvígin takmörkuð við 24 skákir. Ennfremur fullyrti Campo- manes að vinátta þeirra Karpovs heföi engin áhrif haft á þessa ákvörðun. „Við erum að hugsa um tvo bestu skákmenn í heimi og um skákina sem íþrótt í augum heimsins. . . Eins og þið vitið allir, eða hafið grun um, er ég mjög góður vinur herra Karpovs. Þaö er rétt en það hefur engin áhrif á álit mitt á því hvað best er fyrir skáklistina í veröldinni.” Blaðamennimir gáfu sig ekki og héldu áfram að spyrja hvort Karpov væri of sjúkur til þess að halda einvíg- inu áfram. Honum hafði ekki gefist tími til að svara þegar heimsmeistar- inn sjálfur birtist skyndilega á sviðinu og kallaði: „Eg vil gefa yfirlýsingu!” Ahorfendur, sem voru allnpkkrir auk blaðamannanna, klöppuðu fyrir hon- um meðan hann gekk í pontu þar sem hannsagöi síðan: „Við getum og viljum halda einvíg- inu áfram. Eg er ósammála þeirri ákvörðun að hætta því og byrja aftur frá grunni. Ég held aö herra Kasparov muni styðja þessa skoðun.” Campomanes missti málið við komu Karpovs Þegar hér var komið sögu virtist Campomanes missa málið. Taliö er að stuðningsmenn Karpovs meðal áhorf- enda hafi hringt í hann þegar þeir sáu að Kasparov og menn hans voru við- staddir og hvatt hann til aö sýna sig en greinilegt var að það kom Campoman- es í opna skjöldu. Þegar hann hafði náð sér sæmilega bauö hann Kasparov í ræöustól: „Garrí, vilt þú segja eitt- hvað umþetta?” Svo sannarlega! Kasparov snaraðist upp á svið, greip hljóðnemann og hróp- aði á ensku (!) að FIDE-forsetanum: „Þú sagðir aö fyrir 25 mínútum heföi heimsmeistarinn mótmælt því að hætta einvíginu. Hvers vegna ertu þá að halda þessa sýningu? Viltu gjöra svo vel að svara þeirri spurningu? ” Campomanes átti erfitt með að fá hljóð vegna þess aö áhorfendur púuöu á hann og hrópuöu ókvæðisorð þegar hann gekk í ræðustólinn. Svarið var heldurekkiburðugt; forsetinnsagðiað hann hefði með mestu ánægju viljað ræða málið við keppendur en hefði ekki tekistaönáiþá! „Þaðer mjög gott að þið skuluð vera héma, við skulum setj- ast niður.” Stuðningsmenn Kasparovs trylltust: „Þú sagðist hafa hitt Karpov fyrir 25 mínútum!” Síðan hrópaði Kasparovsjálfuryfirsalinn: „Þeireru að reyna að svipta mig möguleikum mínum. Heimsmeistarinn segist vera „veikur” en samt er hann hér. Eg vil tefla og ekkert hlé og enga frestun! Með hverri frestun aukast möguleikar Karpovs.” „Sögur um dauða minn eru svotítið ýktar" „Eg er skákmaður. Eg vil tefla skák,” sagði Karpov við blaðamenn- ina. Og: „Eins og við segjum í Rúss- landi: sögusagnir um dauða minn eru svolítið ýktar.” Þessi frasi er raunar kominn frá Bandaríkjamanninum Mark Twain, en eins og Ray Keene skrifar í fyrrnefndri grein sinni: „Það voru svo sannarlega engar sögusagnir sem kölluðu Campomanes í flýti til Moskvu.” Raunar hefur þaö verið staðfest að eftir að Karpov tapaöi 47. skákinni leituðu menn hans til herbúöa áskorandans og báðu um frestun á ein- víginu. Því var að sjálfsögðu neitað en eftir að heimsmeistarinn tapaði 48. skákinni í ofanálag var beiðnin endur- nýjuö. Enn var henni hafnað. Þegar blaöamannafundurinn virtist vera að fara í háaloft drógu Campo- manes og stórmeistaramir tveir sig i hlé og ræddust við einslega í klukku- stund. Eftir fund þeirra tilkynnti Campomanes að Karpov hefði sam- þykkt ákvörðun hans og Kasparov myndi „sætta sig við hana”. Kasparov var hins vegar enn bitur og reiður. „Þaö er augljóst,” sagði hann við blaöamenn af dæmigerðri hreinskilni sem annars er fátíö þar eystra, „aö FIDE getur alls ekki séö um atburði á borð við þessa heimsmeistarakeppni.” Þegar talið barst að Karpov sagði Kákasusbúinn: „Eg veit ekki hvort hann er að tala í einlægni um löngun sína til þess að tefla en þessi blaða- mannafundur minnir mig helst á vel æfða leiksýningu þar sem hver og einn þekkir sitt hlutverk.” (Einhver áhrif hefur leikkonan undurfagra haft á lík- ingamálKasparovs. ..) Og svo var nú það. Keene segir að enda þótt ákvörðun Campomanesar hljóti að kallast ólögleg hafi forsetinn sjálfur orðið fórnarlamb samsæris um að bjarga andliti Karpovs og hafi það náö hámarki þegar heimsmeistarinn birtist allt í einu á sviðinu í Iþrótta- hótelinu. Þá hafi Campomanes orðið hissa! Fer nýtt einvigi fram í London? Keene reyndi raunar að láta að sér kveöa í málinu. Hann er forseti Skák- sambands Breska samveldisins og í krafti þess embættis sendi hann skeyti til Moskvu þar sem hann stakk upp á því að Karpov og Kasparov skyldu báðir útnefndir heimsmeistarar en nýtt einvígi færi síðan fram í septemb- er. Hann lagði einnig fram tilboð frá bresku fyrirtæki um að einvígiö færi fram í London. Þessu var ekki ansaö né heldur mótmælum skákmanna um allan heim. Hér uppi á Islandi kallaði Boris Spassky Campomanes Karpo- manes í háðungarskyni og Bent Larsen lýsti því yfir að samkvæmt reglum FIDE væri Kasparov nú heimsmeist- ari. Rússinn Júsúpov var eins og mús undir fjalaketti og þagði þunnu hljóði. Og Friðrik Olafsson, fyrrverandi for- seti FIDE, andmælti ákvörðun Campo- manesar harðlega eins og jafnan er vitnaðtil í skrifum erlendra um málið. Og hvað gerist nú? Eins og horfir er ekki útlit fydr annaö en að Campo- manes hafi sitt fram. Nýtt einvígi hefst þá í september á þessu ári og á Vestur- löndum er unniö að því að það fari fram í London en ekki í Moskvu. Svo undarlega er komið að höfuðborg beggja keppenda getur vart lengur tal- ist hlutlaus vígvöllur. Hins vegar er ólíklegt að Sovétmenn fallist á að þeir „félagar” berjist annars staðar en þar sem sovésk skákyfirvöld hafa tögl og hagldir og geti skorist í leikinn ef þörf krefur — eins og gerðist í Moskvu í febrúar. Upphaflega var áætlað að reglur fyrir einvígiö yrðu settar í ágúst, aöeins fáeinum vikum fyrir ein- vígið en vegna kröftugra mótmæla frá báðum keppendum hefur Campoman- es nú afráðiö að reglur verði settar í maí. Þá verður keppnisstaður væntan- legaákveðinnlika. Vantraustá Campomanes Þaö er fyrirsjáanlegt hvemig regl- uraar veröa. Miðað verður við 24 eöa í hæsta lagi 30 skákir og sá verður sigur- vegari sem þá hefur fleiri vinninga. Byrjað er á núlli; einvígið í Moskvu gæti eins verið martröö sem aldrei fór fram. Þessu er Karpov nú farinn að mótmæla, auk þess sem hann stendur fast við þaö að hann hafi alia tíð verið á móti því að einvíginu yrði hætt. Hann kann rulluna sína hvað sem öðru líður; þó svo það verði að fóma Campoman- es. Einn varaforseta FIDE, Jung- wirth, lýsti andstöðu sinni við ákvörð- un Campomanesar þegar heimsmeist- arinn var fyrir fáeinum dögum á ferð í Austurríki og það verður áreiðanlega heitt í kolunum á næsta aðalþingi FIDE. Þorsteinn Þorsteinsson, forseti Skáksambands íslands, hefur lýst yfir því í blöðum að Skáksambandið ætli að lýsa yfir vantrausti á Campomanes á þinginu; maðurinn sé stórhættulegur fyrir skákhreyfinguna og við sjáum hvemig fer. A það má minna að í viö- tali sem ég átti við Bent Larsen meðan hann tefldi á afmælismótinu hér fyrir skömmu sagðist hann óttast að Campo- manes kæmist upp með þetta þar eð hann hefði svo mörg atkvæði á bak við sig. Þar er átt við þriðja heims ríkin sem fæst státa af verulegu skáklífi en Campomanes hefur sinnt mikiö og fengið stuðning í staðinn. Afrek Kasparovs skráð i skáksöguna Hvernig skyldi einvígið í september enda? Verður reglunum kannski breytt í miðju einvígi? Þaö er aö minnsta kosti brýnt að fá úr því skorið hver er eiginlega heimsmeistari. Karpov hefur tignina opinberlega en aldrei þessu vant hefur hann litla ástæðu til að vera stoltur af. Kasparov hefur í rauninni meiri rétt til að kalla sig heimsmeistara eins og Larsen benti á. A þaö ber aö líta að einvígið er ekki aðeins til vitnis um þrekleysi Karpovs í svona maraþoneinvígjum heldur ekki síður um aldeilis ótrúlega keppnishörku og snilli Kákasusmanns- ins. Hver annar en Kasparov hefði ekki brotnað saman eftir að hafa tapaö f jór- um af níu fyrstu skákunum? Eða þeg- ar staðan var 5—0 eftir 27 skákir og Kasparov rambaði bókstaflega á barmi hengiflugsins? Venjulegir dauð- legir menn hefðu áreiðanlega látið undan þeirri freistingu í undirmeövit- undinni að leika snaggaralega af sér drottningu til þess að geta hætt þessu kvalræði, en ekki Kasparov. Þvert á móti. Hann tók sig saman í andlitinu og fór að tefla eins og hann á að sér. Þetta er afrek sem skráð verður í skáksög- una, hvemig svo sem einvígið í sept- ember fer. Hákariinn hefur fundið lyktaf blóði Hitt er svo annað mál aö Kasparov ætti að vera öllu sigurstranglegri í september. Aö vísu skyldi enginn van- meta hörku Karpovs en Kasparov van- metur heldur ekki taflmennsku hans framar. Kasparov hefur verið líkt við hákarl sem tryllist þegar hann finnur lykt af blóði. Nú er blóðþefur í nösum Kasparovs; hann hefur orðið fyrir miklu óréttlæti og hann hefur hka sýnt að hann getur unnið Karpov. Síðast og kannski ekki síst er hann búinn að kynnast leikkonunni hunangsblíðu svo ekki ætti það að trufla hann frekar. En hvemig skyldi þeim Klöm semja. -IJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.