Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1985, Side 13
DV. LAUGARDAGUR 23. MARS1985. 57 varða Æins. Nú, við gröft fornleifa- fræðinga, sem enn stendur yfir, er hann talinn merkilegasti fomleifa- fundur frá upphafi vega. Brenna skyldi allar bækur Aö lokum gaf keisarinn skipun um að allar bækur skyldu brenndar svo að enginn gæti borið hans tímum vitni við þá sem erfa skyldu landiö. Saga Kina átti að hef jast með honum. Þeim ritum einum er fjölluöu um læknisdóma, landbúnaö og trúarleg efnivarhlíft. Þeir sem þverskölluðust við að hlýða skipunum keisarans voru hörunds- flúraðir á vöngum og sendir í þræla- vinnu. Samkvæmt gamalli sögu voru mörg hundruð þrjóskir rithöfundar grafnir lifandi en hinir þó fleiri sem öflugt enn í dag. Hið styrka stjórnar- form hans var ráöandi í aðalatriðum allt til ársins 1912 er Kína var gert að lýðveldi. Stórkostlegasta greftrun sögunnar Æin Shihnang lét byggja grafhýsi sitt við fjallið Lishan í þrjátiu kíló- metra fjarlægð frá Xían. Haugurinn er svo stór að hann sést frá borginni. Varðmönnunum, sem eru úr leir, kom hann fyrir hálfum öðrum kílómetra fyrir austan grafhýsið. Keisaragröfin hefur enn ekki verið að fullu grafin upp en það sem gröfturinn bendir til eins og er er að þar standi menn frammi fyrir stórkostlegustu greftrun sem nokkurn tímann hefur átt sér stað. Xían við Weifljót varhöfuðstaðurkín- verska keisaradæmisins í þúsund ár. Evrópumenn þekkja hana helst vegna Silkivegarins sem lá alla leið þaðan um Indland til Rómaborgar. Nú á dögum er Xían höfuöborg Shannxsifylkis með 21/2 miUjón íbúa. Gröf keisarans og leirherinn draga mjög tU sín ferðamenn og þó einkum Kínverja sjálfa. I grennd eru þar að auki hinar frægu Huaqings, heitar laugar, sem valda því að staðurinn er fjölsótt hressingarhæli. Þegar blaðamaðurinn kom á greftrunarstaðinn var sá hlutinn, sem opinn var almenningi, troöfuUur af fólki. Þar voru hópar skólanemenda, skarar af öðru ungu fólki„stórar fjöl- skyldur, foreldrar, börn, afar og ömm- ur. Þar sem við vorum fáir Vestur- landabúar staddir þarna á þessum degi var glápt engu minna á okkur en hermenn keisarans. Duglegur leiðsögumaður Leiðsögumaður okkar var í senn vingjarnlegur, röskur og ákveðinn. Hann fór á undan okkur inn i geysi- stóra höll sem byggð hafði verið yfir fyrsta grafarfylgsnið. Li var greini- lega fulltrúi Kína nútímans sem beinir sjónum út um víða veröld. Hann var ungur maður, tæplega þrítugur, klædd- ur á Vesturlandavísu, í snotrum jakka- fötum, hvítri skyrtu og með vínrautt bindi. Hann gerði grein fyrir fundar- staðnum og fornleifagreftrinum á góðri ensku. Fórst honum það vel úr hendi sem og annaö er hann sá um meðan við dvöldum í Xían. Þegar við komum inn í þessa stór- kostlegu höll og upp á göngubrúna, sem liggur í hring um gröfina, urðu þrengslin mikil. En þar ríktu lotn- ingarfull áhrifin af að horfa á þessar Beisli hestanna eru tilkomumikil. Þar gætir gullsins mikið. gegndu þrælavinnu við kínverska múr- inn. Oft endurmetinn Þegar Æin Shihnang dó loks árið 210 fyrir Krist á einum af sínum látlausu feröalögum liföi ættin varla sjálfan hann. I valdabaráttunni sem kom í kjölfarið voru löglegir erfingjar hans myrtir einn af öðrum á ýmsan hátt. Li Shu var einnig drepinn með sverðs- höggi. Víða um ríkið áttu uppreisnir sér stað. Meðal uppreisnarmanna var bóndi frá einu af austurfylkjunum. Hann réð yfir nokkrum her. Hann braust inn í höfuðborgina, brenndi keisarahöllina og tók sér keisaranafn. Það var árið 206 fyrir Krist. Hann tók upp nafn fyrir sig og ætt sína eftir fljót- inu Han í heimahögum sínum. Ætt hans ríkti í Kína um fjórar aldir. Sagnfræðin hefur stöðugt verið að leggja mat sitt á Æin Shihnang. Þaö er litið á hann sem grimman og tortrygg- inn þjóðhöföingja sem heimtaði þunga skatta og sparaöi hvorki mannsiif né þjáningar annarra til að ná marki sínu. En hann myndaöi líka heilsteypt riki og stjórnarfarslega sterk og lagöi grundvöllinn að Kínaveldi sem er mikil, sem stafar af þvi að hver hermaður er með sin persónu- einkenni. >-rwv-r>Kinesiska muren "" "Imperiets gransc.220f.kr. SOVJETUNIONEN Kort. Efri myndin sýnir meðal annars Kínamúrinn, landamæri kin- verska rikisins i norðri, reistan um 200 f.Kr. Neðri myndin sýnir legu Zianborgar sem kemur við sögu i greininni. tvö þúsund ára gömlu hermannaraðir sem standa í kyrrstöðu fyrir neðan mann. Her einstaklinga Myndimar verka á menn næstum eins og þær séu lifandi. Hver hermaöur hefur sinn sérsvip sem einstaklingur. Smáatriða gætir í hverjum búningi og hárgreiðslan er á mismunandi vegu. Myndirnar eru gerðar af færum iðnaðar- og listamönnum. Þarna hefur ekki verið um neina fjöldaframleiðslu að ræða. Upprunalega hafa myndirnar þar aö auki verið málaðar fögrum lit- um en þeir hafa dofnað fyrir langa löngu. Vopnaútbúnaður hefur líka verið í besta lagi. Hermennirnir hafa haft örvaboga, lensur, spjót og bronsaxir. Sum vopnin voru enn gljáandi og beitt. Hestar og stríðsvagnar hafa líka verið vel búnir, jafnvel í smáatriðum. Siunir hestanna voru meö gullin beisli. Til þess dags hafa fornleifafræðing- ar fundið á grafarsvæðinu þrjú þúsund hermenn en þeir ætla að þeir séu helm- ingi fleiri. Mönnunum er raðað upp á hermannavísu svo og herforir.gjaráð- inu, allt er eftir þessu. Upprunalega hlífði hernum þak, gert af timbri og mold. Sennilega hefur fyrsti Hankeisarinn rænt miklu af vopnum hins þögla hers og brennt tré- grindur, hvað hafði í för með sér að þakið féll inn og skemmdi margar myndirnar. Fannst við brunngröft Fyrsti fundurinn, sem leiddi til þess að hinn furðulegi leirher fannst, er frá árinu 1974 þegar verið var að grafa brunn á svæðinu. Einhverjar sögur eru þó á sveimi um að fólk þarna hafi áður rekist á neðanjaröarhermenn. Sagnir frá þessu svæði herma að undir jörð- inni sé að finna her sem guðirnir hafi viðbúinn til að verja Kína í fyllingu timans. Enn sem komið er hafa menn ekki grafið upp nema hluta af Æinshemum. Og mikið af því sem þegar hefur verið upp grafið hefur verið byrgt aftur til þess að það varðveitist sem best. Það verður ekki aö fullu lokiö viö að grafa á svæðinu fyrr en um næstu aldamót. Gröfin enn órannsökuð Sjálf gröf keisarans er aftur á móti órannsökuð enn sem komið er. Undir- búningsgröftur hefur þó farið fram umhverfis grafkumlið mikla og það bendir til að þar sé margt furðulegt að finna. Haugurinn er í um það bil hálfs ann- ars kílómetra fjarlægð í vestur frá leir- hernum. Hann er 47 metra hár og um- málið því sem næst 1400 metrar. Umluktur er hann tveimur rétthyrnd- um múrum. Sá innri er um fjórir kíló- metrar að ummáli en hinn ytri sex kíló- metrar. Allt grafarsvæðið er því um tveir ferkílómetrar. Svo er sagt að inni í haugnum bíði hermennirnir meö spennta lásboga, búnir til að fella þá sem reyna að ryðjast inn að gröfinni en hlið hennar er talið vera úr jadesteini. Fornleifafrœðin í sórstöðu Kina er auöugt land hvaö minnis- merki og fomleifar snertir og sumt af því er frá örófi alda. Og því nýtur forn- leifafræðin mikillar hylli i landinu og veitt er miklu fé til hennar. Þegar eftir stofnun kínverska al- þýðulýðveldisins 1949 blómgaðist fom- leifafræðin í Kína svo að fornleifafræð- .ingum á Vesturlöndum þótti mikið til koma. Er menningarbyltingin braust út árið 1966 óttuðust menn almennt að hún myndi ná til fornleifafræðinnar og sögulegra minnismerkja. Fomleifa- fræðilegar upplýsingar var ekki lengur aö fá frá Kína og rauðliðarnir réðust af hörku á femt „hið foma”, það er að segja forna menningu, gamlan hugs- unarhátt, gamla siði og fornar venjur. Menn skyldu hafa allan huga við nú- tíðina og gefa því liðna langt nef. Síðar hefur það komið í ljós að forn- leifafræðin hélt oínu í menningarbylt- I ingunni. Hremmiyrðin voru stundarfyrirbæri og menn tóku að skilja að fortíð á aö þjóna nútíð og framtíð. Hallir hrörn- uðu og sumar stórskemmdust á þess- um árum. En á vegum fomleifa- fræðinnar var haldiö áfram að grafa I | og menn fundu margt sem er með því I merkilegasta í allri sögu hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.