Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR15. APRIL1985. Menning Menning Menning LEITANDI Frá æfingu hjá Stúdentaleikhúsinu i Fálagsstofnun stúdenta. DV-mynd GVA. Stúdentaleikhúsift kynnir: Litli prinsinn og pislarasaga Jóns Þumlungs. Leikgerð og leikstjórn: Halldór Einarsson. Tónlist: KjartanÓlafsson. I.eikmynd: HalldórEinarsson. Búningar: ÓlafurEngilbertsson. Sýning Stúdentaleikhússins í gær- kvöldi markar aö einu leyti tímamót í fátæklegri leikhúsmenningu okkar: þar takast í hendur sýning með yfir- bragöi sem okkur öllum er kunnugt og nýi dansinn eins og hann hefur þróast undanfarin áratug í skjóli framtakssamra listamanna vestur í New York. Þessi nýbreytni berst seint hingaö og viröist meö tiltæki HaUdórs Einarssonar verða ein- angraö fyrirbæri fyrst í staö. „Post- rnodern”- dansinn ameríski spratt vestanhafs upp úr frjósömum jarðvegi meö samstiUtu átaki myndUstarmanna, tónUstarmanna, leikhúsfóUcs og dansara — margt af því fólki var sjálfmenntað í Ust sinni en náöi á löngum tíma virðingu og áliti fyrir starf sitt, þótt uppátæki þess væru einangruð og fáir nytu þeirra. Hér verður það sama uppá teningnum, nema mönnum eins og HaUdóri Einarssyni takist aö safna áhugamönnum í markvisst samstarf um rannsókn af svona tagi. Þessi angi nútímalista er nefnilega leit/rannsókn: viðfangsefnið er einföld hreyfingarmynstur, oft til- breytingarUtil og ekki ýkja eftir- tektarverð í sjálfu sér. En þegar þau eru komin í sífellu og gjarnan í takt við síbylju, þá geta þau skapað at- buröi á sviðinu sem sefa hugann og vekja áhorfandann einhvem veginn. Það gaf sumpart að líta í sýningunni í gærkvöldi sem HaUdór hafði spunnið útfrá tónlist eftir Kjartan Olafsson sem aftur notaði tvo víðfræga bókmenntatexta sem kveikjur. Upphaflega var tónlistin samrn við fyrirhugaðan brúðuleik um sömu efniskjarna. Kjartan segist hafa samið tónlistina viö valda kafla úr textunum — hún var falleg áheymar Leiklist Páll B. Baldvinsson oftast nær — viðkvæmnisleg í Prinsinum en ógnvekjandi í Píslar- sögunni — en mátti vera hljóm- sterkari. Halldór reynir síðan að þjóna tveim hermm, yrkisefni sögunnar og sínum eigin áhuga á hreyfingu. Þessi tvíklofna afstaða fleygar sýninguna í tvennt, tilraunir með dans em á skjön við söguna sem rakin er beint eða óbeint, blanda á staðnum tekst iUa. Margt er faUegt í þessari tUraun engu að síður, sumt kom kunnuglega fyrir sjónir, Konungurinn í Prinsinum minnti á fígúm úr CivU Wars Róberts Wilsons, aðrir hlutir í leikmynd áttu margt skylt við sjónræn minni úr sýningum þess mæta manns sem öörum fremur hefur sameinað listimar í óperum sínum. En það er notalegt til þess að vita aö hér skuU vera staddir einstakUngar sem vilja róa á sömu mið og sækja sitt fang úr djúpum ímyndunarafls- ins. Flytjendumir em aUir óskólaðir í beitingu líkama síns, trúi ég. Þau hreyfðu sig stUUlega og án nokkurs misgengis, skopstæling á forsíðu prógrammsins segir að ein ung stúlka, HUf Þorgeirsdóttir, sé hér kynnt fyrsta sinni, „introducing HUf as Le Petit Prince”, — orð að sönnu: hún stakk fallega í stúf með fasi sínu og hreyfingu, alvörugefin og sak- leysisleg sem leitandi prins að einhverri staðfestu í stjörnukerfinu. Vonandi heldur leit af þessu tagi áfram og skUar okkur áhorfendum áföngum í tUraunastarfsemi sem getur ekki annað en auðgað þá leUdist semþrífst í samfélagi okkar. Guðmundur Magnússon, sveitarstjóri Egilsstaðahrepps og stjórnar- formaður hitaveitunnar. Búið að ráða hita veitustjórann —áður en hreppsnef nd Egilsstaða fékkað segja álit sitt „Stjóm hitaveitunnar er búin að samþykkja að ráða manninn. Því verð- ur ekki breytt nema hreppsnefndin veröi sammála um að segja manninum upp,” sagði Guðmundur Magnússon, sveitarstjóri Egilsstaðahrepps og stjórnarformaður Hitaveitu EgUs- staða og FeUa. Ráöning hitaveitustjóra hefur verið hitamál fyrir austan. Astæðan er þau vinnbrögð sem viðhöfö vora við ráðn- inguístarfið. Stjórn hitaveitunnar réð Bjöm Sveinsson í starfið áður en leitað var umsagnar hreppsnefndanna eins og skýrt er tekiö fram í starfsreglum að beri aðgera. Stjóm hitaveitunnar haföi fyrirfram markað þá stefnu að ráða mann með viðskiptamenntun frekar en tækni- menntun. Því voru úr hópi níu umsækj- enda valdir tveir menn sem báðir tU- greindu viðskiptafræðipróf í umsókn. Þeir vora boðaðir tU frekari viðræðna við hitaveitustjóm. Þessir tveir menn vora Bjöm Sveins- son og Þorsteinn P. Gústafsson. I við- ræöum þeirra við stjórnina kom fram að Þorsteinn gerði um 30 prósent hærri launakröfúr heldur en Bjöm. Sam- þykkti stjómin því meö fjóram at- kvæöum aö ráða Björn. Jafnframt samþykkti stjómin að greiöa Guðmundi Magnússyni stjórn- arformanni mánaöarlaun sem nema 25 prósentum af launataxta hitaveitu- stjórans. Þremur dögum eftir þessa ákvöröun var haldinn aukafundur í stjóm hitaveitunnar þar sem komiö hafði í ljós að Bjöm Sveinsson hafði ekki lokiö viðskiptafræðiprófi. Þrátt fyrir að stjómarmenn væru sammála um að Björn hefði ekki gefið réttar upplýsing- ar í umsókn sinni samþykkti meirihluti stjórnarinnar, þrír menn, að standa að ráöningunni. Þessir þrír menn eru hins vegar allir náfrændur eöa tengdir Birni Sveins- syni. Guðmundur Magnússon stjómar- formaður er venslaður Bimi og þeir Gunnar Vignisson og Baldur Einars- son eru frændur hans. Egilsstaðahreppur á 85 prósent í hitaveitunni en Fellahreppur 15 prósent. Eins og fram kom hér á undan var ráöningin ekki borin undir hrepps- nefndirnar áöur en stjórn hitaveitunn- ar afgreiddi málið. Það hlaut því að sjóða upp úr. A síðasta hreppsnefndarfundi á Egilsstööum urðu snarpar umræður um ráðninguna. Þó var ekki meirihluti fyrir því að auglýsa starfið á ný. Hins vegar létu fimm af sjö hreppsnefndar- mönnum bóka misjafnlega harðorðar athugasemdir við vinnubrögð stjómar hitaveitunnar. Guðmundur Magnússon, sveitar- stjóri og stjórnarformaður hitaveit- unnar, neitaði að upplýsa DV nánar um bókanimar sem gerðar vora. Kvaðst hann ekki hafa heimild til slíks. DV spurði Guðmund hvort hann teldi vinnubrögð hitaveitustjómar í þessu máli ekki óeðlileg. Hann svaraði: „Það getur verið álit manna.” -KMU. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Bjargráðasjóður kvikmynda Kvikmymlasjóður hefur úthlutaö þeim útjáu milljóuuni krónu sem lianu haföi til ráðstöfunar. Ganga þar inargir bónleiðir til húðar enda fjármagnið ekki til skiptanna þegar aiuiars vegar eru á ferðiiini fjár- málaævintýri upp á milljóuatugi. Af úthlutuiium sjóðsstjórnar er Ijóst að sú steflia liefur veriö tekiu að breyta kvikmyndasjóði í bjargráða- sjóð, uokkurs kuuar lijálp í viöliigum. A þessu ug síðasta ári hafa fjöl- margir bjartsýiiismeun í kvik- myndaiöiiaðinum íslenska ráðist í gerð kvikmynda. Keunir þar ýmissa grasa emla liljóta íslei.skar kvik- myiidir uð þmú: að gangast undir þaö liigmál að vera ýrnist góðar myudir eða slæmar. Kvikmyudir standa og falla með því hvort einhverjir áhorf- endur fást til að horfa á þær þótt það sé Ijóst aö framleiðenduruir hafi ekki allir áttað sig á þeirri staðreynd. Það liggur meira að segja við að þeir skammi og bölvi þjóðinni fyrir þá ókurteisi aö iiemia ekki að kaupa sig inn á myndir, sem hún vill ekki sjá. Nú hefur komið í ljós hér á landi sem aiinars staöar að bíóframleiðsla getur vcrið góður bisness þó það liggi ekki ailtaf á hreinu hvort kvik- myndaframleiðendur telji sig lista- menn eða bisnessmenn. Helst sýnist mauni að þeir kynui sig sem lista- mcnn þegar myndirnar eru ekki sótt- ar en bisnessmenn þegar myndin gengur vel. Þeir mega sem sagt græða þegar myudin slær í gcgn en sækja um hjá kvikmyndasjóði þegar dæmið gengur ekki upp. Nú er þetta sosum vel skiljanlegt þar sem sú at- viuuupólitík hefur verið rekin hér á landi, svo lengi sem clstu menn muna, að þjóðnýta töpin og ef íslciidingar ætla að hasla sér völl í myndarlegum kvikmyndaatvinnu- rekstri er ekki óeðlilegt þó menn haldi aö þar ríki sama stefna. Kvikmyndasjóöur hefur greinilega verið stofnaður í þeim tilgangi. Nú er það öllum almenningi að meinalausu, ef og þegar ævintýra- menn vilja endilega festa tiktúrur sínar á filmu og flippa út i kvik- myndaverum. Hinsvegar er flestum hulin ráðgáta hvers vegna ríkið á að fjármagna sjóöi af skatipeningum þjóöarinnar til að standa uudir kostnaði af þessu prívat flippi. Manni gengur illa að skilja hvers vegna fólk þarf að borga fyrir bíó- myndir sem það vill ekki sjá. Samt er það svo að kvikmynda- sjnöurinn úthlutar stærstu upphæð- unum til þeirra sem minnsta aðsókn hafa fengið. Annað tveggja kemur til greina að sjóðstjórnin meti listgæði kvikmynda í öfugu hlutfalli við aðsóknina sem þýðir að bíógestir hafa fengið staðfest frá löggiltum smekkmönnum að bestu myndirnar séu þær sem ekki eru sóttar. Eða þá hitt, sem aö framan er sagt, að kvik- myndasjóði hafi verið breytt í bjarg- ráðasjóð. Að minnsta kosti ber út- hlutunin það með sér að þær einar bíómyndir eru taldar verðugar verðlauna sem hlotið hafa minnstu aðsókn. Hér eftir munu kvikmynda- framleiðendur h'afa þetta í huga og gera út á tapið úr því þaö telst ekki til styrkhæfra mynda að fólk vilji sjá þær. Ekki er ólíklegt að fram- leiðendur hafi haft nasaþef af þess- ari stefnu miðað við þær myndir sem nú þegar hafa verið framleiddar. Hinsvegar má undir það taka að bjargráðasjóður innlendrar bíófram- leiðslu er smánarlega lítill og alls ófær um að valda hlutverki sínu þegar framleiðendur verða að hafa það að markmiði að framleiða mynd- ir sem enginn vill sjá. Það nær auðvitaö ekki nokkurri átt að móta þá stefnu að styrkja því aðeins myiidir sem ekki eru sóttar og eiga svo ekki fyrir tapinu. Ef menn vilja stunda hjálp í viðlögum þá verður það að vera gert þannig að hinn bág- staddi haldilífi. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.