Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 43
DV. MANUDAGUR15. APRIL1985. Guflmundur Magnússon háskólarektor: 50% fjölgun stúdenta á síðustu fimm árum. Þúsund stúdentar í viðbót á nœstu þremur árum. Ljósm.: G.T.K. Jónas H. Haralz bankastjóri: Stúdentar leita hœlis i háskólanum vegna kreppunnar. Aukning hagvaxtar ekki til að byggja á i framtiðinni. ætti þarna stóran þátt. Nú útskrifaði fjöldi skóla stúdenta sem auðvitað vildu inn í háskólann. Fleira kæmi til. Frá árinu 1980 væru gerbreyttar forsendur. Hinn mikli og stöðugi hagvöxtur áratuginn á undan hefði hætt. Tekjur fólks drægjust saman og námsmenn leituðu einfaldlega skjóls í háskólanum. Þetta væri hluti af miklu dulbúnu atvinnuleysi meðal þjóðar- innar sem einnig væri í fyrirtækjum og stofnunum. Mjög mikilvægt væri að gera sér grein fyrir þessu. Erfittaö byggja Núna væri háskólinn illa undir það búinn að hefja stórfeUda uppbyggingu. ÖU undirbúningsstörf vegna lóðarframkvæmda vantaði. Svona vandamál gætu verið drjúg og hefðu t.d. valdið töfum á Landspítalalóðinni um tvö heU ár. Ix>ks þegar hafist var handa hefði brunamálastjóri bara breytt allri brunamálareglugerðinni og það hefði enn tekið nefndina sex mánuði aö bjarga byggingarfram- kvæmdum undan þessari voðalegu brunamálareglugerö, sem þó var víst ætlaö að bjarga byggingunni frá bruna. Eins og byggingar gætu brunnið sem ekki fengjust byggðar fyrir brunamálareglugerðum. Svona uppákomur væru alltaf á sveimi til þess að gleðja hús- byggjendur, eða hitt þó heldur. Auk þess væri háskólinn veik stjómar- farsleg eining. Hann væri alls ekki rekinn eins og venjulegt markaðsfyrir- tæki, sem ævinlega væri tilbúið meö aUa þætti spennta til átaka hvenær sem væri. Vöxtur velf erðar- rikisins búinn Kreppa háskóians væri nefnUega miklu alvarlegri nú en áriö 1969. Nú væri ekki á neinn hagvöxt treystandi á næstu árum vegna margra glataðra ára í hagstjóminni á síðasta áratug. Erfitt væri því fyrir stjórnvöld, hversu velvUjuð sem þau annars væm háskólanum, að veita honum viðbótar- fé. Það yrði þá einfaldlega að taka af öðrum. Vöxtur velferðarríkisins væri einnig búinn að vera. Enda værum við komin nógu langt á þeirri braut, Byrinn frá 1969 fyrir háskólann væri því ekki lengur til staðar. I öUum iðnríkjunum væri nú leitað að nýjum leiðum til þess að fjármagna háskólana og til þess að fá sem mest út úr hlutunum. HáskóU Islands þyrfti í framtíðinni í síauknum mæU aö treysta á sjálfan sig en ekki ríkisvaldið. Það hefði hann reyndar ævinlega gert að hluta og hann þyrfti á nánari samvinnu við atvinnulífið aö halda. Fyrst og fremst þyrfti að breikka grundvöll fjármála háskólans. Rikisstofnun Ragnhildur Helgadóttir mennta- máiaráðherra tók síðust frum- mælenda til máls og ininnti á aö Háskóli Islands væri ríkisstofnun þótt hann nyti mikils sjálfstæðis. Sjálfstjórnarkerfið væri alls ekki einfalt mál innan stjórnsýslunnar en það væri saint til staðar. I mennta- inálum hefði ríkisstjórnin tvö megin- markmið. Aö efla tengsl skólanna og heimilanna og að efla tengsl skólanna og atvinnuUfsins. Síðari þátturinn væri einkar áhugaverður fryrir háskólann. Almennt efnahagsástand væri þó heldur bágborið og víöa vantaði fé til góðra hluta, t.d. uppbyggingar háskólans, sjúkrahúsa og víöar. Hún væri þó bjartsýn fyrir hönd háskólans því vaxandi skilningur væri á tengslum hans og atvinnuUfsins. Háskólinn væri mikil auðlind, þetta skildu allir, þótt f járveitingar skorti. Ráðherrann sagði byggingu Þjóðar- bókhlöðunnar sér inikið hjartans mál og sér hefði hnykkt við hugmyndum um aö ríkið afhenti háskólanum alfarið byggingarframkvæmdir. Háskólabóisasafn væri vissulega stór hluti Bókhlööunnar og bókaskortur stæöi rannsóknum fyrir þrifum. Rannsóknarmenn og stúdentar Ragnhildur fjafiaði næst um tvo meginhópa háskólamanna, rannsóknarmennma og stúdentana. Hvert er raunverulegt gildi rannsóknar? spurði ráðherrann. Þeir sem ynnu við þær yrðu að koma árangri vinnu sinnar fyrir almennings- sjónir. Þjóðin sem kostaði auðvitað rannsóknimar ætti rétt á því að vita að hvers konar gagni rannsóknirnar kæmu. Hver væru áhrifin á íslenska menningu? Ljós tengsl þyrftu að skapast. Æskilegt væri að rannsóknarmenn háskólans sameinuðust, sem kostur væri, um rannsóknarverkefnin. Viöa- mikil verkefni myndu auka skilning og áhuga almennings. Stundakennarar í föstum störfum fengju nú í fyrsta skipti rannsóknarheimild. Hugmyndir um framgangskerfi innan háskólans væru nú að verða að lögum og frumvarp til breytinga á háskóla- lögum væri á lokastigi. Eugar f jöldatakmarkanir Ráðherrann varpaði fram þeirri spurningu hvers konar möguleika háskólinn byði stúdentum. Þetta væri mikilvæg spuming því hvorki ineira né minna en þriðjungur allra ungmenna þjóðarinnar yrði nú stúdentar.' Ráðherrann sagði stjórnvöld, nákvæmlega eins og háskólayfirvöld, vissulega vilja komast hjá fjölda- takinörkunuin í einstakar deildir. Engin frekari reglugerð væri í undir- búningi um þetta mál. Fólk ætti aö ráða námi sínu sjúlft. 100% lán — listaháskólar Hugmyndir væru uppi um að vissar greinar stúdentsprófsins yrðu lands- próf. Nú hefði skipt sköpum með náms- lánin. Engar kvartanir heyrðust lengur enda væri fyrst nú 100% lánað af umframfjárþörf. Námsleiöum heföi f jölgað mikið á siðustu ámm og stefnt væri að því að listaskólar kæmust á háskólastig. Frumvarp væri jafnvel í burðar- liðnum um einn slíkan. Þetta væri eðli- legt, því mikil krafa væri nú um almenna menntun þeirra sem færu í listaskólana. Þetta myndi létta á H.I. og opna frekar fyrir framhaldsnám fyrir listafólk okkar við bestu lista- skóla veraldarinnar. Auðvitaðyröi það ekki heiglum hent að setja inn á Alþingi frumvaip um þrjá listaháskóla í einni svipan. Þetta væri í eðli sínu ekki ósvipað mál og með kennara- háskólann. Listaskólarnir myndu tengjast H.I. og aðstaða og þekking innan háskólans myndi nýtast betur. Ráðherrann tók frekari dæmi þess að háskólastigum fjölgaði, t.d. tilkomu Tækniskólans. Ríki í ríkinu Ragnhildur sagði að lokum aö líf Háskóla Islands væri mikilvægt lífi íslensku þjóðarinnar. Verður háskólinn ríki í ríkinu? spurði hún og taldi slíkt ekki fráleitt í vissum skiln- ingu. Skólinn yrði að hafa sem allra mest sjálfstæði. Hann ætti að vera miðstöð skólalífs í landinu og einnig fyrir atvinnulífið. Nú væri sett á stofn samráðsdeild í menntamálaráðu- neytinu. Framhaldsskólamir yrðu að gera sér grein fyrir þeim kröfum sem háskólinn setti upp. Ráðherrann sagði fraintíð háskólans og Islands fara saman og óskaði skólanum heilla. Því næst hófust pallborðsumræður og voru þátttakendur þeir Axel Gísla- son, framkvstj. SÍS, Friðrik Pálsson, framkvstj. StF, Guðmundur Bjarnason alþm., Halldór Blöndal alþm., Höskuldur Þráinsson próf., Jónas Hallgrímsson próf., Ölafur Davíðsson, framkvstj. FÍI, Pálmi Jónsson alþm. og Þorkell Helgason dósent. Umræðum stjórnaði Örn Helgasondósent. G.T.K. 43 Hef tekið við hárgreiðslustofu Lollu, Miklubraut 68, sími 21375. Alhliða hársnyrting fyrir dömur og herra. Guðrún Grétarsdóttir (Dollý) Áður hárgreiðslustofu Eddu og Dollý. Framhaldsaðalfundur Skipstjórafélags íslands verður haldinn i húsnæði félags- ins að Borgartúni 18 fimmtudaginn 18. apríl, kl. 16 e.h. Dagskrá: 1. Reikningar félagsins. 2. Örinurmál. Stjórnin. ÚTBOÐ — HÚS FOKHELT Hagkaup hf., Lækjargötu 4 Reykjavík, óskar eftir tilboði í að reisa hús fyrir verslanarmiðstöð í Kringlumýri, Reykja- vík. Steypa skal húsið upp og ganga frá því að utan. Helstu magntölur eru eftirfarandi: (A) Grunnflötur húss er 12.200ferm. (B) Rúmmál húss er 150.000 m3. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Ármúla 4 Reykjavík, frá og með þriðju- deginum 16. apríl 1985, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila til Hagkaups hf., Lækjargötu 4 Reykjavík, fyrir kl. 11.00 þriðjudaginn 14. maí 1985. En þá verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Hagkaup hf., Lækjargötu 4 Reykjavík. Raf Hamraborg 11 Kópav. Sími43480. Öðruvísi lampar Raffækjaverslun Kópavogs í Hamraborginni er; þekkt fyrir að bjóða upp á öðruvfsi lampa, enda; heldur hún sig við þaö nú fyrir fermingarnar. Þar- má nefna hendur meðkúlu, skel meökúlu og trúð-- inn Pierrot. Þetta eru nýtísku lampar sem eru að^ koma inn í verslunina og eru á mjög góðu verði. ; ♦ ♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦ + ♦♦♦♦*♦♦ ♦♦♦♦*♦♦+•+■>+ 4 ♦♦♦»-»

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.