Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 20
20 DV. MANUDAGUR15. APRIL1985. Steingrímur Björnsson sf., Suðurlandsbraut 12, Rvík. Símar 32210 og 383B5 SKIPPER 405 Trillumælar Hagstætt verð og greiðsluskilmálar 2 ára ábyrgð Friðrik A. Jónsson h.f. Skipholti 7, Reykjavik, Simar 14135 — 14340. KJÖTMIÐSTÖOIN Laugalæk 2. Sími 686511. „SPURÐU MIG HVORT ÉG ÆTTIBONEY M” „Dasvídanía,” hljómar oft á dag í Knííetkot, sjúkrahúsinu í Síberíu. I þetta skiptið var hreimurinn þó örlítiö íslenskur. Oghvaðgerðiþaðtil. Hún Valgerður Hansdóttir, lífsglöö og lifsreynd, var bara að kveðja hjúkrunarfólkið. Hún var aö segja ,,bless”, bless á meöan” því hún fer aftur á þetta s júkrahús í sumar. Annars ætti kannski að segja að hreimurinn hefði verið örlítið hafn- firskur. Valgerður býr nefnilega ásamt foreldrum sínum í Firðinum. Sennilega þekkja flestir hana sem stúlkuna er fór út ásamt Helga Oskars- syni til Sovét í lengingu. Hún var þá 132 sentímetrar á hæð. Núna 13 mánuöum síðar er hún 147 sentímetrar. Kenndi einum lækninum ís- lensku Hefur lengst um 15 sentímetra. Og ánægð er hún. Hlæjandi segir hún okkur frá því er hún reyndi að kenna einum lækna sinna íslensku. „Hann vissi um Gullfoss og Geysi, hafði heyrt um þessa staöi. Og satt best að segja voru þessi tvö orð uppi- staðan í íslenskunáminu. Hann sagði að íslenskan væri svo hræðilega erfitt mál, að það væri ekki nokkur leið aö læra hana, enda gafst hannuppfljótlega.” En hann byrjaði bara í staðinn aö kenna Valgerði rússnesku. Og fleiri voru kennaramir, allt hjúkmnarfólkið og sjúklingar. Námið bar líka árangur þetta er ekkert ,,aö stauta sig áfram” er hún talar rússneskuna. Faðir Valgerðar, Hans Lindberg skipasiniður, fór út með Valgerði. Helgi og foreldrar hans vom einnig með í för. Móðir Valgerðar, Aðalheiður Lindberg, kom út síðar. Dagurinn mikli rann svo upp 5. apríl í fyrra. Læknar hófu þá aðgerð á Val- gerði. Bein voru brotin og borað í þau. Sannarlega mikil aögerö. Var ekki svæfð „Eg var ekki svæfð heldur mænu- stungin þannig að ég var vakandi allan tímann sem aðgerðin fór fram. Annars var ég nú ekki meira vakandi en það að ég man lítiö hvað ég sagði við læknana áineðan.” Og brosandi bætú- hún við: ,,Ég fann ekkert fyrir aðgerðinni en heyrði sífellt eitthvert suð sem vakti forvitni inína. Seinna komast ég svo að því að þetta varsuðiðí bornum.” ‘ Eftir að búið var aö stinga þremur stálpinnum í gegnum hvom fót voru járnspelkur settar utan um fætuma. Ásamt foreldrum heima í Firfli. Foreldrar Valgerðar dvöldu með henni úti. Þeir heita Hans Lindberg og Aðalheiður Lindberg Tómasdóttir. DV-mynd GVA. Aðgerðin gekk síðan út á að snúa fjórum sinnum á dag ákveðnum lykli semstrekktiá. Og þann 13. júlí var hætt „að skrúfa”, eins og Valgerður kallar aðgerðina. Já, lifið þessa daga snerist svo sannarlega um sentímetra. Árangurkomí ljós. Lífsgleði jókst. Ægilega sárt, en var ánægð Það var á fimmtudegi sem upphaf- lega aðgerðin fór fram. „Tveimur dögum síðar var ég drifin upp úr rúm- inu og fram á gólf og látin ganga. Eg tók aðeins tvö skref. Það var ægilega sárt en ég var ánægð.” Æfingar Valgeröar á spítalanum vom fyrst og fremst gönguæfingar. Þaö er mikiö lagt upp úr því., ,£g gekk mikið á ganginum á minni deild. Þetta var nokkuð langur gangur, svona um 30metrar.” Valgerður lá meö sex öðrum stúlkum á stofu. Tvær þeirra voru frá Ung- - líf sglöð Valgerður Hansdóttir komin heim úr lengingufrá Sovétríkjunum verjalandi og Tékkóslóvakíu. „Við töluðum um allt. Já, allt milli himins og jarðar, og auðvitaö líka um þetta klassíska; veðrið. Þær vildu fá að vita um veðrið á Islandi.” Eitt var það tæki sem gerði mikla lukku á stofunni, reyndar allri deildinni. Þaö var kassettutæki sem Valgerður fór með út. Islenska sem enska bítið fékk sinn hljóm. Beðið um Boney M „Tækið gerði mikla lukku. Eg var einnig með mikið af spólum. Þegar þær vissu það spurðu þær mig strax Ekksrt smárœflis víravirki. Og svo var snúið og snúifl, fjórum sinnum á dag. Valgarður Hansdóttir, lífsglöð og sœlleg og nýkomin heim frá Sovót- ríkjunum eftir 13 mánufli i lengingu. Stundin núna er stund milli striða, hún fer aftur utan i sumar. hvort ég ætti Boney M. Það var þeirra hljómsveit.” Ekki reyndist Boney í farangrinum. En það lag sem hljómaði hvað oftast var lagið „Words”, geysivinsælt lag uppi á Fróni á sínum tíma. Já, „words don’t come easy”, segir í textanum. Það átti samt ekki viö á stofunni hjá Valgerði. Þar komu orðin auðveldlega. Rússneskan naut sín sannarlega með hafnfirska hreimnum. „Dasvídanía”. -JGH. Á kvefljustund á sjúkrahúsinu mefl lœknunum sinum og sjúkraþjálfara. Kniietkot, sjúkrahúsifl sem Valgerflur dvaldi á; glœsilegt sjúkrahús. Á þvi Talifl frá vinstri; Wladimirovitsi, Micalovitsj, Timofe og sjúkraþjálfarinn eru um 400 sjúklingar sem eru í lengingu efla í annars konar fótaaðgerðum. Tatiana. Ág®U eínu Fatalagerinn Grandagarði 3 Opiö virka daga kl. 10—19, laugardaga kl. 10—16.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.