Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 27
íþróttir íþróttir íþróttir fþróttir Mountf ield var • Travor Stovens og félagar hans hjé Evarton tryggflu sér farseflilinn é Wembley, annafl érið i röfl. hetja Everton miðvörðurinn sterki skoraði sigurmarkið, 2-1, gegn Luton á 114. mínútu Frá Sigurbirni Aöalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Eftir að við vorum búnir að jafna, 1—1, vissi ég aö við myndum leggja Luton að velli, sagði Howard Kendall, framkvæmdastjóri Everton, sem tryggði sér farseðilinn á Wembley, annað árið í röð, þegar félagið vann sigur, 2—1, á Luton í framlengdum undanúrslitaleik á Villa Park í Birm- ingham. Það var Derek Mountfield, miðvörð- urinn sterki, sem skoraöi sigurmark Everton á 114. mín. með skalla. Kevin Sheedy tók þá aukaspyrnu og sendi knöttinn til Mountfield sem þakkaði fyrir sig og skoraði sitt tíunda mark á keppnistímabilinu. Rétt áður hafði Mountfield fengið glóðarauga eftir samstuö. — Eg er í sjöunda himni að hafa skorað sigurmarkið. Þegar 10 mín. voru eftir af leiknum kallaði Kendall til mín og sagði mér að fara fram í sóknina og leika eins og mið- herji, sagöi Mountfield. „Þetta var eins og að flýja úr fangelsi” — sagði Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liverpool, eftir jaf ntef lisleikinn, Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Við sluppum svo sannarlega. Þetta var eins og að flýja úr fangelsi. Við vorum heppnir að sleppa, skoruðum úr tveimur af þremur skotum sem við áttum að marki Manchester United, sagði Joe Fagan, framkvæmdastjóri Liverpool, eftir að félagið hafði tryggt sér jafntefli, 2—2, á elleftu stundu í framlengingu gegn Man. Utd. i undanúrslitum ensku bikarkeppninnar. — Það leit lengi út fyrir að við myndum ekki skora. Þá fengum viö framlengingu og þegar Frank Staple- ton skoraði, 2—1, þá hélt ég að allt væri búið — viö gætum pakkaö saman. En sem betur fer fáum við annað tækifæri. Þá verðum við aö taka á honum stóra okkar — ekki gefa United tækifæri á að ná yfirhöndinni eins og hér á Goodison Park, sagði Fagan. Ron Atkinson, framkvæmdastjóri United, var afar óhress eftir leikinn, hreint brjálaður. — Við erum mjög vonsviknir því við áttum skiliö að vinna sigur. Línuvörðurinn var búinn að dæma leik- mann Liverpool rangstæðan aðeins augnabliki áður en þeir jöfnuöu, 2—2. Það virtist enginn sjá hann, sagði Atkinson og bætti viö: — Leikmenn mínir eru sárir og reiöir. Við verðum að leika eins vel gegn Liverpool á Maine Road á miðvikudaginn eins og við lékum hér. Já, það var ekki nema von aö leik- menn United væru óhressir. Þeir voru aöeins 76 sek. fró Wembley og þeir voru miklu betri en leikmenn Liver- pool, börðust hetjulega og gáfu leik- mönnum Liverpool aldrei frið. 51.690 áhorfendur sáu leikinn sem var spennandi. Þaö var ekki fyrr en á 79. mín. aö fyrsta markiö var skorað. 2-2, gegn United • Paul Walsh — tryggfli Livarpool jafntafli. Gordon Strachan tók þá homspyrnu og sendi knöttinn fyrir mark Liverpool. Þar var Graeme Hogg sem skallaöi knöttinn aftur fyrir sig til Bryan Robson sem skaut aö marki. Knötturinn hrökk í Mark Hughes og breytti stefnu þannig aö Grobbi, markvöröur Liverpool, átti ekki möguleikaáaðverja. „Wembley, hér komum við. ..”, voru áhangendur United byrjaðir að syngja þegar Liverpool náði mjög óvænt að jafna, 1—1, á 86. min. Sammy Lee, Ronnie Whelan og Phil Neal léku knettinum á milli sín. Neal sendi hann síðan til Whelan sem skoraði með þrumuskoti af 16 m færi — knötturinn hafnaði uppi í horninu án þess að Gary Bailey, markvörður United, kæmi vörnumvið. Þetta var sem reiðarslag á leikmenn United sem höföu haft undirtökin í leiknum. Framlenging. Þaö var svo á 98. mín. aö Frank Stapleton skoraði, 2—1, fyrir United með góðu skoti af 20 m færi eftir sendingu frá Hughes. AUt virtist vera búið, United var á leiðinni á Wembley. Þaö var svo ekki fyrr en að 73 sek. voru eftir af framlengingunni að Liverpool náði að jafna, 2—2. Kenny DalgUsh sendi knöttinn þá fyrir mark United þar sem Ian Rush var á réttum stað og skallaði knöttinn að marki. Gary BaUey náði að snerta knöttinn en hann fór yfir hannog hrökk niður viðmarklínuna. Paul Walsh, sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir John Wark, geystist fram og skoraði, 2-2. Félögin þurfa að leika aftur, í Manchester á miðvikudaginn. Þess má geta að Liverpool hefur ekki unnið sigur á United í bikarkeppni í 64 ár. -SigA/-SOS. Luton byrjaði leikinn af miklum krafti og voru leikmenn félagsins betri í fyrri hálfleiknum. Kevin RatcUffe bjargaði þá skoti á markUnu og einnig Gary Stevens. Það var svo á 37. min. sem besti maður vallarins, Ricky Hill, náði að skora, 1—0, fyrir Luton, eftir sendingu frá Wayne Turner. Hann fékk knöttinn fyrir utan vítateig og þrumaði honum í mark Everton, stöngin inn. - Fyrri hálfleikurinn var hræðileg- ur hjá okkur. Leikmenn mínir vissu það þannig að ég þurfti ekkert aö segja við þá í leikhléi, sagði Kendall. Leikmenn Everton komu ákveðnir til leiks í seinni hálfieik og náðu yfirhönd- inni. Paul Bracewell átti skot í stöng- ina á marki Luton og Les Sealey, markvörður Luton, varði skot frá Sheedy. Það var svo þegar aðeins 5 mín. voru eftir af leUttímanum að leik- menn Everton náðu að skora. Kevin Sheedy, aukaspyrnusérfræðingurinn mikli, tók þá aukaspyrnu og sendi knöttinn fram hjá varnarvegg Luton og í markið fór knötturinn, 1—1. Það þurfti því að framlengja ieikinn. Eins og fyrr segir skoraöi Mountf ield sigurmarkið á 114. mín. Geysileg fagn- aðarlæti brutust þá út. -SigA/-SOS Hættulegar golfkúlur flugu um Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í Englandi: — Það voru nokkrir áhorfendur handteknir á bikarleikjunum í Englandi um helgina. 31 var tekinn fastur á leik Liverpool og Manchester United. Þar flugu ýmsir hlutir, eins og hnífar og golfkúlur með nöglum í. Ein kúlan hafnaði i höfði eins áhorfendans og önnur í fótlegg annars. • 100 áhorfendur voru handteknir á leik Everton og Luton. -SOS Klotztil Hamburger Frá Atla Hilmarssyni — fréttamanni DV í V-Þýskalandi: — Hamburger hefur fest kaup á enn einum leikmann- inum. Peter Klotz hjá Mannheim skrifaði undir samning við Hamburger til ársbis 1987. Klotz er sóknar- leikmaður. -AH/-SOS i Gary Lineker i itil Bordeaux? i Frá Árna Snævanr, frétta- manni DV í Frakklandi: Miklar likur eru nú taldar á því að enski landsliðsmaðurinn hjá Leicester, Gary Lineker, fari til Bordeaux. Forráða- menn Bordeaux eru mjög spenntir fyrir Lineker og standa nú yfir samningavið- ■ ræður miili forráðamanna fé- _ laganna. | -SK. | • Halilhodzic. Halilhodzic er úr leik Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi: Markamaskinan mikla, Halilhod- zic, sem leikur með franska liðinu Bordeaux mun að öllum líkindum ekki leika meira með liðinu á þessu keppnistímabili vegna meiðsla sem hann hlaut í leik Bordeaux og Rac- ing Paris fyrir skemmstu. Þetta er mikið áfall fyrir frönsku meistar- ana en Halilhodzic hefur skorað 27 mörk það sem af er þessu tímabili. Þrátt fyrir að hann muni ekki geta leikið meira með Bordeaux er hann svo gott sem öruggur með marka- kóngstitilinn í Frakklandi þvi næst- markahæsti leikmaðurinn hefur skorað 19 mörk. -SK. Jafnteflð f Skotlandi Báðum undanúrslitaleikjunum í bikarkeppninni í Skotlandi lauk með jafntefli á laugardaginn. Dundee United og Aberdeen gerðu markalaust jafntefli fyrir framan 30 þús. áhorfendur á Tynecastal Park í Edinborg. Motherwell og Celtic gerðu jafntefli, 1—1, á Hampden Park í Glasgow. Gary McAllister skoraöi fyrst fyrir Motherwell á 14. mín. en það var miðvallarspilarinn, Tommy Burns, sem jafnaði fyrir Celtic á 23. mín. -sos Sigur hjá Brighton Tveir leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær. NottsCounty og Brighton léku i 2. deild og sigr- aði Brighton með tveimur mörkum gegn einu. Þá var einn leikur í 3. deild. Doncaster sigraði Y ork 3—0. -sk. Íþróttir Íþróttir Iþróttir íþróttir DV. MÁNUDAGUR15. APRIL1985. Everton aftur á Wembley:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.