Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR15. APRlL 1985. 15 Stálfélagið — náttúruverad Þegar landnámsmenn fluttust til landsins varö þeim fljótt ljóst aö landið var snautt af jámi og málmum. Þar sem verkmenning þeirra krafðist þess aö hafa einhvern lágmarksaögang að járni, svo sem til smíöi bitjárns og annarrar járn- smíði, uröu þeir aö flytja mestallt jáminn. Rauöablástur var stundaður úr mýrarauöa en eftirtekja af þeirri at- vinnustarfsemi var frekar rýr. Auk þess var orkan til þeirrar starfsemi lítil og brátt gekk svo á skógana aö til auönar horföi. Losum okkur við járnaruslið? Síöan hefur mikið vatn runnið til sjávar og þjóöin hefur flutt inn mikið af jámi vegna atvinnustarfsemi sinnar. Hringinn í kringum landið er aö hrúgast upp jámarusl sem falliö hefur til vegna sjávarútvegs, flutningastarfsemi og iðnaöar. I sveitum landsins eru menn aö lenda i vandrasðum með járaarusl sem fellur til vegna margháttaðrar at- vinnustarfsemi svo sem landbúnaöar og samgangna. Þetta jámarusl er aö veröa eitt mesta vandamál sem nátt- úruvemd stendur andspænis í dag. Ekki er hægt aö grafa þetta því bæði er þaö dýrt og einnig er þaö engin vistfræöileg lausn á málinu. 1 ríkinu Wisconsin í USA, sem er mikið landbúnaöarland og fádæma ÞORSTEINN H. GUNNARSSON BÓNDI SYÐRI-LÚNGUMÝRI. fagurt, m.a. vegna mikilla skóga, er lítið loftmengun. Þeir menn sem þaö ríki byggja hafa farið inn á þá braut aö endurvinna allt efni sem til fellur hjá þeim og nýta þaö aftur. Eru þeir jafnvel svo smásmugulegir að þeir borga mönnum nokkur sent fyrir aö setja bjórdósimar í sérpoka þegar menn skila rusli frá heimilum í ruslageymslumar en þar eru sjálf- salar sem menn setja pokann i og hirða svo sín sent. Þannig er almenningur virkjaöur á frumstigi endurvinnslustarf sins. a „Það er ófært að ráðherra fari að ^ setja fótinn fyrir slíkt þjóðþrifa- fyrirtæki sem Stálfélagið er. Ef ráðherra breytir ekki ákvörðun sinni, sem allur almenningur verður að vona, verður Alþingi að láta málið til sín taka.” 1 skýrslu Rómarsamtakanna, Takmörk vaxtarins, sem gefin var út 1972, er bent á þá hrikalegu staöreynd aö ýmiss konar málmar eru á þrotum og nauösyn sé á því aö hef jast handa um aö endurvinna sem flest efni. Á undanförnum misserum hafa nokkrir menn hér á landi gert sér grein fyrir því aö það gæti verið skynsamlegt fyrir íslendinga að hefjast handa um að endurvinna jám og hafa stofnað félag til þess, Stálfélagið h/f. Nú er þaö svo að það getur alltaf orkaö tvímælis hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir slíkum rekstri, þegar allt er taliö. En þaö orkar ekki tvímælis aö atvinnustarf- semi þessi kemur til með að stuðla að náttúruvemd ef allt þetta jámarusl hyrfi smátt og smátt. Stæröargráöa þessa fyrirtækis er sú aö Islendingar geta vel ráöið viö þetta verkefni eftir því sem mér skilst. Og ekki vantar orkuna þó skógarnir séu famir . I vetur hefur þaö m.a. komiö fram aö mikil umframorka er til i orkukerfi landsmanna. Þaö er ef til vill um- hugsunarvert fyrir landsmenn aö orkuöflunarfyrirtæki og hugsanleg iðjuver greiöi nokkur prómill af rekstri sínum til Skógræktar ríkisins. Þjóðþrifafyrirtæki IDV 29. mars sl. las ég aö iðnaðar- ráöherra, Sverrir Hermannsson, heföi neitaö stjórnarformanni Stálfélagsins h/f um ríkisábyrgö á 50 milljóna króna láni fyrir félagiö. Iönaöarráöherra hefur vafalaust sínar ástæður. En hér veröur aö doka viö. Þaö er ófært aö ráöherra fari aö setja fótinn fyrir slíkt þjóöþrifafyrir- tæki sem Stálfélagiö er. Ef ráöherra breytir ekki ákvöröun sinni sem allur almenningur verður aö vona verður Alþingi aö láta málið til sín taka. Mál þetta varöar öll sveitar- félög í landinu og allan almenning. Sú uppsöfnun af alls konar úr- gangsefnum og rusli sem fylgir nú- tíma lifnaðarháttum manna ásamt mikilli loftmengun verðum viö aö bregöast strax við. Meö hreinsibúnaði á verksmiöjur og bif- reiðar ásamt miklu endurvinnslu- starfi. Oflugur landbúnaöur stuölar aö minnkandi mengun í and- rúmsloftinu og er því til hagsbóta fyrir þá sem í bæjum og borgum búa. Gras- og skógarplöntur vinna af- kastamikiö starf í kyrrþey viö upptöku ýmiss konar efna og við aö vinna koldíoxíð úr andrúmsloftinu og skila súrefni til baka meö tillífunar- starfi sínu. En súrefni er nauðsynleg öllum sem lífsandann dregur en hætta er á aö þaö fari nú minnkandi. Með þvi að efla markvisst endur- vinnslustarf á úrgangsrusli og stuðla aö öflugum landbúnaöi fegrum viö ásjónu landsins, fáum aðgang aö verömætu hráefni og drögum úr loft- mengun. Þorsteinn H. Gunnarsson. „Á undanfömum misserum hafa nokkrir mann hér é landi gert sér grein fyrir þvi aö þaö gœti verið skynsamlegt fyrir íslendinga að hefjast handa um endurvinnslu jérns og hafa stofnað félag til þess, Stél- félagið h/f." „Hættu að bulla, Alexander” Kjallarinn 0 „Vandi húsbyggjenda er af sömu rót og yfirleitt allur vandi sem fólk glímir við í þessu landi og er af mann- legum völdum. Vandinn er bullið í stjórnmálamönnunum. ’ ’ Nátttröllin í ríkisstjóminni viröast vera aö átta sig á því aö i landinu séu húsbyggjendur í vanda. Niöurstaöa þeirra er aö þama sé á ferðinni greiösluvandi. Það er rugl. Vandi húsbyggjenda er ekki greiösluvandi. Vandi húsbyggjenda er af sömu rót og yfirleitt allur vandi sem fólk glím- ir við í þessu landi og er af mannleg- um völdum. Vandinn er bullið í stjómmálamönnunum. Orsakarinn- ar er aö leita í ábyrgöarleysi pólitík- usa sem byggist á stjómkerfisklúöri og firrir fólk ábyrgö á gerðum sínum og oröum. Aumustu bókmenntir á ís- lensku er sá kjaftavaöalslitteratúr sem stjómmálaflokkar g'efa út fyrir kosningar. Sjálfstæöisflokkurinn sýndi kjósendum þá lítilsvirðingu fyrir síöustu kosningar aö gefa út pésa um þaö sem flokkurinn ætlaöi að gera i húsnæöismálum ef hann kæmist til valda. Þaö er alveg ljóst aö aldrei stóð til aö standa viö orð af því sem þar sagði. Jafnvel sjálfstæð- ismenn veröa aö átta sig á því aö orð þeirra og fyrirheit hafa áhrif á vænt- ingar og viöhorf fólks. Þaö er ekkert vafamál aö þetta einstaka kosninga- loforð greiddi mjög fyrir viöskiptum á fasteignamarkaöi enda ættu kosn- ingaloforð stærsta stjómmálaflokks- ins a.m.k. aö vera vísbending. Allt frá því aö ránskjörum var komið á hafa fasteignasalar verið að selja ungu og bjartsýnu fólki eignir á óviö- ráöanlegum kjörum út á bullið i ráöamönnum um væntanlegar lausn- ir og leiðir út úr vandanum. Það sem af er þessu kjörtímabili hefur félagsmálaráðherrann komið reglulega fram í fjölmiðlum og bull- að um húsnæðisvandann. Hann virð- ist ekki átta sig á því að enn er til fólk í landinu sem neyöist til aö binda viö hann vonir, hlusta á hann vegna þess að það á ekki annarra kosta völ. Stjómmálamenn geta ekki leyft sér aö bulla án ábyrgðar um nánast hvaö sem er, vekja upp falsvonir hjá fólki og valda á þann hátt ómældum sárs- auka og óþægindum. . . . og þú líka, Friðjón Friðjón Þóröarson ferðast um kjördæmiö sitt og bullar um ný at- vinnutækifæri og Dalabyggöaráætl- un. Helst viröist hann líta á sig sem sérlega kjörinn iön- og rekstrarráð- gjafa. Eg efast um aö hann eöa sér- fræðingagengiö í Framkvæmda- stofnun hafi nokkurn tima hugleitt hversu miklum sársauka og von- brigðum allt Dalabyggðarbulliö hef- ur valdið. Enginn vafi leikur á því að áætlunin kostaði meira í vinnslu, þ.e. greiðslur til sérfræðinga og kontór- ista í Reykjavík, heldur en hún kem- ur til með aö kosta í framkvæmd. Það er ekki vegna þess að fram- kvæmdin sé svo ódýr heldur vegna þess að það verður ekkert gert. Byggðastefnan hefur reynst bæði blekking og bull eöa í mesta lagi vond togarakaupa- og skipasmiða- stefna. Allt ruglið um jafnvægi í byggð, stöðvun fólksflóttans og ný at- vinnutækifæri er vita marklaust. ■ Undan hverju er fólk að flýja? Það er augljóst, fólk flýr ofstjóm og forsjár- hyggju kjördæmapotaranna. Það af- komuöryggi sem byggir á velþóknun þingmanns innan nefnda eöa ráða er niðurlægjandi og andstyggilegt. I Reykjavík fær fólk a.m.k. að vera í friði að þessu leyti. Það verður ekki betur séö en aö eina afleiöing byggðastefnunnar sé stórkostlega skekktur rekstrargrundvöllur fyrir- tækja úti um allt land. Með fjár- austri, sóun og fáránlegri fjárfest- ingu hefur lífsafkomu fólks í dreif- býli verið klúörað. Þjóðin verður aö taka höndum saman; burt meö bull- ið, förum að gera eitthvað. Kristófer M. Kristinsson. KRISTÓFER MAR KRISTINSSON FORMAÐUR LANDSNEFNDAR BANDALAGS JAFNAÐARMANNA Byggöastefnan hafur raynst bœfli blekking og bull eða i mesta lagi vond togarakaupa- og skipasmiða- stefna."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.