Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1985, Blaðsíða 25
DV. MÁNUDAGUR15. APRÍL1985. 25 „Átti ia ð vera á 631 10 ggum” af velli eftir afl hafa leikifi sifiustu namynd I morgun Reuter/Greg Gibson I — sagði Curtis Strange eftir draumahringinn „Ég hefði með smáheppni getað ieik- ið hringinn á 63 höggum, í það mesta 64 höggum,” sagði Bandaríkjamaðurinn Curtis Strange eftir að hann hafði leik- ið 18 holurnar á 2. degi U.S. Masters keppninnar á 65 höggum eins og Sandy Lyle frá Bretlandi. „Það mun taka mig langan tima að gleyma þessum hring,” sagði Strange eftir hringinn. Og það er ekki skrítið að það taki hann langan tíma að gleyma þessum hring sem hann lék á einu höggi frá vallar- metinu. Það mun örugglega taka álíka langan tima fyrir hann að gleyma fyrsta keppnisdeginum en þá lék hann 18 holurnar á 80 höggum og var í 75. sæti af 77 keppendum eftir fyrsta daginn. -SK. Severiano Ballesteros var einna fyrstur tU að óska Bemhard Langer tU hamingju. „Þetta er pottþétt” Þaö fór vel á með þeim Sveriano, Ballesteros og Bemhard Langer þegar þeir léku saman í „hoUi” loka- hringinn í gærkvöidi. Það kom nokk- uð á óvart því það hefur komið fyrir í móti að þeir hafi leikið saman síð- asta hringinn og ekki talast við. Þegar þeir félagar vora á siðustu brautinni í gærkvöldi sagði Baliesteros við Langer að þetta væri pottþétt. Og hann varð fyrsti maður- ■ inn til að óska Vestur-Þjóðverjanum | innUega tU hamingju með sigurinn að keppninni iokinni. ___________________Si U.S. MASTERS lU.S. MASTERSI U.S. MASTERS „Hefur aldrei komið fyrir mig áður” Á ýmsu gekk ÍU.S. Masters hjá hinum fræga kylfingi, Tom Watson „Ég er búinn að spUa golf í áraraðir en ég man ekki eftir því að það hafi komið fyrir mig áður að ég hafi þurft að þrípútta meira en helminginn af níu grínum,” sagði Bandaríkjamaðurinn Tom Watson eftir keppnina í gær- kvöldi. Watson fór með möguleika sína vegna slæmrar frammistöðu á grínun- um. Hann hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann væri ekki hræddur viö mikið rennsli á grínunum í Augusta. En annað kom á daginn. Watson púttaði þrisvar á fjórum grín- um á síðustu níu holunum og það geröi út af viö möguleika hans. En þaö var ekki tómt myrkur hjá Watson. Hann lék frábærlega síðari níu holurnar á fyrsta degi keppninnar. Fyrri níu holumar lék hann á 38 högg- um og var ekki framarlega. En á síðari helmingi vallarins gekk allt upp og Tom Watson þurfti að reyna ýmislegt í U.S. Masters. fleiri sigra” i sigrað í U.S. Masters golfkeppninni í Bandaríkjunum í gær Watson kom inn á 31 höggi. „Þetta var húlfskrítinn dagur hjá mér. Eg hef aldrei á mínum ferli sem golflkeikari leikið betur. Eg hef ekki einu sinni náð betri árangri á æfingu. Fyrsti dagur- inn, eða réttara sagt fyrstu tveir hringirnir hjá mér fyrsta daginn voru eins og dagur og nótt,” sagöi Tom Watson. -SK. Langer lék með úrið Vestur-Þjóðverjinn Bemhard Lang- er, sem sigraði á U.S. Masters, lék með úrið sitt á hendinni í gær en það er óvanalegt þegar hann á i hlut. Þegar farið var að spyrja hann út í þetta í gær sagði hann: „Ég hef verið sektaöur fyrir að spila alltof hægt. Nú vildi ég hafa vaðið fyrir neðan mig og vita hvað tímanum liði.” Skammt er síðan Langer var sektað- ur í keppni um 500 dollara fyrir að eyða of löngum tíma í að undirbúa högg. Hann þykir spila mjög hægt og frægir kylfingar sem Jack Nicklaus hafa sagt að Langer verði að auka hraðann í spili sínu ætlaði hann sér að ná góðum árangri á mótum í Bandaríkjunum á næstunni. Hingað til hefur Langer nær eingöngu leikið golf í Evrópu. -SK. þessu móti en sigurinn var sætur. Ég vona að þessi frammistaða hjá mér verði til þess að auka áhuga almenn- ings í Þýskalandi á þeirri dásamlegu íþrótt sem golfið er. Eitt er víst. Þessi sigur gefur mér aukið sjálfstraust og ég er staðráðinn í því að gera stóra hluti í framtíðinni. Framundan eru mörg stórmót í golfinu og mun ég reyna eftir fremsta megni að fylgja þessum stærsta sigri mínum hingað til eftir,” sagði Langer. Minnsta ónákvæmni kostaði þúsundir dollara Það er vissara að hafa taugamar í góðu lagi þegar tekið er þátt í golfmóti á við U.S. Masters. Þegar allir bestu golfleikarar eru saman komnir getur minnsta fnákvæmni kostað viökom- andi tugi þúsunda íslenskra króna. Það fékk Bandaríkjamaðurinn Tom Watson að reyna í keppninni. Watson lék ágætlega með trékylfunum og jám- unum en á grínunum var frammistaða hans afleit. Sérstaklega á síðustu níu holunum þegar hann þrípúttaði fjögur grín. Og slík frammistaöa er ekki verð- launuð á keppnum sem U.S. Masters. Fleiri frægir kappar komu á hæla Langers, Ballesteros og Strange. Gull- bjöminn, Jack Nicklaus, var ekki langt undan og sýndi enn einu sinni að hann er enn í fullu f jöri. -SK. Fimm þúsund manns fengu ekki miða Gíf urleg stemmning meðal áhorfenda á U.S. Masters Það var gífurlegur áhugi meðal al- mennings fyrir U.S. Masters keppn- inni í Augusta i gær. Þegar hlið vall- arins vom opnuð þustu áhorfendur inn á völlinn og geystust að grínun- um þar sem vatnstorfærurnar vora og von var á mestu spennunni. Rúm- lega fimm þúsund manns urðu að gera sér að góðu að standa fyrir utan völlinn og uppselt varð fljótlega eftir að byrjað var að selja miðana. A meðal áhorfenda voru margar laglegar konur og í viðtölum við fréttamenn viðurkenndu margar þeirra aö þær hefðu ekki mikið vit á golfi. Þær sögðust vera komnar á mótið til að sjá marga af mest kyn- æsandi kylfingum heimsins leika golf. Nokkru áöur en keppnin hófst hafði þegar myndast mikil stemmning á vellinum og í fréttaskeytum frá keppninni mátti lesa að bjórinn hefði flotið meöal áhorfenda sem skemmtu sér konunglega á skemmti- legu móti aUra bestu kylfinga heims- ins. -SK. Margir Islending- ar á vellinum Fjölmargir islenskir kylfingar f jöl- menntu suður á KeflavíkurflugvöU í gærkvöldi tU að fylgjast með síðasta deglnum á U.S. Masters. Má segja að setið hafi verlð fyrir framan hvert sjónvarpstæki á veUinum og vora Is- lendingar ekki í minnihluta. Þá var einnig mikUl f jöldi tslend- inga í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík en það var eini staðurinn í Reykjavík þar sem hægt var að fylgjast með úrsUtadegi þessarar stórkostlegu golfkeppnl. -SK. • Sandy Lyle var nálægt vallar- metinu. „Gleymi aldrei þessum hring” „Ég man ckki eftir að hafa leikið betri 18 holur. Þetta er sá besti hingað til,” sagði Sandy Lyle, Brctlandi, eftir að hann hafði veríð mjög nálægt því að bæta vaUarmetið á goUveUinum í Augusta í U.S. Masters keppninni á 2. degi keppninnar. Þá lék hann á 65 höggum en vaUarmetið er 64 högg. „Ég er mjög ánægöur með þennan hring og inun aldrei gleyma honum," sagði Sandy Lyie eftir 2. dag keppninnar. „Þetta er sá besti á mínum ferli." -SK. Áhorfandifékk kúluíhöfuðið Bandaríkjamaðurinn Craig Stadler gerði fleira en slá kúluna í holurnar á U.S. MastersgoU- keppninni. A 2. degi keppninnar lenli upphafshögg hans á 13. brautinni i höfði eins áhorfanda og skaust þaðan inn á brautina. Stadler eða „rostungurinn” cins og hann er kaUaður lét þetta ekki á síg fá og lék 13. brautina á „bördí”. Annað högglð sló hann með þrjú jámi og tvipúttaði á grininu en holan var par fimm. „Sá sem fékk kúluna í höfuðíð hlýtur að hafa verið með haröan hatt eða sterkan haus,” sagði Craig Stadler um þetta atvik. -SK. Veðmálvoru i gangi Spcnnan var mikil, þcgar kyiíingarn- ir á U. S. Master fóru út til að leika síð- ustn 18 holnraar. Veðmál voru í gangi um ailan hcim. I Heykjavík lagði SOS kr. 1000 undir á að V-Þjóðverjinn Bern- hard I.anger færi með sigur af hólmi. Aðeins þrcmur mín. eftir að SOS lagði undir, kom fyrsta skcytið frá Banda- ríkjunum, um að Langer hefði farið með sigur af hólmi. Þar með var SK orðinn kr. 1000 snauðari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.