Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Qupperneq 12
60
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985.
Ferðinni var heitið, ásamt fjórum
öörum blaðamönnum, til Austurríkis.
Um þessar mundir er verið aö hefja
beint flug þangaö frá Islandi og í tilefni
þess var okkur boöið til að skoða unað-
semdir landsins.
Fyrsti áfangastaður okkar var Wal-
chsee í Týról og þangað komum viö að
kvöldi fyrsta dags. Þetta er litill bær,
íbúar eitthvaö á annaö þúsund en rúm
fyrir gesti eru helmingi fleiri.
Það var ekki minni maður en borg-
arstjórinn sem sat kvöldverðarboð
okkur til heiðurs. Hann flutti stutt
ávarp þar sem hann dró fram ýmsar
samsvaranir úr sögu Islands og Aust-
urríkis. Við borðuöum margréttað og
það var mesta furða hvað magasekk-
urinn þoldi af afbragðsmat.
Eftir mat og drykk var farið á
skemmtistað í þessum litla og kyrrláta
bæ. Hljómsveitin var öll í hnébuxum úr
skinni og úti á gólfi voru nokkrar túr-
istakellingar frá Englandi sjöunda og
áttunda áratugarins. Þær rifu upp um
sig pilsin og sveifluðu sér áfram. Æs-
andi? Tja, að minnsta kosti óvenjulegt.
Okkur félögunum kom saman um að
það væri hægt að gera ýmislegt
heimskulegra í ellinni en aö dansa.
Eftir að hafa dustaö rykið af dans-
kunnáttunni í hófstilltum polkum og
völsum var ákveðiö aö fara í háttinn og
búa sig þannig undir skoöunarferð
daginn eftir.
Hann hét Hans maöurinn sem átti aö
leiða okkur um Walchsee svæðið dag-
inn eftir. I skógivöxnu, fjöllóttu um-
hverfi með týrólaklæönaði, lygnu vatni
og sjóskíðum leið manni eins og pers-
ónu í James Bond kvikmynd. Hans
leiösögumaöur er um fimmtugt, í
gönguskóm, með gilda kálfa, hraust-
lega brúnn og með gullfyllingar í tönn-
um. Hann var KGB maðurinn í draum-
sýninni.
Þetta var að morgni skírdags og
Hans byrjaði á því að fara með okkur í
kirkju. Það var falleg mynd sem mað-
ur fékk af smábæjarsamfélaginu á
þessum fagra morgni. Fullorðið fólk í
þjóðbúningum dreif að og börnin, sjö
ára aö aldri, báru kerti til altaris-
göngu. Fyrir hópnum fór lúðrasveit og
presturinn gekk með börnunum álútur
og gamall.
Hræðslustjarfi
Eftir kirkjuskoðunma fór Hans með
okkur upp að fjallshlíð. Ég uppgötvaði
þaö heldur seint að hann ætlaöi að
senda okkur upp fjallið í stólalyftu.
Það var ekkert annað að gera en að
ímynda sér að þetta væri allt saman
draumur eða James Bond kvikmynd
og vippa sér upp í einn stólinn: „Ef vír-
inn slitnaði hérna myndi ég kannski
bjargast ef ég dytti á tréð þarna,” man
ég að ég hugsaöi í byrjun. I hræðslu-
stjarfanum heyrði ég að hinir blaða-
mennirnir í ferðinni: Agnes Bragadótt-
ir af Mogganum, Gullveig Sæmunds-
dóttir, ritstjóri Nýs lífs og Hildur
Bjarnadóttir á útvarpinu spjölluöu
saman eins og ekkert væri eðlilegra.
Hans fór fremstur, sneri öfugt í
stólnum og tók myndir. Ekki laust við
að ýmsar miður uppbyggjandi hug-
renningar sæktu á mann um þennan
vöövastælta kall sem glotti svo að
skein í gullið.
Þegar upp var komiö fórum við aö
rennibraut sem lögð hefur verið niöur
fjallshlíöina. Hvert um sig fengum við
úthlutað sleða og renndum okkur á
honum eftir þessari geysilöngu renni-
braut. Það var sínu jarðbundnari og
skemmtilegri ferð en ferðin upp.
Winterberg í Þýskalandi. Gist er í herbergjum og í íbúðum.
Jódlllem og
stuttbuxnr
Farid nm Austurríki (og Þýskaland)
Upp í lyftu
Þaö var nokkurt áfall á jörðu niðri að
uppgötva að það var ætlast til að við
færum aftur upp í stólalyftunni og end-
urtækjum skemmtunina. I þeirri vissu
aö þaö gæti gengið enn nær heilsu
minni aö ganga brattann fór ég aftur í
lyftuna en í þetta skipti afþakkaöi ég
boð um að renna niöur og beiö sam-
ferðakvenna minna í þessum áfanga.
Þær komu aftur upp í lyftunni og við
héldum áfram fótgangandi upp fjallið.
„Hæfilega hægt, litil skref og stíga nið-
ur í hælinn,” sagði Hans og við hlýdd-
um.
Uppi á fjalli eftir nokkra göngu beiö
okkar snotur veitingastaöur þar sem
hægt var að matast undir berum
himni. Þar voru borðaðar krásir.
Síðdegis þennan dag héldum við af
stað til Salzburg. Borgin er afar fall-
eg og róleg enda eru íbúarnir ekki
nema á annað hundrað þúsund eins og
leiðsögumaður okkar sagði hálfafsak-
andi. Við þessum tíöindum brugðumst
við að sjálfsögðu með umburðarlyndu
brosi sem gaf ekkert upp um höfðatölu
íslensku þjóöarinnar.
Það var enskumælandi stúlka sem
leiddi okkur um Salzburg næsta morg-
un. „Best er að skoða borgina gang-
andi,” sagði hún. Borgin er umgirt há-
um fjöllum á þrjá vegu. Á einu þeirra
er virki sem við fórum upp í með einni
lyftunni. Af virkisveggnum má sjá yfir
borgina.
I gömlum hluta borgarinnar eru
mjóar götur og hús sem flest eru með
einhvers konar merkjum og tveimur
ártölum uppi við þakskeggiö. Annað
segir til um hvenær húsið var byggt,
hitt hvenær það var endurbyggt. Fyrir
utan allar sögufrægu byggingarnar
vöktu harmóníkustrætisvagnar og
blómskrúð mesta athygli okkar Islend-
inganna.
I Salzburg fæddist Mozart og bæjar-
búar gera mikið til að varðveita minn-
Textl og
myndir:
Sigurður G.
Valgeirsson
ingu hans. Eðlilegt, þar sem minning
tónskáldsins færir borgarbúum tals-
vert í aðra hönd. Okkur var sagt frá
öðru sem dregur túrista til Salzburg.
Atriði úr The Sound Of Music voru tek-
in upp í borginni. Það reyndist svo af-
drifaríkt fyrir feröamannaiönaöinn að
enn í dag er boðið upp á Sound Of
Music skoðanaferðir til borgarinnar.
Hvítur flygill
Eftir góöan málsverð í Salzburg tóku
fulltrúar dreifbýlisins við okkur og
hrifsuöu okkur með sér til Zell am See,
en bærinn er ýmsum Islendingum
kunnur. Þeir hafa golfvöll þarna ágæt-
an og þar hafa ekki minni menn en
Sean Connery slegið og púttaö. Bærinn
er, ef dæma á eftir hótelinu sem viö
gistum á og fleiri sem við skoöuðum,
ekki fyrir þá alblönkustu. Við litum
inn í hótel sem var skreytt hvítum
marmara að innan. Á þakhæð þess
settumst við niður á svonefndan Wund-
erbar. Barinn er með glerþaki, hvítum
flygli, speglum og fleira sem virðist
liggja beint við í augum þess sem þarf
að hvíla sig frá kvikmyndaleik eða
módelstörfum i viku eða svo.
Næsta dag var haldið til Bad Hofga-
stein. Þar náttuðum við á flottasta hót-
elinu í ferðinni. Heimsvanur samferöa-
Úti í guösgrænni náttúrunni, nálægt Badgestein. Tré og fjöll í Agnes Bragadóttir í bóling í Winterberg. Morgunblaðið og DV kepptu. DV vann. Morgun-
baksýn. blaðið vann hins vegar í keppni blaðanna í sundi og fleiri íþróttagreinum.