Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1985, Síða 19
DV. LAUGARDAGUR 8. JUNI1985. 67 Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar The Donnington Collection er safn viö Donnington kappakstursbrautina í Leicestershire en þar er stærsta safn eins sætis kappakstursbila í heiminum (meiraen80bílar). Á safninu í Sandringham í Norfolk er fyrsti bíllinn sem keyptur var til bresku konungsfjölskyldunnar, Daim- ler—bíll Edwards sjöunda, árgerö 1890, og á National Motor Cycle Collection í Birmingham eru meira en 400 mótorhjól til sýnis. Víða um heim keppast menn um aö halda upp á aldarafmæli bílsins en fáar tækninýjungar hafa haft eins mikil áhrif á daglegt líf fólks og bíllinn hafði strax í upphafi bílaaldar. I Bretlandi eru menn engir eftirbát- ar annarra í því aö halda upp á aldar- afmæliö og veröur þess minnst víöa um landiö á þessu ári. Einn sá staöa í Bret- landi þar sem þessa veröur minnst meö hvaö mestum glæsibrag er í Place House í Hampshire, heimili Montagu lávarðar af Beaulieu. John Montagu, faðir núverandi lávaröar, var frumherji í upphafi bíla- aldar í Bretlandi. Hann var leiðtogi þeirra þingmanna á breska þinginu sem reyndu að fá fólk til aö viðurkenna bílinn sem nauösynlegan hlut á fyrstu árum aldarinnar. Hann átti frum- kvæöið að fyrstu lögunum um bíla áriö 1904 þar sem bílnúmer voru gerð aö skyldu og eins laganna sem hækkuöu hámarkshraöa úr 12 mflum (18 km) í 20 mílur á klukkustund (30 km). Montagu lávarður á enn í fórum sínum sektarmiöa sem faöir hans fékk frá lögreglunni fyrir að aka yfir 12 mílna hraöa árið 1902. Montagu lávarður opnaði Palace House sem safn 1952 og kom þar fyrir litlu safni fornbíla til minningar um föður sinn. „Eg vildi sýna hvað fjöl- skylda mín haföi lagt fram í áranna rás. Lif föður míns var greinilega helg- aö bílnum og því fannst mér við hæfi aö opna sýningu í minningu hans. Eg byrjaði með þrjá bíla fyrir framan húsið og nú hefur safniö aukist og auk- ist.” Núverandi safn (National Motor Museum) er með yfir 250 sérstæða fombíla aHt frá árinu 1894, þar á meðal bíl Montagu lávaröar, Rolls Royce Phantom 1, árgerö 1909, en þann bil notaði hann allt til dauðadags 1929. Uppáhaldstimabil núverandi lá- varöar er 1904 til 1914. „Þá voru bílarn- ir stórir og kraftmiklir,” segir hann. Og hann fer oft og einatt meö „Silver Ghost”—bílinn sinn, sem er Rolls Royce árgerð 1909, í sýningarferðir víða um heim. Þennan bíl fann hann sem kranabíl á viðgerðarverkstæði í Skotlandi á sínum tíma. Helsta framlag safnsins í Beaulieu til aldarafmælisins er stór afmælissýn- ing sem kostaði 65 milljónir króna að koma upp. Þessi sýning var opnuö í lið- inni viku, eða á miövikudaginn var, og var það Karl Bretaprins sem opnaði hana. Á sýningunni gefst gestum kostur á að skoða ýmis tímabil í sögu bílsins allt frá 1885 til ársins 2000. I einni deildinni sést fjöldafram- leiðsla bíla eins og hún var í upphafi Árlega er haldinn þolakstur fornbíla frá London til Brighton og gefur þar bð lita margan glœsibilinn frá upphafi bílaaldar. Bretland: 100 AR frá upphafi bflsins-minnst á margvíslegan hátt hjá Ford, þegar „gamli Ford” var smíöaöur, og strax í næstu deild sést svo nútímaleg samsetning bíla með tölvustýrðum gervimönnum. Farþegar í sýningarlestinni, sem fer um svæðið, fá einnig aö kynnast því hvernig það er að taka þátt í meistara- keppniíkappakstri. Þessi hugmynd hefur veriö í þróun síðustu 10 ár og lýsti Montagu lávaröur ánægju sinni yfir að tekist hefði að opna sýninguna á aldarafmælinu. Fyrir þá ferðamenn héöan frá Is- landi sem eru á ferð í Bretlandi er rétt að upplýsa að safniö er í útjaðri Nýja- skógar (New Forest), 86 milur suð- vestur af London. Þar verður margt á seyði til aö halda upp á aldarafmælið og meöal þess má nefna Mini Cooper Rally sem fer fram á morgun, sunnu- dag, og Austin Seven Rally, sem fer fram 7. júlí. Þá gefst gestum kostur á að skyggnast á bak við tjöldin í safninu á sérstökum safndegi 14. júlí. I Beaulieu er langstærsta safn forn- bíla í Bretlandi en þar í landi eru meira en 30 önnur söfn sem sýna fornbíla og gömul mótorhjól. Humber, Riley, Singer og Standard, auk margra annarra, uppruna sinn. Þar hefur nýverið veriö aukið viö safn British .oad Transport. I nóvemt ;r, nánar tiltekið þann þriðja, munu 330 fornbílar, eldri en frá árinu 1905, stilla sér upp í Hyde Park í London og taka þátt í hátíðarakstri til Brighton til að minnast upphafs laga um bíla í Bretlandi sem hækkuðu hámarkshraðann úr f jórum í tólf mílur á klukkustund og afnámu þá skyldu aö maður skyldi ganga á undan öku- tækjum með sjálfhreyfivél. Montagu lávarður I einum uppáhaldsbíla sinna, Rolls Royce, „Silver Ghost", árgerð 1909. I Coventry eru stanslaus hátíðahöld að kalla má sem staðið hafa frá apríl og koma til með að standa allt fram í október. I Coventry áttu nöfn eins og Aipine tagle, og til hægri er Phantom I trá 1925. Phantom-billinn kom kjölfar Silver Ghost og þennan bíl keypti faðir Montagu lávarðar 1925.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.