Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1985, Side 18
62
DV. LAUGARDAGUR 6. JULI1985.
Þaö gerist
að þekktir
tóniistar-
menn fari
út í kvik-
myndaleik
algengara
Einn áhrifamesti fjöl- og tjáning-
armiðillinn er án efa kvikmyndin.
Þetta hafa fjölmargir skemmtikraft-
ar gert sér ljóst og þvi reynt að nýta
kvikmyndaformið sér til framdrátt-
ar. Með hverju árinu sem líður eru
byggðir stærri tónleikasaiir auk þess
aö útitónleikar eru nú orðið haldnir á
knattspymuleikvöngum þar sem allt
að hundraö þúsund manns geta séð
átrúnaðargoð sin. Samt sem áður er
hér aöeins um mjög takmarkaðan
áhorfendafjölda aö ræöa miöað við
þann fjölda sem gæti fylgst annaö-
Hér or
leikari
David Bowie i myndinni Merry
Chri.tmas Mr. Lawrence, en
Bowie hefur getið eér flott orfl »em
OGKV
jrasEíZEH
sem síöar hlaut alheimsfrægö. Er
þaö sjálfur kappinn David Bowie.
Arið 1976 lék hann aöalhlutverkiö í
myndinni The Man Who Fell To
Earth. Þessi mynd hlaut mikið lof
gagnrýnenda og eignaðist Bowie
þama nýjan stóran hóp aðdáenda.
Þessi mynd er búin að skapa sér sess
í sögunni sem ein af svokölluðum
„cult” kvikmyndum.
Bowie hefur leikið í fleiri kvik-
myndum þvi eftir aö hafa sýnt góða
hæfileika sem leikari í The Man Who
Fell To Earth fékk hann nokkur aðal-
hlutverk. Ein þeirra mynda sem
hann hefur gert er Hunger sem er
nokkurskonar blóðsugumynd en þar
á undan lék hann í myndinni Merry
Christmas Mr. Lawrence sem sýnd
var í Bíóhöllinni viö þokkalega að-
sókn. David Bowie er einn af þessum
fjölhæfu listamönnum sem virðast
fara jafnléttilega með aöalhlutverk á
hvíta tjaldinu og aö semja og flytja
lög sin.
Breski leikstjórinn Ken Russel
fékk á sínum tíma i lið meö sér aöal-
söngvara hljómsveitarinnar Who,
Roger Daltrey, þegar hann gerði
mynd sína Tommy sem byggð var á
samnefndri plötu hljómsveitarinnar
sem var samin sem rokkópera.
Nokkru seinna gerði Russel mynd
um tónskáldið Franz Liszt sem hann
nefndi Lisztomania og fór þar Rog-
er Daltrey með hlutverk Liszt. I
myndinni fékk Ringo Starr einnig
aukahlutverk. Roger Daltrey reyndi
að komast í bandariskar myndir en
gekk illa en fékk þó nokkur hlutverk í
kvikmyndum sem gerðar voru fyrir
Bretlandsmarkað en áttu ekki mögu-
leika á dreifingu í Bandaríkjunum
sakir staðbundins efnisþráðar.
Sting
I lokin skal nefndur einn mjög fjöl-
hæfur tónlistarmaöur sem hefur
bæði á tónlistarsviðinu og á leik-
sviðinu skotist mjög hratt upp á
stjömuhimininn. Er það sjálfur
Sting. Hljómsveit hans, The Police,
hlaut mikinn frama á skömmum
tíma. Samhliða tónlistinni fór Sting
að leggja fyrir sig kvikmyndaleik.
Fyrsta myndin sem hann lék í var
hvort með beinni útsendingu eöa ef
tónleikamir væm kvikmyndaðir. I
sjálf u sér er ekki mikið mál að kvik-
mynda sjálfa tónleikana en flestir
frægir tónlistarmenn, aöallega á
sviði rokk- og popptónlistar, láta sér
þaö ekki nægja heldur vilja lika fá
hlutverk í leiknum kvikmyndum.
Þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt fyrir-
bæri því að einstaklingar eins og
Bing Crosby og Frank Sinatra vom
þekktir kvikmyndaleikarar og auk
þess sem söngvarar. I fyrstu fengu
þeir hlutverk í myndum þar sem þeir
sungu en síðar vom þeir búnir aö
vinna sér nafn sem kvikmyndaleik-
arar og þvi ekki ætlast til þess að
áhorfendur kæmu til þess að hlusta á
þá syngja í myndum þeirra.
Elvis Presley
Aftur á móti vom örlög Elvis Pres-
ley þau að myndir hans byggöust
alltaf á þvi að hann syngi nokkur vin-
sæl lög. Ástæöan fyrir þvi aö Elvis
Presley náði sér aldrei á strik sem
leikari var einfaldlega sú að hann
haföi ekki mikla leikarahæfileika.
Það sama mátti segja um flesta með-
limi Bítlanna en þeir geröu nokkrar
myndir, m.a. A Hard Days Night og
Help. Báðar þessar myndir voru
byggöar á tónlist þeirra meira eða
minna.
Flestir Bitianna reyndu einnig fyr-
ir sér á hvíta tjaldinu upp á eigin
spýtur. Einna fyrstur var John Lenn-
on sem fékk litið hlutverk i myndinni
How I Won The War sem Richard
Lester gerði 1967. Fjallaði hún um
feril og iíf hermanns i breska hem-
um. Fyrir utan tónleikamyndir meö
hljómsveit sinni The Wings hefur
Paul McCartney ekki leikið i mynd-
um af fullri lengd fyrr en í myndinni
Give My Regards To Broadstreet
sem nýlega var frumsýnd. Paul Mc-
Cartney samdi sjálfur handritið en
myndinni var stjómað af Peter
Webb. Tónlistin skipar að sjálfsögöu
stóran sess i myndinni en hún fjallar
um lif heimsfrægrar poppstjömu.
Ringo Starr
Af Bítlunum á Ringo Starr liklega
flestar kvikmyndir aö baki. Hann
Karlmennimir hér é myndinni,
þ.e. Dean Martin, Sammy Davis
Jr. og Frank Sinatra, eiga allir að
baki langan kvikmyndaferíl auk
söngferil*. Hér era þeir f mynd-
inni Cannonball Run II.
hefur leikiö i ýmsum myndum eins
og The Magic Christian þar sem
hann lék eitt af aðalhlutverkunum á
móti Peter Sellers og svo myndinni
The Caveman sem ekki er langt síð-
an sýnd var i Tónabíói. Auk þess hef-
ur Ringo Starr leikiö í nokkrum kú-
rekamyndum og farið þar með auka-
hlutverk.
Engin af þessum myndum þeirra
Bítlanna getur talist stórmynd hvaö
varðar aðsókn. Aftur á móti var
mjög mikið lagt i eina af þessum
myndum sem var Give My Re-
gards To Broadstreet en hún gekk
ekki upp fjárhagslega. Ekki fara
sögur af kvikmyndaleik Georges
Harrison en hann er aftur á móti orð-
inn áhrifamikill kvikmyndafram-
leiðandi i Bretlandi gegnum fyrir-
tæki sitt Handmade Films. Fjárfest-
ir hann töluvert í kvikmyndagerð.
Flestar poppstjömur, sem hafa
komið fram á hvita tjaldinu á undan-
fömum árum, hafa ekki farið með
aðalhlutverk. Það eru aukahlutverk-
in sem þeim bjóðast í flestum tilvik-
um og ef þessir tónlistarmenn eru
taldir sýna góöan leik hefur þeim i
einstaka tilvikum boðist stærra hlut-
verk og jafnvel gott aðalhlutverk síð-
ar. Eitt nýjasta dæmiö um þekktan
tónlistarmann i aukahlutverki er
Gene Simmons í myndinni Runaway
sem nú er sýnd i Stjömubíói en
Simmons er einn aöalhöfuðpaurinn i
hinni geysivinsælu hljómsveit Kiss. 1
Runaway leikur Simmons hlutverk
skúrksins og þykir takast nokkuð vel
upp.
Grace Jones og Mick
Jagger
Nú er einnig verið að sýna í kvik-
myndahúsum borgarinnar mynd þar
sem nokkuð þekkt söngkona fer með
eitt af aðalhlutverkunum. Er það
nýjasta James Bond myndin, A View
To a Kill en þar fer Grace Jones með
hlutverk vöðvastæltrar aöstoðar-
stúlku aöalmótherja Bonds i mynd-
inni. Grace Jones hlaut eldskím sina
í kvikmyndum fyrir nokkrum árum
þegar hún fékk aukahlutverk í mynd-
inni Conan The Destroyer en þar lék
hún á móti vöðvafjallinu Amold
Schwarzenegger. Miöað viö frammi-
stööu hennar i Bond myndinni má
ætla að Jones eigi eftir að fá nokkur
aukahlutverk á næstunni.
En þaö er ekki nóg að vera frægur
og halda aö það geri menn sjálfkrafa
að kvikmyndastjömum. Rokkkóng-
urinn sjálfur, Mick Jagger í Rolling
Stones, hefur itrekað reynt að skapa
sér nafn sem kvikmyndaleikari. I
fyrstu mynd sinni, Perform-
en hafur ncsr
Yentl.
ance, sem sjálfur Nicolas Roeg
leikstýrði, gat hann sér gott orö í einu
aukahlutverkanna. Ariö 1970 fékk
Mick Jagger nokkuð stórt hlutverk i
mynd Tony Richardson, Ned Kelly,
sem fjallaði um ástraiskan kúreka.
Myndin hlaut litla aðsókn og var eng-
um ráðlagt að sjá hana nema hann
væri aðdáandi Jaggers. Aftur á móti
nýtur Mick Jagger sin mjög vel i
myndum frá hljómleikaferöum Roll-
ing Stones enda er hann þar i sínu
náttúrlega umhverfi.
David Bowie
Þaö er athyglisvert að Nicolas
Roeg, sem gaf Mick Jagger sitt
fyrsta tækifæri til aö birtast á hvíta
tjaldinu, kom einnig á framfæri ann-
arri mjög skærri breskri poppst jörnu
Quadrophenia en hún var framleidd
af hljómsveitinni Who og fjallaöi um
átök breskra unglingaflokka um
1960. Eftir þetta fékk Sting aðalhlut-
verk í nokkrum frekar smávægileg-
um breskum kvikmyndum en hlaut
sina raunverulegu eldskírn sem leik-
ari á alþjóðamælikvaröa í hinni stór-
góðu mynd David Lynes, Dune.
Hlaut hann alls staðar lof fyrir leik
sinn og má vænta mikils af honum
bæði á tónlistar- og leiklistarsviöinu.
Hér hefur verið stiklaö á stóru enda
úr mörgu að velja. Það er ekkert
óvenjulegt aö tónlistarmenn og
skemmtikraftar nýti þá fjölmiðla-
tækni sem fyrir hendi er til þess aö
ná til fleiri. En eins og meö annað í
lífinu tekst sumum það vel en öðrum
miður.
-BH.