Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Blaðsíða 2
2
Endurskoðandi hreppsreikninganna í Vestur-Landeyjum um Eggert Haukdal:
DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985.
Oddvita um megn að ráða bót
á reikningsflækjum sínum
Endurskoðandinn, sem neitaði aö
skrifa undir hreppsreikningana í
Vestur-Landeyjum, skýrði mál sitt
með bréfi sem hann sendi öllum
hreppsnefndarmönnum þann 21. júlí
síðastliöinn. Haraldur Júlíusson,
sem er annar af tveim kjörnum
endurskoöendum hreppsins, sendi
hreppsnefndarmönnum svohljóðandi
bréf:
Af gefnu tilefni óska ég undirrit-
aður að taka eftirfarandi fram: Viö
lok endurskoðunar á reikningum
Vestur-Landeyjahrepps, sem fór
fram í Njálsbúð aö kvöldi 1. júní og
að morgni 2. júní 1985, lagði oddviti
fram útreikninga og sundurliðun á
byggingarkostnaði félagsheimilisins
Njálsbúðar árin 1975 til 1984.
Þar er tilgreindur kostnaður hvers
árs, f jármögnun og eftirstöðvar Iána
og staða eignaraðila gagnvart
byggingarreikningi í lok þessa tíma-
bils.
Utreikningur þessi er óundirrit-
aður og telst því vera á ábyrgö odd-
vita en er unninn að miklu leyti upp
úr endurskoöuðum byggingar-
reikningum 1975 tii 1984.
Þar sem oddviti hafði áður árið
1983 lagt fram útreikninga á þessari
sömu framkvæmd 1975 til 1982,
byggða á sömu reikningum, og í ljós
hafði komið að sá útreikningur var
ónákvæmur og stóðst ekki gagnvart
byggingarreikningum þá þótti mér
rétt að athuga gaumgæfilega hverjar
væru niðurstöðutölur þessarar nýju
útgáfu og bera þær saman við
byggingarreikninga umrædds tíma-
bils.
Gleymdi möppunni heima
Af einhverjum ástæðum dró
oddviti það mjög að afhenda möppu
sína þrátt fyrir að hann hafði sagt
okkur endurskoöendum af möppunni
strax við upphaf endurskoðunar aö
kvöldi 1. júní. Kvaðst hann þá hafa
gleymt henni heima en kæmi með
hana næsta morgun.
Þegar við Gunnar Karlsson
höfðum yfirfariö reikningana um
morguninn 2. júní óskaöi oddviti eftir
því að viö undirrituðum alla
reikningana. Eg óskaði þá eftir því
að fá að sjá möppuna áður og varð
oddviti viö því. Kom þá í Ijós að
mappan var allmikið rit og yrði ekki
yfirfarin á nokkrum mínútum.
Oskaði ég þá eftir því að frestaö yrði
að undirrita reikningana þar til ég
hefði kannað innihald hinna nýju út-
reikninga þar sem þeir tengjast
hreppsreikningum í gegnum félags-
heimilið og skóla með framlögum
úr sveitarsjóði. Þá fannst mér einnig
ekki hægt að vera að undirrita
reikningana við þessar aðstæður
með tUliti til þess að við afhendingu á
fyrri reikningsútfærslum oddvita,
sem fór fram við hátíðlega athöfn í
Njálsbúð aö viðstöddum hrepps-
nefndarmönnum, stjórnum aðildar-
félaga félagsheimilisins, skólanefnd
og húsráði Njálsbúðar, vitnaði odd-
viti sífellt til endurskoöenda máli
sínu og útreikningum til stuðnings.
Viö ósk minni um frestun á undir-
skrift gat oddviti ekki orðið og féllst
Gunnar Karlsson þá á aö undirrita
reikninga og skilaði oddviti þeim
þannig til hreppsnefndar.
• Eggert Haukdal, oddviti Vestur-
Landeyjahrepps og alþingismaður.
Endurskoðandanum virðist oddvit-
anum um megn að ráða bót á reikn-
ingsflœkjum sinum.
DV-mynd GVA.
Ber ekki saman í nokkrum
veigamiklum atriðum
Ég hef að undanförnu reynt að
yfirfara þessa síðari reiknings-
möppu eftir því sem tækifæri hafa
gefist. Mér virðist að í nokkrum
veigamiklum atriðum beri þessari
nýju reikningskúnst hvorki heim við
fyrri möppu eða byggingarreikninga
og mér finnst báöar þessar möppur
vekja upp fleiri spurningar en þær
svara því aö ef útreikningar oddvita
eru réttir þá hljóta aö vera villur í
hreppsreikningum.
Ég vil nefna nokkra þætti sem mér
finnst að athuga þurfi betur áður en
reikningar verða undirritaðir:
1. Reikningar ársins 1980 eru
óljósir þar sem byggingarreikningar
félagsheimilis og skóla eru sam-
eiginlegir en bygging á skólaálmu
hófst ári 1980. Skipting kostnaöar
liggur fyrir eins og oddviti hefur
skipt honum en skipting á fjár-
mögnun er ógerö. Þannig eru í nýju
möppunni öll lán sem tekin voru 1980
færð á byggingarreikning
félagsheimilisins en framlög sveitar-
sjóðs frá fyrri árum lækkuð til
samræmis þrátt fyrir að framlög
sveitarsjóðs 1975 til 1979 liggi ekki
fyrir samkvæmt reikningum.
2. Framlag Vestur-Landeyja-
hrepps er vantaliö árið 1981 og einnig
afborganir af lánum sama árs í
möppu 1985.
3. Við samanburð á teknum
lánum, afborgunum, verðbótum og
eftirstöövum lána kemur fram mis-
ræmi sem athuga þarf.
4. Ég tel að athuga þurfi og bera
saman byggingarreikninga félags-
heimilis og sveitarsjóðs árið 1975 til
1980 og síðan félagsheimilis, skóla og
sveitarsjóðs 1981 til 1984.
Reikningsflækjur oddvita
I framhaldi af því komi stjórnir
eignaraðila sér saman um reiknings-
skil og vinni saman að þeim í fram-
tíðinni. Mér virðist oddvita vera það
um megn að ráða bót á þessum
reikningsflækjum sínum en með
samhjálp allra aðila ætti þetta að
takast og mun þá útgáfu á sérritum
oddvita ljúka. Þaö voru mistök að
skipa ekki byggingarnefnd í upphafi
sem sæi um framkvæmdir en nú er ef
til vill rétt að skipa hana til aö sjá um
verklok og uppgjör.
Ég vil svo að lokum benda hrepps-
nefndarmönnum á að ýmsa þætti í
gerð hreppsreikninga þarf að bæta.
Ég tel að reikningsuppgjör þurfi að
miðast við áramót og endur-
skoðendur fái aðgang að uppgjöri út-
svara þannig að séð verði hver sjóð-
staða sé um áramót. Ég tel að
ófullnægjandi sé oröiö í þeirri
veröbólgu sem nú á sér stað að gert
sé upp eftir útsvarsskrá en ekki eftir
raunverulegri stööu.
Ég tel og lítinn tíma áætlaðan til
endurskoöunar og umfjöllunar á
reikningum sveitarsjóðs þar sem
þaö er ekki hægt aö ætla endur-
skoöendum, þótt glöggir séu, að
framkvæma endurskoöun á
nokkrum mínútum svo að marka
megi.
Þá tel ég það varhugaverða þróun,
sem nú á sér staö, að meirihluti
hreppsnefndar áriti víxla og láns-
skjöl án samráðs og vitundar minni-
hlutans.
Virðíngarfyllst,
Haraldur Júlíusson.
Enn vantar
hjúkrunar-
fræðinga
Þessa dagana stendur yfir norrœnt Ijóstœkniþing i Reykjavik. Að sögn Gisla Jónssonar, formanns undir-
búningsnefndar, er þingið betur sótt en búist var við, en þótttakendur eru i kringum 150. Ljóstœkniþing-
inu lýkur í dag, föstudag, en um helgina verða farnar skoðunarferðir með hina erlendu gesti. Myndin er
fró opnun þingsins ó miðvikudag.
DV-mynd VHV.
Rauðmagi tapar
á ferðamönnum
Frá Reginu Thorarensen, Gjögri:
Kristmundur Sörlason, forstjóri í
Reykjavík, og Pétur Guðmundsson,
bóndi í Ofeigsfirði á Ströndum, hafa
um tveggja mánaöa skeiö í sumar
rekið ferðamannaþjónustu. Er hún í
því fólgin að sigla meö feröamenn frá
Norðurfirði og norður í Furufjörð.
Tekur ferðin fram og til baka einn dag.
Farkostur sá sem notaður er í þessar
ferðir er ekki af lakara taginu,
nefnilega skemmtisnekkja Kristmund-
ar sem ber nafnið Rauðmaginn FT 17;
heimahöfn, Gjögur. En Kristmundur
er fæddur og uppalinn á G jögri.
Með tilkomu þessara ferða gefst nú
fólki einstakt tækifæri til aö skoða
óbyggðir nyrst á Ströndum og óspillta
náttúrufegurð sem veröur hverjum
manni ógleymanleg og er ekki öðrum
fær en gangandi. Þar sem undir-
búningur að þessum ferðum var
skammur gafst ekki tími til að auglýsa
ferðaþjónustuna þannig að í sumar
notaöi fólk sér þetta ekki sem skyldi.
Var því taprekstur á útgerðinni. En
þeir félagar hafa ákveöiö að fiska upp í
tapið og hyggjast stunda handfæra-
veiðar grimmt þar til endar ná saman.
Þá hafa þeir ákveðiö að bjóöa upp á
áðurgreinda ferðaþjónustu næsta
sumar og þá í sambandi viö áætlunar-
feröir fólksflutningabíla sem hingaö
koma á föstudögum og fara til baka á
sunnudögum.
-EIR.
Fjölda hjúkrunarfræðinga vantar til
starfa á sjúkrahúsin í Reykjavík. Má
nefna sem dæmi að á Landakotsspít-
ala vantar um 20 hjúkrunarfræðinga, á
Landspítalann vantar um 30, og á
Borgarspítalann vantar á fjóröa tug
hjúkrunarfræðinga. Einnig mun vanta
hjúkrunarfræðinga víöa úti á landi.
Þessi skortur á hjúkrunarfræðingum
mun þó vera svipaöur og verið hefur
undanfarin sumur. Þeir sem DV ræddi
við um þessi mál í gær sögðu að yfir-
leitt batnaði ástandiö með haustinu
þegar fólk sneri aftur úr sumarleyfum.
Talið er að nú séu um 1400
hjúkrunarfræðingar við störf hér á
landi og að hátt í 200 til viðbótar þurfi
til að manna allar stöður sem í boði
eru.
Sigþrúður Ingólfsdóttir, formaður
Hjúkrunarkvennafélags íslands, sagði
í samtali viö DV að ein helsta ástæðan
fyrir þessum mikla skorti á hjúkrunar-
fræðingum væri eflaust sú gífurlega
þensla í heilbrigðiskerfinu sem átt
hefði sér stað á síðustu árum.
Stjórnvöld hefðu þó ekki gert
ráðstafanir í samræmi við það til að
manna stöðurnar.
Sigþrúöur sagði að eftir aö náms-
braut í hjúkrunarfræðum hefði tekið til
starfa við Háskóla Islands árið 1974
heföi fjöldi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga aukist stórum. Væru þetta þó
mikiö til ungar kraiur með böm og kysu
þær að vinna í hlutastarfi. Þeir
hjúkrunarfræðingar sem vinna í hluta-
starfi fá hlutfallslega hærra kaup en
þeir sem vinna fullt starf svo að sífellt
verður algengara að hjúkrunar-
fræðingar vinni einungis hálfan
daginn.
Árið 1980 unnu jafnmargir
hjúkrunarfræðingar i hlutastarfi og
fullu starfi. Nú er svo komið að mun
fleiri vinna í hlutastarfi. -EA.
Breytingar
hjá SÍS
Nokkrar breytingar á skipan manna
í trúnaðarstöður hjá Sambandi ísl.
samvinnufélaga og fyrirtækjum þess
koma til framkvæmda nú á næstunni.
Steinar Magnússon, framkvæmda-
stjóri skrifstofu Sambandsins í
Hamborg, hverfur heim og tekur viö
fyrra starfi sínu sem framkvæmda-
stjóri Jötuns hf. Gylfi Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Jötuns, kemur til
starfa hjá Sambandinu og mun vinna
að sérstökum verkefnum á aðalskrif-
stofu. Viö starfi Steinars Magnússonar
í Hamborg tekur Tómas Oli Jónsson,
framkvæmdastjóri Bílvangs sf. Við
framkvæmdastjórastarfinu hjá Bíl-
vangi tekur Gunnar Gunnarsson, for-
stöðumaður hjá Búnaðardeild
Sambandsins.
Jón Sigurðarson hefur veriö ráðinn
framkvæmdastjóri Iðnaöardeildar
Sambandsins á Akureyri frá og með
15. september. Tekur hann viö af Hirti
Eiríkssyni sem ráöinn hefur verið
framkvæmdastjóri Vinnumála-
sambands samvinnufélaganna.