Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 23. AGUST1985.
13
„Afhverju étur fólkið
ekki bara kökur?”
— hugleiðingar í tilefni af útvarpsviðtali
lambakjöti i landinu slikt ógnarverð sem á þvi yrði."
£ „Hugsunarhátturinn um „þetta
þarna vandamál með verðið”, sem
ríkið á að leysa, á að vera útlægur
orðinn úr þessari umræðu.”
Fyrir nokkrum árum átti ég tal viö
kunningja minn, sem veitti forstöðu
meöalstóru fyrirtæki. Talið barst aö
málefnum þess og spurði ég m.a.
hvernig reksturinn gengi.
„Hann gengur alveg ljómandi
vel,” svaraöi kunninginn. Það eru
bara þessi eilífu vandamál meö fjár-
málin, sem eru að veröa óyfirstígan-
leg.” Þetta vil ég kalla séríslenska
rekstrarhagfræði.
Þessi saga kom mér í hug kvöld
eitt nú á dögunum þegar rætt var í
fréttum hljóðvarpsins við formann
nýstofnaðs hagsmunafélags sauð-
fjárbænda. Eftir að hafa rætt um
nauðsyn þess að hverfa aftur til fyrri
ríkisábyrgðar á offramleiðslu sauð-
fjárræktar og að lóðið til þess aö fá
almenning til þess aö borða meira
lambakjöt væri að selja það tilbúið í
örbylgjuofninn barst talið að útflutn-
ingi lambakjöts, m.a. til Bandaríkj-
anna. Taldi formaöurinn lítil vand-
kvæði á að selja íslenskt lambakjöt
inn á þann stóra markað sem sér-
staka lúxusvöru. Einasta vandamál-
ið í því sambandi væri barasta það,
að líklega fengist ekki það verð fyrir
vöruna, sem bændur þyrftu. M.ö.o.
var umsetningin ekkert vandamál,
heldur bara verðið.
Við sama hey-
garðshornið
Ekki efa ég, að sauðfjárbændur
eiga nú í miklurn erfiðleikum og síst
vil ég lítið úr þeim gera, en menn
verða að athuga, að einmitt 'þessi
hugsunarháttur hefur búið þá erfið-
leika til. Mönnum verður að fara að
skiljast það einfalda atriði, að
„reksturinn” getur ekki gengið
„alveg ljómandi vel” nema tekjurn-
ar nái að mæta útgjöldunum. For-
manni hagsmunasamtaka sauðfjár-
bænda hefur tekist í þessari einu
setningu að lýsa meginvandanum í
viðskipta- og efnahagsmálum heims-
ins. Lóðið er nefnilega einfaldlega
það, að menn fá barasta ekki verðið,
sem þeir þurfa. Og það eru ekki að-
eins fyrirtækin, sem eru í þeim ein-
földu vandræðum, heldur fólkiö líka;
meira að segja fólkið hér á Islandi.
Fiskverkafólkið er t.d. ekki í neinum
vandræðum með að selja vinnu sína,
það er bara verðiö fyrir hana; já
kaupið; sem er þess vandi. Sama má
svo segja um bréfberana, kennarana
— og yfirleitt alla þá, sem búa við
lág laun og lítið kaup. Sauðfjárbónd-
inn hefur síður en svo neina sérstöðu
í þessum hópi. Hann getur ekki
ætlast til þess, að þjóðfélagið leysi
fyrir hann þetta „vandamál með
verðið” á kostnað bréfberans,
kennarans og allra hinna á lágu
laununum. Sauðfjárbóndinn verður
aö athuga það, að þarna á hann ekki
frekari kröfur á þjóðfélagið en t.d.
framleiðandi á skóm eða peysum eða
húsgögnum eða kexi, sem vill gjarna
selja afurðir sínar á Bandaríkja-
markaði en á bara í „þessu vanda-
málimeðverðið”.
Á yztu nöf
Það var einmitt þessi hugsunar-
háttur, sem kom íslenzkum landbún-
aði í hefðbundnum búgreinum á
kaldan klaka — sá hugsunarháttur,
aö ríkið eigi að leysa „þetta vanda-
mál með verðið”. Það var gert í
gömlu framleiðsluráðslögunum með
því, að ríkissjóður tók á sig að veita
verðábyrgð á framleiðslu afurða
hinna hefðbundnu búgreina, sem
aftur varð til þess, að framleiðendur
spenntu bogann svo hátt í offram-
leiðslu sauðfjárafurða og mjólkur-
afurða að hann brast loks í hendi
þeirra sjálfra. Þessi offramleiðsla
haföi verið byggð upp á verðlags-
grundvelli, sem var svo víðs fjarri
raunveruleikanum að þegar boginn
loksins brast var allt framleiðslu-
kerfi landbúnaðarins í hinum hefð-
bundnu búgreinum svo ramm-
skakkt, aö bændastéttinni í heild
liggur við hruni. Hafa menn athugað
að væri frjálst verðmyndunarkerfi
látið ráöa ferðinni í landbúnaðar-
framleiöslunni án afskipta hins opin-
bera með niðurgreiðslum og fóður-
bætissköttum þá myndi varla seljast
eitt tonn af lambakjöti í landinu slíkt
ógnarverð sem á því yrði. Samt er
þetta framleiðsla, sem svo til alfarið
byggist á íslenskum aðföngum, eins
og formaður hagsmunafélags
sauöfjárbænda réttilega tók fram.
Þessi niðurstaöa er sjálfskaparvíti
framleiðendanna; afeiðingin af því
óskapakerfi í landbúnaöarmálunum,
sem ég heyröi ekki betur en for-
maðurinn væri að biðja um aftur.
Lærið af reynslunni
Eins og við Alþýðuflokksmenn
sögðum þegar við gagnrýndum þetta
kerfi fyrir daufum eyrum árum
saman, þá endaði það með að ógna
afkomu þeirra, sem kerfið átti að
verja, bændanna sjálfra. Þannig
launaði sá kálfur ofeldið.
Auðvitað sjá nú allir þetta, hvort
sem menn fá sig til þess að viður-
kenna þaö opinberlega eöa ekki.
Málið snýst ekki heldur um slíkar
yfirbætur á opinberum vettvangi né
yfirlætislegan fræðatón þeirra, sem
betur vissu, undir formerkinu:
„Sagði ég ekki!” Máliö snýst um
það, að menn feti sig út úr vitleys-
unni — ekki í einu stökki, því það er
ekki hægt, heldur í áföngum þannig,
að landbúnaðurinn á Islandi beri
ekki óbætanlegan skaða af heldur
Kjallarinn
SIGHVATUR
BJÖRGVINSSON
FYRRVERANDI
ALÞINGISMAÐUR
geti fengið að dafna við eðlilegar
kringumstæður og með eðlilegum
hætti. Það gerist hins vegar ekki með
því að menn feti sig til baka inn í vit-
leysuna aftur loksins þegar menn
stefna í átt til a.m.k. einhverrar ljós-
glætu í framleiðslu- og
verðmyndunarkerfinu.
Hugsunarhátturinn um „þetta
þarna vandamál með verðið”, sem
ríkið á að leysa, á að vera útlægur
orðinn úr þessari umræðu. Eigi nú að
fara að endurvekja hann glatar
bændastéttin þeirri samúð almenn-
ings, sem hún þarf á að halda og
verður að hafa eigi að takast að leysa
erfiðleika hennar. Ég trúi ekki öðru
en bændum sé það almennt ljóst, að
einmitt „þetta þarna vandamál með
verðið” er hin hliðin á vandamáli
launafólksins í landinu, sem orðið
hefur að draga við sig meira en gott
þykir kaup á lambakjöti og jafn-
framt, þótt aukin þjónusta við neyt-
endur sé allra góðra gjalda verð, þá
fæ ég ekki séð, að fólk, sem í dag
ræður ekki við að kaupa þessa afurð,
yrði nokkru bættara þótt lambakjöt-
iö væri selt tilbúið í örbylgjuofninn.
Formaður hagsmunasamtaka
sauðf járbænda ætti aö minnast þess,
að það var María Antoinetta,
keisaraynja Frakklands, sem svar-
aði þegar henni var sagt, að þjóðin
ætti ekki lengur brauð: „Já, en af
hverju boröar fólkiö þá ekki bara
kökur!”
örbylgjuofnar voru hins vegar
ekki komnir á markaðinn á þeim
tíma. Annars hefði María Antoinetta
sagtja, sagthvað?
Sighvatur Björgvinsson.
Kjaramál á haustdögum
Hvað gerir verkalýðshreyfingin ef
vísitalan fer yfir rauðu strikin?
spurði einn kunningi minn mig á
dögunum. Ég sagði við hann þaö
sama og þig. Ég held það gerist
ekkert.
Ég leit að vísu svo á að forsætis-
ráðherra hefði gefið ákveðið loforð í
þjóðhátíðarræðunni. En á Islandi
telja ríkisstjórnir sig ekki skyldugar
að standa við loforð og verka-
lýðshreyfingin er of sundurþykk til
að kenna henni betri siði. Nú, en
kannske getur blessuð þjóöhags-
stofnunin bjargað þessu öllu með ein-
hverri nýrri línu að utan. Satt að
segja trúi ég því aldrei aö neitt
gerist í kjaramálum fyrir áramót.
Það voru aldrei lausir samningar 1.
sept. Aðeins kaupliðir samninga. Ég
veit að flest félög þurfa að leiðrétta
margt fleira en kaupliði í næstu
samningum. Spurningin er, tekst svo
vel að vinna aö undirbúningi
samninga að þeir geti tekið gildi um
áramót og hvernig verður sam-
staðan. Þar eru veikir punktar.
Satt að segja hefur margt gerst
innan verkalýðshreyfingarinnar
síðustu tvö árin sem mér finnst stór
hættulegt ef svo á áfram að ganga.
Við skulum taka síðasta dæmið fyrst.
Tilboð VSl kom öllum í opna skjöldu
eða svo segja menn. Þetta tilboð fól
það í sér að bæta átti launfólki upp
það sem öllum var ljóst að tapast
myndi í sumar. Þetta var sterkt út-
spil og vafasamt að forystunni hefði
haldist það uppi aö segja nei. Öll
landssamböndin vildu ræða málin
nema hvað VMSI var tvíátta.
Málin voru í óvissu þegar ég fór til
Danmerkur 8. júní. Það var yndis-
legt á Fjóni en við sáum aldrei
íslensk blöð. Þó fréttum viö að
samkomulag væri úr sögunni.
Eitthvað um 20. júní sé ég blöð. Þar
segir annars vegar að upp úr sé slitn-
að og hins vegar að framkvæmda-
stjórn VMSI hafi komiö saman og
samþykkt með öllum atkvæðum, líka
Guðmundar J., Jóns Kjartanssonar
og Sigrúnar Clausen.að biðja VSI um
nýjar samningaviðræður. Og öll
landssamböndin skrifuöu undir þann
viðauka sem nú gildir og ASI fyrir
hönd þeirra sem eru meö beina aðild.
Kröfum fiskvinnslufólks var ýtt út af
borðinu og nefnd sett í málið.
Ég verð að segja að ég sat dolfallin
yfir þessum lestri. Síðan ég kom
heim og fór að lesa það sem til min
berst hef ég orðið enn meira hissa.
Forystumenn úr sumum verka-
lýösfélögum úti á landi hella
skömmum og svívirðingum yfir ASI
fyrir að semja. Það er eins og VMSI
sé alveg út úr kortinu. Einhverjir
vondir skúrkar í ASI neyddu litlu
greyin til að semja. Þessu fylgja hót-
anir um úrsögn úr ASI og per-
sónulegar svívirðingar, verri en ég
hef áður séð á prenti. Og það fólk
sem talar svona gerir það ekki af
ókunnugleik eöa barnaskap.
Það gerir þaö vitandi vits til aö
rugla fólk, hvaða tilgangi sem það
þjónar. Víst hefur verkalýðshreyf-
ingin átt og á skilið gagnrýni en sú
gagnrýni verður að vera heiðarleg
og byggð á einhverju viti. Ég er ekki
að skrifa þessar línur vegna þess að
mig langi aö eiga í illdeilum við fé-
laga mína. Ég skrifa þær vegna þess
að ég óttast að ef á að vinna svona þá
sundrist hreyfingin og það væri iíla
farið því þrátt fyrir allt er hún eina
fjöldahreyfingin á Islandi sem hefur
varið rétt þeirra sem minnst mega
sín.
Okkur íslensku erfiðisfólki hefur
aldrei verið rétt neitt á silfurfati.
Einföld mannréttindi eins og at-
vinnuleysistryggingasjóður, verka-
mannabústaöir, lífeyrissjóðir, svo
eitthvað sé nefnt, hafa kostað löng
verkföll og afsal á launum, sem svo
aftur hefur leitt af sér vinnuþrælkun,
sem er öllum til skammar. Við
þurfum aö fara að vinna að næstu
samningagerð. Ég skal nefna nokkur
atriði sem mér finnst að eiga að
berjast fyrir sameiginlega. Fyrsta,
að við tökum upp kröfuna um 8 st.
vinnudag með mannsæmandi
launum. Þrældómur á ekki að verða
hlutskipti barna okkar og barna-
barna. Annað, meiri verkmenntun
og fullorðinsfræðslu.
Þriðja, endurmat á störfum
AÐALHEIÐUR
BJARNFREÐSDÓTTIR,
FORMAÐUR SÓKNAR.
kvenna. Mikið af launamisrétti karla
og kvenna liggur í því að kvennastörf
eru lítilsmetin. Um þetta ættu allar
konur að standa saman og reyndar
allir launþegar. Það er fyrir nógu að
berjast ef fólk vill berjast fyrir betri
tíð. Marklausar upphrópanir fólks,
sem er að kaupa sér vinsældir eða
pólitískan frama á kostnað félaga
sinna, færa verkafólki ekkert.
Það þekkjum við af reynslunni og
reynslan er ólygnust, nú og ævin-
lega.
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir.
^ „Marklausar upphrópanir fólks,
sem vill kaupa sér vinsældir eða
pólitískan frama á kostnað félaga
sinna, færa verkafólki ekkert.”