Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Síða 16
16 DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. Spurningin Hefurðu verið ánægð(ur) með veðrið í sumar? Páll Stefánsson: Það er nú líkast til. Það er ekki hægt annað. Guðbjörg Lind Jónsdóttir: Já, ég hef veriö mjög ánægð meö veðrið. Miklu ánægöari en í fyrra. Hjörtur Marteinsson: Ég er alsæll meö veðrið í sumar. Það er annað en í fyrra. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur óloftA kránum Ah. skrifar: Mig langar aö hvetja eigendur Gauks á Stöng, Fógetans og Duus-húss til að stórbæta loftræstingu staða sinna. Á hverju kvöldi er þar þröng á þingi og mikið reykt. Veröur útblásturinn svo megn þegar mest er að illmögulegt reynist að halda augunum opnum fyrir sviða. Og óloftiö dregur maöur niðrí lungun sín fínu og á aðeins tvo kosti: sitja kjurr eöa koma sér út. Ég vil benda þessum herramönnum á að skoða loftræstin ;una í Hollywood sem er til svo mikillar fyrirmyndar aö þótt á annað þúsund manns séu innan- húss er loftið tiltölulega gott. Ég veit að þaö er erfitt aö takmarka reykingar á öldurhúsum en það er hægt aö lagfæra ástandið mikiö með bættri loftræstingu. Getur batnað Lesendasíðan sneri sér til þeirra kráa sem getið er í greininni og spuröi álits á efni hennar. Fyrstur varð fyrir svörum Omar Jóhannsson, yfirþjónn á Gauki á Stöng: „Ég er alveg sammála greinar- höfundi og okkur sem vinnum hér frammi í sal sortnar stundum fyrir augum þegar verst lætur. Hönnun loft- ræstikerfisins virðist hafa mistekist en þar sem ég er nýkominn úr sumarleyfi veit ég ekki hvort vænta megi úrbóta á næstunni.” Á Fógetanum varð fyrir svörum Sölvi Ölafsson. Hann kvaö loftræsti- kerfi Fógetans mjög gott og gæti tæp- ast betra verið. „Enda fyllir það helm- ing efri hæðarinnar,” sagði Sölvi enn- fremur. Stöðugt er í gangi kraftmikill blásari sem dælir útilofti inn í gegnum síur og gætu þeir á Fógetanum hitaö loftiö en ekki kælt þannig aö ef heitt væri í veðri úti gæti sumum þótt full heitt. Hann hafði ekki trú á að betra gæti loftræstikerfið orðið en viður- kenndi þó að þegar mest væri af gest- um yrði loftið í þyngra lagi. Þorsteinn í Duus-húsi sagði aö fyrir utan venjulega loftræstingu þá gætu þeir opnað alla glugga upp á gátt. Mis- brestur gæti hafa orðið á því þegar mest væri að gera og harmaði hann ef svo væri. Hinsvegar þakkaði hann ábendinguna og kvað þá ætla vera vak- andi fyrir þessu framvegis. Sumir reykja stíft á kránum, Undirskriftasöfnun til stuðnings þjóðaratkvæði um ölið Sigurjón Þ. Sigurjónsson: Það hefur verið fínt veður hérna í bænum í sum- ar. Ég er ánægðari nú en í fyrra. Hafdís Hallsdóttir: Auövitað. Veðrið getur ekki hafa verið betra hér sunnan- lands. Röðin var svo sannarlega komin að okkur Sunnlendingum. Harpa Arnardóttir: Ég hef veriö mjög ánægð með veörið í sumar. Miklu ánægðari en í fyrra. íslendingur skrifar: Ég hef fengið mig fullsaddan af skammsýni dómsmálaráðherra og al- þingismanna í ölmálinu. Það eru sjálf- sögð mannréttindi að við íslendingar fáum að drekka öl eins og aörar vest- rænar þjóðir. Ég vil leggja til að hafin veröi undir- skriftasöfnun til stuðnings þeirri kröfu að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um ölmálið, ekki seinna en í haust. Lýsi ég eftir stuöningi við þessa kröfu mina hiö fyrsta. Þetta par býr ekki hér á landi — enda með ekta öl. GOTT MORGUNÚTVARP Lesandi skrifar: Alltaf er verið að bölva dagskrá út- varpsins. Og víst er hún upp og niður. Hitt er annaö að alltof sjaldan er því hælt sem vel er gert. En það ætla ég að gera því ýmsir dagskrárliðir i útvarpi eru með miklum ágætum, þótt aðrir séu síöri og enn aðrir bókstaflega lé- legir. En það bjargar miklu fyrir mig og mína fjölskyldu að útvarpiö byrjar fjarska vel á morgnana. Morgunút- varpið í umsjón þeirra Guðmundar Árna Stefánssonar, fyrrum ritstjóra, og önundar Bjömssonar, fyrrum prests á Hornafirði, er skínandi gott. Þeir félagamir eru mátulega afslappaðir og einnig hitt aö þeir taka fyrir ólík- ustu svið hins mannlega lífs. Og margt af því er ekki aðeins skemmtilegt held- ur líka fróðlegt. Tónlistin er hressandi hjá þeim félögum og það er líka óvenjulegt í útvarpi aö heyra fyrir- spyrjendur gera meira en spyrja al- mennra spuminga í þumbaragangi heldur líka taka þátt í viðtalinu, þó án þess að taka neitt af þeim er situr fyrir svörum. Mér hefur stundum fundist að orðið viðtal sé rangnefni, þegar frétta- menn sitja öðrum megin og láta spum- ingahrinu dynja á viðmælandanum, án þess að leggja raunverulega nokkuð af mörkum sjálfir. Þeir morgunútvarps- menn eru þátttakendur í raunverulegri viðræðu fyrirspyrjenda og þess sem er gestur í útvarpssal og þaö kallar á notalegra andrúmsloft. Og það þarf svo aldeilis að morgni dags í útvarpinu eins og raunar á öðrum tímum sólar- hrings. En ég er auövitað ekkert betri en aðrir þegar ég skrifa í blöö. Aðeins smá nöldur með. Leiður var ég orðinn á gamla útvarpsstefinu, píanóglamr- inu sem gert var svo mikið grín að í síð- asta áramótaskaupi (meö réttu). Þetta nýja stef fyrir auglýsingar í út- varpinu er fjarská leiöigjarnt til lengdar. Má ekki skipta um tónstef reglulega? Bréfrltari þakkar þeim Önundi Björnssyni og Guðmundi Árna Stefánssyni fyrir gott morgunútvarp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.