Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Qupperneq 28
40
DV. FÖSTUDAGUR 23. AGUST1985.
Andlát
Helgi Guðmundsson, fyrrverandi skip-
stjóri, sem lést 13. ágúst síðastliðinn,
veröur jarösunginn í dag, föstudaginn
23. ágúst, kl. 13.30 frá Langholtskirkju.
Helgi var faeddur aö Hóli á Patreksfirði
1. júlí 1912. Foreldrar hans voru þau
Anna Helgadóttir og Guðmundur Þórö-
arson. Helgi kvæntist 30. desember
1948 Guörúnu Helgadóttur frá Kollsvík
viö Patreksfjörö. Þau eignuöust fimm
börn en auk þess átti Guörún eina dótt-
ur, Elínu. Börn Guörúnar og Helga
eru: Anna, Sigrún Sjöfn, Hafdís,
Kjartan og Helgi. Helgi starfaði lengst
af til sjós en einnig í Áburöarverk-
smiöjunni og sem húsvöröur.
Kjartan Klemenson, Hraunteigi 18
Reykjavík, sem andaöist 18. ágúst
síöastliðinn, veröur jarösunginn frá
Bústaðakirkju mánudaginn 26. ágúst
kl. 10.30.
Magnús Blöndal bóndi, Gilsstöðum
Vatnsdal, veröur jarösunginn frá
Undirfellskirkju laugardaginn 24.
ágústkl. 14.
Gunnlaugur Stefánsson, fyrrverandi
kaupmaöur, Hafnarfiröi, andaðist i
Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi
22. ágúst.
Þuríður Guðjónsdóttir, fyrrverandi
ljósmóðir frá Kýrunnarstöðum, verður
jarðsungin frá Hvammskirkju í
Dölum laugardaginn 24. ágúst kl. 14.
Vilhelmína Tómasdóttir frá Vest-
mannaeyjum, Eyjaholti 10 Garöi, sem
lést' 12. ágúst síðastliöinn, veröur
jarösungin laugardaginn 24. ágúst kl.
14 frá Utskálakirkju.
Einar G. Kvaran framkvæmdastjóri,
Kleifarvegi 1 Reykjavík, veröur
jarðsunginn frá Bústaöakirkju í dag,
föstudaginn 23. ágúst, kl. 13.30.
Tilkynningar'
Alþjóðleg ráðstefna
um sjávarstrendur,
ár og aurburð
Dagana 2.-4. september 1985 veröur haldin
alþjóðleg ráöstefna aö Hótel Loftleiðum sem
hlotið hefur nafnið „Iceland Coastal and
River Symposium”. Meginviðfangsefni ráð-
stefnunnar verður þýðing aurburðarins fyrir
þróun stranda og árfarvega og flutningur
aursins eftir landgrunninu. Suðurströnd
Islands veröur þar sérstaklega i sviösljósinu
og áhrif jökulánna og eldsumbrota, bæði und-
ir jökli og í sjó, á þróun hennar. Ennfremur
verður þar fjaliað um hvaöa áhrif sjávar-
stöðubreytingar hafa á þróunina og hvaða
áhrif mannvirkjagerð, bæði við strendur og í
árfarvegum, getur haft bæöi í nútíö og
framtíðinni.
Dr. Per Bruun er aöalhvatamaður þess að
þessi ráðstefna er haldin hér. Hann er
mörgum Islendingum að góðu kunnur þar
sem hann hefur veitt hér margvíslega ráðgjöf
við mannvirkjagerð. Dr. Per Bruun er heims-
þekktur vísindamaður á þessu sviði.
Hann hefur verið prófessor í Þrándheimi,
Kaupmannahöfn og Bandaríkjunum, en rekur
nú í Danmörku alþjóðlega ráögjafastofu um
strandmannvirki.
Að ráðstefnunni á Hótel I.oftieiðum standa
Háskóli islands, Vita- og hafnamálaskrif-
stofan, Orkustofnun, I.andsvirkjun, Hafrann-
sóknastofnun og Vegagerð ríkisins. Undir-
búningsnefnd skipuð fulltrúum frá þessum
stofnunum hefur unnið að undirbúningi
hennar. Ritari nefndarinnar er Guttormur
Sigurbjarnarson, deildarstjóri á Orkustofnun.
A ráöstefnunni verða flutt yfir 40 erindi um
þessi mál, þar af um 30 af erlendum þátt-
takendum frá II þjóðum. Erindin fjalla
jöfnum höndum um vandamál viö hagnýta
mannvirkjagerð og um fræðilegan bakgrunn
þeirra. Fyrir tilstilli Per Bruun sækja
ráöstefnuna ýmsir af þekktustu vísindamönn-
um heims á þessu sviði, bæði frá Evrópu
og Ameríku og jafnvel frá Astralíu. Það
verður því örugglega fróðlegt fyrir íslenska
verkfræðinga og jarðvísindamenn að fylgjast
með því hvað þeir hafa til málanna að leggja
og ræða við þá um vandamál okkar hér á
landi.
íslenska hausttískan
í Modern lceland
Ut er komið nýtt tölublað af tímaritinu
Modern Iceland, sem er sérrit á ensku um ís-
lensk útflutnings- og viðskiptamál, fram-
leiðslustarfsemi og samgöngur. Utgáfa blaðs-
ins miðar að þvi að gefa sem fjölbreyttasta
mynd af islenskum framleiðsluvörum og
þjónustu með erlenda markaðsöflun í huga.
Blaðinu er dreift ókeypis til þúsunda viðtak-
Þakka innilega samúd og vinarhug
vid andlát og jarðarför módur minnar,
Valgerðar Helgu Jónsdóttur,
Túngötu 9 Sandgerði.
Sérstakarþakkir til
Óttars Guðmundssonar lœknis
og allraþeirra er studdu mig í
veikindum hennar.
Ása Arnlaugsdóttir.
Fiskeldi
Tveir starfsmenn óskast til vinnu við fiskeldisstöð Silfur-
lax hf. að Núpum III í Ölfushreppi, Árnessýslu.
Æskileg starfsreynsla og menntun: fiskeldi, líffræði, raf-
virkjun eða skyldar greinar.
Æskilegt er að starfsmenn búi eða setjist að í Hveragerði
eða nágrenni þess.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nafn, heimilisfang,
síma, fyrri störf og menntun óskast sendar fyrir 1.
september nk. til Silfurlax hf., Sundaborg 15, 104
Reykjavík.
í gærkvöldi I í gærkvöldi
PÁLL, RAGNHEIÐUR
OG OFURLÍTIÐ JÓN
Þaö nægir mér venjulega á
fimmtudagskvöldum aö lesa dag-
blööin og ég sakna sjónvarpsins lítiö.
I gærkvöldi kveikti ég þó á útvarpinu
til aö friöa samviskuna enda átti ég
yfir höföi mér aö vera rukkuð um
þennan pistil í morgun.
Eg hlustaði aöeins á fréttir á rás
eitt en klukkan átta stundvíslega
heyrðist upphafsstefiö á rás tvö.
Mikið er það gaman þegar starfsfólk
á rás eitt og tvö sýnir þá samstööu aö
láta skiptinguna gerast mjúklega. 1
gær sagöi þulurinn: „Utvarp
Reykjavík, klukkan er átta,” og þá
kom stefið stundvíslega. Alltof oft
gerist það hins vegar aö þulurinn er
ekki tilbúinn eöa þá aö þáttur fer
fram yfir tímann og rás tvö veröur
aö hef jast í miöri setningu á rás eitt.
Klukkan átta byrjaði vinsældalist-
inn. Stjórnandinn, Páll Þorsteinsson,
hefur það fram yfir marga starfs-
bræður sína þarna á rásinni aö vera
skemmtilegur á aö hlusta. Hann er
ekki nema temmilega klisjugarn.
Ennfremur gleymir hann því ekki að
hann er aö þjóna hlustandanum en er
ekki á einhverju einkaflippi í þáttum
sínum. Þaö vill alltof oft brenna viö
að stjórnendur láti slíkt eftir sér. Þá
er mér sérstaklega hugsaö til eins
stjórnanda sem þarna ræöur ríkjum
á besta hlustunartíma á föstudögum
og laugardögum.
Fyrir mína parta væri það nóg aö
heyra vinsældalistann svona einu
sinni í mánuöi. Þar veröa ekki bein-
línis byltingarkenndar breytingar
frá viku tilviku.
Klukkan níu byrjaði Ragnheiöur
Davíðsdóttir afskaplega menntaðan
þátt um vefjarlist. Boöið var í.heim-
sókn tveim listakonum sem voru
heldur þurrar á manninn. Fyrir
minn smekk ætti Ragnheiöur aö
hlæja lægra og reyna aö vera svolítiö
liprari viö gestina sína. Þaö er kúnst
aö fá gestinn til að gleyma því aö
hann sé í upptöku.
Elín Hirst
enda víöa um iönd og annast utanríkisráöu-
neytiö, íslensk útflutningsfyrirtæki, samtök
og stofnanir þá dreifingu ásamt erlendum
sendiráöum hér á landi.
I þessu nýja blaði af Modern Iceland birtist
ítarlegt viðtal viö Sigurð Helgason, forstjóra
Flugleiða, greint er frá starfi Hjálparstofnun-
ar kirkjunnar, fjallaö um nýjungar í rekstri
ýmissa fyrirtækja, en aðalefni blaösins er um
hausttískuna í islenskum ullarvörum og
möguleika til stóriöju á Islandi. Þá eru og
birtar stuttar fréttir úr viöskiptalifinu.
Ritstjóri Modern Iceland er Róbert Mellk
en útgefandi er Utgáfuþjónustan Víkverji,
Skúlagötu61.
Fyrirlestur um trjágróöur
fyrir norölægar slóðir
Mánudaginn 26.8. 1985 kl. 20.30 heldur
Magne Bruun, prófessor í landslagsarkitekt-
ur viö I^andbúnaöarháskólann aö Ási í Noregi,
erindi í ráöstefnusal Hótel Loftleiöa á vegum
félags landslagsarkitekta. Fyrirlesturinn
fjallar um ferö hans til Alaska og Y ukonskaga
þar sem hann athugaði trjá- og runnagróöur
meö tilliti til notkunar á Noröurlöndum.
Magne Bruun er þekktur fyrir ritstörf sín og
fyrirlestra um gróðurnotkun í þéttbýli. Fyrir-
lesturinn er öllum opinn.
IMý föndurverslun
Nýlega tók til starfa föndurvöruverslun í
Hafnarfiröi. Verslunin er til húsa aö Reykja-
víkurvegi 68 og ber nafnið Handvirkni.
Handvirkni er meö mikiö úrval föndurvara
fyrir alla aldurshópa. Nefna má fjölbreytt
vöruúrval fyrir börn og unglinga til aö föndra
viö og búa til sínar eigin gjafir. Fyrir þá eldri
og reyndari eru margar nýjungar. Bæði er
um aö ræöa leir, sem brenndur er í heimilis-
bakaraofninum, bútasaums- og applikeringa-
pakkningar, loödýrapakkningar og föndur-
málning fyrir allt mögulegt.
Handvirkni verður meö mörg námskeið í
vetur og sýnikennslu. Viöskiptavinir geta nú
þegar séö sýnishorn af fjölmörgu sem kennt
verður á námskeiöum.
Auk föndui*vara er verslunin meö úrval af
þurrskreytingum og gjafavöru sem er hand-
unnin og fáséö.
Eigendur Handvirkni eru þær Guörún
Helgadóttir og Halldóra Jóhannsdóttir,
þékktar föndurkonur.
Verslunin veröur fyrst um sinn opin frá kl.
13.00-18.00 daglega.
KFUM og KFUK, Amt-
mannsstíg 2B
Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Minnst
verður 100 ára afmælis Sigurbjörns i Vísi.
Ræöumaöur sr. Sigurður Pálsson. Einnig
verða fluttir þættir úr ævisögu Sigurbjörns
Þorkelssonar.
Tekið á móti gjöfum í launasjóð félaganna.
Stund fyrir börnin veröur í öðrum sal,
seinni hluta samkomunnar. Kaffiterían
verður opin eftir samkomuna.
Allir velkomnir.
Flóamarkaður
einstæðra foreldra
Félag einstæöra foreldra efnir til flóa-
markaöar og vöffluveislu í nýju húsnæöi sínu
aö öldugötu 11 nú um helgina og verður opiö
laugardag og sunnudag frá kl. 14—17.
Mikiö úrval af húsgögnum, leikföngum,
tískufatnaði á ýmsum aldri og fleiru á boö-
stólum. Enn er tekiö fagnandi á móti munum
og upplýsingar má fá í síma 32601.
Á meðfylgjandi mynd má sjá einn vinnu-
hópinn í kaffipásu, en þeir hafa starfaö aö því
síöustu kvöld aö koma veislumarkaðinum
upp, frá vinstri: Kristjana, Annie, Jóhanna,
Guöný, Anna Dís, sér í kollinn á Þóru, síðan
Anna Þ. og Erna.
Ráðstefna um ísl.
skólastefnu
I^ugardaginn 31. ágúst næstkomandi gang-
ast Bandalag Kennarafélaga og Kennarahá-
skóli Islands sameiginlega fyrir ráöstefnu er
ber yfirskriftina: — Ráöstefna um íslenska
skólastefnu. —
A ráösteínunni veröa flutt fjögur erindi.
Flytjendur eru:
Jónas Pálsson, rektor Kennaraháskóla Is-
lands.
Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri í mennta-
málaráöuneyti.
Svanhildur Kaaber, formaöur Bandalags
kennarafélaga.
Dr. Wolfgang Edelstein, prófessor viö Max
Planck rannsóknarstofnunina í Vestur-
Berlín.
Þá veröa flutt af myndbandi svör ýmissa
aðila innan skólakerfisins og utan þess vió
spurningum er varöa efni ráöstefnunnar.
Ráöstefnugestum gefst gott tóm milli er-
inda til fyrirspurna og umræöna.
Ráðstefnan hefst kl. 9 í Borgartúni 6
Reykjavík, og er öllum opin. Tilkynning um
þátttöku þarf að berast skrifstofu Kennarahá-
skólans í síma 91-32290 fyrir 28. ágúst.
Geðhjálp
Geðhjálp er félag fólks með geðræn vanda-
mál, aöstandenda þess og velunnara. Félags-
miðstöðin er að Veltusundi 3 B (við Hallæris-
plan). Sími 25990. Opiðhús til 1. september:
Mánudaga kl. 14 til 17.
Föstudaga kl. 14 til 17.
I-uigard. kl. 14 til 18.
Símaþjónusta alla miðvikudaga ki. 16 til 18.
Simsvari allan sólarhringinn sem gefur upp-
lýsingar um starfsemi félagsins.
Vetrarstarfið hefst 1. september og verður
það auglýst síðar. Allir velkomnir í opið hús.
Hússtjórnin.
Tapað -fundið
Köttur týndur
Svartur fressköttur fór aö heiman frá sér i
Vallargerði 4 Kópavogi, 29. júlí og hefur ekki
sést síðan. Hann er frekar styggur viö ókunn-
uga, meö brúna hálsól og er viö hana festur
gult spjald. Finnandi hafi vinsamlegast sam-
band í síma 43676 eöa 14594. Fundarlaun.
Tapað/fundið
Blágrár kettlingur með hvítan blett á hálsi
var á flækingi kringum Kolbeinsstaði á Sel-
tjarnarnesi. Hann er með hvíta ól um hálsinn
en ómerktur. Upplýsingar um kettlinginn má
fá í síma 15976 á daginn og 30175 á kvöldin.
Kápa tapaðist
Eftir djasstónleika, sem haldnir voru í Nor-
ræna húsinu sl. mánudag, saknaði einn starfs-
manna hússins kápu sinnar. Kápan er ný,
ljósblá popplínkápa. Var hún tekin úr fata-
hengi hússins en í stað hennar var skilin cftir
önnur kápa, gömul og slitin.
Eru það vinsamleg tilmæli að sá sem tók
nýju kápuna í misgripum skili henni í Nor-
ræna húsið. Sína kápu getur viðkomandi feng-
ið á skrífstof u hússins.
Afmæli
Áttræður er í Uag, föstudaginn 23.
ágúst, Þorkeli Ingvarsson, fyrrum
stórkaupmaöur, Dalbraut 27, Reykja-
vík. Hann tekur á móti gestum í félags-
heimilinu Drangey, að Síöumúla 35,
Reykjavík, eftir kl. 16 á afmælisdag-
inn.
Ferðalög
Sumarleyfisferöir Ferðafélagsins:
23.-28. ágúst (6 dagarj: Landmannalaugar
— Þórsmörk. Gengið milli sæluhúsa. ATH.
Síðasta gönguferðin á áætlun. 29. ágúst — 1.
sept. (4 dagar); Norður fyrir Hofsjökul. Ekið
til Hveravalla, þaöan yfir Blöndukvíslar
norður fyrir Hofsjökul og í Nýjadal. Gist eina
nótt á Hveravöllum og tvær nætur í Nýjadal.
5.-8. sept. (4 dagar): Núpsstaðarskégur.
Sérstæð náttúrufegurð, spennandi göngu-
ferðir. Gist í tjöldum. Obyggðir Islands eru
aldrei fegurri en síðla sumars. Ferðist með
Ferðafélaginu. Öruggur og ódýrar ferðir.
Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni,
Öldugötu 3.
Dagsferðir Ferðafélagsins 24. og 25. ágúst.
Laugardag 24. ágúst, kl. 09. Söguferð um
Borgarfjörð. Verð kr. 700.00.
Sunnudagur 25. ágúst:
1 kl. 10. Víðiker—Kvígindisfell—Hvalsskarð—
Brynjudalur. Ekið að Víðikeri, gengið þaðan
að Skinnahúfuhöföa, meðfram Hvalvatni og
niður í Brynjudal. Verð kr. 650.00.
2. Kl. 10. Berjaferð í Brynjudal. Verð 650.00.
3. Kl. 13. Berjaferð í Brynjudal. Verð kr.
400,00. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir
börn í fylgd fullorðinna.
Helgarf erðir 23.-25. ágúst:
1. Álftavatn—Háskerðingur—Mælilells-
sandur—Skaftártunga. Gist í húsi
v/Alftavatn. Ekið heimleiðis um Skaftár-
tungu.
2. Landmannalaugar—Eldgjá. Gist í húsi í
Laugum.
3. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála.
4. Hveravellir—Þjófadalir. Gist í húsi.
Helgarferðir með Ferðafélaginu eru
skemmtileg tilbreyting. Farmiðasala á skrif-
stofuF.l.
Ferðafélag Islands.
Útivistarferðir
Dagsferðir sunnudaginn 25. ágúst.
Kl. 8.00 Þórsmörk—Goðaland. Stansað 3—4
klst. í Mörkinni. Berjatínsla. Verð kr. 650.
KI. 13.00 Brynjudalur—Botnsdalur. Gömul
þjóðleið milli dala. Verð kr. 400.-
KI. 13.00 Botnsdalur—Glymur. (hæsti foss
landsins). Létt ganga fyrir alla. Verð kr. 400
— frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá
BSI, bensínsölu. Atb. svcppaferð i Skorradal
er frestað fram í september.
Helgarferð í Núpsstaðarskóga 30.—1. sept.
Gönguferðir, berjatínsla og veiði. 4. og
siðasta ferðin þangað á árinu. Einnig verða
helgarferðir á Kjöl og í Þórsmörk.
Miðvikudagsferð i Þórsmörk. 28. ágúst kl. 8.
Ýmislegt
Hver vill páfagauka og búr?
Hjónakorn af ætt páfagauka standa
þeim til boöa er fyrstur kemur á staö-
inn. Og staöurinn er íbúö nr. 1 á
annarri hæð í Hátúni 12, Reykjavík.