Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Qupperneq 30
42 Greg Phillinganes - Pulse UNDIRLEIKARINN OERIR ÞAÐ GOTT Þeir sem hafa gott minni muna ef til vill eftir laginu Behind The Mask sem, eftir að hafa verið leikið í Skonrokki síðla vetrar, rauk upp vinsældalista rásar tvö. Lag þetta er flutt af lítt þekktum náunga að nafni Greg Phill- inganes. Phillinganes þessi er engu að síður mjög kunnur hljóðfæraleikari og hefur leikið á plötum með ýmsum stór- stjömum poppsins. Þar á meðal má nefna Steely Dan og Stevie Wonder. Þá lék Phillinganes i laginu góðkunna We Are The World með USA For Africa. Fyrir nokkru sendi Phillinganes frá sér sólóplötu og á sama hátt og viðfangsefni hans hafa verið ólík í gegnum tíðina er platan nokkuð sundurleit. Lögin eru úr ýmsum áttum eftir hina og þessa en mestur fengur er í laginu Lazy Nina en þaö er eftir sjálfan Donald Fagen, fyrrum liðs- mann Steely Dan. Lagið Behind The Mask er auðvitað að finna á plötunni. Þetta lag hefur hingað til verið skráð eftir þá Ryuichi Sakamoto og Chris Mosdell en nú bregöur svo við að Michael Jackson hefur troðið nafni sínu inn á höfunda- listann þrátt fyrir að hann sjái einung- is um útsetninguna fyrir Phillinganes. Manni leyfist ýmislegt sé maður frægur. Meðal þeirra sem aðstoöa Phillinganes á plötunni eru Pointer systur og James Ingram og er það að sjálfsögðu við sönginn sem þau aöstoöa. Phillinganes syngur aðal- raddir að mestu sjálfur og fer það ágætlega úr hendi. Það má glöggt heyra að hann hefur starfaö með Stevie Wonder. Eins má heyra nokkur áhrif frá George Benson á plötunni. Hljóðfæraleikur er allur meira og minna af gerviættinni, hljóögervlar, trommuheilar og annað í þeim dúr. Ekkert út á þaö að setja, þetta fellur ágætlega aö þessari gerö tónlistar. Lögin eru frekar í rólegri kantinum með fönk ívafi og af þeim hef ég þegar nefnt Lazy Nina sem mestan feng en lögin Countdown To Love og Signals eru einnig hin áheyrilegustu. Greg Philiinganes getur bara verið ánægður meö þetta. -SþS- | Tania Maria - Made In New York I SÖNGKONA Á UPPLEIÐ Það voru ekki margir sem þekktu til Taniu Mariu þegar hún heimsótti okkur Islendinga og hélt hljómleika fyrir rúmum fimm árum. Að hún skyldi fylla Háskólabíó var eingöngu að þakka að í för með henni var bassa- snillingurinn og góðkunningi okkar Islendinga, Niels Henning örsted Pedersen. Tania Maria stóð sig samt með prýði og hafði undirritaður nokk- urt gaman af hljómleikunum. Tania Maria er brasilisk og þegar hún kom hingað var hún þegar þúin að skapa sér nafn í Evrópu. Síðan lá leið hennar vestur um haf og hefur hún verið á uppleið þar og er Made In New York hennar önnur plata í Bandaríkjunum. Tania Maria hefur góða rödd sem hún beitir af mikilli natni og yfirkeyrir aldrei, þótt raddsviö hennar sé mikið. Að sjálfsögðu eru mikil suðræn áhrif í lögum hennar og ef einhverjar breytingar hafa orðið á tónlist hennar síðan hún gisti Island þá er það helst að sum laganna bera keim af fönk-tónlist. Það eru níu lög á Made In New York og eru þau öll eftir Taniu Mariu. Nýtur hún aðstoðar hinna ýmsu textahöf- unda. Lögin eru nokkuö fjölbreytt að gerð og liggur það jafnvel við Taniu Mariu að syngja róiegar jassballöður og fönkaða rokktónlist. Hljómborðs- leikur hennar er vandaður en um leið látlaus og truflar aldrei sönginn. Best þykir mér hún samt þegar hún situr við flygilinn og syngur ballööur eins og I Do I Love You og Walking In The Rain. Rödd hennar nýtur sín best i lögum með suörænum áhrifum eins og E Carnival og Made In New York. Þar er hún á heimaslóðum, suðræn áhrif í fyrirrúmi. Made In New York er í heild hin ágætasta hlustun. Yfirbragð tónlistar- innar er í rólegra lagi, en það leynist eldur undir. Tania Maria er söngkona í sókn og á eftir að láta meira frá sér heyra á næstu árum. HK. ORANGE JUICE — IN A NUTSHELL: FÍNN MINNISVARÐI Það sætir tæpast tíðindum þó hljóm- sveitir geispi golunni. I fáum er raun- veruleg eftirsjá því skörð þeirra eru sjaldnast vandfyllt. Frá þessu eru sem betur fer heiðarlegar undantekningar og sjálfum þykir mér það heldur miður að Orange Juice skuli ekki vera ofar moldu. Þó væri fullmikið að segja að ég væri meö böggum hildar. Þessi skoska sáluga hljómsveit skorti aUtaf herslumuninn á aö komast í hóp þeirra allra fremstu. Hún sendi frá sér mörg dágóð lög sem breskir gagnrýnendur voru tilaðmynda ákaf- lega hrifnir af en almennar vinsældir hlaut hún aldrei svo orð sé á gerandi. Tónlist hennar var giska gáfuleg með dáUtið þunglamalegum undirtón svart- sýni og vakti kannski í hugum hlust- enda einhverjar minningar frá dögum Velvet Underground. Alténd passar þessi lýsing við fyrstu árin en frá 1983 reyndi hljómsveitin að höföa tU al- mennra poppunnenda í ríkari mæU en áður og átti þá eitt lag á topp tíu í Bret- landi: Rip it Up, sem var bæöi glaö- vært og vel danshæft. Sumir hafa geng- ið svo langt að segja að þessi frísklegi stm Orange Juice sem Rip it Up vitnar um hafi lagt grunninn að vinsældum FRAMKVÆMDASTJÓRI Fóðurstöðin Dalvík sem framleiðir loðdýrafóður fyrir loð- dýrabændur í Eyjafirði óskar að ráða framkvæmdastjóra. Upplýsingar veitir Úlfar í síma 96-61684. Umsóknir skulu sendar Úlfari Haraldssyni, Klöpp Svalbarðsströnd, 601 Akureyri fyrir 6. september. RITARI Hollustuvernd ríkisins óskar aö ráða ritara í hálft starf. Vinnutími eftir hádegi. Umsóknir sendist Hollustuvernd ríkisins, Síðumúla 13, 108 Reykjavík. Duran Duran, ABC og fleiri hljóm- sveita. Um það má efast. Þessi plata, In A Nutshell, er minnis- merki um Orange Juice. Fjórtán þekktustu lög hljómsveitarinnar, elsta lagið frá árinu 1980 — Falling And Laughing — og þau yngstu frá síðasta ári, þrjú taisins. Orange Juice átti löng- um í basli með áhöfnina, menn voru einlægt að koma eða fara, og skipper- inn einn, Edwyn Collins, hafði úthald til hinsta dags. Nú er hann sagður vera farinn að semja kántrí&western lög. Gúddlökk! Á þessari plötu eru auövitaö firnin öll af fínum lögum. Um það þarf ekkert að karpa. Eg hef trú á því að þau eigi eftir að standa uppúr að áratugum iiðnum sem minnisvarðar um merka hljómsveit og stórlega vanmetna. -Gsal EDWYN COLLINS í ORANGE JUICE KVEDUR. DV. FÖSTUDAGUR 23. AGUST1985. POPP SMÆLKI Sælnú! Ef aö líkum lætur veróur ekki þverfótað á vinsældalistum innan tióar fyrir um það bil tutt- ugu ára gömlum lögum í nýjum klæðisplöggum. Þegar er Sonny ^og Cher lagió, I Got You Babe, , ofarlega á lista i höndunum á UB40 og Chrissie Hynde. Oúett þeirra Oavid Bowie og Mick Jagger, Dancing In the Street, sem Martha & the Wandeiias gerðu fyrst frægt árið 1964, kemur út í næstu viku og svo eru þaó nýju fréttirnar: Boy George hefur ákveðiðaö synaadúett með Ihaldið stillingu ykkar) gömlu kær ustunni, honum Marilyn, og lagið: Spirit In the Sky frá árinu 1970 sem var þá topplag Normans Greenbaums:.. Og meira um Gogga: hann hyggst eínsog sagt var frá í síðasta Smælki koma fram á hljómleikum sem kenndir eru við AIDS. Ólíklegt er að aðrir meðlimir Culture Club verði viðriðníf' þessa uppákomu því hljómplötufyrirtæki sveitarinnar vill ekki blanda sér í málið... r loksins hefur verið látið uppskátt um kvikmyndina sem , Michael Jackson hefur verið að föndra við síðustu mánuði. Kvikmyndin heitir Captain Eo, gerð af Walt Disney fyrirtækinu, einhvers konar geimmúsíkmynd og þaó sem kannski er hvað merkast: unga kvikmyndastjarnan hefur lika samið nokkur lög og syngur í myndinni. Leikstjóri er enginn annar en ^rancis Ford Coppola... Og talandi um kvikmyndir: Oisneyfyrirtækið ku hafa boðið Madonnu drjúgar fúlgur fyrir aó mega framleiða teiknimyndaseriu um hennar stórbrotnu persónu... Líkur eru á að bandariska hljóm sveitin Van Halen sé úr sögunni (enn hef ég þó ekki rekist á formlega staðfestingu að svo sé) og David Lee Roth er sagður ætla að feta í fótspor Prince og gera tónlistarmynd að hætti Purple Rain. Fyrst um sinn mun hann þó láta sér nægja að vera plötu snúður hjá MTV, sjúnvarpsfyrir tækinu bandariska sem sjónvarpar Skonrokki allan sólarhringinn... Í síðustu viku kom út smáskífa nteð góókunningjum okkar, Sal Solo og Classix Nouveaux, en rúm tvö ár eru liðin frá því plata kom út í nafni hljómsveitarinnar. Sólóplata með Solo kemur út síðar á árinu... Nýja Sister Sledge lagið heitir Oancing On the Sagged Edge og fyrsta smáskifa Thomson Twins á árinu er komin út og heitir: Don’t Mess With Doctor Dream. Here’s the Future Day heitir svo breiðskifan sem kemur út eftir réttan mánuð... Simon LeBon, Nick Rhodes og Roger Taylor úr Duran Duran gefa saman út plötu í október undir hljómsveitarheitinu Arcadia en platan á að heita: So Red the Rose... Búið í bili... Gsal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.