Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1985, Qupperneq 32
44 DV. FÖSTUDAGUR 23. ÁGUST1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Rod Stewart, fótboltaáhuga- maöur og poppari, ætlar ekki aö missa af heimsmeistaramótmu í knattspyrnu sem verður í Mexíkó á næsta ári. Hann hefur nú þegar látiö umboðsmann gera ráöstafanir svo hann komist örugglega á mótið. Frekari fregnir af Rod herma að kærast- an hans, Keily Emberg, hafi sett honum það skilyrði að annað- hvort gangi þau í hjónaband í september eða allt sé búið á milli þeirra. Það er aldeilis harkan á þeim bæ. Jackie Onassis er sögð hafa mikinn áhuga á að gefa út ævi- minningar Marlon Brando. Hann mun eiga bækur fullar af minnis- atriðum úr lífi sinu en hann vill alis ekki að úr þeim verði unnið. Jackie flaug tU Tahiti til að reyna að telja honum hughvarf. Sonur Marlon, Christian, mun vera hinn myndarlegasti maður en hann hefur ekki sýnt áhuga á að leggja leiklistina fyrir sig eins og faðir hans. Samt getur farið svo að hann skelli sér í bransann þar sem honum hefur verið boðið að gerast módel hjá evrópsku tiskubiaði. Hann er aö hugsa sig um en pabbi hans hefur eindregið hvatt hann tii að drífa sig í slaginn. Howard Keel, sem fer meö hlutverk Clayton Fariow í Dall- as, hefur fengið meðleikara sina tii að gangast inn á að gefa út plötu um fjölskylduna á South- fork. Ekki er alveg ljóst hvort Howard ætlast til að leikararnir syngi efnið eða hvort eingöngu verður um talað mál að ræða. Á plötunni verða t.d. lög eða kaflar sem heita J.R., Augu Miss EDie og Hver dráp Jock Ewing? Howard mun vera mjög bjartsýnn á að plata sem þessi muni seijast feikivel. Gull á ólympíuleikunum geturgefíð góðan pening Mary Lou Ratton prýðir pakka af Wheaties og fyrir það fær hún dágóða Bandarískt iþróttafólk, sem gerir það gott á ólympíuleikunum, hefur tækifæri til að notfæra sér frægð sína til fjáröflunar. Auglýsendur hinna ýmsu vörutegunda sækjast mjög eftir aö fá íþróttafólkiö til að auglýsa vörur sínar enda getur verið mikill akkur í því að nota þekkt nöfn til auglýsinga. Mary Lou Retton, fimleikakonan unga, sem sló heldur betur í gegn í Los Angeles í fyrra, er ein þeirra sem hefur notfært sér frægð sína. Hún geröi samning við fyrirtækið General Mills og prýöir nú pakkana utan um „Wheaties” sem mun vera heilsusam- legar kornflögur í morgunmatinn. Hún kemur líka fram í sjónvarpsauglýs- ingum fyrir fyrirtækið og fyrir þetta tvennt fær hún eina milljón dollara. Mary gerir þaö gott betur því hún tekur 8.000 dollara fyrir aö koma í verslunarmiðstöövar og gefa eigin- handaráritanir. Sundmaðurinn Rowdy Gaines hefur líka notfært sér góðan árangur sinn á ólympíuleikunum en hann sigraði í 100 metra skriðsundi í L.A. Frá því að leik- unum lauk hefur hann halað inn hálfa milljón dollara. Hann segist hafa gert sér grein fyrir því um leiö og hann snerti bakkann fyrstur á ólympíuleik- unum að nú mundi líf hans breytast og hann mundi eiga möguleika á mun meira fé en nokkru sinni fyrr. Joan Benoit, sem sigraöi í fyrsta maraþonhlaupi kvenna á ólympíuleik- unum, gæti grætt vel á sigri sínum. Hún hefur hins vegar engan áhuga á því og vill frekar eyöa tíma sínum meö fjölskyldunni. Joan segist líka vona og vilja frekar að fólk muni eftir henni fyrir að hafa unnið maraþonhlaupiö en fyrir það að leika í auglýsingum. Edwin Moses þarf ekki að óttast frekar en Joan að hann gleymist en sigrarnir hafa samt ekki fært honum nein auðæfi, a.m.k. ekki í sama mæli og Mary Lou Retton. Hann segir að þaö sé misskilningur að halda að frægir íþróttamenn geti gengið að auð- æfunum vísum. Hann hefur nefnilega ekki haft mikiö upp úr því að standa sig vel á ólympíuleikunum. Eitthvað virðist peningalukkunni vera misskipt milli íþróttafólksins. K Sundmaðurinn Rowdy Gaines er ekki eins vel launaður og Mary en hann ætti samt að hafa í sig og á. summu. Ættarmót Hróarsdalsættarinnar: JÓNAS FRÁ HRÓARS- D AL EIGN AÐIST 33 BÖRN, SEX ERU ENN Á LÍFI Það var mikiö f jölmenni á ættarmóti Hróarsdalsættarinnar sem haldiö var í lok júlimánaöar að Hróarsdal. Þar voru saman komnir niðjar Jónasar frá Hróarsdal en hann átti 33 börn, þar af 26 með þrem eiginkonum sínum. Sex bama hans eru enn á lífi og voru þau að sjálfsögðu mætt á staðinn. Alls komu um þrjú hundruð manns á ættar- mótið og var félagsheimilið á Sauðár- króki fengið að láni til kaffidrykkju. Jónas frá Hróarsdal var vel kunnur í Skagafirði og þá einkum fyrir yfirsetu- störf sín en hann mun hafa tekið á móti fjölmörgum börnum í Skagafirði. Jón- as var fæddur áriö 1840 en hann lést ár- ið 1927 í hárri elli. Eins og Skagfirðingum er tamt var mikið sungið á ættarmótinu, m.a. sungu bræðurnir Kristján og Jóhann Már Jóhannssynir saman í fyrsta skipti opinberlega við mikinn fögnuö viðstaddra. Jónas var langalangafi þeirra. SJ Börn Jónasar frá Hróarsdal, sem enn eru við hestaheilsu, voru að sjálf- sögðu á ættarmótinu. Þau heita frá vinstri: Sigurlaug, Sigurður, Þórarinn, Snorri en hann er barnabarn Jónasar og kom frá Kanada á ættarmótið, Páll, Leó og Sæunn. TRUÐURINN RICKY BRUCH Ricky tók þátt í keppni líkamsræktar- manna í Sviþjóð, þar varð hann númer þrjú en ekki fylgir sögunni hvort hann hafi gefið einhverjum kjaftshögg þar á eftir. Eins og greint hefur verið frá á íþróttasiðu DV í þessari viku hneykslaði kringlukastarinn Ricky Bruch fólk með fautalegri framkomu sinni á sænska meistaramótinu á dögunum. Hann gaf formanni sænska frjálsíþróttasambandsins vænt kjaftshögg auk þess sem hann mætti ekki i lyfjapróf sem hann varð boðaður í. Ferill Ricky sem íþróttamanns hefur alla tíð verið nokkuð skraut- legur, hann virðist vera mikið fyrir það að láta mynda sig í hin- um ýmsu uppákomum. Hann hef- ur mætt á íþróttaleikvang með grimu og hjálm en hann gengur gjarnan með húfur ýmiss konar vegna hárleysis á höfði. Myndirnar, sem hér fylgja með, ættu að gefa nokkra hug- mynd um trúðinn Ricky eins og hann hefur verið nefndur í sænsk- um blöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.