Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 2
38 DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 Opinberar heimsóknir stórmenna geta oftlega valdiö vandræöum þar sem hinar háu persónur drepa niöur fæti. Tveir dýratemjarar í Keekorok Lodge nærri Masai Mara í Kenya uröu þannig aö hafa fataskipti um daginn, þegar fréttist aö páfinn sjálfur myndi líta við í dýragarðinum þeirra. Þeir hafa nú, þegar þetta er skrifað, gengið um í heila viku í hvítum kuflum sem flaksast um fætur þeirra og svo baöa þeir út höndunum eins og ein- hverjir bjáifar. Þetta verða þeir aö leggja á sig til þess aö dýrin veröi ekki hrædd viö páf- ann þegar hann kemur. Páfi hafði raunar óskaö eftir því aö fá að sjá fíl, en fílarnir á þessum slóöum eru of villtir og ekki hægt aö fá þá til aö sýna af sér neins konar samkvæmishæfni. Þess vegna á páfi bara aö fá aö hitta hálftaminn nashyrning — sem I'autaði fil, fékk nashyrning. verðirnir eru búnir aö venja viö kjóla- slátt og pilsaþyt hins æösta preláta. Ríkisstjórn Japans seldi um daginn 6.786 fermetra lóö í miöborg Tokyo fyrir 57.500 milljónir ycna sem mun samsvara um þaö bil 1,2 milljónum ísl. kr. á hvern fermetra. Þessi lóöarsala var sögö vera liður í þeirri viðleitni japönsku stjórnarinnar aö fara í fót- spor Alberts Guðmundssonar á tslandi og ýta undir einkaframtakiö og ná samtímis inn peningum í ríkiskassann. SPEKI VIKUNNAR „Ekki aðeins hefur hann óvenjulega þekkingu á mannsröddinni og beitingu hennar, heldur Iag á að ná fram feg- urstu hljómum, jafnvel úr börkum, sem viröast hásir, þegar byrjað er aö syngja. Ingólfur er alvarlegur lista- maður en hann hefur næmt skopskyn og samlíkingar hans eru oft hnyttnar og markvissar og vekja kátínu á æfing- um ...” (Nokkrir félagar úr Pólyfónkórnum í athugasemd viö skrif Mbl. um ítalíuför kórsins.) Eftir viku veröur háttskrifuö kvik- myndahátíð í Feneyjum. Þar verða myndir eftir leikstjóra á borð viö Agnés Varda, Alain Tanner, John Huston, Ridley Scott og Roger Vadim. Sýndar verða 24 myndir frá 20 lönd- um á þessari hátið, sem er hin fertug- asta og önnur í röðinni, og er aö þessu sinni helguð Walt Disney. Auk þeirra sem aö ofan eru taldir og eiga myndir í Feneyjum eftir viku — eru utan- hátíðargestir eins og Jerzy Skolim- owski, Maurice Pialat og Manuel de Oliveira — og fleiri. * Sergo Paradzjanov heitir kvikmynda- leikstjóri frá Armeníu í Sovétríkjun- um. Paradzjanov féll í ónáö yfirvalda fyrir fimmtán árum og hefur ekki fengið aö gera mynd síðan — þar til nú. Andrej Tarkovsky hefur margoft sagt hér á Vesturlöndum aö Sergo Paradzjanov veröi að teljast merkasti kvikmyndaleikstjóri Sovétmanna nú um stundir. t vestrinu er hann þekktur fyrir myndir sem nefndust Litur granateplanna og Blóörauðu hestarn- ir. Óánægja yfirvaldanna reis i kjölfar frumsýningar Granateplanna. Sú mynd gerist á 18. öld i Armeníu og fjallar um lif þjóöskálds þeirra Armeníumanna sem hét Sajat-Nova. Það skáld töldu Kremlarherrar vera hættulega þjóöernislega þenkjandi og oft djarft í listrænum efnum. Yfirvöld heimtuöu aö myndin yrði kUppt upp á nýtt og innihaldi hennar og áherslum breytt. Paradzjanov neitaði — og þar með blossaði upp óánægja hinna háu herra. En nú hefur reiðin sjatnað í þunglynd- um höfðum i Kreml. Honum leyfist nú aftur að vinna og er reyndar þegar bú- inn að gera mynd eftir skáldsögu Georgíumannsins Daniel Tjukadze, Virki Suramis. Myndin var frumsýnd nýlega í Moskvu og Paradzjanov er kominn af stað í næsta verkefni sem verður armenskt að ætt og uppruna. Paradzjanov var settur í fangelsi 1973, ákærður á fölskum forsendum, sagður kynhverfur og þjófóttur — hon- , um var sleppt 1978, en fékk ekki at- vinnuleyfi. 1982 var hann handtekinn á nýjan leik, en sleppt, m.a. vegna mót- mæla frá kvikmyndaleikstjórum í mörgum löndum. * Er þaö hugsanlegt aö í sólkerfi voru sé einhvers staðar i leynum tiunda plán- etan? Þessi kenning hefur valdið stæröfræðingum og stjörnufræðingum í Moskvu andvöku nokkurri upp á síðkastið. Þetta með 10. plánetuna byggir á því að Plútó skepnan sé eiginlega fylgi- hnöttur Neptúnusar, tungl sem hafi losnað af braut sinni fyrir tilverknaö aödráttarafls óþekktrar plánetu sem sé 10 sinnum stærri en jörðin. Samkvæmt þessari kenningu á líka að vera hægt að útskýra óreglulegar hreyfingar Plútós, Neptúnusar og Uranusar. * Þeir hjá Sothebys í London reiknuðu með því að fá 4,5 milljónir ísl kr. þann dag sem hvíti Mercedes 600 bíllinn hans Johns heitins Lennon færi undir hamarinn hjá þeim. Þaö verður reyndar þann 29. ágúst nk. og þá haldið sérstakt uppboö sem þeir kalla Rock'n Roll uppboö — hið fimmta í röðinni. Þessi M-600 var sérbyggður fyrir Lennon og afhentur honum í febrúar 1970. Hann notaði bílinn í London í fimm ár. Enn er tækið eins og það í upphafi var, sætin klædd hvítu og svörtu plussi og rúðurnar dekktar. Annar Beatles-bíll, sem fer undir hamarinn hjá Sothebys, er alhvítur Aston Martin DB5 kupé, árg. 1965, sem George Harrison pantaði sér eftir að hafa séð sams konar bíl í James Bond bíómyndinni Goldfinger. En þessi Aston Martin fer víst bara á um það bil eina milijón kr. Á þessu uppboði reikna menn meö tvöfaldri þeirri upphæö fyrir bílinn sem Elton John á — tveggja dyra Delahaye kupé af franskri gerö, sem upphaflega var hannaður og smíðaður fyrir maharajann af Mysore. En þeir ætla ekki aöeins að selja sér- stæða bíla á uppboðinu þaun 29. Þar veröa nokkrar teikningar og bréf sem John Lennon skrifaöi — og er búist viö því aö hátt verði boöiö í það dót. „Sælinú. Eg heiti John Lennon. Eg vil að þú hittir Yoko Ono,” skrifaði Lennon á tcikningu sem hann gerði af frúnni og birtist i bókinni Grapefruit. Teikningin sem hér birtist með á að skila í kassann á milli 120—200 þús. kr. Og svo á aö selja búninga sem þeir Paul McCartney og George Harrison voru cinhvern tíma í uppi á sviði. Og þarna vcrður boöinn upp jakki af Lenn- on: og líka sá frægi hjartarskinnsjakki sem EIvis Presley átti, handsaumuð gersemi og með listilegum stungum í lituðu skinninu. Hann var í þessum jakka á hljómleikum í Las Vegas 1969. Fáeinir gripir hafa verið gefnir á þetta uppboö og á það verð, sem fyrir þá fæst, að renna til styrktar fötluðum börnum. Þar á meðal er gamli raf- magnsgítarinn hans Cliff Richards sem hann sjálfur reit einhvern tíma nafn sitt á. Og auk þess ótal hljóðfæri af ýmsu tagi sem áður tilheyrðu hinum dýrlegu stjörnum. Eigum við aö skella okkur? -K Dipiómatar allra landa sameinist! Þetta hugsaði — en sagöi ekki hátt — hann Viktor Maltsev, varautanrikis- ráðherra Sovétríkjanna, þegar hann sagði eftirfarandi (staddur í Stokk- hólmi í heimsókn): Munuriun á dipló- mati og hundi? Hann er sá að hundur- inn lifir sínu eigin lífi en diplómatinn lifir aftur á móti hundalífi. . . * Nú er ákveðið aö söuglcikurinn Skák (Chess) eftir Abba-drengina Benny Andersou og Björn Ulvaeus veröi sett- ur á sviö í Prince Edwards Theatre í London. Nokkuö er síðan frumsýn- ing var ákveöin voriö '86. Þaö er ein- mitt á Prince Edwards sem sönglcikur Andrew Lloyd Webbers, Evita, hefur gengið fyrir fullu húsi síðan 1978 og verður þar áfram á fjölum fram á vor. Þaö er Tim Rice sem hefur skrifað BENNY ANDERSSON textann bæöi viö Evitu og Skák — þaunig aö segja má að hann leysi sjálf- an sig af hólmi. Andrew Lloyd Webber er sjálfsagt einhver iðnasti söngleikjahöfundur sem sögur fara af. Einhveru tíma var þaö sagt um hann — væntanlega í kjöl- farið á Evitu — að maðurinn væri svo músikalskur að hann gæti auðveldlega samið tónlist sem nota mætti við síma- skrá Reykjavíkur. Slæmt aö maðurinn skuli ekki hafa drifið vora elskuöu símaskrá upp á sviö! * Það borgar sig víst ekki aö taka of stórt upp í sig — eins og sagt er. Þaö fékk fyrirsvarsmaður knattspyrnufé- lags eins i Noregi að reyna um daginn. Þessi ágæti maður heitir reyndar Jan Stensrud og ræður fyrir málcfnum fé- lags frá Hamkam. Um daginn voru piltarnir hans að leika þýðingarmikinn leik gegn góðum mönnum frá Briske- by. Þegar piltarnir hans Stensrud voru búnir að fá á sig tvö mörk, staðan 2—0 fyrir þá frá Briskeby, sagði Stensrud að hann skyldi éta skó sinn ef hans menn ynnu leikinn. „Og,” bætti hann við, „ég skal borða báða skóna mina.” Og svo sigraði Hamkam með 3—2 og Stensrud var láthui borða skóna sina á aðalfundi knattspyrnufélagsins í Ham- kam þann 13. ágúst sl. M Peter Morrison, vinnumálaráöhcrra Thatcher-stjórnarinnar í Brctlandi, skrifaði um daginn bréf til skrifslofu einnar í Norðaustur-Englandi, sem sér um að útvega börum, klúbbum og knæpum berháttustelpur. í bréfinu segir að frá og með nú muni vinnumiðl- unarskrifstofur Stóra-Bretlands ekki útvega stelpum berháttustörf. Þessi tiltekna skrifstofa hafði nefni- lega orðið sér úti um 14 stelpur og 2 pilta fyrir tilstilli vinnumiðlunarskrif- stofu í Tyneside þar sem atvinnuleysið er hvað verst. Og nú er það ekki lengur hægt að út- vega sér berháttufólk úr hópi atvinnu- leysingja — og taka laun fyrir. BILVARGUR I EVRÓPU Var einhver að segja að manneskjan væri þróaðri en dýrin? Yfir á meginlandi Evrópu eru menn farnir að spyrja sig að því bvort stein- mörðurinn (martes foina á latínu, marðartegund sem flækist ekki norðar en til Danmerkur og hefur aldrei borist til Islands, guði sé lof) sé í þann veginn að hefja mikla hefndarherferð gegn mannkyninu. Á dögunum tíndi löggan í Þýska- landi upp 100 dauða meröi og sá að helmingur þeirra hafði lent undir bíl. Nú hafa merðirnir ákveðið gagnárás — á bíla. Þelr fóru hægt af stað, réðust bara á einn og einn bíl, en hafa nú valdið skemmdum á þúsundum bíla — og reyndar eru aðgerðir marðarins svo grimmilegar að bílarnir eru óhreyfan- legir á eftir. Dýrin bíta i sundur rafmagns- leiðslur og gúmmíslöngur eða hosur. Þessi árás marðanna hófst í lok síðasta áratugar. ADt í einu fóru kærur á hendur torkennilegum árásaraðilum að hrúgast upp á lögreglustöövum i Sviss, Austurriki og Bæjaralandi. Einkum kvartaði fólk undan skemmdum á raf leiðslum. Lögreglumaður einn í Winthertur fór á stúfana og eftir margra nátta rannsóknir kom hann upp um illvirkj- ann: það var steinmörðurinn sem sleit í sundur vatnsslöngur og rafleiðslur. Smám saman fengu bilaframleið- endur í V-Þýskalandi áhuga á þessu máli og fengu dýrafræðinga til að kanna málið. Könnunin fór þannig fram að hundruðum bila var komið fyrir á afmörkuöu engi. Og svo var steinmerði sleppt á bilana. Tilraunin var gerð í því skyni að komast eftir þvi hvort skepnan hefði sama áhuga á hvers konar efni. Niður- stöður liggja ekki enn fyrir — nema hvað vitað er aö bremsuslöngurnar í Audi eru sagóar verstar á bragðið, mörðurinn litur naumast við þeim. Bílar sem nýlega hefur verið ekið, vélin því enn heit, lokka varginn helst til sin. En hvers vegna það? Lyktin kannski? Heldur mörðurinn kannski að þar eö bíllinn er heitur sé hann lifandi andstæðingur? Eða er þetta bara forvitni? Eða hefnd? Úlfur og refur eru hinir gömlu óvinir marðarins. Nú hefur manneskjan svo gott sem útrýmt þeim dýrategundum a.m.k. i þéttbýlum iðnaðarlöndum og billinn er orðinn helsti óvinur marðarins. Það er ekki óhugsandi. Mörðurinn er hreint ekki einn dýra um að leitast við aö síöðva heimskupör mannsins. Eða vissu lesendur að mýs höfðu mikil áhríf á úrslit seinni heimsstyrjaldar- innar? Mýs laðast nefnilega að bensín- leiðslum. Veturinn 1942, þegar Þjóö- verjar höfðu æpandi þörf fyrir allt sem rúllaði á austurvígstöðvunum, hrundi 204. skriðdrekaherdeildin og varö til einskis gagns í langan tíma. Mýs höfðu nagað sundur leiðslurnar í 100 skrið- drekum. En hvernig fer mörðurinn að því að naga í sundur rafleiðslur án þess að fá straum? Eða þolir helvitið straum? Maöur hefur svo sem dapurlegar minningar frá bernskudögum, þegar maður dundaði sér við aö hjakka sundur raflinu án þess að taka úr sam- bandi. Kann mörðurinn einhverja að- ferð til að koma i veg fyrir skamm- hlaup? Sennilega er mörðurinn klókari en maðurinn. Það er nefnilega til skjal- færð sönnun á því að dýr læra fyrr en maðurinn allt um hættu þá sem af raf- magni getur stafað. Við notum rafmagnsgirðingar til þess að hefta för dýra. Það er meira að segja notaður rafstraumur til að láta kýrnar „kukka” á réttan stað i flórinn (maöur hefur lesið um þaö í land- búnaðarritunum) — en það kemur þessu ekki við. Við þekkjum öll rafmagnsgirðingar. Og líka þá aðferð að grafa raflínu í jörðina umhverfis hús. Svo festir maður ofurnæmt tæki i hálsbandið á voffanum sínum og hann fer aldrei út fyrir þennan ákveðna radíus. En það eru rafmagnsgirðingarnar sem eru algengastar. Og hér kemur hin skjalfesta sönnun: Hestur þarf ekki að snerta rafmagnsgirðinguna nema einu sinni — síðan kemur hann ekki nærri henni. Kýr þarf að fá raf- stuð þrisvar áður en hún fær það inn i sinn þykka haus að best sé að láta leiðsluna vera. Kind þarf aö snerta strenginn fimm sinnum. Grís ellefu sinnum og nemandi á Hvanneyri (eða Hólum) snertir strenginn sextán sinnum áður en hann skilur til fulls að þessi strengur er eitthvað skrítinn... Reyndar er þessi útreikningur danskur — og gæti þess vegna átt við okkur hér, sem einu sinni vorum dönsk nýlenda... En mörðurinn hefur grafið upp stríðsöxina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.