Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 39 ,*■*•*- Eyrnamergsvélin er afkvœmi læknis eins frá Minnesota. Hún kemur i ómetanleg- ar þarfir eins og þeir geta um borið sem hafa látið hana skafa úr eyrunum á sér. Mönnum (sumum a.m.k.) dettur margt í hug þegar þeim bráðliggur á að verða auðugir. Aiiir hafa efiaust heyrt um manninn sem setti auglýs- ingu í blað og iofaði fólki óbrigðulli aðferð við að verða ríkt. Þeir sem sendu honum tíkall fengu kort til baka þar sem stóð: Gerðu eins og ég. Um daginn auglýsti maður nokkur í Stokkhólmsblöðunum. Hann sagði: Viltu ókeypis bensin, rafmagn og síma? Hringdu þá í númer. . . og fáðu upplýsingar. Þegar hringt var í uppgefið námer svaraði símsvari. Símsvarinn sagði: Við sendum þeim sem áhuga hafa tækniteikningar þar sem útlistað er hvernig símar, raf- magnsmælar og bensínsjálfsalar virka og hvernig hægt er að leika á þessi tæki og fá ailt sem þarf úr þeim ókeypis. En þessar aðferðir sem við getum bent á eru ólöglegar og bannað að beita þeim. Svo gaf simsvararöddin upp verð á hverri teikningu og póstgírónúmer. Tæknilega þenkjandi blaðamaður sendi fimmtíukall í þeirri von að hann fengi upplýsingar um hvernig farið er að því að hringja ókeypis (þ.e.a.s. ef maður væri ólöghlýðinn). Og fékk brúnt umslag sent um hæl. 1 umslaginu var eitt blað af stærðinni A4. Á blaðinu var einhver teikning sem minnti helst á mynd af gaddavirsgirðingu alsettri hröfnum að hvíla sig. Svo fylgdi með listi yfir alla hluti sem þarf til að geta hringt ókeypis. Það þarf fjórar mót- stöður, eina 100 kohm, tvær 22 og eina 2,2 kohm (kohm?) og einn 10 nf kera- mískan kondensator, tvær zenerdióður og cina Ijósadíóðu. Takist manni að koma saman gadda- vírsgirðingunni samkvæmt þessum naumum upplýsingum—er bara að prófa apparatið. Það gerir maður með því að fara út í næsta símaklefa og hringja í sjálfan sig. Fái maður krónuna (tíkall- inn) til baka hefur samsetningin eftir teikningunni heppnast. Ef sjálfsalinn gleypir tikallinn þá á maður að víxla rauðu og bláu þráðunum. Eða svo seg- ir leiðarvísirinn. Neðst i leiðbeiningun- um segir: Ath! ath! ath! Það er ólög- legt að setja þetta tæki saman og enn meira ólöglegt að nota það. Ef upp kemst eru viðurlögin allt að tveggja ára fangelsi. Sagan segir að sá sem selur þessar óskiljanlegu teikningar fyrir tvö- hundruðkall hafi orðið þokkalega efnaður af tiltækinu. Og geri aðrir betur: Að fá fjölda fólks til að borga stórfé fyrir aðferð til að hringja ókeypis i sjálfan sig úr sjálfsala. Til hvers? Og standi maður úti á götuhorni við sjálfsalann — hver á þá að svara heima? Breiðsiðunefndin sá það i Newsweek um daginn að íþróttirnar verða æ bjánalegri. Nú eru þeir farnir að halda að fólki einhverju sem þeir kalla tölvu- skó. „The Puma RS Computer Shoe” sem Puma í V-Þýskalandi býr til er svona bomsa. Þessi nýjung er búin alls konar tölvudóti og maður gctur kveikt á draslinu áður en maður kýlir af stað og þá telur tækið skrefafjöldann, skrefa- lengdina og tímann sem maður er að klofa tiltekna vegalengd og svo er hægt að láta græjurnar pípa þegar maður hefur brotist áfram fyrirfram upp- gefna vegalengd. Tækið segir manni meira að segja hve margar hitaeiningar maður hefur brúkað við þessa áreynslu — en þá þarf maður fyrst að fara heim með bomsurnar og tengja þær við litlu heimilistölvuna — þá reiknar hún út. Það er reiknað með því að þetta fíniri verði komið á markað vorið 1986 og á þá að kosta ca 200 dollara. Eru það ekki 9000 íslenskar? Adidas er líka búið að útbúa svona tölvu-bomsu og sú kemur á markað strax í haust, eitthvað ódýrari — á bara að kosta 125 dollara; rúml. 5000 ísl. kr. Arnold Schwarzenegger, líkams- ræktartröll og líka þekktur fyrir að vera sá sem leikur aðalhlutverkið i vöðvaþvælunni Villimaður Conan, ætlar bráðum að gifta sig. Hann ætlar að giftast frænku John F. sáluga Kennedys, hins myrta Bandaríkjafor- seta. Sú heitir Maria Shriver. Parið sæta. Skurðlæknar í Jórdaníu skiptu um daginn um hjarta í ungum manni. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkur hjartaskurður var framinn í araba- heiminum, að því er þeir við Sjúkrahús Husseins kóngs í Amman segja. Sá sem nýtt hjarta fékk er 23 ára og hafði það fínt fyrstu dagana. Þeir við sjúkrahúsið í Amman eru að undirbúa fleiri aðgerðir af sama tæi. Löggan í bænum Prizren í suð-austur Júgóslavíu lokaði um daginn einum sjö kaffihúsum og handtók í leiðinni fimmtíu manns. Á þessum kaff ibúllum gátu menn nefnilega fengið hass eins auðveldlega og kaffi. Bærinn Prizren er í því suð-austlæga héraði Kosovo og þar eru flestir íbúa Albanir að uppruna — og finnst gott að reykja hass. í Hampstead, úthverfi í London, eru menn nú á kafi í að útbúa Freud-safn. Herra prófessor doktor í sálgreiningu starfaði nefnilega í því góða hverfi eftir 1938. Aðalgripurinn í þessu safni er auðvitað sófi þakinn mottum frá Austurlöndum. Á þessum sófa hafa víst margir góðir, aðallega þó háttsett- ir, dormað í viðurvist Freuds gamla og rutt úr sér þeim plágum sem í sálinni leyndust. Bandarískir uppfinningamenn tóku sig saman fyrir skemmstu og héldu sýningu á nýjustu hugverkum sínum í einkaleyfisstofnun Virginíu. Þar voru sýndir 75 stórmerkir gripir sem eflaust eiga sumir hverjir eftir að ná vinsæld- um og mala höfundum sínum gull. Meðal þeirra gripa sem sýndir voru má nefna sérlega hentugt tæki til að hreinsa eyrnamerg úr eyrum, tæki sem nefnt var „backmagic” eða bak- þvottavél, útbúnað sem heldur myndum lóðréttum/láréttum á vegg, bilskúr sem fastur er við bílinn, jólatré sem framleiðir gervisnjó, hárþurrku sem gerir hvort tveggja, aö þurrka hár og festa í þvi krullur og svo talandi kókmaskínu. Það kostar uppfinningamenn jafnan mikiö fé aö koma uppfinningum sínum á framfæri og fá einkaleyfi. Þaö var þess vegna sem þeir bundust samtök- um um að halda sýningu í sal einka- leyfisstofnunarinnar. 1 þeim sal hanga uppi á veggjum myndir af frægum uppfinningamönnum sögunnar, svo sem þeim Alexander Graham Bell, Thomas Edison, Eli Witney, Samuel Morse, Orville og Wilbur Wright, Louis Pasteur, George Eastman, Charles Goodyear — allt snillingar sem tókst að gera hugmyndir sínar aö raunveru- leika. Þessir frægu menn voru allir sama markinu brenndir: staöfastir og þrjóskir og létu misskilning og háö samtíöarinnar sem vind um eyru þjóta. Staöfestan og þrjóskan viröast reyndar vera kennimerki á upp- finningamönnum og þeir 75 sem í sum- ar sýndu hjá einkaleyfisstofnuninni virðast einnig búa yfir þeim eiginleik- Bakþvottatækið „Backmagic” eöa bakþvottagaldur- inn er hringlaga svampur, stór aö um- fangi og komið fyrir í gróf á plötu. Platan er svo fest á sturtuvegginn. Svo er bara að nudda bakinu á sér upp viö svampinn og maöur veröur jafnhreinn á bakinu og annars staöar á skrokkn- um. Þaö eru hjónin Larry og Carolyn Moore sem hafa hannaö bakþvottataek- iö og hafa eytt 600 þús. kr. í aö sýna notagildi svampsins.Þaö hafa þau gert með því aö sýna holdmikinn mann að basla viö aö skrúbba á sér bakið inni í þröngum sturtuklefa. Frú Moore sagöi eftirfarandi sögu um svampinn þeirra hjóna: „Larry fær jafnan sínar bestu hugmyndir þegar hann er að aka heim frá Kansas City. Ekki veit ég hvers vegna þaö er, en þetta er þriggja tíma akstur og honum dettur margt í hug á leiðinni. Ein af hugmyndunum sem hann fékk var vatnsrúmiö. En hann sinnti þeirri hugmynd ekki og fáum ár- um seinna var vatnsrúmiö komiö á markaö frá öörum uppfinningamanni. Eg sagði þá viö Larry: Næst þegar þú færö góða hugmynd, skaltu fylgja henni eftir. Einn daginn kom Larry svo heim. Hann kom þjótandi inn, sagöi ekki orð, rétt heilsaði, hljóp niður í kjallara og bjó til módel úr viöi og negldi þaö á vegginn. „Sjáöu;” sagði hann þegar hann var búinn. Ég haföi ekki hugmynd um hvað þetta var. „Þetta er bakþvottapokinn,” sagöi hann. Og ég veit að þótt enginn kaupi sér svona „backmagic” poka á Larry eftir að nota hann því aö hann er svo nákvæmur, hefur alla tíð þótt þaö óþol- andi aö geta ekki fariö einn í sturtu og þvegið sér jafnt um allan kroppinn.” Eyrnamergslosunartækið Dr. John Eichenlaub sýndi tæki sem ætlað er til aö losa merg úr eyrum. Þaö veröur ekki annaö sagt en að það tæki teljist merkilegt framlag til hreinlætis- iökunar í mannheimi. „Hitastigið í eyrnagöngunum er 33 gráður,” segir Eichenlaub. „Eyrna- mergurinn bráönar viö 37 gráður. Hitatækinu er rennt inn í eyrnagöngin, nákvæmlega 22 millímetra. Þá eru enn 3 mm eftir aö hljóðhimnunni. Endinn á tækinu er mjúkur, þannig að ekki þarf aö óttast þrýsting á himnuna. Á endan- um er svo hak sem er til þess aö skafa út bráöinn eyrnamerg.” Hallandi myndir réttast við Tom Robin sýndi þarfa uppfinningu. Það er útbúnaöur til aö rétta myndir sem kunna að skekkjast á vegg. Mynd- in er rétt við með plastkúlu sem rennur í plastrauf sem skrúfuð er á bak myndarinnar. Robins sagöist einhverju sinni hafa horft á mynd í sjónvarpi um japanskt hugvit. „Myndin snerist um þaö að Japanir vinni ekki meira en við á Vesturlöndum — en að þeir leggi meiri vinnu og tíma en við í að hugsa.” Rob- ins, sem er verkfræðingur meö sjálf- virkni sem sérgrein, er á fimmtugs- aldri og hefur starfað sem tækniteikn- ari í hjáverkum. „Eftir að hafa horft á þessa mynd um Japanina settist ég niður og skrifaöi hjá mér einar 10 hug- myndir sem ég haföi áhuga á aö þróa. Þessi með myndréttinguna var sú besta. Hallandi myndir hafa nefnilega veriö vandamál í híbýlum manna frá örófi alda. Og þessar hallandi myndir hafa lengi fariö í taugarnar á mér. Eg kem úr fjölmennri fjölskyldu, krakka- ormarnir eru alltaf aö skekkja mynd- imar.” Sjálfvirkur, meðfærilegur bílskúr Tesfa Guma, hagfræöingur frá Eþíópiu, sagði upp stöðu sinni hjá Al- þjóðabankanum árið 1982 til aö geta unnið að uppfinningu sinni, þ.e. hinum flytjanlega, sjálvirka „bílskúr”. Hann fékk einkaleyfi 1984 á efni sem hægt er aö rúlla upp og lét koma því fyrir á aft- urstuöara bíls. Þegar þrýst er á hnapp í mælaborði bilsins fer lítill mótor i gang og dregur seglið yfir bílinn og þaö hylur hann svo stuðara á milli. Tesfa Guma sagðist hafa fylgst með nágrönnum sínum lengi, þegar þeir voru aö skrapa ís og snjó af bilum í frosti. Og á sumrin sá hann þá hoppa út úr brennheitum bílum með næstum glóandi afturendann. Og svo drituðu fuglar á vesalings bílana, laufin féllu, ryk og sandur, regnsnjór. „En nú eru þessi vandræði úr sögunni,” sagði Guma. „Uppfinning mín leysir vand- ann.” Hann segist þurfa 32 milljónir kr. til aö komast af stað með fram- leiðsluna. Og áætlar að kostnaður á bíl veröi um 30 þús. kr. — Og aö eftir eitt til tvö ár muni hann sjálfur hafa grætt 120 milljónir króna. Snjótréð Snjótréö er einkar skemmtilegt fyr- irbæri. Þaö er ætlaö fólki sem situr og þreyir jólin á sólríkri strönd, t.d. í Ástralíu ellegar í Flórida — upplagt fyrir eftirlaunaþega sem eru fluttir suður í sólina, en sakna stundum snævarins að heiman. Snjótréð er gervijólatré sem dreifir hvítum plast- kúlum yfir sjálft sig. Stofn trésins er holur og upp um hann blæs lítil vifta þessum fisléttu kúlum. Svo svífa kúlurnar aftur niöur fyrir tilstilli gamla aödráttaraflsins. Þær sogast svo inn í stofninn og er blásiö upp aft- ur. Allt virkar þetta vel og eölilega, því viftan er hulin sjónum. Furöufáar kúl- ur svifu burt frá trénu. Svo er hægt aö skipta um kúlur, setja t.d. bláar í stað- inn fyrir hvítar. Ef kúlurnar eru bláar minnir tréð einna helst á þurran gos- brunn. Það var Frank nokkur Damiano sem fann upp snjótréð. Hann sat i kirkju og fannst svo ósköp dauflegt — eins og veröa vill í kirkjum. Þar inni var jóla- tré og þá langaöi hann svo mikiö til aö koma því í kring að eftirlaunafólk gæti notið hvítra jóla. Egypska hárþurrkan Egypska hárþurrkan vakti mikla at- hygli sýningargesta. Hún samanstóö af eftirlíkingu af konuhöfði alsettu krullum. Og hver krulla var tengd meö vír viö undarlega vél. Lawrence Abdalla, þrítugur fegrunar- og verk- fræöingur, fann upp tækiö. „Þessi vél,” sagöi hann — „Þurrkar lokkinn innan frá. Venjulega þarf hárgreiöslu- meistarinn að rúlla öUu hárinu áöur en það er þurrkað. En með þessu móti byrjaröu strax aö þurrka og sparar þannig tíma, því að nú byrjaröu strax aö aftengja rúUurnar fuUþurrkaöar. Mér datt þetta í hug,” sagði Abdalla. „Þegar ég sá mynd af Medúsu, þú veist — egypsku konunni meö snáka í staöhárs.” Talandi kókvél Og úti í horni á sýningarsalnum var kókmaskína. Þegar maöur haföi valið sér drykk úr sjálfsalanum, heilsaði vélin kumpánlega og sagöi: „Hæ, ég er talandi sjálfsali frá Kók. Gjöröu svo vel aö velja þér drykk. ,,0g svo sagði hún: „Þakka þér fyrir viöskiptin og komdu einhvern tíma aftur tU mín — og gleymdu ekki skiptimyntinni.” BUl Brand, verkfræðingur frá Kók, var nærstaddur og sagöi: „Og setji maöur ekki nægilega mikið fé í vélina, þá læt- ur hún lika vita af því.” Hafi einhver lesenda áhuga á að fá teikningar eöa frekari útskýringar á þeim upplýsingum sem hér hafa verið taldar er hægt að snúa sér til Patent and Trademark Office, Washington DC 20231 USA. En maöur veröur aö senda dollar meö bréfinu. (Endursagt, EÞÁ)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.