Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 51- Bílar Umsjón: Jóhannes Reykdal Nýttfrá Citroen: BX SKUTBÍLL Teikningin sýnir helstu mál á farangursrými með aftursætið lagt fram. Afturhurðin opnast það mikið að hægt er að standa uppréttur undir henni við hleðslu. Citroen BX mun fást i þremur útgáfum sem skutbill. Þessa dagana eru Citroénverk- smiðjurnar að senda frá sér fyrstu bílana af BX gerð í skutútgáfu (eða stationgerð). Þeir sáu fyrst dagsins ljós á Frakklands- og Bretlands- markaði í júlí og koma á þýska markaðinn í september og í framhaldi af því á markað í öörum löndum. Fyrst um sinn veröur bíllinn í þremur geröum, BX 16RS, með 1500 cc vél, 94 hestöfl og fimm gíra kassa, BX 19 TRS, með 1905 cc vél, 105 hestöfl og einnig með fimm gíra kassa og loks 19RD, með 1905 cc dísilvél, 65 hestöfl og með fimm gíra kassa en nú með hærra gírhlutfalli. Aflstýri verður í 19TRS bílnum, en fáanlegt sem auka- búnaður í 16RS og 19RD. BX línan hefur nú náð endanlegu marki með alls 14 mismunandi gerðum, nú þegar þessar þrjár skut- gerðir koma til sögunnar. Þegar skutgerðir hafa komið fram á áður þekktum gerðum fólksbíla hefur viljað brenna við að við fulla hleðslu sígi slíkir bílar um of að aftan. Vökvafjöðrun er nánast eina svariö við slíkri hleðslu og með hinni þekktu Citroénfjöðrun tekst að halda bílnum láréttum, hvort sem hleðslan í far- angursrýminu er 0 eða 540 kíló, sem er hámarkshleðslan á bílnum. Annar kostur, sem þessi fjöðrun hefur, er að hægt er að stilla bílinn í aðeins 40 sm hæð frá jörðu í stað 51 sentímetra sem er venjuleg hæð í akstri. Þetta auðveldar mjög hleðslu. Fjöðrunarbúnaðurinn hefur einnig verið bættur að mun og eru strokkar afturfjöðrunarinnar nú 37 mm í þver- mál í stað 35 á fólksbílnum og eins hefur rúmmál vökvakerfisins verið aukiö úr 400 í 500 rúmsentímetra til að bæta f jöðrunina enn frekar. Bíllinn hefur verið stækkaður á réttum stöðum til að auka notagildið enn frekar. Hann er nú 17 sentímetrum lengri (4,40 heildarlengd) og 3 sentímetrum hærri en fólksbíllinn. Farangursrýmið er nú frá 512 lítrum (undir hillu við afturglugga) og allt að 1803 lítrum með aftursætið lagt fram. Sé það í framlagðri stöðu fást 170 sentímetrar af sléttu gólfi. Honda City/Jazz: 4+3 gírar áfram Viö höfum áður sagt frá minnstu Hondunni sem ýmist er kölluö City eöa Jazz eftir því á hvaða markaði bíllinn er. Nú hefur þessi smábíll verið búinn nýjum gírkassa sem „frumsýndur” var nýlega í Japan. Hyperskift kalla þeir í útlandinu þennan gírkassa og nýjungin er sú að til viðbótar f jögurra gíra kassanum er kominn þriggja gíra „hjálparkassi” sem sjálfvirkt eykur eða minnkar gírhlutföllin í 2., 3. og 4. gír. Þannig er þessi litla Honda komin í raun með sjö gíra áfram. Sjálfvirk gírskiptingin gerist eftir skipun frá örtölvu sem fær upplýsingar frá inngjöf, hraöa, snúningshraöa og notkun kúplingarinnar. 1 flestum tilfellmn mun bíllinn nota hæsta gírhlutfall, en skipta sér við aukna inngjöf eöa akstur upp brekku. Þessi nýi girkassi frá Honda gefur i raun sjö ganghraðastig í minnstu Hondunni. Smátt Nýi Lundúna- taxinn! Aftur og aftur hefur því verið haldið fram að gömlu, góöu leigubílarnir í London (þessir klunnalegu svörtu) séu búnir að syngja sitt síðasta og arftaki sé á leiðinni, en lítið hefur samt gerst í málinu. En nú segja þeir sem gerst vita: Núkemurhann! Menn þurfa ekki að vera miklir bíla- áhugamenn til að þekkja hvaðan nýi leigubíllinn er runninn: Frá Rover. Samlíkingin með Range Rover er svo mikil að ekki verður um villst hvaðan línan kemur. Þó eiga þessir tveir bílar lítið sam- eiginlegt fyrir utan útlitið. Þessi nýi leigubíll er stærri en Range Rover, Löng bið eftir Trabant Trabantinn, sem hefur átt nokkrum vinsældum að fagna hérlendis og kall- aöur hefur verið „draumur fjósa- mannsins” og valkostur hinna skyn- sömu hér á landi, er einnig vinsæll í heimalandinu, Austur-Þýskalandi. En þar þurfa menn að leggja meira á sig til að eignast bílinn en hérlendis, því þar er biðtíminn efth- plastbílnum hvorki meira né minna en heil tólf ár. hann verður „aðeins” afturhjóladrif- inn og í stað V-8 vélarinnar verður fjögurra strokka dísilvél frá Rover undir vélarlokinu. Utlitið er sem sagt frá Rover, en bíl- arnir verða eftir sem áöur smíðaðir á sama stað og fyrri leigubílar í London, eða hjá Car Bodies í Coventry. Það mun vera heldur styttri biðtími eftir Wartburg á heimamarkaöi. IMýir Pólverjar Stærsta bílasmiðja Póllands, FSO, sem meðal annars smíðar Polonez, er sögð vera tilbúin með nýjan framhjóla- drifinn bíl sem koma mun á markaö innan tveggja ára. Þessi nýi bíll mun fá tegundarnafnið Zeran. Líkt og í gamla, góða leigubílnum verður inn- og útstig fyrir farþega með eindæmum gott. Það verður rými fyrir sex farþega afturí og þar verður einn- ig, ef þarf, rými fyrir hjólastól. Og áfram verður hægt að snúa þessum leigubíl „á punktinum” líkt og þeim gamla. FSO-verksmiðjurnar eru jafnframt aö leita eftir evrópskum eða japönsk- um bíl sem verksmiðjurnar gætu smíð- að með framleiðsluleyfi og þá um það bil 200 þúsund bíla á ári. Helst er rætt um Fiat eða Daihatsu í þessu sam- bandi. Önnur pólsk bílasmiðja, FSM, er einnig á fullri ferð með nýjan bíl, einn- ig framhjóladrifinn, og mun hann verða á stærð við gamla Miniinn. I þann bíl verður sett vél sem fengin veröur tilbúin frá einhverjum öðrum bílaframleiðanda. Þetta er nýi Volvoinn! Kemur hann í haust? Fyrir skömmu var sagt frá hug- leiðingum í erlendum blöðum um nýjan Volvo og því spáð að hann myndi sjást nú í haust. Það ýtir enn frekar undir þessar hugleiðingar að nú hefur tekist að ná myndum af þessum nýja Volvo í tilraunaakstri fyrir utan Gautaborg. Það var hinn þekkti bílaljósmyndari Hans G. Leh- mann sem náði myndum af bílnum, mjög dulbúnum, á tilraunabrautinni. Það varð raunar óhapp sem leiddi sannleikann um þennan nýja framhjóladrifna Volvo örugglega fram í dagsljósið. Það valt nefnilega einn slíkur rétt fyrir utan Gautaborg og þá var hulunni svipt snarlega af leyndardómnum. Bíllinn sem Lehmann náði myndum af er tveggja dyra sportút- gáfa og þrátt fyrir umfangsmikinn dulbúning úr plasti er vel hægt að gera sér grein fyrir heildarlínunni í bílnum. Því er jafnframt haldið fram Á bak við dularklæði úr plasti er hinn nýi framhjóladrifni Volvo sem smíðaður verður í Hollandi og jafnvel mun lita dagsins Ijós i Frankfurt i næsta mánuði. að tilraunir séu það langt komnar á þessum nýja framhjóladrifna Volvo að hann muni verða „frumsýndur” á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt um miðjan næsta mánuö. Bíllinn er aö því er best er vitað í tveimur gerðum og ganga þær undir nöfnunum G1 og G13. G1 er sagður vera fjögurra dyra fólksbíll, en G13 þessi tveggja dyra sportútgáfa sem er á myndunum. Vélar verða sömu gerðar og er í Renault 9, ýmist 63 eða 71 hestafl, eða nýi léttmálms- mótorinn frá Volvo sem er tveir lítrar að rúmtaki og 100 til 115 hest- öfl. Báðar gerðirnar munu verða framleiddar í verksmiðjum Volvo í Hollandi og sportútgáfan verður fyrsti hollenski Volvoinn sem sendur verður á Bandaríkjamarkað að sögn erlendra bílablaða. Svona álítur Hans G. Lehmann aö nýi Volvoinn muni líta út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.