Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 4
rgooA is íAOU^. —sagt frá ævintýralegu liðhlaupi AlexandersX. úrrússneska hernum Nóvember 1981: sovéskur hermaður ákveður að gerast liðhlaupi. Hann er staddur í Póllandi sem virðist fýsilegt því þar kemst hann í samband viö Samstöðu. Mánuði síðar eru herlög sett í Póllandi og Samstaða leyst upp. Það er ekki fyrr en í júlí 1985, fyrir tæpum mánuði, sem liðhlaupinn Alex- ander X. kemst til Vesturlanda. Hann hafði þá dvalist í þrjú og hálft ár í felum í Póllandi, hjá stuðnings- mönnum Samstöðu. Hann er kallaður Alexander X. til að hlífa hans nánustu. Viðtal birtist við hann nýlega í franska blaðinu Liberation. Frásögn hans er athyglisverð fjTÍr margra hluta sakir. „Ég bjó í Voronej (500 km fyrir sunnan Moskvu) og var flutninga- bílstjóri fyrir verksmiöju. Þegar ég var 17 ára, 1981, var ég kvaddur í herinn. I herbúðunum gerðist það einn góðan veðurdag aö við fengum belti og leðurstígvél og þá varð okkur ljóst að það ætti að senda okkur til útlanda því þessa hluti fá einungis slíkar sveitir. Viö vorum allir hræddir um aö verða sendir til Afganistan. Það var ekki fyrr en við vorum komnir af staö í flugvél að liðsforingi nokkur sagði að við færum til Póllands. „Þaö er annaö Afganistan” var sagt þá. Þegar ég kom á leiðarenda var ég settur í að gæta eldflauga- og sprengju- geymslu fjórða lofthersins í Torun. „Það þarf bara einn neista og Torun verður önnur Nagasaki,” sögðu liðs- foringjarnir. Það var bannað að reykja en samt reyktu hermennirnir dálítið. Síðan var ég fluttur til Olawa sem er um fjörutíu kílómetra frá Wroclaw. Liðsforingarnir vöktu okkur nánast hver ja nótt undir því yfirskini að hætta væri á ferðum. Ástaðan sem þeir gáfu: verkfall í Gdansk (400 km í burtu!) eöa einhvers staðar annars staðar... Liðsforingjarnir voru fullkomnir skíthælar og vöktu okkur hvenær sem var aö nóttu og við urðum að vera tilbúnir með vopn og poka. 1 fyrstu voru hermennirnir óðir út í Samstöðu en smátt og smátt fórum við að skilja að allt var þetta gert til að við æstum okkur út í Pólverja. Þá beindist reiðin gegn liösforingjunum. Við vissum eilitið um hvað var að gerast í Póllandi því í Voronej fékk ég í hendur eintök af ritinu Possev sem útlagar gefa út í Vestur-Þýskalandi. En við fórum ekki út úr herbúðunum nema einstaka sinnum og þá í fylgd liðsforingja. Nánast hvern dag var lesið fyrir okkur upp úr skýrslu um hermenn sem reynt höfðu að strjúka og hversu mörg ár þeir heföu verið dæmdir til að þræla í fangabúðunum. En ekkert var sagt ef strokið haföi heppnast. I þessum skýrslum var einnig talað um sjálfsmorðstilraun en ekki sagt orð um hermenn sem höföu fengið nóg og skotið liðsforingja sinn. Ég þóttist vera pólskur bóndi Við fengum lítið að borða. Magni og gæðum var ábótavant. Liðsforingjarn- ir stálu kjötinu og seldu það á svörtum markaði. Hermennirnir seldu .sígarettur sínar og sælgæti. Eg frétti af hermanni sem hafði selt byssustinginn af Kalachnikov byssunni, úr úrvals stáli: Hann fékk átta ár. Bensíniö hvarf lika. Þaö kom fyrir aö hættu- marki var gefiö, allir ruku út í bíla en svo varð ekki neitt úr neinu. Það var búið að stela öllu bensíni. Eg ákvaö að gerast liöhlaupi þegar liðsforingi, dauðadrukkinn auðvitað því þaö var viðburöur að sjá þá edrú, skipaöi mér aö þvo klósettið meö tannbursta. Eg sagði honum að stinga því upp í rassgatið á sér og fékk mánuð í herfangelsi fyrir. Á hverjum morgni og hverju kvöldi lömdu liðsforingjar mig í klessu „til að kenna mér hvernig ætti að tala við liösforinga”. Þegar ég losnaði þaðan var ég í mánuð á sjúkra- húsi. Eg gerði mér ljóst aö ef eitthvað slíkt endurtæki sig myndi ég ekki þola annan mánuð í herfangelsi. Ég kæmist ekki þaðan út. Upp frá þessu hugsaði ég um það eitt að flýja. Einn góðan veðurdag, eöa 10. nóvember 1981, þóttist ég vera slæmur fyrir hjarta til að komast á spítala. Mér var gefin eins dags hvíld — akkúrat það sem ég vildi. Ég haföi stolið stórum poka og exi í geymsluskúr. Á leiðinni frá Olawa hafði ég fyllt pokann af maís á akri. Dálítið lengra frá fann ég hesthús og faldi mig í þrjá daga í heyi. Þriðja daginn aö kvöldi fór ég þaöan því ég átti hvorki meira vatn né maís. Þaö var farið að dimma. Eg stal reiðhjóli og hélt í áttina til Wroclaw. Ég var hræddur því ég var enn í herbúningi. Eg var búinn að rífa af einkennisborða og slíkt. Ég var enn á hjólinu þegar ég sjá, af þrjátíu metra færi, hersveitina mína að leita í nýbyggingum. Ég beygði höfuöið, dró húfuna niður á ennið og vonaöist til að ég liti út eins og pólskur bóndi í húminu. Þeir keyptu oft gamla búningá og stígvél af sovéska hernum... Þegar ég kom til Wroclaw spurði ég vegfarendur hvar aðsetur Samstööu væri í borginni. Þegar ég komst þangað loksins var ég of seinn. Það voru allir farnir heim. Daginn eftir kom ég aftur. Ég vissi ekki við hvern ég ætti að tala. Eg var næstum farinn þegar ég sá mann í búningi majors í pólska hernum spásséra um inni á skrifstofu en þegar betur var aö gáð var hann með Samstöðumerki í barminum. Eg hugsaði með mér: Samstöðumerki, gott og vel, en hann er samt foringi! Eg faldi mig inni á klósetti. Eg reykti á meðan ég beið og hugsaði um hvað ég ætti að gera. Þá kom einhver inn. Maöurinn byrjaði að tala við mig en ég gerði honum skiljan- legt að ég kynni enga pólsku. Hann skildi litla rússnesku, gerði mér skiljanlegt að ég ætti að læsa mig inni á salerninu og bíða. Því næst biðum við þar til enginn var á ganginum og svo fórum viö til manns sem talaði mjög góða rússnesku. Ég bjó hjá honum í þrjá daga, fékk borgaraleg föt og herbúningnum var hent. Þá töldu Samstöðumenn ekki lengur óhætt að vera þar og ég var látinn koma mér fyrir hjá kaþólskum presti. Á meðan á þessu stóö gekk Samstaða úr skugga um aö ég væri ekki útsendari sovésku leyniþjón- ustunnar. Þeir komust að því að hermennirnir í Olawa væru í viðbragðsstöðu og min væri ákaft Ieitað í borginni, skóginum í nágrenninu og sveitinni af þyrlum og hersveitum. Eftir að ég kom til Varsjár, fóru Samstöðumenn með mig aö sænska sendiráðinu sem þeir vonuðust aö gæti hjálpað mér. En þegar ég sagöi Svíunum að ég talaði bara rússnesku sögðu þeir mér að fara og koma aftur með túlk! Þremur dögum síðar var lýst yfir herlögum, og enginn komst lengur inn í erlend sendiráð. Stúlka sem ég hafði búiö hjá haföi verið hand- tekin. Eg var heppinn, ég flutti til for- eldra hennar kvöldið áður. Dag nokkurn var ég á leið til Varsjár, frá Novi Sontche í suðurhluta landsins. Ég beið lestarinnar er ég var spuröur um skilríki. Þetta var árið 1984. Ég var með fölsuð skilríki og talaði ágæta pólsku, en meö það miklum hreim að þaö heföi komist upp. Eina sovéska skjaliö sem ég hafði var ökuskírteinið mitt. Eg sagði honum að ég væri sovéskur stúdent í fríi. Hann baö þá um að sjá vegabréfiö. Eg sagði að það væri geymt í sendiráðinu því þaö væri landlæg plága að vegabréfum væri stoliö í Póllandi. Það var að vísu satt að vegabréfum væri stoliö, en þaö var einungis gert í einum tilgangi: Komast til Vestur- landa og enginn gat notað sovéskt vegabréf til þess. En mér var sleppt. Ég bar um hálsinn hálsfesti meö mynd af Maríu mey. „Hún ein getur bjargað þér,” sögðu pólskir vinir mínir mér. Ég held að ég hafi flutt þrjátíu sinnum á þremur og hálfu ári. I Varsjá bjó ég í „hreinu” hverfi eins og sagt var, þ.e. engar prentsmiðjur voru þar eða leyniútvarpsstöðvar á vegum Samstöðu og því minna tékkað af lög- reglunni. Ég lifði eins og Samstöðu- menn sem fara huldu höfði. Eg var í fyrstu undrandi aö þeir skyldu vernda Sovétmann, og hermann aö auki. En smátt og smátt skildi ég að þeir gerðu þetta af heilhug og mjög eðlilega. Og svo eitt fagurt kvöld, þegar ég var genginn til náða, var komiö til mín og mér sagt. „Vertu tilbúinn, á morgun ferðu vestur.” Þaö eina sem ég gat sagt var: „Þetta er ekki rétti tíminn til að grínast.” Ég var búinn að fá nóg af þessu og var tilbúinn aö gera hvað sem var til að komast burt. Ferðalagiö gekk vel og fyrr en varði var ég frjáls. Eg hafði farið huldu höfði í þrjú og hálft ár. Það fyrsta sem ég geröi á Vesturlöndum var að fara út og fá mér stórt glas af vodka. Ég tók það í einum sopa. Eg var staddur á Pizzeríu. Eigandinn horfði á mig eins og ég væri viðundur en bauð mér svo annan. Eg var ekkert búinn að borða en var svo taugatrekktur aö vodkinn hafði engin áhrif... Þrjú og hálft ár er langur tími. Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni svo að maöur verði ekki geðveikur. Eg las til dæmis mikiö. Ég uppgötvaði Gúlageyjaklasann og aðrar bækur Soltsjénisin! Ég hlustaði á BBC og Voice of America, las leyni- blöð Samstöðu. Stundum hélt ég að líf mitt myndi aldrei breytast. Eg kæmist aldrei í burtu ...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.