Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1985, Blaðsíða 6
42 DV. LAUGARDAGUR 24. ÁGUST1985 Áflur en gengifl var til leiks vifl bola i nautahringnum i Ciudad Real á Spáni i ágúst 1959. Í forgrunni, talifl frá vinstri: Ernest Hemingway og nautabanarnir Luis Miguel Dominguín og Antonio Ordonez. Annar frá hægri er ritari og ævisöguhöfundur Hemingway, A.E. Hotchner (i nautabanabúningi). Það var sumarið 1980. Undirritaður var á ferð norður Spán, akandi eftir sveitavegum og reyndi að treina sér ferðina, draga allt á langinn því að fyrir dyrum var langur, íslenskur vetur og óvíst hvenær maður kæmist aftur til Spánar — nema þá í mýflugu- ellegar túristamynd. „Næst þegar ég verö á Spáni,” lofaöi ég sjálfum mér — „þá kem ég hingaö til þess að skrifa bók — helst um nauta- at.” Islenskir lesendur bíöa víst ekki í eftirvæntingu eftir lesningu um nauta- at. Hér á landi finnst mönnum fátt skemmtilegt við kýr, nema kannski værðin sem yfir þær færist eftir mjaltir. Og mannýgir bolar hafa jafnan þótt hvimleiðir og lítið gaman verið reynt af þeim að hafa. „Hemingway var einn örfárra út- lendra manna, sem lærði margt um nautaat,” sagði barþjónn einn í Pamplona (Mekka nautaatsins — má kannski segja), en mér finnst að honum hafi ekki tekist að skrifa um þá list (því list er það) svo gagn eða gaman væri að.” Þessi barþjónn stóð fyrir bar einum í miðborg Pamplona sem er norðarlega á spænsku hásléttunni í miðju landbúnaðar- héraði, þar sem þreskivélarnar þyrla upp kornrykinu á sóllieitum haust- dögum. Á torginu þar sem barinn er hafa Pamplónumenn komið fyrir fallegri brjóstmynd af „Papa” eins og Ernest Hemingway var jafnan kallaður á þeim slóðum. „Papa var mikill maöur,” sagði barþjónninn. „Enn kemur þaö fyrir að menn koma hingað á barinn og biðja um uppáhaldsdrykkinn hans. Hann kenndi mér sjálfur að blanda hann: romm, ósköp af rommi, ögn af sætum vermúð, sítróna, ólíva ís.” — Það verður víst seint frá Hemingway tekið að hann kunni að meta drykkinn. Þegar hættan vofði yfir Eigi alls fyrir löngu kom út hjá Scribner’s í New York bók eftir Hemingway heitinn. „The dangerous summer” nefnist hún. Sú bók á sér nokkuð skrítna sköpunar- sögu. Hemingway ætlaði sér einhvern tíma að semja eftirmála við bók sem fjallaöi um nautaat, eða nautaats-tíð sína kringum 1932. Þessi eftirmáli lengdist mjög og varð áður en lauk heilt bókarhandrit, samtals 688 handritssíöur eða 108.746 orö. Þaö sem gerðist á meðan meistarinn sat og skrifaði meintan eftirmála var, aö handritiö breyttist i eins konar minn- ingargrein um — eigin æsku, eigin hetjudýrkun, ódauðleika hans sjálfs; þvi að þegar hann sat og skrifaði var hann mjög farinn að hröma, bæöi lík- amlega og andlega og virðist hafa vit- að um það mikla hrun. Blaðamennska Heming- ways Hemingway byrjaði ritmennsku- feril sinn í blaðamennsku. Og þótt hann hafi síðar á ævinni talað á fremur niðrandi hátt um vort göfuga starf („Blaðamennska hjálpar manni að vissu marki, en þegar því marki er náð, er hætt viö að hún verði aöeins dagleg sjálfseyðing fyrir sérhvern skapandi skríbent. . .”) þá virðist meistarinn í raun aldrei hafa horfið úr þeirri grein skrifta. Þannig voru síðustu tvær bækur hans, þær sem hann vann að árin fyrir sjálfsmorðið, í raun hin besta tegund blaðamennsku: „Veisla í farangrinum” og „The Dangerous summer” (Sumariö þegar hættanvofðiyfir). I „Sumrinu” fjallar Hemingway um þaö sem á spænsku kallast „mano a mano” (hönd gegn hendi — einvígið). Kannski var líf hans allt allsherjar einvígi — einvígi skáldsins og blaða- mannsins. En vissulega trúöi Hemingway á skáldskapinn og yfir- burði hans yfir allt staðreyndatal. Einhvern tíma sagði hann við kunningja sinn: „Þú notar ímyndunar- aflið til að búa eitthvað til og sá tilbúningur er ekki tákn einhvers í lífinu heldur sannari en lífiö sjálft, eitthvað nýtt og sannara en allt sem lifir, og þú gefur þessum tilbúningi líf og takist þér það nægilega vel hefur þú búið til eitthvað sem lifir að eilífu.” I athugasemd við bók sína um villi- dýraveiðar í Afríku (The green hills of Africa, 1935) sagði hann: „Höfundurinn hefur reynt að skrifa algerlega sanna bók til þess aö kanna hvort landslag og athafnir í einn mánuð geta, ef vel er fram sett, keppt viö hinn hreina skáldskap.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.