Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985.
49
Tískukóngarnir
í París
móta stefnuna
Stuttu kjólarnir eru greinilega inni
aftur. Vifl þó eru notaðar grófar
sokkabuxur í sterkum litum. Þessi
klæðnaflur er lika frá Kenzo.
Hér er útfærsla Kenzo 6 sígildum
enskum aðalsmannsklæðnafli,
reiðbuxur, stór frakki, hvit skyrta
og vesti.
Fáðu þér persneska mottu, vefðu
hana um þig miðja og fáðu þér breitt
belti sem heldur herlegheitunum uppi.
Þú átt nú pils og mottu, getur það verið
einfaldara? Þessi hugmynd kemur frá
ungum og upprennandi frönskum
tískuhönnuði, Jean Paul Gaultier sem
nú er talinn meðal fremstu tiskuhönn-
uða í París.
Hann var nánast ári á undan hinum
tiskuhönnuðunum í París en í fyrra
sýndi hann einmitt föt þar sem sterkir
litir voru allsráðandi, þá þótti það
mjög djarft. Nú er litadýrðin það sem
gildir.
Tískuhönnuðinn Kenzo þekkja víst
flestir núorðið, en hann hefur löngum
verið þekktur fyrir mikla litadýrð og
ýmiss konar munstur í sinni hönnun.
Hausttískan frá honum spannar ein-
mitt þær stefnur og stíla sem virðast
liggja í loftinu fyrir veturinn. Hann
sýndi stutta kjóla með grófum sokka-
buxum og stutta jakka utanyfir
kjólana. Hann var líka með vetrar-
klæðnað sem minnti á klæðnað enskra
aðalsmanna eins og reiöbuxur, frakka
með skinni á kraganum, vesti og hvíta
skyrtu innanundir. Hann var vitanlega
með litríku fötin sín, t.d. sýndi hann
klæðnað sem minnti einna helst á
mexíkanskan þjóðbúning.
Gaultier og Kenzo eru báðir taldir
nokkuö djarfir hönnuðir og koma
yfirleitt með frjálslegan klæðnað.
Tískuhönnuðurinn Claude Montana
er sá sem innleiddi breiöu axlirnar í öll
föt. Hann sýndi jakka með miklum
axlapúöum fyrir ári síðan og núna er
það snið allsráöandi.
Yves Saint-Laurent er nafn í
tískuheiminum sem erfitt er að komast
hjá að nefna þegar rætt er um tísku
yfirleitt. Jakkarnir frá honum eru
löngu víðfrægir. Þeir breytast ekki
mikið ár frá ári þó hann aðlagi þá allt-
af að þeim straumum sem ráðandi eru
hverju sinni. Nú sýndi hann þá við
stutta kjóla í samræmi við það sem
virðist vera rikjandi í vetrartískunni,
stuttir kjólar í líflegum litum. Við.
birtum hér nokkrar myndir frá haust-
tískunni 1985 i París.
ÞýttSJ
Montana hefur buxurnar frekar
stuttar og þröngar en með
breiðum uppábrotum. Innanundir
kasmirfrökkunum eru stúlkurnar í
jökkum úr gallabuxnaefni.
Hinn sigildi Yves Saint Laurent
jakki, nú mælir hann mefl þeim
vifl stutt pils og kjóla.