Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Qupperneq 6
50 DV. LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER1985. 1. bréf Sigrúnar Valdimarsdóttur sem lögð er af stað í ferð um Bandaríkin Teikningar eftir Pétur Ástvaldsson Á HJÓ4/ op otHHH ínní í frrnanm rpnnsknu- ast á í bvriun. var bara ein af möreum Ég er stödd inni í frægum regnskóg- um í Olympicþjóðgarði í Bandaríkjun- um og stend í stórþvotti. Þau eru einkar hentug þessi þvottahús sem eru næstum eins algeng og almennings- símar í Bandaríkjunum. Og úr því ég nefndi síma — þeir eru allir í góðu lagi. Ég, sem Islendingur, verð jafnan hissa þegar ég þarf að hringja, minnug þess að hafa hlaupið um miöbæ Reykjavík- ur í leit að síma sem ekki var búið að eyðileggja. I stórþvotti hér í þjóðgarðinum? Jú — þetta byrjaði allt með því að ég sá auglýsta útsölu á reiðhjólum. Ég hafði nefnilega verið að gæia við þá hugmynd að það kæmi sér vel fyrir mig að geta hjólaö á bókasafnið og niður í miðbæ Uyallup í stað þess að þurfa stöðugt að biðja vinkonu mína um að skutla mér. Almenningsvagna- kerfiö í Uyallup er nefnilega svo fá- brotið. Útsöluhjólið Ég brá mér þess vegna á útsölu og greiddi 70 dollara (2.700 ísl. kr.) fyrir hjól af gerðinni Huffy. Ég átti að fá hjólið afgreitt eftir tvo daga. Afgreiðslumaðurinn sagði að réttast væri að ég borgaöi inn á hjólið þá fengi ég það áreiðanlega á þessu verði. Ég gerði það og kom að tveimur dögum liðnum — en var þá sagt að koma aftur eftir helgi, útsalan hefði gengið svo vel að verksmiðjan gæti ekki afgreitt mitt hjól fyrr en eftir helgi. Ég gerði mér þetta að góðu. Eftir helgi komu þeir með sama sönginn: hjólið enn ekki komið og nú fimmtán daga bið. Ég varð fokill en gat litið sagt því orðaforði minn geröi ekki ráð fyrir reiðilestri. En ég þusaði því meira við vinkonu mína. Hún tók skömmum minum sem óánægju með Bandaríkin, skildi ekki í mér að vera með þessi læti. En ég leitaði uppi ýmis rök og þóttist góð þegar ég benti henni á að þeir í búðinni hefðu legið með peningana mína á vöxtum í heila viku — tekið lán hjá mér án þess að láta neitt í staðinn. Vinkonan sagði ekkert við þessu — enda átti ég fleiri rök sem dugðu eins vel: það voru margar búðir með þessi hjól á útsölu og hefði afgreiöslumaðurinn ekki lofað upp í ermina hefði ég fengiö hjólið strax úr annarri búð. En nú voru þau alls staðar búin. Vinkona mín horfði hneyksluð á mig þegar ég heimtaði að hún talaði viö forstjóra búöarinnar — og sagöi blákalt nei. — TJr því að þú veist nákvæmlega sjálf hvernig á að fara aö þessu, þá skaltu líka gera það sjálf. IMeytendasamtökin Ég rauk í búðina og heimtaði for- stjórann. En búðin, sem ég hafði slys- ast á í byrjun, var bara ein af mörgum í stórri keðju og forstjórinn einhvers staöar í Seattle. Ég ræddi málið við mágkonu vinkonu minnar. Og sú var ekki lengi að kippa málinu í lið. Hún hringdi í búöina og sagöist vera frá Neytendasamtökunum og að hún hefði fengið kvörtun vegna þessa tiltekna máls. Áður en klukkustund var liðin hringdi verslunarstjórinn í mig og baö mig að afsaka þennan misskilning. Þeir ættu bara ekki þetta tiltekna reið- hjól sem ég hafði borgað inn á, en aftur á móti ættu þeir heldur dýrara hjól — og hvort ég vildi þiggja það? Ég tók sæl og ánægð við hjólinu. Vin- konu minni fannst ég hins vegar hafa gert of mikið úr þessu máli og sagði háöslega: — Nú held ég að þú ættir aldeilis að geta hjólaö! — Já, sagði ég. — Ég þarf að æfa mig. Það er nefnilega löng leið til Kali- forníu. — Hvaömeinarðu? spurðihún. Ég þagöi lengi, íhugaði hvaö ég hafði sagt. En sagði svo sallaróleg að ég heföi lengi hugsað mér að hjóla til San Francisco og hefði þess vegna legið á aö fá hjólið. — Veistu að það eru 1300 mílur þangað? spurði hún. Ég lést hafa það á hreinu (um 2000 km). — Og ætlarðu aö sofa á hótelum? — Nei, í tjaldi, sagði ég. Hún tók þessu öllu sem lélegri fyndni. En ég? Ég varö hálfhrædd við allt þetta málæði í mér. Reiðhjólabók- menntir Ég haföi vist gapaö of stórt að þessu sinni — fannst mér. Ég kunni ekki einu sinni að skipta um gír á hjóli. Og nýja hjólið mitt gat ég ekki sett saman. Þaö varð maður vinkonu minnar að gera þegar hann kom heim úr vinnunni. Ég vígði þess vegna hjólið meö því að hjóla niður á bókasafn og verða mér úti um bækur um reiðhjól og langferðir á hjólum. Og mér leist ekki á blikuna þegar ég hafði komist í gegnum nokkr- ar. Allt gat komið fyrir. Dekkin gátu sprungiö, keðjan slitnaö, bremsurnar bilað og jafnvel þótt allt virtist í himnalagi þá mátti búast viö að hundur hlypi fyrir hjólreiðamanninn, felldi hann um koll og biti hann kannski í þokkabót. Samt vildi ég ekki gefast upp að svo stöddu. Mér fannst að ég yrði að sanna heiminum aö ég væri ekki mest í munninum. Æfing Næstu daga hjólaði ég víða. Og varð æ öruggari með mig. Ég var meira að segja farin að geta skipt af öryggi milli fyrsta og þriðja gírs. En ég hafði ekki hugmynd um hversu langt ég hjólaöi. Eitt sinn var ég viss um að ég hefði lagt tiu mílur aö baki. Vonbrigðin urðu mikil þegar ég komst að því að ég hafði aðeins farið sex mílur og það hafði tekiö mig heilan klukkutíma aö basla þann spotta. En ég beit á jaxlinn, reyndi að auka hraðann og komast lengra. Brekkurnar urðu stærsta vandamál- iö. Ég er nefnilega með „condromal- cíu” í hné. Það veldur miklum sárs- auka þegar vegurinn verður á fótinn. I fyrstu komst ég ekki nema upp í hálfa brekku, en leiddi svo hjólið upp á topp. Og svo óaöi mig viö hraðanum þegar ég stefndi undan brekkunni, treysti ekki bremsunum, þannig að yfirleitt gekk ég líka niður. Flan? Ég var farin að hallast að því að öll þessi ferð hlyti að vera flan eitt. Vin- kona mín ætlaöi að flytja til Stockton eftir mánuö og ég tók eftir því að hún fylgdist hæðnisleg í fasi með vanga- veltum minum og undirbúningi. Og þaö varö náttúrlega til að herða mig. Þá fór hún að verða hrædd, hafði í fyrstu ekki trúað því að ég léti af verða, en nú margbað hún mig um að hætta við. Hún talaði um morð og nauðganir á vegum úti, spurði hvaö ég myndi gera ef skógarbjörn kæmi og réðist á tjaldiö mitt. Eða hvort ég vissi ekki að nóg væri af þeim í Olympic- þjóðgarðinum? Ég horfði bara glaöhlakkaleg á hana, sagðist hafa lesið í bók að bimir væru mikið fyrir hunang, en ætu helst ekki menn. — Ég tek bara með mér nokkrar krukkur, sagði ég. — Þú, þínar bækur og greinar, sagöi hún og var orðin viss um að ég væri fullkominn heimskingi. Og hún krafð- ist þess að ég skildi eftir bréf til for- eldra minna þar sem ég staðfesti að hún ætti enga sök á þessari vitleysu og að hún hefði gert allt sem í hennar valdi stóð til að stoppa mig. Mér fannst hún nú hálfhlægileg en lét þetta samt eftir henni því að í sann- leika sagt var mér sjálfri um og ó því að ég haföi aldrei farið ein í útilegu heima á Islandi og hafði aldrei tjaldað. Þaö höfðu einhverjir aörir gert á meðan ég beið í bílnum. Farangur Daginn áður en ég lagði upp keypti ég töskur á hjóliö. Þær kostuðu 17 dollara. Ég keypti lika vatnsflösku og ódýra pumpu. Þetta varð að duga. En svo gat ég ómögulega komið neinu í verk, sat bara og horfði á allt sem mér fannst ég þurfa aö hafa með mér i ferðalag sem átti að standa í mánuð. Það var augljóst að þetta kæmist ekki allt í hnakktösku. Að lokum ákvað ég að hafa aðeins með mér: þrennar stuttbuxur, einar síöbuxur, fimm boli, fimm peysur (þar af tvær ullarpeys- ur), ferna sokka, fernar nærbuxur og einn jakka. Vinkonan varð hneyksluð á öllum þessum fötum og spurði hvort ég vissi ekki að nú væri hásumar, hitinn 20—30 stig. — Aldrei að vita, sagði ég eins og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.