Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.1985, Page 7
DV. LAUGARDAGUR21. SEPTEMBER1985. 51 3 reiðhjoli. Sigrún Valdimarsdóttir, þrítug aö aldri, sveiflaöi sér upp á reiðhjól í sumar og iór aö skoöa Bandaríkin. Eins og hún lýsir í eftirfarandi bréfi, sem hún sendi okkur, hafði hún Iitla reynslu haft af hjólreiðum tU þessa, kunni naumast að skipta um gír. En hún þrjóskaðist við og lærði það sem til þurfti svo langferðin sæktist nokkum veginn eftiráætlun. Og Sigrún er svo sannarlega á lang- ferð því að hún ætlar sér alla leið til Ástraliu. Við munum birta ferðasögu Sigrúnar frá Bandarikjunum eftir því sem bréf frá henni berast. Fyrsti kaflinn birtist hér, næsti kafli er á leiðinni og við reiknum með að birta einn kafla í hverju Helgarblaði næstu vikurnar — svo fremi að póstþjónustan standi sig. Sigrún er ættuð frá Hrísey, ólst þar upp fram á unglingsár en þá flutti f jöl- skylda hennar til Reykjavíkur. Þangað til fyrir ári rak Sigrún verslunina Grensáskjör. Kaupmaðurinn hefur þannig bragðið sér í nýtt og óvenjulegt hlutverk; hún treður hjólhestinn yfir heilu meginlöndin. Við óskum henni vitanlega alls hins besta á langri leið. fór fljótlega að fá það á tilfinninguna, að ég myndi aldrei komast til Aber- deen. Eftir að hafa hjólað 10 milur til viðbótar kom ég að vatni sem Sylvíu- vatn nefnist. Þar er þjóðgarður og tjaldstæði. Klukkan var fimm og ég ákvaö aö tjalda þarna. Eg spuröist fyrir um það á tjaldstæð- inu hvar ég mætti tjalda og fólkið, sem fyrir svörum varð, reyndist vera hljólreiðamenn á langferð eins og ég: stúlka frá Kanada og tveir strákar frá Kaliforníu. Þessi þrjú voru þó ekki á sömu leið. Strákarnir höfðu samflot, höföu hitt stelpuna tveimur dögum fyrr og átt með henni samleið. Daginn eftir myndu leiðir skilja því þeir ætluðu heilar 90 mílur yfir fjöllótt landslag, en hún ætlaði beint vestur að strönd og svo til suðurs. Ég reyndi að láta lítið á fákunnáttu minni bera en strákarnir fundu fljótt ýmislegt út. Og þeir gripu andann á lofti — en reyndu að gera mig ekki dapra. Stúlkunni, sem var óvön miðað viö þá, fannst þetta hins vegar allt í lagi hjá mér, sagði að maður væri ekki einh Ég gerði allar þær teygjur sem ég kunni en um klukkan 10 tók ég saman tjaldið og hjólaði af stað. Þennan dag fannst mér að ég yrði að fara 40 mílur, en svo langt var í næsta þjóðgarð. Ég streðaði á móti vestanvindinum. Það var skýjað og ekki of heitt. Stórir flutningabílar, með tengivagna hlaðna trjábolum, þeystu framhjá mér. Ég varð smeyk þegar stormhviöan, sem sogið myndaöi, skall á mér. Það tók mig tvo tíma og tólf mínútur að komast til Aberdeen. Ég hvíldi mig þar til klukkan tvö en þá var bærinn Hogwian næsti áfangi, en reyndar eru þessar borgir tengdar, samvaxnar, og mikil umferð þarna í gegn, einkum er margt um flutningabíla þarna að flytja trjá- boli. I Washington-fylki er mikil trjá- rækt, einkum úti við ströndina. Umferðin tafði mig. Ég var óörugg — og lengi á leiðinni. Þegar ég loks kom út til Hogwian var þar allt á bratt- ann að sækja, ég gekk brekku eftir brekku. Það hvessti æ meir og þaö var hálfkalt í lofti. Ég kom til Ocean-city þjóðgarðsins klukkan sjö um kvöldiö, dauðuppgefin, hefði víst ekki komist öllu lengra. Olympic-þjóögarðinn daginn eftir. Ef hann veldi þá leið gæti hann fylgt sjónum lengi. Hann var frá Arizona, fannst mikið til sjávarins koma, skiljanlega — þetta var í fyrsta sinn um ævina sem hann leit hafið. Mér fannst sjórinn víst ekki merkilegur, enda alin upp á sjávar- bakkanum i Hrísey og ef einhvers staðar er merkilegur sjór, þá er það í Eyjafirðinum. Næsta dag fórum við snemma af stað. Og þótt vegurinn lægi um hæðótt landslag varð þessi dagur sá auðveld- asti. I.andslagið var viði vaxið — og út- sýnið því takmarkað nema af efstu hæðarbrúnum. Samferðamaðurinn stakk mig fljót- lega af en við hittumst aftur í þjóögarðinum og borðuðum saman. Svo skoðuðum við þjóögarðinn daginn eftir, hjóluðum 32 mflur kringum Quin- ault-vatnið. Þarna er landslagið stór- brotið, raunar eins og ævintýri á að líta. Og ég lærði líka margt þennan dag því að samferðamaðurinn kenndi mér margt um hjólið og hvernig ég ætti að bera mig að við gírskiptinguna. sannur Islendingur og tók líka með mér regngalla. Og öll þessi föt hafa komið sér mjög vel því að þótt heitt sé á daginn er oft hrollkalt um nætur. Þess vegna er það að nú á sjötta degi ferðarinnar stend ég hér í stórþvotti. Maður svitnar nefnilega mikið á daginn og verður rykugur og skítugur af því að vera á vegunum. Ráðvillt með hjól Ég var með kökk í hálsinum þegar ég kvaddi vinkonu mína og börnin hennar. Maöurinn hennar keyrði mig hálftíma ferð til Washington, höfuðborgar Olympíu, en þar fannst mér að för mín ætti að hefjast. Hann hafði lítið lagt til málanna undanfarna daga, fannst þetta vissulega flan en hann hefur haft samskipti við íslend- inga undanfarin tíu ár og veit að þeir eru sauöþráir og erfitt að telja þeim hughvarf. Hann kom tjaldinu og hnakktöskunni fyrir, faðmaði mig og lét mig lofa því að hringja þriðja hvern dag. Ég stóð ráðvillt á götunni með hlaðið hjól. Fram til þess að hann ók brott hafði þetta ekki verið annað en orð. Nú stóð ég þarna ein innan um ótal veg- presta sem bentu í margar áttir. Ég átti að velja þjóðveg númer 101 og ákvörðunarstaðurinn var Aberdeen. Ég einsetti mér aö reyna að sjá aðeins björtu hliðarnar á málinu, brosti út að eyrum, svona fyrir sjálfa mig, og skjögraði af staö. En málið var ekki svo einfalt. Stýrið rásaði til og frá, hjólið sveiflaðist til. Ég fór aftur og aftur af baki til að athuga hvort eitthvað væri að. Og það var ekkert að — annað en það að ég var algerlega óvön því að hjóla á hlöðnu hjóli. Þegar ég hafði baksað áfram í þrjár mílur kom ég að vegarskilti þar sem stóð aö það væru 42 mílur til Aber- deen. t_____ \ En ég var farin að geta stjórnað hjól- inu og var sæl og ánægð. Sólin skein og hitinn var 32 gráður. Og það var þægi- leg gola. Skyndilega fannst mér að veröldin öll tilheyrði mér, að ég væri þýðingarmikill partur af tilverunni. Það var dásamleg tilfinning. Ferðalangar Um hádegi hafði ég hjólað 20 mílur og var komin að lítilli borg sem heitir Elmo. Þar stansaði ég og hvíldi mig til klukkan 15. Þá lagði ég aftur í hann og í heiminum og alltaf gæti einhver orðið til hjálpar ef á bjátaði. Sjálf hafði hún Samferðamaður farið yfir Klettaf jöllin í sinni fyrstu för og allt gengið vel, en þetta var hennar fyrsta langferð. Þau ætluðu upp með sólinni morguninn eftir og vöktu mig í leiðinni; skildu eftir hlaðið morgun- verðarborð fyrir mig. Harðsperrur Ég var stirð þegar ég vaknaði, vöðv- ar helaumir og rassinn líka. Ég átti erfitt með að setjast. Ég hvíldi mig næsta dag. Það var skýjað og þoka, en hlýtt. Sandströndin þarna er falleg, löng og breið. Fólkið ók þar á bílum, sumir voru á hestbaki, enn aðrir svömluðu í sjónum. Mér fannst reyndar of kalt til þess að synda, vön þægindunum í heitum sundlaugunum heima á Islandi. Um kvöldið kom annar hjólreiða- maður á svæðið. Hann var að fara yfir þver Bandaríkin, heilar 4000 mílur. Hann ákvað að fara með mér í Honum fannst ég víst óttalega fáfróð því hann yfirfór hjólið vel, fann ýmis- legt athugavert sem hann lagfærði. Ég reyndi að láta hann halda að ég vissi nú smávegis en ég held að hann hafi ekki tekið mikið mark á mér. En svo fullvissaöi hann mig um, að ég myndi komast alla leið. Og vissulega var ég sæl með það. I dag tek ég lífinu með ró. Ég dóla hér um og skoða umhverfið, læt þreytuna líða úr vöðvunum og lít eftir vesalings hnénu mínu. Á morgun verður erfiður dagur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.